Ísafold - 22.08.1888, Blaðsíða 1

Ísafold - 22.08.1888, Blaðsíða 1
Kemur út á miðvikudags- morgna. Verð árgangsins (60 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrirmiðjan júlimán. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útg. fyrir I.okt. Afgreiðslu- stofa i Austurstrœti 8. XV 39. 153. þingvailafundarskýrsla. 154. |>ingvallafundarkvæði. Sálmabókin nýja. 156. Auglýsingar. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—'l Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. I—2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 4—6 útlán md„ mvd. og ld. kl. 6—7 Söfnunarsjóðurinn opinn I. mánud. ( hverjum mánuði kl. 4—5 Veðurathuganir í Reykjavík, eptir Dr. J.Jónassen ágúst Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt. ánóttu|umhád. fm. em. | fm. em. M.15. + 6 + 16 3°, 30,2 O b O b F. 16. + 6 + 13 3°,2 30,3 A h d A h d F. 17. -i 10 + 16 30,3 30.3 Sa h b Sa h d L. 18. + 11 + 16 30-3 30,2 O b A h b S. 19. + 8 + '5 30,2 3°, A h b V h b M.20. + 6 + '4 29,9 29,9 O b O b þ. 21. + 4 + 11 29,9 29,9 O b O b Enn helst sama góðviðrið; h. 17. rigndi litið eitt af austri eptir miðjan dag, annars bjartasta sól- skinsveður á degi hverjum. I dag 2t. hæg útræna. bjartasta veður, svo að kalla logn. |>ingvallafundur 1888. Fundurinn var settur 20. þ. m., stundu fyrir hádegi, a£ alþingismanui Ben. Sveins- syni, er var einn af þeim 3 þingmönnum, er fundinn höfðu boðað. Mælti hann nokkur orð, og ljgt syngja kvæði það, er prentað er hjer að aptan. |>á kvaddi hann fulltrúann fyrir Beykja- vík, Björn Jónsson, til að stýra fundi, meðan raunsökuð væri kjörbrjef fulltrúa þeirra, er komnir voru, og kosinn fundar- stjóri. Hann yfirfór síðan kjörbrjefin, með aðstoð tveggja fulltrúa, síra Einars Jóns- sonar og síra Jóns Steingrímssonar, og reyndust þau öll í góðu lagi, nema hvað ekki var getið um atkvæðafjölda í 3, en á skýrslum þeim um atkvæðagreiðsluna, er kjörbrjefunum fylgdu úr flestöllum kjör- dæmum, sást, að þeir höfðu fengið meiri hluta atkvæða. Voru kosningarnar síðan allar metnar gildar. Frá Vestmannaeyjum kom enginn fulltrúi, — líklega enginn kos- inn þar —, og fulltrúi sá, sem kosinn hafði verið fyrir Barðastrandarsýslu, al- þingismaður Sigurður próf. Jensson, kom ekki á fundinn. Að öðru leyti höfðu verið kosnir jafnmargir fulltrúar og hinir þjóð- kjörnu alþingismenn eru, sinn fyrir hvert Reykjavík, miðvikudaginn 22. ágúst. kjördæmi, en tveir þar, sem tveir eru al- þingismenn, með tvöföldum kosningum al- staðar nema í Beykjavík. Urðu því full- trúarnir á fundinum 28, þessir: 1. Andrjes Fjeldsted (fyrir Borgarfjarðars). 2. Arni Arnason (Norður-þingeyjars.). 3. Arnór Arnason prestur (Stranda). 4. Asgeir Bjarnason (Mýra). 5. Björn Jónsson (Beykjavík). 6. Einar Jónsson prestur (Skagaf.). 7. Friðbj. Steinsson (Eyjafj.). 8. Guttormur Vigfússon (Suður-Múla). 9. Hannes Hafstein (Gullbr,- og Kjósar). 10. Jón Einarsson (Vestur-Skaptafells). 11. Jón Hjörleifssonhreppstj. (Bangárvall.). 12. Jón Jakobsson (Skagafj.). 13. Jón Jónsson frá Sleðbrjót (Norður- Múlas.). 14. Jón Jónsson próf. (Austur-Skaptafells). 15. Jón Sigurðsson frá Syðstu-Mörk (Bangárvall.). 