Ísafold


Ísafold - 30.05.1888, Qupperneq 1

Ísafold - 30.05.1888, Qupperneq 1
K.emur út á miðvikudags- morgna. Verð árgangsins (60 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrirmiðjan júlímán. ISAFOLD. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útg. fyrir I.okt. Afgreiðslu- stofa i ísafoldarprentsmiðju. XV 25. Reykjavik, miðvikudaginn 30. maí. 1888. 97. Innl. frjettir (brú á Ölvesá o. fl.). 98. Brjef frá Ameríku. Aflabrögð og ýsulóð. 99. Fyrirspurnir. Auglýsingar. 100. Auglýsingar. Brauð nýlosnuð Hvanneyri 18/B . . ■ . . I0ó2 Eyvindarhólar 18/s . . . 1018 Svalbarð í f>istilfirái 18/6 . 070 Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—' Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. I —2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2 útlán md„ mvd. og ld. kl. 2—3 Söfnunarsjóður Rvikur opinn I. mánud. i hverjum mánuði kl. 4—5 Veðurathuganirí Reykjavík, eptir Dr. J.Jónassen maí Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt. ánóttu um hád. fm. | em. | fm. em. M.l3. + 6 +*« 30,4 j°,5 S hv d S h d F. 24. + 6 + Q i°,5 3°, 5 O d O d F.25. + 6 +‘i 3°,5 3°. 5 O b O b L. 26. + 5 + 8 304 3°,! N h b N h b S. 27. * + 5 }0,2 3°,2 N h b N h b M.28. -7— 1 + 4 3°,s 3°,2 N h b O b þ. 29. O + 5 3°,‘ 30,1 N h b N h b Fyrsta dag vikunnar var hjer hvasst sunnan- veður iram að kveldi, síðan logn næsta dag ; siðan hefir verið rjett að kalla logn en einlægt við norð- ur, kuldar og snjójel við og við úi lopti. í dag 29. hægur á norðan með snjóýring við og við, bjartur að öðru leyti. Reykjavík 30. maí 1388. Eyrarbakkaþjófnaðurinn. Hæsti- rjettur hefir 23. f. mán. dæmt það mikla þjófnaðarmál (innbrotsþjófn. m. m.) og staðfest því nær að öllu leyti landsyfir- rjettardóminn, uppkveðinn 28. marz 1887, —innbrotsþjófnaðurinn á Eyrarbakka var framinn aðfaranótt hins 3. febr. 1886. Með áminnztum landsyfirrjettardómi var porfinnur Jónsson og Magnús porluksson dæmdir i 3 ára betrunarhúsvinnu, en Jon Magnússon og Eyólfur Símonarson í 4 ára betrunarhússvinnu, og staðfesti hæstirjett- ur það allt. En Hólmfrfði Loptsdóttur, sem landsyfirrjettur hafði dæmt í 5 daga fangelsi við vatn og brauð, sýknaði hæsti- rjettur; hún hafði að eins matreitt kindur, er hún vissi að húsbóndi hennar, Loptur Hansson, hafði stolið. Og hvað Lopt Hansson snertir, þá breytti hæstirjettur hegniugunni fyrir hann í 40 daga einfalt fang- el8Í, í stað 4x5 daga fangelsi við vatn og brauð hjá landsyfirrjetti,— með því að sakamaður þessi var orðinn sextugur, er dómur var upp kveðinn í hæstarjetti. þær Guðrún Jónsdóttir og Margrjet Guðmundsdóttir voru sýknaðar, eins og í yfirrjetti. Iðgjöld hins stolna dæmdi hæstirjettur, eins og yfirrjettur, að eins þeim Guðmundi lækni 1 Laugardælum (130 kr.) og Eyrar- bakkaverzlun (288 kr.), með því að aðrir höfðu vanrækt að krefjast þeirra. Málskostnað skulu hinir dæmdu saka- menn greiða einn fyrir alla og allir fyrir einn, þar á meðal málsfærslulaun til sækj- anda og verjanda fyrir hæstarjetti, þeirra Shaw og Nellemanns, 100 kr. til hvors. Tíðarfar m. m. Með hvítasunnudeg- inum brá til hlýinda nokkurra hjer syðra, en stóð að eins fáa daga. Tókust þá apt- ur næturfrost og fjúk til fjalla. Hafis fyllir enn alla firði fyrir norðan, að sögn sendimanns frá Sauðárkrók, er þaðan fór 24. þ. m., og hingað kom í gær. Matvöruskortur orðinn mikill í kaupstöð- um norðanlands, vegna siglingaleysisins, nema á Sauðarkrók vörubirgðir C. Knud- sens frá Newcastle, er