Ísafold - 22.08.1888, Blaðsíða 2

Ísafold - 22.08.1888, Blaðsíða 2
154 til umræðu (flutningsmaður Skúli Thor- oddsen) og voru lesnar áskoranir því við- víkjandi frá konum í ísafjarðarsýslu og þingeyjarsýslu. Eptir litlar umræður var kosin 3 manna nefnd til að íhuga það og koma fram með tillögur til fundarálykt- unar. (Sk. Th., P. J. og H. Hafstein). Klukkan 8J var fundi frestað til næsta dags. þriðjudag 21. ágúst kl. 9þ f. hád. var fundurinn settur aptur. Var þá fyrst tekið til umræðu málið um afnám amtmannaembœttanna (flutnings- menn fulltrúar þingeyinga), og eptir nokkr- ar umræður samþykkt svo látandi fundar- ályktun, með öllum atkv. gegn 3: Fundurinn skorar á alþingi að halda enn fastlega fram afnámi amtmánnaembœttanna og koma á fót fjórðungsráðum. þá kom til umræðu málið um gufu- skipaferðir kringum landið (flutningsm. Frb. Steinsson o. fl.). Eptir talsverðar umræður lagði fundarstjóri til, að skorað væri á alþingi að taka gufuskipsferðamálið til sjerstaklegrar íhugunar og að fundurinn kvæði sig einkanlega meðmæltan gufuskips- ferðum eingöngu með ströndum fram og innfjarða. Skúli Thoroddsen lagði til, að bætt væri inn í ályktunina, að veita fram- vegis ekkert fje til hins danska gufuskipa- fjelags, og var sú tiilaga samþykkt með meiri hluta atkvæða. Jón Einarsson lagði til að skorað væri á þingið, að leggja eptirleiðis alls ekkert fje til útlendra gufuskipaferða kringum landið, en styrkja gufuskipaferðir með ströndum fram og innfjarða; en sú tillaga var felld með öll- um atkv. gegn 1. Loks var samþykkt með öllum þorra atkv. samhljóða svolát- andi fundarályktun : Fundurinn skorar á alþingi að veita framvegis ekkert fje til hins danska gufu- skipafjelags, og vill mæla einkanlega með gufubátsferðum eingöngu með ströndum fram og innfjarða. þá var tekið til umræðu málið um af- nám dómsvalds hœstarjettar í íslenzkum málum (flutningsm. Páll prestur Pálsson). Var eptir nokkrar umræður samþykkt í einu hlj. svo látandi tillaga til fundará- lyktunar frá honum : Fundurinn skorar á alþingi að hlutast til um, að dómsvald landsins verði skipað með lögum, þannig, að hœstirjettur í Kaup- mannahöfn verði eigi lengur œðsti dómstóll i íslenzkum málum. f>á var kvennfrelsismálið tekið aptur til umræðu, og samþykktar í einu hljóði svo látandi tillögur til fundarályktunar frá nefndinni (framsögumaður Hannes Haf- stein): pingvallafundurinn skorar á alþingi, að gefa málinu um jafnrjetti kvenna við karla sem mestan gaum, svo sem með þvi, f y r s t og fremst að samþykkja frumvarp, er veiti konum í sjálfstœðri stöðu kjörgengi í sveita- og safnaðarmálum, í ö ðru lagi með því, að taka til rœkilegrar íhugunar, hvernig eignar- og fjárráðum giptra kvenna verði skipað svo, að rjettur þeirra gagnvart bóndanum sje betur tryggður en nú er, i þriðja lagi með því, að gjöra konum sem auðveldast að afla sjer menntunar. Málið um stofun landsskóla kom þá til umræðu (flutningsm. síra Jón Steingríms- son). Var eptir litlar umræður samþykkt án ágreinings svolátandi tillaga: Fundurinn skorar á alþingi að semja og sampykkja á ný frumvarp um stofnun landsskóla á Islandi. — f>á var tollmál næst á dagskrá (flutn- ingsmaður Björn Jónsson). Eptir talsverðar umræður var samþykkt nær í einu hljóði (gegn 1 atkv., J. Ein.) svolátandi tillaga til fundarályktunar : Fundurinn skorar á alpingi að leitast við að rjetta við fjárhag landssjóðs með tollum á óhófs- og munaðarvöru, þar á meðal kaffi og sykri. Arnór Árnason m. fl. báru upp svofelld- an viðauka við þessa tillögu : svo og á álnavöru, glysvarningi og aðfluttu smjöri, og var hann samþykktur með lð atkv. gegn 8. — Alþýðumenntamálið kom þá til umræðu (flutningsmaður Páll prestur Pálsson o. fl.), og voru eptir nokkrar umræður samþykktar svolátandi fundarályktanir í því máli: 1. Fundurinn skorar á a.lþingi að styðja alþýðumenntamálið eptir því sem efni og ástœður landsins leyfa. Samþ. með öllum þorra atkvæða. 