Ísafold - 29.09.1888, Side 3
179
Ameríka. I fyrra komst samningur á
með stjórn Bandaríkjanna og Englending-
um um fiskirjett Bandaríkjabúa meðfram
Kanadaströndum, þar sem þeim yar sann-
gjarnlega í vilnað. þá hafði greint á um
rjettan skilning á eldri sáttmála (frá 1871).
Kanadabúar kölluðu landhelgilínuna dregna
fyrir andnesjum, eða fyrir utan alla firði
og flóa, hinir sögðu hana svo lykkjótta,
sem til hagaði. Minna þótti þeim ekki
mega koma móti öllum þeim hlunnindum,
sem Kanadabúar nutu í tollfrelsi og flutn-
ingum til og frá um Bandaríkin. Sex síð-
ustu ár hafa þeir flutningar numið 270
miljónum dollara. þegar samningurinn
kom til öldungadeildarinnar í Washington,
risu samveldismenn í mót og gerðu hann
rækan við þriggja atkvæða mun, því það
eru yfirburðir þeirra, sem stendur, í deild-
inni. Allir vissu, til hvers leikurinn var
gerður, að sáttmálaspjöllin við Englend-
inga skyldu egna Ira þar vestra undir
merki samveldismanna við kosningarnar.
Cleveland varð svo við þessu bragði, að
hann béiddist heimildar af þinginu til að
rjetta hlut Bandaríkjabúa, sem nú væri
málum komið, og afneina það tollfrelsi,
sem á undan er um talað. Hinum bránú
heldur í brún við snarræði forsetans, því
nú mundi valt á íra að treysta, er svo
skyldi í berhögg við Englendinga gengið,
eða framar en þeim sjálfum hafði komið
til hugar. Að málið dragi til vandræða,
trúa fæstir, hinu heldur, að allar mis-
klíðir hjaðni, þegar forsetakosningin er um
garð gengin.
Ýsulóð og aílabrögð.
Eptir
Guöm. Guömundsson í Landakoti.
III.
það er rangt af prestinum að segja, að
oss hafi tekizt »með einkennilegri lag-
kænsku, að gera (þeim) Garðbúum miklu
lægra undir höfði heldur en öllum öðrum
Faxaflóabúum*. Við búum undir sömu
lögum og þeir, að því sem viðvíkur þorska-
netalögunum ; leggjum netin á sama tíma
og þeim er leyft að leggja þau, og sækj-
um með þau jafnlangt eða lengri veg út-
eptir en þeir þurfa að fara inn á við; og
í hverju er þá sá ójöfnuður fólginn,
sem presturinn minnist á ? I engu öðru
en þvf, að hvorki vjer nje heldur Garð-
menn mega leggja netin þar, sem þau hafa
reynzt að vera fiskiveiðum alls Faxaflóa
til tjóns og eyðileggingar, og á þá staði,
þar sem þau árlega töpuðust, okkur og þeim
til stórtjóns í fjárhagslegu tilliti, enda hafa
flestir viðurkennt, og þar á meðal Garð-
búar sjálfir, að netasamþykktin hafi reynzt
þessum hjéruðum einhver hin þarfasta
reglugjörð, því auk þess sem menn þar
út frá hafa sárlitlu fje varið í þann eyði-
leggjandi kostnað, sem netatapið bakaði
þeim, svo þeir margir hverjir hafa viður-
kennt, að fjárhagur þeirra hafi stórum
lagazt síðan, þá er þeim nú líka gjört
mögulegt að stunda fiskiveiðar á annan
kostnaðarminni hátt, með haldfærum, sem
þeim áður var lítt mögulegt að nota innan
um þann þorskanetafjölda, sem í Garðsjó
var lagður, því haldfæri og þorskanet geta
ekki vel sameinazt á sama tíma og sama
bletti í fallsjó; það mundi reynslan geta
sannfært prestinn um. f>að hafa að lík-
indum engin hjeruð auðgazt eins mikið
fyrir ákvarðanir netasamþykktarinnar og
Garðurinn, sem betur fer; en því þakk-
látari mættu innbúarnir vera þeim mönn-
um, sem studdu að því, að sú reglugjörð
fengist. Netamálinu er presturinn með
öllu ókunnugur, og því furðar mig ekki,
þó hann í þvl taki öfuga stefnu. Hann er
líka að mestu leyti ókunnugur lóðaveiðinni
af eigin reynslu, en hann ætti að mega
trúa sveitungum sínum og sóknarbörnum
til að segja sjer satt; og hver er þámein-
ing þeirra ?
A fundi í Keflavík 11. janúar 1887
»voru nær allir á einu máli um, að jafn-
vel hóflítil haldfæranotkun á litlu veiði-
sviði spillti miklu síður fiskiveiðunum
en hin takmarkalausa ýsulóðanotkun og
þorskneta«. Samanber fundarskýrslu í
ísafold 26. jan. 1887, 4. tölubl., undir-
skrifaða í Keflavík lð. sama mán. af síra
Jens Pálssyni, fundarstjóra, og þórði J.
