Ísafold - 08.08.1888, Qupperneq 1
Kemur út á miðvikudags-
morgna. Verð árgangsins
{60 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrirmiðjan júlín án.
ISAFOLD.
Uppsc u (skrifl.) bundin við
áramó>, ógild nema komin sje
til útg. fyrir i.okt. Afgreiðslu-
stofa í ísafoldarprentsmiðju.
XV 36.
Reykjavík, miðvikudaginn 8. ágúst.
1888.
141. Innl. frjettir.
142. Málstaðnr minni hlutans (niðurl.).
143. Hitt og þetta. Augl.
144. Auglýsingar.
Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2
Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. I—2
Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 4—6
útlán md„ mvd. og ld. kl. 6—7
Söfnunarsjóðuiinn opinn I. mánud. i
hverjum mánuði kl. 4—5
VeðuratliUganirí Reykjavík, eptir Dr. J.Jðnassen
| Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt.
ágúst |ánóttu urahád. fm. em. fra. em.
M. l.l + 5 + '3 29,9 29,9 N h b O b
F. 2.| + 6 + ii 29,9 29,9 O b O b
F. 3. 4 4 + 12 3°, 3°. O b O b
L- 4- + 5 + 13 30,1 30,1 O b O b
S. 5- + » + '4 3°,‘ -9,9 O b O b
M. 6. +7 + 'S 29,9 29,8 A h d A h b
f>. 7-1 + 9 + 12 29,7 29,7 A h d A h d
Alla þessa viku hefir sama góðviðrið haldizt við,
optast logn, síðustu dagana við austanátt með hægð;
dálítil úrkoma var 6. þ. m. Loptþyngdarmælir
heldur að lækka siðustu dagana. í dag 7. vestan-
átt, hægur, dimmur eptir hádegi og regn-
legur.
Reykjavík 8. ágúst 13tl8.
Landshölðingi lagði af stað austur í
Skaptafellssýslu síðast í f. m., í embættis-
skoðunarferð, að sögn meðal annars til að
skoða hinar miklu sandfoksskemdir í Með-
allandinu, sem er allt þjóðeign.—Einnig
fór póstmeistari austur embættisferð í
sarna sinn.
Vtku síðar fór amtmaður embættisferð
austur á Eangárvöllu.
Gufuskipið »Copeland« strandaði í
Pentlandsfirði, við norðuroddann á Skot-
landi, 24. f. m.: fór á sker í þoku. Mönn-
um er haldið muni hafa orðið bjargað, en
öðru ekki. Hraðfrjett um strandið til Leith
var ekki svo nákvæm, að það sæist með
vissu á henni. »Copeland« fór hjeðan 20.
f. m. með nálægt 600 hross. Von á öðru
skipi hingað í staðinn fyrir viku, en er ó-
koinið enn.
Skemmtiskip enskt,er heitir »Czariiia<i,
kom hingað 1. þ. m., með eigandann, er
Brassey heitir, konu hans og börn (8). J>að
er stórauðugur maður, talinn eiga 3 milj.
(= 54 milj. kr.). Bróðir hans er lá-
varður, vinur Gladstones og herraður af
honum, en kona lávarðarins, einhver hinn
mesti sjóferðagarpur, andaðist í fyrra úti á
Kyrrahafi. Hafði hún ritað ýmsar bækur um
ferðir sínar. Skip hennar hjet »Sunbeam«
(sólargeisli), forkunnar-fagurt, og er Czar-
ina að sögn eins að allri gerð. Brassey
þessi, sem hjer er kominn, er nú á ferð
til Geysis með fólk sitt. Sextíu hestar
eru í ferðinni.
Landsyfirrjettardómur- Um tmnd-
arfrelsi jarðar dæmdi landsyfirrjettur svo-
felldan dóm í fyrra dag, í máli milli
landsstjórnarinnar og eigenda og ábúanda
á fyrrum klausturjörð Arnarnesi í Eyja-
firði.
»Eptir að hreppstjórinn f Arnarneshreppi
í Eyjafjarðarsýslu með tilkvöddum vottum
hafði eptir kröfu umboðsmanns Möðru-
vallakalustursjarða, Einars Asmundssonar,
tekið ýmsa muni lögtaki hjá eigendum og
ábúendum jarðarinnar Arnarness, Antoni
Sigurðssyni og Jóni Antonssyni, til lúkn-
ingar tíund af nefndri jörð fyrir árið 1886
—87, er þeir höfðu neitað að greiða, var
af fógetarjetti Eyjafjarðarsýslu 21. desbr.
