Ísafold - 11.07.1888, Blaðsíða 3

Ísafold - 11.07.1888, Blaðsíða 3
127 ins 1873, sem varð til þess, að landið fjekk þá stjórnarskrá, sem það hefir nó, og seg- ir: ávinningur fæst ekki með því að stæla> heldur með því að reyna lag og brúka sain- komulag við hinn málsaðiiann, sem öll völd- in eru hjá. Hvað á þá að gjöra í stjórnarskrármál- inu? Á þá að byrja nýja stjórnardeilu? f>eir eru til, sem segja já, eða að minnsta kosti á að boða til fundar á þingvelli og slá því föstu þar, hvað gjöra skal. En er nokkursstaðar hægra að leiða f ljós al- mennan vilja kjósenda en í hverju kjördæmi? Og er nokkur staður orðinn jafn hentugur til almennrar samkomu og Reykjavík? Mundu fornmenn ekki nú kjósa hana fyrir samkomustað ? En hefur allur þorri al- mennings þann áhuga á þessu máli, að hann vilji sækja almenna samkomu? það er hátíðlegt, þegar þjóð rís upp af frjálsum vilja, og heldur almenna sam- komu, til að hrinda af sjer harðstjórn eða ánauðaroki. það erminna hátíðlegt, þó fá- ir menn sjeu kallaðir saman, af einstökum mönnum, til að samþykkja vilja einstakra manna. Hvað á þá að gjöra í stjórnarskrármál- inu? A að hefja nýja stjórnarskrárdeilu? Herra J. S. og fleiri segja já, það gjörir Fensmarkshneixlið og lagasynjanirnar. Já Fensmarkshneixlið er slæmt, og von að allir landsbúar sjeu gramir yfir því, og það er jeg líka; en til þessarar stundar hefi jeg ekki getað sjeð, að annað verði við það gjört, en að þola það eins og bit, 1 von um, að það verði það fyrsta og síðasta hneixli af líku tagi í stjórnarsögu lands- ins. Sízt get jeg álitið, að bætt verði úr fjártjóninu með því, að ausa út margföldu fje í árangurslausri stjórnarskrárbaráttu. 20,000 krónur er of mikið fje fyrir oss að missa, sem erum fjevana til flestra efna. En 18,000 kr. annaðhvort ár fyrir auka- þing er því heldur of mikið. Lagasynjanir eru leiðinlegar. En jeg held, að eina ráðið við þeim sje, að gjöra lögin svo úr garði, að ekki sje ástæða til að synja þeim um staðfestingu, og standa svo fastur fyrir. Hitt held jeg, að ekki sje hugsunarrjett nje skynsamlegt, að segja : af því að konungur vill ekki skrifa undir lög, sera hann með engu móti getur sagt um, að honum sje ómögulegt að skrifa undir, og sem snerta landsbúa sjálfa eingöngu, þá ætla jeg að heimta af honum að skrifa undir stjórnarskrá, sem hann segir að brjáli skipulagi alls ríkisins, og sem hann aldrei geti undirskrifað, og undir eins láta hann skuldbinda sig til, að skrifa undir hvað sem jeg vil. Er það ekki eins og jeg segði við mann: af því að þú neitar mjer um þetta lítilræði, þá ætla jeg að láta þig gjöra fyr- ir mig hvað sem jeg vil, einnig það, sem þú segir, að þjer sje ómögulegt! Er þetta þó ekki hugsunargangur þeirra, sem byggja stjórnarskrárdeilu á lagasynjunum ? Eða er það misskilningur minn ? Hvað á þá að gjöra í stjórnarskrármál- inu? Á þá að byrja nýja stjóruarskrár baráttu? Hver, sem segir já við þessari spurningu, verður fyrst af öllu að benda á áreiðanlegan forvígismann, pólitiskt stór- menni, sem ekki einungis hefir þá hæfileg- leika, sem til þess þarf, heldur það sem jafnvel skiptir mestu: hefir traust þjóðar- innar yfir höfuð, svo hún felur sig örugg leiðslu hans. En hvar er þetta stórmenni? I tvísýnum og vonarlausum bardaga, eius og þessum, dugir ekki, að margir sjeu for- ingjar, sem hver þykist öðrum jafnsnjall- ur. f>á þarf annað og meira en að vera tannhvass og hreykinn í blöðum. Oghvaða stórræði getur þjóð vor unnið, hversu vel sem hún væri leidd? Á samt að byrja nýja stjórnarskrárdeilu? Er þá ekkert í ástæðum landsins því til fyrirstöðu, að bendla það sem stendur við kostnaðarsama stjórnarskrárdeilu ? Hagur landsins hefir um langan tíma eigi verið jafnískyggilegur og nú. Hafís hefir í mörg ár lagt landið í dróma, og harðindi, sem leitt hafa af honum, hafa minnkað eignir landsbúa um mörg hundruð þúsund, ef ekki margar miljónir króna, og komið sumum hjeruðum í það ástand, að þau hafa orðið að fá lán úr