Ísafold - 12.09.1888, Page 3
167
verð jeg að vera á bandi þeirra, sera skoða
þessa nýju bók verulega framför í sálmakveð-
skap og kirkjusöng íslendinga. Jeg bið alla
að skilja eigi þessar bendingar mínar svo, að
jeg vilji aptra útbreiðslu bókarinnar til þeirra,
sem álíta hana geti orðið sjer að fullum notum;
en margur kaupir í blindni, og einkum bækur,
en engin bók verður útbreiddari en sálmasöngs-
bók, og þá fyrir enga bók lagt út eins mikið
fje, ekki sízt þegar hún er með dýrustu bók-
um, án þess jeg leyfi mjer að segja hana of
dýra. En það finnst mjer ekki ósanngjarnt, þó
landsmenn hefðu búizt við bók þessari svo úr
garði gerðri að báðum aðalhliðum hennar, að
meir en 4/6 hennar yrðu notaðir, eptir að vera
búnir áður að kosta til hennar allrar tölu-
verðu fje úr landssjóði, og siðan 4—7 krónum
fyrir hvert eintak.
Hitt og þetta.
Kona hafði stefnt manni fyrir rjett, til að
láta af hendi við sig skáp. Maðurinn fullyrti, að
hún ætti ekkert með skápinn. Konan var fok-
vond og fór að skattyrðast. Dómarinn bauð
henni að hafa stjórn á geði sinu, og sagði, að
hún yrði að sanna heimild sína á skápnum.
„Já, hefði maðurinn minn verið hjer, hefði
hann óðara svarið mjer skápinn11. „Hvar er
maðurinn yðar“, spurði dómarinn, „getur hanu
þá ekki komið?“ „Hann er sem stendur i
betrunarhúsinu fyrir meinsæri“ svaraði konan.
Gagnsemi járnbrautanna. Tveir heldri
menn voru einhverju jsinni samferða á járn-
brautarvagni. Er þeir höfðu lengi setið, án
þess að mæla orð, sagði annar til þess að brjóta
upp á einhverju:
„Járnbrautirnar eru reyndar einhver hin
nytsamasta framför vorra tíma“.
„Já, þeim á jeg að þakka allt, sem jeg á“,
kvað hinn.
„J>jer eigið sjálfsagt mörg hlutabrjef“.
„Nei, en jeg erfði auðugan föðurbróður minn,
sem beið bana af járnbrautarslysi“.
Fyrir nokkrum árum dó íbæ einum í Norður-
Ameriku vel efnaður maður, sem ekki hafði gjört
neina arfleiðsluskrá. Ekkjunni þótti illt að
láta neitt af auðnum fara í útarfa, og fjekk
því fyrir góð orð og þóknun gamlan skósmið
úr næsta húsi, er Tom Pimpkins hjet, til að
leggjast i rúm manns síns og látast vera hann,
dauðvona. Síðan var sóttur málsfærslumaður
til þess að semja arfleiðsluskrána og hafðir
vottar við. Rökkt var í herberginu, og tókst
skósmiðnum svo vel að gera manninum ekkj-
unnar upp orðin, að engan grunaði neitt:
„Helmingurinn af því sem jeg á“ sagði hann,
„ætlastjegað renni til minnar elskuðu, tryggða-
ríku konu“. „En hinn helmingurinn?“ spurði
lagamaðurinn. „Hinnhelminginn gef jeg mínum
góða gamla vin, skósmið Tom Pimpkins, sem
býr hjerna i næsta húsi“.—Ekkjan þóttist grátt
leikin, en þorði ekki að láta neitt á neinu
bera, svo þetta hlaut að standa.
AUGLÝSINGAR
í samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv.
3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða
setning 1 kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg.úti hönd.
Uppboðsauglýsing.
Að undangengnu fjámámi 24. þ. m. verður
eptir beiðni verzlunarstjóra P. Nielsens á
Eyrarbakka haldið opinbert uppboð á bœn-
um Garðbæ á Eyrarbakka með öllu múr- og
naglföstu, eldavjel o. s. frv. og mótoppóttum
hesti 12 vetra gömlum. 1. uppboðið verður
haldið á Eyrarbakka mánudaginn 10. sept.
og verður þá hesturinn seldur, 2. uppboðið
mánudaginn 24. sept. á skrifstofu Arnes-
sýslu, og 3. uppboðið á Garðbœ mánudaginn
8. okt.
Uppboðsskilmálarnir verða birtir á upp-
boðsstaðnum. Uppboðin byrja kl. 12 (hádegi).
Skrifstofu Árnessýslu 27. ágúst 1888.
Björn Bjarnarson
settur.
Uppboðsauglýsing.