1887, felldur sá úrskurður, að lögtak það,
sem hreppstjórinn hafði framkvæmt 24.
nóvbr. s. á. til lúkningar kirkjutíund af
jörðunni Arnarnesi, skyldi vera ógilt og
hinir lögteknu munir leystir úr löghald-
inu.
f>es8um virskurði hefir landritari Jón
Jensson eptir skipun og í umboði lands-
höfðingjans yfir íslandi fyrir hönd Möðru-
vallaklausturskirkju áfrýjað til landsyfir-
dómsins með stefnu, dags. 27. febr. þ. á.
og krafizt:
1. að hinn áfrýjaði úrskurður verði úr
gildi felldur og fógetinn skyldaður til að
fremja eða láta fremja á ný hið umbeðna
lögtak, og
2. að hinir stefndu verði dæmdir til að
greiða áfrýjandanum allan af hinni ónýttu
lögtaksgjörð og máli þessi leiddan og leið-
andi kostnað með 50 krónum, þar í ómaks-
laun málaflutningsmanns áfrýjanda, eða
eptir rjettarins mati. A hinn bóginn hafa
hinir stefndu krafist, að hinn áfrýjaði úr-
skurður verði staðfestur og sækjandi dæmd-
ur til að greiða hinum stefndu málskostnað
eptir rjettarins mati.
Mál þetta er svo vaxið, að hinir stefndu,
Anton Sigurðsson og Jón Antonsson, neit-
uðu að greiða kirkjutíund fyrir árið 1886—
1887 til Möðruvallaklausturskirkju af jörð-
' inni Arnarnesi, er þeir höfðu keypt "af
I landssjóði samkvæmt héimildinni í lögum
I nr. 26, 8. nóvbr. 1883, en jörðin var áð-
! ur eign Möðruvallaklausturs. Heimtaði
umboðsmaður þá, eins og áður segir, gjald-
ið tekið lögtaki. Var það síðan tekið lög-
I taki af hreppstjóra, en lögtakið fellt úr
gildi af fógetarjetti Eyjafjarðarsýslu, sem
! að ofan segir.
Málspörtunum kemur saman um það,
; að jörðin Arnarnes hafi um mjög langan
tíma verið tíundarfrjáls. En áfrýjandinn
hefir haldið því fram, að hún hafi aldrei
áður sem eimtaks manm eign verið tíund-
arfrjáls að neinu leyti, heldur hafi hún
verið það meðan og af pví að hún var
þjóðeign (klausturjörð), og að hún því hafi
orðið tíundarskyld undir eins og einstak-
ur maður eignaðist hana, því aðalreglan
sje, að einstakra manna jarðir sjeu tíund-
arskyldar.
Hin fyrstu tíundarlög vor, Gissurarstat-
úta, veita að eins þeim jörðum tíundarfrelsi,
sern til guðs þakkar eru lagðar, það er til
kirkna, klerka eða fátækra, en þegar fram
liðu stundir, fjölguðu jarðeignir biskups-
stólanna og klaustranna mjög, og minnk-
uðu að því skapi tekjur þær, er fátækum
voru ætlaðar af jarðagózi í latidinu, sem
sje »fátækra-tíundin«. Til þess að koma í
veg fyrir þetta var á alþingi 1489 ákveðið
með svo nefndum Píningsdómi, að lúkast
skuli allar tíundir af þeim jörðum, sem
fjellu undir konung og kirkju og fallið
hefðu þá fyrir 20 vetruin æfinlega þaðan
í frá; enn frekara í þessu efni fór þó
Bessastaðarsamþykkt, sem út er gefin 1.
júlí 1555, skömmu eptir innleiðslu siðabót-
arinnar, en í henni er ákveðið, að allt
jarðagóz skuli tíundast, utan það heima-
land, sem stiptin, klaustrin og heimakirkj-
urnar á standa, og með tilsk. 21. marz
1575 er um preststíundina ákveðið, að hún
skuli lúkast af öllum jörðum, hvers eign
sem sjeu, að undanskildum klaustrunum
sjálfum, og loksins var með alþingisdómi
30. júní 1604 dæmt, að gjaldast skyldi
bæði prests og þurfamannatíund af öllum
konungsjörðum og kirkna, að þeim frá
teknum, sem kirkjurnar standa á. |>ó að
þessar ákvarðanir eigi allar næðu að fest-
ast hjer á landi, þá er þó með þeim gjörð
breyting á tíundarstatútunni og vikið frá
reglum hennar um tíundarskylduna, og