Ísafold - 05.09.1888, Blaðsíða 1
Kemur út í miðvikudags-
morgna. Verð árgangsins
(60 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrirmiðjan júlímán.
ÍSAFOLD.
Uppsögn (skrifl.) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útg.fyrir l.okt. Afgreiðslu-
stofa í Austurstrœti 8.
XV 41.
Reykjavik, miðvikudaginn 5. sept.
1888.
œ f>ingvallafundar-tiðindin
eru út komiu. Stærð 5 arkir, í alþiugis-
tíðindabroti. Kosta 60 au.
Send með póstum í dag út um land.
Fást á afgreiðslustofu ísafoldar.
161. Innl. frjettir. Sýningin í Khöfn.
162. Sálmabókin nýja.
163. Auglýsingar.
Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2
Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. I—2
Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 4—6
útlán md„ mvd. og ld. kl. 6—7
Söfnunarsjóðurinn opinn I. mánud. i
hverjum mánuði kl. 4—5
Veðurathuganir í Reykjavik, eptir Dr. J.Jónassen
ágúst sept. | Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt.
ánóttu|umhád. fm. em. fm. em.
M.29. + 3 + 7 29,6 29,7 N hv b O b
F. 30. + 5 + 11 29,8 29-7 Sv h b O b
F.31. + 6 + 12 29>5 29.5 Sa hv d S h d
L. 1. + » + 12 19,4 29,6 O d N hv b
S. 2. + O + 10 29,9 29,5 O b A h b
M. 3. + 0 + '0 29,5 29,5 O b O b
í>. 4. + 6 + IO 29,6 29,6 A h b A h b
Fyrsta dag vikunnar var hjer hvasst norðanveð-
ur allan fyrri part dags, gekk svo til útnorðurs (Sv)
og síðan í landsuður (Sa), nokkuð hvass fyrri part-
inn og ákaflega mikil rigning um morguninn, suddi
af suðii síðari part dags; daginn eptir dimmur með
sudda til hádegis, síðan hvass á norðan; daginn
eptir logn og bjart veður, aðfarauótt h. 3. rigndi
ákaflega mikið síðari part nætur af norðri og gjörði
þá alhvítt i Skarðsheiði og efst i Esju. I dag hæg-
ur austankaldi, all-bjartur.
Beykjavík 5. sept. 13tí8.
Póstskipið Laura kom hingað apt-
ur frá Vestfjörðum í gær. Með því kom
amtm. E. Th. Jónassen, er fór með því
um daginn embættisskoðunarferð til ísa-
fjarðar, yfirkennari H. Kr. Friðriksson o.fl.
það fer af stað til Khafnar 7. þ. m.
Gufuskipið Lady Bertha, frá
Newcastle, kom hingað 30. f. m., á leið
til Borðeyrar og Sauðárkróks með vörur
frá C. Knudsen kaupmanni; hafði hingað
meðferðis 100 smálestir af kolum til G.
.Zoega kaupmanns.
það hjelt áleiðis norður 1. þ. m. að
kvöldi.
Gufuskipið Princess Alexandra
(Slimons) kom hingað 3. þ. m. að morgni
frá Skotlandi, og fór aptur í gærkveldi
til Austfjarða, með nokkuð af hestum,
áleiðis til Skotlands aptur.
Embætti. Stefáni Stefánssyni, sett-
um kennara á Möðruvöllum, var veitt það
embætti 25. júlí þ. á.
Amtsráðskosningar. SigurSur E.
Sverrisson, sýslumaður í Strandasýslu, var
endurkosinn amtsráðsmaður í vor í Vestur-
amtinu, með 40 atkv., og með honum
kosinn í amtsráðið síra Sigurður alþingis-
mað. Stefánsson með 9 atkv., eptir hlut-
kesti milli hans og Sigurðar sýslumanns
Jónssonar, er hafði hlotið jafnmörg atkv.
Vara-amtsráðsmaður í Suðuramtinu var
kosinn í vor síra Sœm. próf. Jónsson í
Hraungerði, í stað síra Isleifs Gíslasonar,
er varð aðalamtsráðsmaður í fyrra.
