Ísafold - 11.07.1888, Blaðsíða 2
126
Áminnzt frumvarp um tekjur presta er
svo hljóðandi:
1. gr. Offur af fasteign og lausafje, svo og
preststíund, lambsfóður, dagsverk og hið svo-
nefnda lausamannagjald skal vera afnumið.
2. gr. Hið almenna prestsgjald skal vera 3
álnir á landsvísu fyrir hvern mann, sem lög-
heimili á í prestakallinu á gjalddaga og orðinn
er 18 ára að aldri, enda sje hann eigi hrepps-
ómagi.
Skyldur er hver sá, sem hefir aðsetur í presta-
kallinu á gjalddaga, en telur sig eiga lögheim-
ili annarstaðar, að gefa þegar fullnægjandi
sönnun fyrir því, greiði ella prestsgjald af hendi
í>ó á hann heimting á að fá það endurborgað
ef hann fyrir næstu veturnætur sannar, að
hann hafi lögheimili átt í öðru prestakalli og
þar prestgjaldi lokið.
Undanþegnir þessugjaldi eru utanþjóðkirkju-
menn þeir, sem gjaldfrelsis njóta samkv. lög-
um 19. febr. 1886, 16. gr.
3. gr. Hver einhleypur maður skal greiða
af hendi prestsgjald fyrir sjálfan sig, hver hús-
ráðandi skal greiða gjaldið fyrir sig, skyldulið
sitt og heimilisfólk, hann skal og ábyrgjast
greiðslu þess fyrir þá, er hafa aðsetur sem leigu-
nautar, húsfólk eða lausafólk í húsi hans eða á
landeign þeirri, sem hann hefir umráð yfir.
4. gr. Sjerhver embættismaður, sem nýtur
launa eða eptirlauna, eigi minni en 1200 kr.,
svo og hver kaupmaður og verzlunarstjóri, skal,
auk prestsgjalds eptir 2. gr., greiða sóknar-
presti sinum offur, eigi minna en 10 kr. á ári
hverju.
5. gr. Sýslunarmenn, aðstoðarmenn við verzl-
un og aðrir menn í áþekkri stöðu, skulu auk
prestsgjalds eptir 2. gr., greiða sóknarpresti
sínum offur, eigi minna en 4 kr. á ári, hafi þeir
í árleg laun 800 kr. eða meira og sjeu einhleypir.
6. gr. Fyrir að skíra hvert barn utan guðs-
þjónustu skal greiða presti 3 krónur, fyrir að
ferma hvert barn 8 krónur, og fyrir að gefa
saman hver hjón 8 krónur. Fyrir barnsskírn
við messugjörð og fyrir kirkjuinnleiðslu skal
enga borgun greiða.
7. gr. Fyrir að kasta moldum á hvert lík
skal greiða presti 3 krónur ; sje hann beðinn
að flytja eina ræðu eða fleiri, bera honum að
minnsta kosti 4 kr. fyrir hverja þeirra. J>egar
prests er vitjað til að skíra i heimahúsum,
þjónusta sjúka eða flytja húskveðju, skal veita
honum fylgd fram og aptur, svo og ókeypis
flutning báðar leiðir, ef yfir sjó er að fara.
8. gr. Borgun fyrir aukaverk eptir 6. og 7.
gr., sem unnin eru fyrir þá er þiggja af sveit,
eða sökum fátæktar geta eigi sjálfir innt hana
af hendi, skal greiða úr hreppssjóði eða bæjar-
sjóði, þar sem maðurinn á heimili, gegn end-
urgjaldi frá framfærsluhreppi hans, sje hann
annar en dvalarhreppurinn. Hið sama er og
um prestsgjald þeirra manna, sem styrktir eru
af hreppsfje, þótt þeir ráði sjer sjálfir.
9. gr. Eindagi á hinu almenna prestsgjaldi
er vetrardagur hinn fyrsti; eindagi á offri er
31. desember; eindagi á gjaldi fyrir aukaverk er
sá dagur, þegar verkið er unnið.
10. gr. Allar tekjur presta eptir lögum þess-
um skal greiða i peningum, álnargjaldið eptir
meðalverði allra meðalverða þeirrar verðlags-
skrár, sem ræður á gjalddaga. Bresti gjald-
anda peninga má hann greiða gjaldið í inn-
skript hjá þeim kaupmanni, sem hlutaðeigandi
prestur tekur gildan, eða í þessum landaurum:
sauðQenaði, hvítri ull, smjöri, fiski og dún ept-
ir verðlagsskrár verði, enda sje það eigi hærra
en gangverð á gjalddaga.
11. gr. Taka má prestsgjöld lögtaki, sjeu þau
eigi greidd 8 vikum eptir gjalddaga, og hafa
þau i 2 ár frá gjalddaga sama forgöngurjett,
sem hin núverandi prestsgjöld hafa að lögum.
12. gr. J>á er ákveða skal eptirlaun presta
og prestaekkna, skal telja hið almenna prests-
gjald og offur með föstum tekjum.
13. gr. Með lögum þessum er tilskipun 26.
janúar 1847 1.—3. gr., 7. gr. og 6. gr., að þvi
er til prestsgjalda kemur, úr gildi numin, svo
og öll eldri ákvæði í lögum, tilskipunum og
reglugjörðum, sem koma í bága við lög þessi.
Tíðarfar- Síðan á Jónsmessu hefir
verið hjer einmuna-tíð: logn eða hægviðri
og glaða sólskin nær alla tíð, dag eptir
dag. Ekki komið dropi úr lopti, svo telj-
andi sje, fyr en í nótt sem leið. — Hafis
var enginn fyrir Austfjörðum nú fyrir fám
dögum, er franska herskipið annað kom
þar við. f>ar á móti hefir borizt lausa-
frjett um, að gufuskipið »Copeland« hafi
ekki komizt alla leið austur fyrir land
að norðan fyrir ís, og orðið að snúa við
suður um land.