hann skildi þar ept- ir óseldar í haust, og nokkuð hjá fasta kaupmönnum þar. Lestaferðir miklar þangað norðan úr Eyjafirði. Heyskortur mikill orðinn í Skagafirði víða; farið að beita kúm út. Brú á Ölvesá. Alþingi samþykkti loks í fyrra eptir langa mæðu lagafrumvarp um brúargjörð á Olvesá, er kosta mætti allt að 60,000 kr. Lög þessi eru óstaðfest enn, ekki af því samt, að stjórnin sje ekki því máli fyllilega sinnandi, heldur vegna þess, að enginn hefir enn fengizt til að taka það að sjer fyrir svo lítið, — minnsta boð að sögn nál. 80,000 kr. Að ekki fæ3t lægra boð en þetta, er með fram því að kenna, að hlutaðeigendur þykjast eiga svo mikið á hættu með óhagræði í aðflutning- um að brúarstæðinu og því að koma brúnni á sjálfa ána, en ýmislegt því viðvíkjandi ekki rannsakað áður til hlítar. Til þess að reyna að greiða götu málsins að því leyti til, tók hr. Tryggvi Gunnarsson, er staðið hefir fyrir brúargjörðinni á Skjálfandafljóti og fleiri stórám fynr norðan, sjer fyrir hendur að rannsaka brúarstæðið á Olvesá og annað þar að lútandi betur en áður, nú er hann var hjer á ferð með «Thyra» og komst eigi áleiðis norður fyrir hafísnum. Eeið hann austur f því skyni um hvítasunnuleytið, ásamt þorláki al- þingismanni Guðmundssyni, o. fl. Svo vel hittist á, að Olvesá var óvenjulega lítil vexti, og sást þá það, er mikils þykir um vert, að botninn í ánni á brúarstæðinu — hjá bænum Selfossi í Flóa — er miklu hagkvæmari til að koma brúnni á en við hafði verið búizt, sem sje örgrunnt út í ána að vestanverðu nál. 50 álnir, af 112, og hörð hraunhella undir; sömuleiðis sam- kynja hraunskör við eystra landið, þó miklu mjórri sje, nefnil. að eins um 12 álnir. þar á milli er svo meginállinn, hyldjúpur, þ. e. áin rennur þar í streng í hyldýpis-hraungjá, er nemur tæplega hálfri árbreiddinni, eða nál. 50 álnum. Grynningarnar til beggja landa, einkum sú að vestanverðu, með öruggum botni, gerir nú það að verkum, að miklu er hægra en ella að koma við trönum, stólpum og öðrum áhöldum til stuðnings meðan verið er að koma á brúnni. Eru eptir því allar líkur til, að koma megi fastabrú þar á ána; að öðrum kosti var við því búið, að una yrði við hengibrú, en hengibrýr þykja reynast misjafnlega. Að öðru leyti hagar svo til við brúarstæð- ið, að hamar er að vestanverðu meira enfull- hár undir brúarsporðinn, en að austan hraunklöpp, er hlaða verður ofan á stöpul, 7—8 álna háan. Grjót er allgott í hamr- inum að vestanverðu, og verður að flytja það austur yfir, því þar er grjótlaust. Ain sjálf verður ekki notuð til aðflutn- inga á brúarefninu o. s. frv., hvorki sumar nje vetur, vegna «hávaða»: straumflúða, sem eru eins og vísir til fossa og leggur ekki til hlítará vetrum. |>ar á móti eru líkur til að nota megi akfæri að vetri til upp Fló- ann (Breiðumýri) frá Eyrarbakka mest- alla leið upp að brúarstæðinu, og væri það mikils vert, því minni en 5—600 punda þungi kváðu stærstu brúarstykkin ekki geta orðið, en allt járnið í brúna vegur 230,000 pd. að á er ætlað. Hr. Tr. G. fjekk nú álitleg tilboð um flutninginn upp eptir, frá dugandi mönnum innanhjer- aðs, og er líklegt, að það greiði einnig fyr- ir fyrirtækinu. Hr. Tr. G. skoðaði einnig brúarstæði þau á þjórsá, er stungið hefir verið upp á( af þeim Windfeldt-Hansen og Hovdenak. Eptir bendingu Einars bónda á Urriðafossi, sem er ánni manna kunnugastur, en hinir útlendu vegfræðingar höfðu eigi átt tal við,

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.