16. Jón Steingrímsson prestur (Arness). 17. Jónas Jónasson prestur (Eyjafjarðar). 18. Magnús Helgason prestur (Arness). 19. Páll Pálsson frá Dæli (Húnavatns). 20. Páll Pálsson prestur (Suður-Múla). 21. Pjetur Fr. Eggerz (Dala). 22. Pjetur Jónsson (Suður-þing.). 23. Skúli Thoroddsen (ísafj.). 24. Stefán Jónsson prestur (Snæfellsness). 25. Stefán M. Jónsson (Húnavatns). 26. Sveinn Brynjólfsson (Norður-Múla). 27. þorsteinn Benidiktsson prestur (Isa- fjarðars.). 28. þórður Guðmundsson (Gullbr.- og Kjósars.). Enn fremur voru á fundinum þessir 18 af 30 þjóðkjörnum alþingismönnunum : Benid. Sveinsson, Ben. Kristjánsson, Eiríkur Briem, Friðrik Stefánsson, Gunnar Halldórsson, Jakob Guðmundsson, Jón Ólafsson, Jón Sigurðsson, Jón þórarinsson, Ólafur Briem, Ólafur Fálsson, Páll Briem, Páll Ólafsson, Sigurður Stefánsson, Sveinn Eiríksson, þorleifur Jónsson, þorlákur Guðmundsson, þorvaldur Bjarnarson. Auk þess voru á fundinum meira en 1£ hundrað manna, þegar flest var, karlar og konur, flest úr nærsýslunum, og eink- um úr Beykjavík, en nokkrir þó langt að, t. d. þrír bændur vestan úr ísafjarðarsýslu, og svo stöku maður úr öðrum hinum fjar- 1888. lægari sýslum (Múlasýslum, Eyjafirði, Strandasýslu, Barðastrandarsýslu, o. s. frv.). Fundartjöld voru tvö áföst, er taka mundu 3—400 manns samtals. — Fundarstjóri var kosinn Björn Jóns- son ritstjóri, með 20 atkv.; varafundar- stjóri Skúli sýslumaður Thoroddsen (22 atkv.); til fundarskrifara kvaddi fundar- stjóri með samþykki fundarius þá síra Einar Jónsson og síra Jón Steingríms- son. Eptir tillögu fundarstjóra var samþykkt, að allir skyldu hafa málfrelsi á fundinum, þó svo, að fulltrúar og alþingismenn gengju fyrir jöfnum höndum, og fulltrúi því að eins fyrir þingmanni, að hann (fulltrúinn) hefði eigi tekið áður til máls í sama máli. Atkvæðisrjett höfðu að sjálfsögðu fulltrú- arnir einir. Eptir tillögu fundarstjóra var samþykkt, að fengnir skyldu til menn á kostnað full- trúanna að skrifa ágrip af fundarræðum, er birt skyldi síðan á prenti, ef kostnaðar- maður fengist að því riti. Eptir nokkurt fundarhlje, til að yfirfara fundargjörðir frá hjeraðafundum og ákveða dagskrá, var aðalmál fundarins, stjórnar- skrármdlið, tekið til umræðu. Stóðu þær umræður frá kl. 1 til 3| og aptur frá kl. 5 til 7. Tóku flestir fulltrúarnir þátt í þeim, og nokkrir þingmenn. Alhr tóku þeir í sama streng, að halda málinu hiklaust áfram, nema Hannes Hafstein. Loks var samþykkt, að hætta umræðum að sinni, og kjósa 7 manna nefnd til að koma fram með ákveðnar tillögur til fundar- ályktunar. I nefnd þessa voru kosnir: Skúli Thor- oddsen, síra Páll Pálsson, síra Jón Stein- grímsson, Pjetur Jónsson, Jón Jónsson prófastur, Páll bóndi Pálsson og Andrjes Fjeldsted. þá var tekið til umræðu málið um búsetu fastakaujjmanna, er Skúli Thorodd- sen var flutningsmaður að, og eptir litlar umræður samþykkt í einu hljóði svo lát- andi fundarályktun: Fundurinn skorar á alþingi að semja og samþykkja lagafrumvarp, er gjöri fasta- kaupmönnum á íslandi að skyldu að vera búsettir hjer á landi. Málið um kvennfrelsi var því næst U

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.