Samkvæmt kröfu yfirrjettarprocurators
Guðlaugs Guðmundssonar og að undangengnu
fjárnámi 25. f. m. verður 1,3 hndr. í jörð-
inni Háteig á Skipaskaga, eign Alfífu Ei-
ríksdóttur, ásamt baðstofuhúsi, selt við 3
opinber uppboð, sem haldin verða laugar-
dagana 29. sept. og 13. og 27. okt. næstk.,
tvö hin fyrstu hjer á skrifstofunni, en hið
síðasta á eigninni, sem selja á, til lúkning-
ar skuld eptir sátt, að upphœð 22 kr. 75 a.,
ásamt málskostnaði.
Uppboðin byrja kl. 12 á hádegi og verða
söluskilmálar til sýnis hjer á skrifstofunni
degi fyrir hið fyrsta uppboð og síðan birtir
á uppboðunum.
Skrifst. Mýra- og Borgarfjarðars. 29. ágúst 1888.
Sigurður pórðarson-
Uppboðsauglýsing.
Við 3 opinber uppboð, sem fara fram 19.
sept. og 3. og 19. okt. næstk., tvö hin fyrstu
hjer á skrifstofunni, en hið þriðja á eign-
inni, sem selja á, verða 8 hndr. í jörðinni
Hamraendum í Stafholtstungum, sem tekin
hafa verið fjárnámi fyrir 400 kr. veðskuld
til landsbankans, boðin upp til sölu til
lúkningar nefndum höfuðstól ásamt vöxtum
og málskostnaði. Uppboðin byrja kl. 11
f. m.
Söluskilmálar verða til sýnis hjer á skrif-
stofunni í 3 daga á undan hinu fyrsta upp-
boði og verða birtir á uppboðunum.
Skrifst. Mýra- og Borgarfjarðars. 29. ágúst 1888.
____Sigurður pórðarson.
Uppboðsauglýsing.
Við 3 opinber uppboð, sem fara fram
miðvikudagana 19. sept. og 3. og 17. okt.
næstkomandi, tvö hin fyrstu hjer á skrif-
stofunni, en hið þriðja og síðasta á eign-
inni, sem selja á, verður jörðin Háhóll í
Álptaneshreppi, 9 hndr. að dýrleika, sem
tekin hefur verið fjámámi fyrir 400 hr.
veðskuld til landsbankans, boðin upp til
sölu til lúkmngar nefndum höfuðstól ásamt
vöxtum og málskostnaði.
Söluskilmálar verða til sýnis hjer á skrif-
stofunni i 3 daga fyrir hið fyrsta uppboð
og verða birtir á uppboðunum, sem byrja
kl. 1 e. hádegi.
Skrifst. Mýra- og Borgarfjarðars. 29. ágúst 1888.
Sigurður f>órðarson.
Proclama.
Með pvi að bú Sigurðar Sigurðssonar,
húsmanns á Sýruparti á Skipaskaga, er
tekið til skiptameðferðar sem þrotabú, þá er
hjer með samkvæmt lögum 12. april 1878
og opnu brjefi 4. jan. 1861 skorað á alla
þá, er telja til skulda í búi þessu, að koma
fram með kröfur sínar og sanna pœr fyrir
skiptaráðanda hjer í sýslu á sex mánaða
fresti frá síðustu (3.) birtingu þessarar
auglýsingar.
Skrifst. Mýra- og BorgarfjarðarB. 29. ágúst 1888.
Sigurður f>órðarson.
Uppboðsauglýsing.
Eptir kröfu sparisjóffsins á Akureyri
og að undangengnu fjárnámi 17. f. m.
verða 8 hndr. úr jörðinni Pálmholti í
Arnarneshrepp hjer í sýslu, sem eru
eign Guðmundar bónda Jónssonar, sam-
kvœmt lögum 16. desbr. 1885 og opnu
brjefi 22. apr. 1817, seld við 3 opinber
uppboð, sem haldin verða hin 2 fyrstu
hjer á skrifstofunni fimmtudagana 27.
sept. og 11. okt. p.á., og hið 3. á jörð-
inni sjálfri fimmtudag p. 25. okt. p.á.,
til lúkningar veðskuld 400 kr., ásamt
áföllnum vöxtum og öllum kostnaði.
Uppboðin byrja kl. 12 á hádegi hina
tilgreindu daga, og söluskilmálar verða
til sýnis á skrifstofunni 3 dögum fyrir
hið fyrsta uppboð.
Skrifstofu Evjafjarðarsýslu 20. ágúst 1888.
St. Thorarensen.
Proclama.
Hjer með er skorað á pá, er til skuld-
ar telja í dánarbúi síra Sveins Skúla-
sonar frá Kirkjubœ, er Ijezt 21. maí p.
á., að lýsa kröfum sínum og sattna pœr
fyrir undirrituðum skiptaráðanda innan
6 mánaða frá priðju birtingu pessarar
auglýsingar.
Skrifstofu Norður-Múlasýslu 30. júlí 1888.
Einar Thorlacius-
Proclama.
Hjer með er skorað á pá, er til skulda
telja í dánar- og protabúi slra Stefáns
Pjeturssonar frá Hjaltastað, er Ijezt
12. ágúst f. á., að lýsa kröfum sínum