Ísafold - 25.07.1888, Blaðsíða 3
135
Um eldsuppkomurnar ekki enn allar skýrsl-
ur frammi, en í Sundsvall er sagt, að
kviknað hafi í húsi af neistaflugi frá reik-
háf gufuskips, en um þann tíma voru þar
þurkar miklir, svo lítið þurfti til kynding-
ar, þar sem húsin eru flest af viði reist.
þá er og talað um fádæma mikla skógar-
bruna á fleirum stöðum í Svíþjóð og Nor-
egi; í Svíaríki skógar eyddir sumstaðar,
sem að verði nemur miljón króna. Hjer
geta brunarnir hafa orsakazt af leiptureldi.
England. Fyrir skömmu gerðu Viggar
áhlaup á ráðaneytið fyrir'atferlið á Irlandi,
en því var hrökkt aptur. Samt sem áður
eru þeir vonargóðir, því seinustu kosningar
í auð þingsæti hafa gengið þeim heldur í
vil en hinum.
Nýlega dæmt í máli O’ Donnels—fyrrum
þingmanns Ira—á mótiblaðinu The Times.
Hann heimtaði 50 þús. pd. sterl. í bætur af
blaðinu fyrir áburð þess um mök hans og
fleiri forustumanna þjóðvinafjelagsins við
samsærismenn og illvirkja á Irlandi, en
gögnin voru brjef, sem þeim voru eignuð,
og Times Ijet prenta með líkingarletri.
Dómurinn kvað áburðinum ekki hrundið
og dæmdi blaðinu sýknu. Nú verður Par-
nell að láta til sinna kasta koma, því eitt
brjefið er honum eignað, og fleiri böndþóttu
að honum berast.
Frjett frá Afríku, að Englendingar hafi
orðið að senda hersveitir inn í land Zúlúa
til að bæla uppreist niður. þeir höfðu sig-
ur í hinum fyrstu viðskiptum, en ekki sagt,
hvað hjer er enn eptir að vinna, því verða
má, að fríveldi »Búa» (Hollendinga) hlut-
ist til.
f>ízKALAND. Vilhjálmur annar, keisarinn
nýi, verður þrítugur 27. janúar næsta ár.
Sagður vel að sjer, en til fræðingar og upp-
eldis allt vandað sem mest af foreldrum
hans. Einnig orð haft á kappkostun hans
að kynna sjer allt sem bezt, sem að ríkis-
og landstjórn lýtur, og þau orð eru höfð
eptir Bismftrck, að hann kjósi helzt að
vera sjálfs síns ráðgjafi. Sumir hafa lengi
spáð, að hann mundi reynast herskár höfð-
ingi, og hyggja hans mundi við þá frægð-
ina helzt felld, en því mælti hann þvert
á móti í vetur við eitt tækifæri (í ræðu),
- og nýlega hafa þingsetningarræður hans að
eins vottað allt þeim framburði hans til
styrktar.
Umhorfinn höfðingjum þýzkalands og
öðru stórmenni helgaði hann nýja alríkis-
þingsetu 25.júní. f>að nýnæmis-legast í ræðu
hans var það, að sambandið við Austur-
ríki og Ítalíu leyfði sjer að halda vingan
• við Rússakeisara, og öllum þeim tryggðum
óbrugðnum og samkomulagi, sem svo lengi
hefði haldizt með þýzkalandi og Rússlandi.
það var sem öll Evrópa ljetti brúnum við
þessi ummæli, en fyrir hálfum mánuði höfðu
bandamenn jpjóðverja í Austurríki ogá Ung-
verjalandi, eða ráðherrar Jósefs keisara,
beiðzt nýrra framlaga til hers og varna og
talað dapurlega um vandræðaástand álfu
vorrar. Keisarinn sagðist þó vona, að það
tækist »með aðstoð guðs», að tálma voða-
legum atburðum. Hins þarf ekki að geta,
að hið voðalegasta fyrir hans augum, sem
fleiri, mundi vera styrjöld með Germönum
og Slöfum. I miðjum þessum mánuði kem-
ur Vilhjálmur keisari (sjóleið frá Kíl) til
Pjetursborgar að heimsækja frænda sinn.
I blöðum er þess til getið og sjálfsagt
kallað, að ferðin dragi til nýrra einkamála
með keisurunum. þau spá, að þeir búi til
forspjöll til málaloka á Bolgaralandi, sem
Rússum þyki vel við sæmandi, en hittverði
þó að koma á móti, að frændinn í Pjeturs-
borg afneiti öllu fylgi við Frakka, hvað
sem í gerist, og það segja blöð Rússa því
auðfengnara, sem hjer hafi allra heita og
einkamála'verið synjað frá öndverðu.