landssjóði til að draga lífið fram, en kaupstaðarskuldir alstaðar úr hófi. Gjöld til landssjóðs fara æ minnkandi, og er farið að eyða því innstæðufje, sem búið var að safna. Er því enginn kostur á, að borga kostnað af aukaþingum, sem enginn veit hvað geta orðið mörg, nema með því, að leggja skatta eða tolla á landsbúa, sem nú finnst að þeir ekkert hafi að missa. Pir það þá vilji þeirra ? f>eir verða að átta sig á því, og ráða til fulls við sig, að taka afleiðingunum með þolinmæði, hverjar sem þær verða. Að byrja alíkt, en verða að hætta við engan árangur, er hraparleg óför. (Niðurl.). Fyrirspurnir og svör. 1. Hvernig er sveitarstyrkur formlega eptir gefinn? Getur sveitarstjórn, hvernig sem á- statt er, eptirgefiö styrkinn, ef þiggjandi óskar þess, eða ef sveitarfjelagið getur með því að eptirgefa styrkinn, losast við þiggjandann, þ. e. framfærslu hans? 2. Geta viðkomandi sveitarstjórnir ekki kom- ið neinni ábyrgð á einstaka menn, hvort heldur það eru ættmenn, landsdrottinn eða aðrir, sem styrkja öreiga fátæklinga og fjölskyldumenn til að halda við jörð og búskap í öðrum hreppi en þeir eru sveitlægir, í þeim tilgangi að þeir má ske geti orðið sveitlægir í dvalarhreppnum og þá þar til þyngsla ? Bða er ekki ástæða til að hreppsnefndir geti bannað slíkt, þegar þess eru dæmi? 3. Geta umboðsmenn þjóðjarða neitað að greiða hreppstjórum borgun fyrir upplestur á auglýsingum i þarfir umboðsins? eða nær ekki landshöfðingjaúrskurður 15. febr. 1883 til allra umboðanna? Eða stendur hann ekki órask- aður ? Tyro juris. 4. í 3. gr. víngveitingalaganna stendur : „Lyfsalar mega því að eins í smærri skömt- um selja, að það sje optir læknis forskript“. Nú vill stundum svo til, að ómögulegt er að nálgast portvín eða sherry úr apótekinu; ann- að er það, að þessi vín eru ekki allt af til í apótekinu. Eru kaupmenn brotlegir, ef þeir láta þessi vín úti eptir „læknis forskript11, þótt minna sje í einu en 3 pelar, þegar svo stendur á eins og að ofan er sagt? V. ♦ * Svör: 1. Með ályktun hreppsnefndar. Ilrepps- nefndir hafa fullt vald til að gefa upp sveitar- styrk. En misskilningur er það hjá spyrjand- anum, ef hann heldur, að hreppsnefnd geti með slíkri uppgjöf afmáð þá afleiðing af löglega veittum sveitarstyrk, að þiggjandanum verður ónýt til sveitfestis öll vera hans í dvalarhreppn- um þar á undan, ef skemmri er en 10 ár sam- fleytt. En upp frá þeim degi, er styrkurinn er upp gefinn, getur þiggjandinn farið að vinna sjer sveit á ný í dvalarhreppnum og orðið þar sveitlægur að 10 árum liðnum þaðan í frá, ef hann þiggur eigi aptur á þeim tíma. 2. Sveitarstjórnir hafaekkert vald til að fyrir- muna einstökum mönnum að halda öreigum frá sveit, í hvaða tilgangi sem það er gjört, og er það fyllilega ábyrgðarlaust að lögum. 3. Hreppstjórar eiga fulla heimtingu á borg- un fyrir upplestur á auglýsingum, sem umboðs- menn biðja þá fyrir, samkvæmt 4. gr. laga (nr. 3) 13. jan. 1882. Hinn tilvitnaði landshöfð- ingjaúrskurður stendur óraskaður. 4. Með þvi að lögin undanþiggja einmitt Iyf- salana eina frá hinu almenna bauni til kaup- manna gegn vínsölu í smærri skömmtum en 3 pelum í einu, og það með þvi skilyrði, sem þar er nefnt („læknis forskript11), þá er smáskammta- vínsala vafalaust ólögleg hverjum manni öðrum, sem verzlun rekur. Enda mun það trauðla getaað borið, að neinum verði ráðafátt að eignast hinn lögboðna skammt (3 pela), ef líf eða heilsa ligg- ur við eða yfir höfuð sönn nauðsyn krefur, — annaðhvort af sjálfs sin rammleik eða með góðra manna hjálp. Hitt og þetta. Sóttnæmi af hundum. Eáir eru svo fá- Iróðir nú orðið hjer á Iandi, að þeir viti ekki, að folk fær hjer hina voðalegu sullaveiki af hundum. Hitt mun fáheyrt, sem sagt er frá í áreiðanlegum blöðum norskum, að þess gerðist dæmi þar í haust, í Norvegi, að illkynjuð kverka- bólga á mönnum (diphtheritis) barst með hundi bæja á milli. J>að kora hundur í afskekkt kot,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.