Ísafold - 29.09.1888, Side 2

Ísafold - 29.09.1888, Side 2
178 öndvegissæti. Seinna fyrir kirkju- og kennslumálum í ráðaneyti Holsteins greifa frá Holsteinborg, 1870—75. 1879 sótti hann niðurfall, sem gerði hann bæði blind- an og ófæran til allra starfa. Svo mun rjett á litið, að Hall hafi átt einn megin- þáttinn í þeim ófjötum, sem færðust á Danmörk út af pólitík Dana gagnvart her- togadæmunum, en svo þá engu síður, að hann mundi hafa sjeð Danmörk betur far- borða, en reyndist, ef hann hefði setið í sæti Monrads heitins, þegar Lundúnafund- urinn gerði þá kosti til úrslita 1864, sem stjórn Dana þá því miður hafnaði, að því nú er við kannazt. — Vinsælli en Hall hefir enginn af ráðherrum Danakonungs verið, síðan stjórnarbótin komst á, og til þess bar sjer í lagi velvild hans, liðsemdar- fýsi og ljúfleikur í viðmóti við alla, sem á hans fund sóttu. Noregub. Af kjörmannakosningum bágt enn að leiða getum um, hvorir sigurinn beri úr býtum; en til þessa hefir stjórnar- liðum vegnað betur, þegar hægrimenn eru með þeim taldir. England. Svo er talið, að á þriðja þúsund landseta hafi enskir jarðeigendur gert heimilisræka á Irlandi á síðustu þrem mánuðum. Eitthvað um 20 af þingmönn- um Ira sitja nú 1 varðhaldi. Fyrir »falsbrjefin«, sem The Times hefir birt, hefir Parnell nú stefnt blaðinu, og skal sökin koma í skozkan kvið. Uppreisnin í Zúlúalandi nú kölluð bæld niður. þÝZKALAND. Keisarann nýja mætti af því »friðarfurstann« kalla, að aldrei hefir neinn höfðingi gerzt svo ötull til ferða eða erindagerða þjóðafriðinum til eflingar, sem hann vill nú reynast. Seint í þessum mánuði leggur hann aptur af stað, fyrst til höfðingjanna á Suður-þýzkalandi, síðan til Eóms og þaðan til Vínar. Oðrum til varúðar og góðrar áminning- ar hefir hann þó nýlega í einni ræðu sinni gert heyrum kunnugt (í Frakkafurðu), að fyr skyldi höfuðher þýzkalands — »hálf miljón mannai — hnfga að velli, en þjóð- verjar ljetu svipta sig minnsta skika af þeim löndum, sem þeir hefðu sjer með vopnum sínum helgað. þess er sjer í lagi getið til um erindi keisarans, að hann vilji gera bandamenn sína sammála um þau málalok á Bolgara- landi, sem Eússar láta sjer lynda, að minnsta kosti fyrst um sinn. Moltke greifi, hershöfðinginn frægi, hefir nýlega fengið lausn frá embætti, formennsku foringjaráðsins, en hefir líka 8 ár um átt- rætt í október þ. á. Öll ummæli í brjefi keisarans hávirðandi og lotningarleg, um leið og hann gerði hann að forseta land- varnarnefndarinnar.—Við embætti Moltkes hefir tekið Waldersee greifi. Eáðasvið þjóðverja drjúgum aukið á austurströnd Afríku, eða við Indlandshaf, þar sem Zanzibars soldán (Said Bargasch) hefir selt þeim í hendur landstjórnarráð í nokkrum hluta ríkis síns, og fáni þeirra er nú hvervetna uppi við hliðÍDa á merki soldáns. I Sanzibar hafa Englendingar orðið að þoka fyrir þjóðverjum, sem víðar. Hvern afla sósíalistar hafa í stórborgum á þýzkalandi, má af því ráða, að einn af höfuðskörungum þeirra, Liebknecht, hlaut við kosning í 6. kjördæmi Berlínar 27,000 atkvæði af 41 þúsundi. Feakkland. Hjeðan svo skemmst af ástandi að segja, að fæstir vita, hvert reiðir í þeirri hringiðuröst, sem þjóðríkisfley Frakka þykir nú í komið. þó mun bezt að treysta, að Frakkland eigi sjer bjarg- vætt, enn sem fyr, þegar mest þarf á að halda. Uppþotum verkmanna slegið í kyrð að sinni, en Boulangershreifingarnar í nýjum uppgangi, til hvers sem svo vill draga. í LeNord og tveimur fylkjum öðrum bar hann og vinir hans kosningarsigur úr býtum, en