Aflabrögð hafa verið frábær hjer við
Faxaflóa sunnanverðan allt til þessa tíma.
Að eins síðan á Jónsmessu fram undir 2
hundraða hlutir af vænum þorski.
Verzlun. í flestöllum verzlunum hjer
í bænum og nágrannakauptúnum er nú
þetta verð á íslenzkum vörum: saltfiskur
nr. 1 36 kr., með 2 kr. uppbót til 15.
júlí; saltfiskur nr. 2, smáfiskur og langa
32 kr.; ýsa og upsi 30 kr.; harðfiskur nr.
1 60 kr.; harðfiskur nr. 2 50—55 kr.; hvít
ull 60 a.; mislit ull 45 a.; sundmagar 60
a.; hrálýsi 1 kr. 50 a. kúturinn og soðið
1 kr.; hrogn 12 kr. tunnan með ílátinu.
Stöku maður gefur 40 kr. fyrir saltfisk
nr. 1: tveir eða þrír hjer í Rvík, einn á
Akranesi, 1 í Hafnarfirði, 1 á Eyrarbakka.
—Frá Isafirði hefir heyrzt á skotspónum
um 50 kr. verð á fiski.
Stj órnarskrármálið.
Eptir
pórarinn Böðvarsson.
III.
Hvað á nú að gera i stjórnarskrármálinu ?
Jpetta þurfa landsbúar að gjöra sjer svo
Ijóst, sem þeir geta, svo að þeir sjeu viss-
ir um, að þeir láti ekki leiðast í blindni á
þá leið, sem þeir síðar vilja ekki fara og
gefast upp á. A nú að byrja stjórnar-
skrárbaráttu af nýju? Jeg segi byrja af
nýju, því jeg vil helzt ekki telja þá van-
hugsuðu og óhappasælu tilraun 1887.
Hin prentaða stjórnarskrá er aldrei nema
annar og hinn minni hluti landsstjórnar-
innar; hún er dauður bókstafur, sem andi
stjórnarinnar og þjóðarinnar gerir lifandi,
og undir því er mest komið, hvernig stjórn-
in beitir stjórnarskránni, og hvernig þjóðin
notar hana. J>að mesta og bezta ístjórn-
arfari Englendinga, sem eru taldir lengst
komnir í stjórnfrelsi, en ekki í neinni
stjórnarskrá; þjóðin hefir smátt og smátt
gjört sig gildandi og gjört það að venju.
Hafa þeir sýnt, að það er til önnur Ieið
til að öðlast stjórnfrelsi, en að stæla um
orð í stjórnarskrá. f>að eru optast þeir,
sem gengur illa að koma ár sinni fyrir borð
og vantar eitthvað, eða vilja ná í eitthvað,
sem æpa hæst um stjórnarskrá og stjórn.
Sveitarlimurinn á mest undir sveitarstjórn-
inni og vill helzt heimta allt af henni; dáð-
leysinginn vill láta landsstjórnina gjöra það,
sem hann á að gjöra sjálfur. f>ví sjálf-
stæðari, sem maðurinn er í hugsunum og
gjörðum, því minna heimtar hann af stjórn-
inni; hann er optast ánægður, ef hún ekki
hindrar hann í að gjöra neitt gott. Með
þessu meiua jeg alls ekki, að góð stjórn-
arskrá og góð yfirstjórn sje lítilsvirði, held-
ur hitt, að þjóðirnar eiga sjálfar að vinna
mest að farsæld sinni og framförum. Ef
stjórnin hindrar þjóðina í þessu verki, þá
þarf að kenna henni að gjöra það ekki.
Hvað á þá að gjöra í stjórnarskrármál-
inu? Hvað kenuir saga málsins fram að
1873 ? Hún kennir þetta: þau 30 ár, sem
hinn mikli þjóðskörungur og sanni þjóð-
vinur, Jón Sigurðsson, stýrði þinginu og
þessu máli, var frumvarp um stjórnarskrá,
það jeg man, aldrei borið upp á þingi nema
þegar það kom frá stjóminni. f>á var þó
hluttaka þjóðarinnar í löggjöf landsins svo
sem engin, að eins ráðgefandi, og þingið
hafði ekkert atkvæði um meðferð á tekjum
landsins. Stjórnarskráin frá 1874 hefirþá
óneitanlega, þó sumir kalli hana »skaðræð-
isgrip«, borið blessunarríka ávexti. Stórfje
hefir verið varið landinu og landsbúum til
framfara, sem ekkert var unnið að áður,
og landið á þó á aðra miljón króna í sjóði
eptir 14 ár. Er það missýning hjá mjer,
að þá hafi þó verið miklu meiri ástæða en
nú til þess árlega að heimta stjórnarskrá?
Og er það misskilningur, þó jeg segi, að ef
lítilmenni vilja nú grauta í stjórnarskrár-
frumvarpi á hverju þingi, þá vilji þeir vita
miklu betur og vera meiri en mikilmenn-
ið Jón Sigurðsson? Jón sál. Sigurðsson á
mikið þakklæti skilið fyrir það, hve ótrauð-
lega hann barðist fyrir stjórnrjettindum ætt-
jarðar sinnar, en hann á engu minni þakk-
ir fyrir það, hve einlægan vilja hann hafði
til að efla velmegun og hagsæld landsins í
öllum greinum. Sagan segir því nei. Hún
bendir þar að auki á varauppástungu þings-