Einnig er gert ráð fyrir, að Vilh. og
Jósef keisari mæli mót með sjer seinna í
sumar. Hjer friðarerindi farið, til að víkja
bróðurnum í Vín úr tortryggðaráttinni og
blíðka þel Ungverja til Rússa. f>ó sagt,
að Bismarck muni það ekki eins auðleikið
eins og þar sem þjóðverjar eiga í hlut.
Sumir ætla líka, að fundum þeirra Vil-
hjálms keisara og Ítalíukonungs muni bera
saman í þeirri ferð.
Aðrir taka hjer annan veg á málunum.
Hjer eigi, segja þeir, að vekja upp aptur
»sambandið helga», kúgunarbandalag stór-
veidanna, þar sem Frakkland stóð sem í
banni fyrir utan. Höfuðmiðið sje nú að
koma því í einangurstöð, og friðurinn verði
sá álits, að allir standi í alvæpni með
reidd sverðin yfir höfði Frakklands. Eptir
sje þó að vita, hvort allir reynist tryggir,
ef Frakkar láta reytast til reiði, gerast
hamhleypur og hirða hvorki um líf nje
dauða. (Niðurl.).
VlÐBÆTIR
frá frjettaritara ísaf. á tínglandi.
13. júlí. Nú verður mönnum tíðrætt
helzt um hagi Boulangers hershöfðingja.
í gær 12. þ. m. sagði hann af sjer þing-
mennsku, og bar fyrir, að forseti þings hefði
beitt sig hlutdrægni og misboðið frelsi ræðu-
stólsins. Aður en hann gekk á fund, hafði
hann ráðið af, að segja sigúrþingi, og var
ráðgert, að því áformi hans yrði framgengt
á þennan hátt. Hann ætlaði, þegar er
fundur byrjaði, að bera fram uppástungu,
er skoraði á stjórnina, að ráða ríkisforseta
til að rjúfa báðar málstofur og boða nýjar
kosningar. Umræður um það, hvort taka
skyldi áskorunina á dagskrá, hlytu að verða
stuttar, var gert ráð fyrir ; við atkvæða-
greiðslu yrði uppástungan sjálfsagt felld, og
skyldi hershöfðingi nota tilvikið til að leggja
niður umboð kjósenda sinna í rjettlátri
gremju við hina kærulausu þingkynslóð.
Allt þetta var gert ráð fyrir, að yrði vel
um garð gengið kl. hálf-fimm eptir miðdag.
Hershöfðingi hafði sett allar þessar áætluðu
frjettir saman í grein fyrir blað sitt, La
Presse, sem kemur út kl. 5. En margt
fer öðruvísi en ætlað er. þegar á fund var
komið, lá svomikið fyrir af undan-fundar-
störfum, að hershöfðingi komst ekki að
með ræðu sína, sem hann las, fyr en undir
kl. 5. Ræðan var gífurlega orðuð og
ofsalega fram borin, og varð ys á þingi
mikill.
þegar ræðunni var lokið stóð upp fyrsti
ráðherra, Floquet, og svaraði röksamlega
og varð sumt í ræðu hans til að vekja
hlátur þings að Boulanger. þegar Floquet
settist niður reis hershöfðingi á fætur og
mælti af mikilli bræði: »Jeg skora á fyrsta
ráðherra að taka aptur það, sem hann
hefir vikið að mjer persónulega og hefir
sært mig meinlega. Jeg hefi fjórum sinn-
um svarað honum: ’þjer hafið logið’«. For-
seti krafðist að Boulanger skýrði orð sín
þegar, ef hann ekki vildi sæta þing-
ávítun. þá kallaði hershöfðingi hárri
röddu: »Fyrst að frelsi ræðustólsins er
misboðið, legg jeg niður í hönd forseta
þingmanns umboð mitt«. Gekk hann síð-
an út, en í þingsal heyrðist ekki manns-
ins inál fyrir ópi og óhljóðum þingmanna.
þ>egar út á stræti var komið beið hers-
höfðingja ein skumpan enn; þar var blað
hans í allra höndum með allt aðra sögu
um þingfundinn en reynd varð á, og er
nú enginn borgari í Frakklandi sem menn
hlæja betur að en Boulanger. Staðhæft
í dag, að hann hafi skorað Floquet á
hólm.
14. júlí. Einvígi þeirra Floquets og
Boulangers varð í gær skömmu eftir kl. 10.
það var Floquet, sem skoraði Boulanger
á hólm; og þótti almenningi hafa gilda
sök til. Floquet er sextugur, enn Boulanger
yngsti hershöfðingi í her Frakka, vart
fimmtugur. þeir börðust með sverðum og
lauk svo, að Boulanger fjekk tvö sár,
annað í brjóstið, alvarlegt, hitt í hálsinn
að framanverðu, sem er svo háskalegt, að
læknar vilja ekki Jláta íuppi, hvað þeir
haldi að úr því verði. En hið sanna er
að Boulanger liggur fyrir dauðanum.
Floquet fekk að eins skinnsprettu á tveim
8töðum.