Thoroddsen, skrifara. Á aukafundum sem
haldnir voru annar í Keflavík degi síðar
(12.) »samþykktu allir«, og hinn í Gerðum
14. s. m. »3amþykktu því nær allir útvegs-
bændur og útgerðarmenn« þá skuldbind-
ingu, að aftaka lóðina frá 22. s. m. til
vertíðarloka (sjá fyrnefnda fundarskýrslu),
og á þessum tveimur síðarnefndu fundum
mætti þó enginn »stórbokki« af Ströndinni
til að »lemja« þennan hleypidóm »inn í
hina litilsigldari«. Á sýslunefndarfundi í
fyrravor kom síra Jens með þá breytingar-
uppástungu við sýslunefndarfrumvarpið, —
að líkindum eptir tillögum eða ósk sveit-
unga sinna, — að lóð yrði að eins aftekin
frá nýári til vetrarvertíðarloka, ár hvert,
en sýslunefndin vildi þá ekki aðhyllast þá
hreytingu, heldur afnema lóðina alla haust-
vertíðina líka.
f>etta var meining síra Jens og sóknar-
barna hans um ýsulóðina í fyrra vetur og
fyrravor, og það er að öllu leyti sú sama
stefna, sem jeg hefi haldið fram í ísafold-
argrein þeirri, sem presturinn er að amast
við. Hver meining hans og sóknarbarna
hans nú er, má ráða af ísafoldargrein
hans; en hver hún verður næsta ár, veit
enginn, ekki einu sinni presturinn sjálfur.
Hún byggist, að líkindum, á aflabrögðun-
um næsta vetur.
f>ar sem presturinn minnist á »enda-
skipti á rökleiðslu minni«, þá gleymir hann
því, að um leið og jeg tala um þann tíma,
sem gengur til lóðarróðra, reikna jeg með
þann tíma, sem við þá eyðist eptir að f
land er komið. Tíminn á sjonum verður
að vísu opt styttri en við færaróðrana, en
þegar við bætist sá tími, sem þess utan
eyðist við lóðina í landi, verður hann
miklu lengri samtals. Enn fremur vill
presturinn draga þá ályktun út úr orðum
mínum, að jeg vilji afnema lóðina af því
hún sje hœgara veiðarfæri en haldfærin,
en þetta er annaðhvort misskilningur eða
rangfærsla. Jeg vil afnema lóðina af því
að það er margsannað, að löðamergð á litlu
veiðisviði spilli fiskiveiðum og trufli fiski-
giingur um vissan tíma af árinu, og af því,
að útgerðarkostnaðurinn um þann tíma er
opt meiri en aflinn, sem á þær fæst. Höld-
um dæminu áfram um sláttuvjelina. Ef
síra Jens fengi sláttuvjel, sem á einhvern
hátt væri svo illa löguð, að hún rifi upp eða
skæri rótina, svo ekkert gras sprytti þar
árið eptir, sem hún væri brúkuð árið fyrir;
ætli honum þætti það borga sig að brúka
hana á tún sitt, þó hún rifi niður meira
gras á skemmri tíma en menn gætu slegið
með okkar gömlu samsuðuljáum ? Eins
er því varið með þau veiðarfæri, sem spilla
fiskiveiðum eða trufla fiskigöngur, þó þau
í svipinn sjeu fiskisæl. í öðrum löndum
hefir verið fundið upp á veiðarfæri, sem
nú er gjörsamlega bannað að nota á ýms-
um stöðum, einmitt af því það reyndist
of eyðileggjandi fyrir fiskiveiðina, þó það
reyndist fiskisælt á meðan það var notað.
Hjer er það lóðamergðin á Iitlu svæði,
en ekki sjálft veiðarfærið, sem hefir þær
afleiðingar, að fiskur hröklast burtu af
fiskimiðum, enda er það með öllu þarflaust
að nota lóð til fiskiveiða í Garðsjó þann
tíma, sem lóðabannið ætti að vara, því þá
er þar alloptast þyrsklings- eða þorskafli,
sem venjulega fæst betur á færi en lóðir,
ef veðrátta er hagstæð ; en í umhleypinga-
samri veðráttu neita jeg ekki að lóð verði
fiskisælli en færin, og á meðan dagur er
skemmstur. Jeg neita því heldur engan veg-
inn, að lóðin hafi síðastliðinn vetur gefizt bet-
ur en flest þau ár, sem jeg man eptir, að því
leyti, að fiskur var fremur venju stöðugur
í Garðsjó framan af vertíðinni, þó lóðværi
notuð þar almennt; en það mun líka sjald-