Ísafold


Ísafold - 25.07.1888, Qupperneq 2

Ísafold - 25.07.1888, Qupperneq 2
134 .1 31. þ. m. þeir cand. juris Hannes Haf- steinn (er þar var settur sýslum. í fyrra) og þórður hreppstj.Guðmundsson á Hálsi,— og mun annar þeirra að minnsta kosti algjör- lega mótfallinn stjórnarskrárendurskoðun- inni, og hinn (þórður) helzt á því að láta sjer nægja að senda konungi ávarp um að vægja til í máli þessu, enda var það at- kvæði fundarins í Hafnarfirði, og skyldi jafnvel senda menn hjeðan gagngjört á konungsfund með slíkt ávarp, frá þing- vallafundi. Á fund þennan í Hafnarfirði höfðu verið kosnir fulltrúar í hreppum sýsl- unnar af 11, ýmist 1, 2 eða 3, og höfðu þeir allir málfrelsi á fundinum, en kosn- ingarrjett ekki nema 1 úr hreppi hverjum. Eyrir Strandasýslu er kosinn á þing- vallafund síra Arnór Arnason, fyrir Mýra- sýslu Ásgeir bóndi Bjarnason í Knararnesi og fyrir Borgarfjarðarsýslu Andrjes bóndi Fjeldsteð á Hvítárvöllum, fyrir Dalasýslu Pjetur Fr. Eggerz, fyrir Barðastrandar- sýslu síra Sigurður prófastur Jensson alþm. Útlendar frjettir. Khöfn 12. júlí. Höfuðtíðindi. Höfðingjaskiptin síðustu á þýzkalandi munu þegar borin löndum vorum heima. Lát Friðriks keisara þriðja því höfuðtíðindi, að hjer er manns misst við, sem har kórónu hins orkumesta stór- veldis, var skrýddur þeim göfugleik sálar og anda, sem tign hans var samboðinn, og hafði á síðasta skeiði æfi sinnar borið svo byrði þjáninga og þrauta, sem þeim hæfir, er í helgu máli eiga fyrirheit æðri krýningar. Friðrik keisari andaðist 15. júní, hálfri stundu fyrir hádegi. Hann varð harmdauði fleirum en þjóðverjum, því allir vissu, að honum var alvara að þræða braut friðar og framfara, að hann unni öllum þjóðum hins bezta, en aðhylltist svo jafnrjetti og frelsi, sem færri höfðingjum en fleiri vill lagið verða. Danmörk. 20. júní þess minnzt með hátíðahöldum og fjölsóttum fundum um allt land, að bólfestutjóðrið var slitið af bændum fyrir hundraði ára. Háskólinn hjelt sína hátíð og bauð til hennar bænd- um, sem jarðir hans byggja. Johannes Steenstrup, próf. í sagnafræði, flutti ræð- una, ljóðin eptir Holger Drachmann og Lange-Miiller (lagið). Boðsrit háskólans samið af Falbe Hansen, próf. í auðfræði. það er fyrri partur bókar um efnahag Danmerkur á þeim tímum, þær breytingar, sem á honum hafa orðið og um umbætur á landbúnaði Dana, ásamt fleiru. Margar ritgjörðir komu og bæklingar eptir ýmsa— meðal annara Joh. Steenstrup—um ástan^ bændanna á fyrri tímum, um breyting þess og hennar afleiðingar, og um allt fjelags-eða stjettalíf í Danmörku eða hætti þess á síðasta hlut 18. aldar. Á flestum hátíðarfundum hægri manna og hinna við pólitikina komið, og það virð- ist sem vinstri menn stælist nú heldur en guggni til mótstöðu, hvað sem úr verður þegar þingið byrjar. Stjórnin við sinn keip og lætur sjer við ekkert bregða, en heldur ákaft áfram með virkjagerðina um Kaup- mannahöfn. Fyrir skömmu kallaði her- málaráðherrann, Bahnson, hana vel á veg komna, sagði nú að virkin væru til fram- búðar gerð, þó áður hafi stunduin verið látið, sem það væri ekki annað en stíflur gegn snöggu herflóði, sem haft væri fyrir stafni. Tveir konungar, Oskar Svíakonungur og Albert Saxakonungur, hafa, ásamt drottn- ingum sínum, gist Höfn og konung vorn, en vitjað sýningarinnar, sem nærri má geta, Saxlandskonungur á leið til Svíaríkis. Drottning hans (Caroline) er af Vasaætt- inni. Mikil aðsókn hingað á þessum tímum af leiklistarfólki og söngliði frá Svíaríki, þýzka- landi og Rússlandi, en Danir hafa líka lengt leiktímann í »konungsleikhúsinu« og sýnt aðkomumönnum sína mennt og frama. Noregur. Viðureignir flokkanna upp á síðkastið afar-harðar, og með forustu Steens rektors báru mótstöðumenn Sverdrups, eða »hinir hreinu vinstrimenn«, upp yfirlýsingu vantrausts rjett undir þinglokin. Hún var felld (með 64 atkv. móti 50) fyrir atfylgi Oftedæla og hægrimanna. Stjórninni fylgdu hjer af hinum síðarnefndu 29, sem annars mundu vísa Jóh. Sverdrúp norður og nið- ur. Bæði hann og fleiri í hans atkvæða- liði munu hafa haft rjett að mæla, er þeir sögðu til einskis myndi koma að skipta um stjórn sem stæði. f>ví þingstjórnarafl gætu vinstrimenn (»hinir hreinu«) ekki fengið, og kosningarnar nýju yrðu annað undir að bíia, en þeir ættu nú kost á. Blaðasnerran í Noregi harðnaði við sorg- legan atburð. Formaður stjórnardeildar- innar norsku í Stokkhólmi, Ole Richter að nafni, hafði sagt sig úr stjórninni 6. júní; en skömmu síðar (15. júni) rjeð hann sjer bana með pístóluskoti. Atburðinn tengdu flokkarnir í samband við pólitiska baráttu, hver á sína vísu. Richter var talinn einn af beztu skörungum Norðmanna og hafði ávallt reynzt hinn öruggasti í liði Sverdrúps og frelsisvina. Síðustu árin fór þeim samt að bera á milli, og honum mislíkaði sumt í fari stjórnarinnar, bandalagið við læðulið Oftedæla (vini Jakobs Sverdrúps), samseta þeirra frænda í ráðaneytinu, og hitt mest, að það blandaðist meir og meir, og átti æ meira undir náð og miskun hægrimanna. þetta dró til — sem hinir »óflekkuðu» segja — að undirróður og andróður hófst móti Richter í ráðaneytinu sjálfu. þetta, eða ódrengskapur J. Sverdrúps, sem þeir kalla, á að hafa komið brjáli á ráð Richters. f>egar fregnin kom um dauða hansí þing- salinn í Kristjaníu, stökk þingforsetinn, Daae, fram að J. Sverdrúp með stælta hnefana og sagði: »þetta er þjer aðkenna!». En Oftedælir segja annað, og viljakoma mestu upp á Björnstjerne Björnson. Hjer ber svo til, sem greina verður í stuttu máli: 15. maí 1885 var sú grein bókuð í Stokkhólmi eptir samkomulagi stjórnarráðs- deildanna (norsku og sænsku), sem gerir ráð fyrir, að sænskur ráðherra fari með utanríkismálin fyrir hönd Noregs. Af því mikið rifrildi á þingi og í blöðum, sagt að stjórnin hefði gert Noreg að undirlægju Svíaríkis. Ári síðar bar Jóh. Svérdrúp svo hönd fyrir höfuð sjer, að ummælin bókuðu hefði hann ekki sjeð, því hann hefði ekki verið í Stokkhólmi fram yfir 12. maí 1885. Svo komst sökin á bak Richters. Hann var fornvin Björnstjerne Björnsons og ljet hann vita í brjefi, að í Stokkhólmi hefði ekkert annað verið bókað en það, sem deildinni þar og Sverdrúp hefði komið sam- an um á undan. I enda brjefsins þessi orð : »þessu trúi jeg þjer einum fyrir». B. geymdi trúnaðarmálin vel og lengi, en þegar hann var kominn í mótstöðumanna- flokk Sverdrúps, birti hann brjefið í blað- inu »Verdens Gang». f>etta líkaði Richter illa, sem von var, og skrifaði vin sínum ámæli fyrir bragðið, en hreinsaði sig fyrir Sverdrúp, eða afsakaði. Áður hafði hann þó í brjefi til eins af ráðanautum sfnum talið það fram, sem sjer gengi til að segja af sjer embætti, og hjer komu beint fram þær aðfinningar, sem fyr voru taldar. Mikið um þetta enn þrefað, og ýmsir saka aðra um sturlunarráð Riehters. Hins er þó að geta, ad maðurinn hefir verið þung- lyndur á síðustu árum (epcir konumissi), en á slíkt kann að hafa gerzt nokkuð við pólitiska streitu og ýms vonarbrigði. SvíhJÓÐ. Hjeðan helzt að geta að sinni um bruna þriggja bæja 1 norðurhluta lands- ins, sem heita Sundsvall, Umeá og Lille Edet. Næstum gjöreyddir allir seint í júní. Sundsvall 9 þús. íbúa, í hinum 3 og 2 þús. —næstum allir nú húsnæðislausir og alls- lausir. Konungur skundaði þangað norður og hafði með sjer peninga og muni, en hið sama streymdi þegar frá flestum borgum, kaupmannafjelögum þeirra og samkundum. Samskotum framfylgt um öll Evrópulönd.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.