Ísafold - 18.10.1888, Blaðsíða 1

Ísafold - 18.10.1888, Blaðsíða 1
Keraur út á miðvikudags- morgna. Verð árgangsins (60 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrirmiðjan júlímán. ISAFOLD. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útg. fyrir I.okt. Afgreiðslu- stofa í Austurstræti 8. XV 49. Reykjavik, fimmtudaginn 18. okt. 1888. 193. Innl. frjettir. Utl. frjettir. 195. Misklíð út af kirkjuflutningi. 196. Breytt kvæði. Auglýsingar. Reykjavík 18. okt. 1388. Póstskipið »Laura« kom loks í nótt. f>að hafði meðal annars tafizt 6 daga á Uæreyjurn, yegna storma: lagt þrívegis af stað þaðan og snúið aptur. f>að kom við á Seyðisfirði; tók þar við 13 vesturförura. Frá Khöfn kom með því hingað frúrnar L. Kriðriksson, Halberg og Bernhöft, adjunkt Steingrímur Thorsteinson, kaupmennirnir Geir Zoéga, Helgi Jónsson, J. O. V. Jóns- son og Kriiger apótekari; enn fremur þess- ir ð, sem fóru á sýninguna hjeðan : Hall- grírnur Jónsson í Guðrúnarkoti, Björn Guðmundsson múrari, Helgi Helgason snikkari, Jón Ólafsson í Hlíðarhúsum og |>or8teinn Tómasson járnsmiður. »Laura« á að fara af stað aptur á mánu- dagsmorguninn 22. þ. m. Strandferðaskipið Thyra var á leið fyrir »Lauru« 16. þ. m. nálægt Berufirði, á útleið, ekki komin þangað inn þá fyrir þoku og dimmviðri.—Hafði hreppt stórviðri mikió á leið frá Akureyri, misst bát og orðið að ryðja útbyrðis 90 fjár. Um sama leyti fauk hús á Seyðisfirði, síldveiða- geymsluhús stórt, 40 álnir á lengd. Útlendar frjettir. Khöfu 29. sept. Veðrátta. Fram yfir miðjan mánuðinn rigningar að jöfnuði, sem fyr, á norðurlönd- um og víðar. Vextir í ám og vötnum skaðvænir víða í suðurlöndum Evrópu. Nú hafa veðrabrigðin bætt oalsvert um fyrir uppskeru og allri hirðing. Danmörk. Kvatt til þinggöngu 1. októ- ber. fúnghretin fara þá í hönd, og vinstri menn ætla nú að koma því saman, sem unnt er, en liggur eins og hey á dreif eða í rifgörðum—þ. e. að skilja: taka ráð sín saman, sem um of hafa á ringulreið kom- izt. Frá hverju kjörþingi koma þrír menn til málfundar í Kaupmannahöfn í dag og á morgun. I dag er stjórn vinstrimanna þingsins viðstödd við umræðurnar, á morg- un allir af því þingliði. Líklega eiga er- indrekar kjörþinganna að hafa hjer upp fyrir þingmönnum ráð og áminningar fólks- ins og beita við þá aðhaldi að fastari stöð- vum gagnvart stjórninni. Hvað hjer gerizt, eða til hverra nýrra flokkdeilda kann ,að draga, verða seinni sagnir að flytja. 1 seinustu frjettunum hefði mátt geta þess, að þau Valdemar prins og kona hans hafa eignazt son. Hann heitir Axel Christian Georg. Krónprinsinn ferðast til Grikklands til að vera við 25 ára ríkisstjórnarafmæli bróður síns. Noregkjb. Við aðalkosningarnar hafa »hinir hreinu» vinstri menn farið mjög hall- oka; eru engar líkur til að þeir bíði þess bætur að sinni. Tveim helztu skörungum þeirra, Steen rektor og Konow (mála- færslumanni?) stíjað frá þinggöngu. Banda- lag með hægri mönnum og Oftedælum við kosningarnar, hvernig sem síðar fer, er á þing