Einkaleyfi. Fjelagið «The Normal
Company LimituU í Lundúnum hefir 13.
júní þ. á. fengið konungl. einkaleyfi til
að viðhafa á íslandi um 8 ára tíma aðferð
þá, er fjelagið hefir bent á, til að halda
fiski o. fl. óskemmdum, svo og til að búa
til áhöld þau, er til þess á að nota. 11.
s. m. var sama fjelagi veitt konungl. einka-
leyfi til að við hafa á íslandi aðferð þá,
er það hefir fundið upp til að hagnýta svo
að notum komi hvað eina, er fellur til af
fiskiföngum, hvölum og öðrum sjávardýr-
um. (Stjtíð.).
Tíðarfar O. fl. Kalt nokkuð og vætu-
samt hefir verið hjer öðru hvoru síðustu
vikuna, en sama blíðviðrið og áður aðra
stundina. Ondvegistíð er og að frjetta af
vesturlandi, bæði til lands og sjávar, eins
og hjer. Fiskur nógur fyrir þar, eins og
hjer um slóðir, ef sjór er stundaður. Hey-
skapur lítur út fyrir að verða muni í með-
allagi víða, einkum vegna hinnar ágætu
nýtingar.
Mannslát- Fyrrum landsbókavörður
Jón Árnason stúdent andaðist hjer í bæn-
um í gær, eptir llangvinnan krankleik, á
70. ári, fæddur 17. ágúst 18] 9. Hann
var fróðleiks- og iðjumaður hinn mesti,
og er einkanlega nafnkenndur orðinn utan
lands og innan fyrir hið mikla og ágæta
þjóðsögusafn sitt.
Hann vann lengi og vel f landsins þarfir
(sem landsbókavörður, forngripavörður o.
fl.) fyrir lítil sem engin laun.
Sýningin í Khöfn.
(Frá frjettaritara ísafoldar við sýninguna).
II.
Khöfn 13. ágúst.
Kæri vin!
Jeg hefi ekki haft færi á eða tíma til
að vera nema fám sinnum í sveimi sýn-
ingargestanna, og þó fyrir mjer hafi farið
sem fleirum, að jeg hefi átt bágt með »að
sjá skóginn fyrir trjám«, sem Danir segja,
skal jeg þó sýna lit á að verða við tilmæl-
um þínum, og segja í stuttu máli nokkuð
af því, sem mjer hefir numizt, og kann að
gera lesendur »ísafoldar« eylítið fróðari um
hana en áður.
Til sýningarinnar hafa sendingar komið
frá 5167 mönnuin á Norðurlöndum, og af
þeim hafa verðlaun eða heiðursskrá hlotið
1805: af dönskum þegnum 1155 (æðstu
verðlaun: minnispening úr silfri, 259), af
Svíum344 (æðstu verðl. 116), af Norðmönn-
um 318 (æðstu verðl. 74). A íslenzka
rnuni hafa komið 5 verðlaunapeningar; tveir
af silfri, annar fyrir lýsi til handa Tryggva
Gunnarssyni, hin fyrir saltfisk og fiður til
handa Gram konsúl á Dýrafirði; þrír af
kopar, og fjekk Tryggvi einn fyrir saltfisk,
annan H. Th. A. Thomsen í Reykjavík
fyrir fiskmeti, og fyrir prjónles hinn þriðja
Kristín Arason (í Kmh.).
í þetta skipti tek jeg fyrir mig höfuð-
skála sýningarinnar.
þegar þeir munir eru undan skildir, sem
til munaðlegrar bergingar og næringar má
telja —auk sápnakyns, angandi safa- og
lagartegunda og fl., heyra sýnismunirnir
flestir í aðalskálanum til skrautiðnaðar og
og listasmíðis. Jeg nefni til dæmis : ísaum
og borðaflúr, knipplinga, prjónles, glit og
flosvefnað, fatnaðardúka, skrautfatnað,
skinnaskrúð og af viðarkvoðu; enn fremur
pappírsgerð og bókband. Smíðið af viði,
horni, beini, málmum, steintegundum, leir
og postulíni.
Norðurlandabúar virðaBt vera hvorir öðr-
um í flestu nokkuð jafnsnjalhr. Olgerð
og brennivín Norðmanna er, ef til vill,
hinna íframar, en þá bera líka púnsteg-
undir Svía af þvi, sem Danir og Norð-
menn hafa til sýnis. í skrautiðnaði og
listasmíði eru allar þjóðirnar þrjár á líku
reki. Glitsaumur og ísaumur eptir dansk-
ar og norskar konur forkunnar-munir. Um
flosvefnað og glitvefnað Svía og fleira af