hann hafði sagt af sjer þingmennsku rjett á undan einvíginu. Af hans hálfu varið 300,000 franka til kosninganna, en Boul- anger segir það fje komið sjer í hendur i ótal sendingum frá landslýð og borga. Boulanger og einveldissinnar kveða und- ir einu lagi, allir bannsyngjandi þjóðrík- inu, flokkum þess og þeirra forustumönn- um. An afláts endurtekið, að Frakkland sje á heljar þröm komið, að hið mikla og fræga ríki sje í einangri statt og vettugi virt meðal stórveldanna, og um það sje afskræmislögunum — þjóðríkisskránni — frá 1875 mest að kenna, og fávizku þeirra og eigingirni, sem með þau hafa farið. Brýn- asta nauðsyn sje því að breyta stjórnar- skránni, slíta til þess þingi og boða nýjar kosningar. Breyta henni vilja fleiri, t. d. óstjórnarmenn á sína vísu og áræðislið stjórnarinnar á sína, þó nokkuð hik sje nú á það komið. Hitt vita þó allir, að einveldisliðar skiljast, þegar á breytingar- þingið er komið. A eina hönd skotið upp merki greifans af París, á aðra Viktors Napóleons, og þar vísað til allshérjar at- kvæðagreiðslu hinnar frönsku þjóðar. Alls- herjaratkvæðin eru líka fyrsta boðorð f fræðum Boulangers, og því segja margir, að hann gangi með þjóðveldisgrímu, en reki beint erindi keisaravina. þjóðveldisvinum sjálfum getur eigi dulizt, að þjóðveldisþingstjórnin hefirleikið Frökk- um í hendi, og þeim er farið að blöskra kapprennslið til valdanna og hin of tíðu ráðherraskipti. J>ví segja nú sumir hinir hófsmeiri, að líklegasta úrræðið sje, að hverfa stjórnlögunum 1 sem nánasta eptir- mynd þeirra laga í Norður-Ameríku, þar sem ráðherrarnir eru ábyrgðarlausir gagn- vart þinginu. því er fleygt nú í frönskum blöðum, að Boulanger sje ferðbúinn til Svíaríkis, þó enginn viti deili á erindum hans. Sumir hafa getið þess til, að hann hafi mælt sjer þar mót við alslafavini frá Bússlandi, en sje hjer tilhæfa til, mundi annað hljóð koma í strokk Bismarcksblaða , sem ljetu svo fyrir skömmu, að þjóðverjar þyrftu enga andstyggð að hafa á alræðis- valdi Boulangers á Frakklandi. Hann segist sjálfur vera ófriði með öllu frá- hverfur, en þjóðverjar ættu þar hverjum drottni að fagna, sem friðinn vildi halda og öllu þar til stilla. Italía. Seinast í júlímánuði áhankað- ist Itölum á ný nægt Massófa í viðureign við útvarðaflokk Abyssininga, en fyrir landráð þarlendra kynflokka, sem stóð undir merkjum þeirra. Misstu þar 350 manna. Til þessa sífellt þref um Massófa með þeim Crispi og Goblet (ráðh. utanríkis- mála í París), og hefir Crispi verið hinn óþjálasti í öllu orðtaki. Nú hefir soldán Tyrkja sent Itölum mótmæli gegn tiltekt- um þeirra við Eauðahaf, þó því muni vart gaumur gefinn. Nýlega hefir Crispi sótt á fund Bismarcks í Friedrichsruh og haft í sömu ferð tal af Kalnoky, kansell- era Austurríkiskeisara, og ætla menn, að hann hafi hjer talað um ágreininginn við Frakka, og um það, sem blöðin kalla »ráðajafnvægi» í Miðjarðarhafi, en viljað vita, hvern styrk Italir mættu eiga í vænd- um, ef til vandræða drægi. Með því að Crispi hefir verið nokkuð kurteisari við Frakka eptir heimkomuna, halda menn, að Bismarck hafi ráðið honum til að lægja seglin, og sett honum fyrir sjónir, hve illa það sætti bandamönnum friðarins, að skora öðrum á hólm eða reita nokkra þjóð til styrjaldarreiði. Og er það ekki svo ólíklega til getið. Eússland. Svo er til ætlazt, að Eússar hafi til taks 1892 3 milj. og 600,000 her- manna. Glæsilegar framlögur af þeirra hálfu til að skjaldborga friðinn !

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.