2. Fundurinn skorar á alþingi að afnema Möðruvallaskólann og verja heldur því fje, sem til hans gengur, til alþýðumenntunar á annan hátt. Samþ. með 14 atkv. gegn 13, að viðhöfðu nafnakalli. Meðan tvö hin síðast nefndu mál voru rædd, stýrði varafundarstjóri (Sk. Thor- oddsen) fundinum. f>ví næst var haft fundarhlje frá kl. 1 til 2£, með því að nefndin í stjórnarskrár- málinu átti ólokið við álit sitt. Kl. 2J var fundur settur aptur, og stjómar- skrármálið tekið til ályktunarumræðu. Aðaltillaga nefndarinnar (framsögumaður Skúli Thoroddsen) var svo látandi, eins og hún var samþykkt að umræðunni lokinnij með 26 atkv. gegn 1 (H. Hafstein), að viðhöfðu nafnakalli: Fundurinn skor ar á alþing i að semjaog samþykkja frum- varp til endurskoðaðra stjórn- arskipunarlaga fyrir ísland, erbyggtsje á sama g rundv elli og fariilíka s t efnu og frum- vörpin frá síðustu þingum, p annig,að landið fái alinnlenda stjórnmeð fullri ábyrgð fyrir alpingi. Sem aukatillögu kom nefndin fram með, að fundurinn skoraði á hina þjóðkjörnu minnihlutamenn frá í fyrra að heita kjós- endum sínum því, að framfylgja eptirleiðis stjórnarskrárbreytingunni í frumvarpsformi, en leggja ella tafarlaust niður þing- mennsku. Eundarstjóri (B. J.) lagði til, að ályktun þessi væri þannig orðuð, að fundurinn lýsti því yfir, að hann áliti æskilegt, að kjördæmi þeirra þingmanna, er eigi fylgdu stjórnarskrárendurskoðuninni á síðasta alþingi, skoruðu á þá að leggja niður þingmennsku sína, nema þeir lofi því skýlaust, að halda eptirleiðis hiklaust fram stjórnarskrárendurskoðuninni, í þá stefnu, sem til er tekin í aðalályktuninni. En fyrir þeirri breytingartillögu urðu að eins 4 atkv., með nafnakalli. (Arnór Árna- son, Einar Jónsson, Jón Einarsson og Stefán M. Jónsson. Fundarstjóri greiddi eigi sjálfur atkv., hvorki í þessu máli nje öðrum). Var síðan aukatillaga nefndarinnar sam- þykkt með öllum atkvæðum gegn 1 (H. Hafstein) svolátandi: Fundurinn skorar á þá alþingismenn, er eigi fylgdu stjórnarskrárfrumvarpinu 1887, að gefa nú þegar kjósöndum sinum full- ncegjandi loforð um að framfylgja framvegis stjórnarskrárbreytingunni í frumvarpsformi, hiklaust og röksamlega, en leggja ella tafar- laust niður þingmennsku. —Stjórnarskrármálinu var lokið kl. 4| e.h. þá var eptir litlar umræður samþykkt nær í einu hljóði (Jón Einarsson greiddi eigi atkv., H. Hafstein var eigi víðstadd- ur) svolátandi fundarályktun um fjölgun þingmanna, er Skúli Thóroddsen var flutn- ingsmaður að: Fundurinn skorar á alþingi að sampykkja lög um breyting á 15. gr. stjórnarskrárinn- ar, í þá átt, að tekin verði upp 6 ný kjör- dœmi, svo að í efri deild alþingis sitji fram- vegis 14 þingmenn og í neðri deildinni 28. Síðan var eptir tillögu Sk. Thóroddsens því nær umræðulaust og með öllum þorra atkv. (J. Einarsson og H. Hafstein eigi viðstaddir) fsamþykkt svolátandi fundar- ályktun um stofnun sjómannaskóta: Fundurinn skorar á alþingi að koma á j stofn sjómannaskóla á Islandi.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.