er komið. England. Dómnefndin í Parnellsmálinu tekin til starfa, og hver veit nema það viti á gott fyrir P. og Ira, er hún tók fyrsta daginn fiestar þær kröfur til greina, sem flutningsmaður hans og frsku þingrnann- anna bar fram, og vörðuðu löglega með- ferð málsins. Ein af þeim var að hleypa út (gegn vörzlu) einum bandingja stjórn- arinnar og þingmanni Ira, John Dillon að nafni, því hans yrði við að njóta við vitna- leiðsluna. f>ær voru tvær, sem flutnings- maður blaðsins (The Times) mælti á móti: að blaðið skyldi selja öll skjöl og gögn af hendi í dóminn, sem málið vörðuðu, og nafngreina þá alla, sem áburðurinn væri stílaður til. En þar sem ein kvöðin fór fram á að senda nefnd til Ameríku til vitnafanga —og fyrir það þá ekki tekið— þá má af því ráða, að hjer er langt fyrir enda að sjá. Samskotum rækilega framfylgt til styrkt- ar við Parnell í því máli, sem hann hefir höfðað móti Times fyrir þau meiðyrði, sem til hans sjerlega tóku. Yfir 40 þús. króna saman komið, er seinast frjettist. Gladstone gamli stælist meir og meir móti Torýstjórninni. Fyrir nokkru sagði hann, að varðhaldsvistir hennar á Irlandi væru éngu betri enn dýflissurnar í Napólí á dögum Ferdínands annars, og rjett fyrir skömmu mælti hann í Wrexham hvetjandi til Walesbúa að heimta landstjórnarforræði, og kallaði slíkt náttúrlegar og þjóðlegar kröfur af þeirra hálfu og Skota. Hinir kalla hann æran orðinn, og sumum liggur við að liafa hann í tölu landráðamanna. Um tíma tíðtalað í blöðum um morð nýlega framin með hroðalegasta móti í Whitechapel, hverfi bófa- og vesaldarlýðs- ins í Lundúnum, en löggæzlunni hefir slóðrað í uppgötvun morðingjanna. Hjeð- an mörg ljót saga borin. Ein sú : Bill og Jón fara að heiman til stulda. jpegar Jón kemur einn heim aptur, spyr unnusta hins, hvað af honum sje orðið. »Settur inn«, svarar Jón. Hann hafði reyndar stytt kumpán sínum stundir, er þeir deildu um skipti ná feng sínum.og þó stúlkan væri sann- færð um að svo var, lagði hún við hann Iag sitt. Seinna mun þeim hafa borið á milli, því hún sagði löggæzlustjórninni grun sinn. jpÝZKALAND. I miðjum mánuðinum fór Vilhjálmur keisari til Wilhelmshafen og ljet þar fiotadeild sína leika sókn og varn- ir. Hann lauk lofsorði á hermennt sjóliða sinna, en blöðin segja, að til mikils sje hugað um viðauka og vexti flotans í Eystra- salti. I gær lagði keisarinn á ferð til Suður- þýzkalands, Vfnar og Bómaborgar. I Bóm sækir hann heim tvo höfðingja, þó aðal- erindið sje við annan þeirra, eða það, að treysta bandalagið við Umbertó Ítalíukon- ung—en ræningja heilagrar kirkju. En allt vill lagið hafa, og svo er nú fyrir hugað, að þann dag, sem keisarinn ekur á fund páfa, til Vatíkansins, leggur hann leiðina um bústaðarhöll sendiherra síns, skiptir þar um hesta og vagna, stígur þar upp í skrautvagn sinn, sem þangað er að heim- an hafður, ásamt gæðingum hans, heldur svo þaðan með fylgd sína í vögnum sendi- sveitarinnar; í henni erindsreki þýzka- lands við páfahirðina (hr. Schlözer).

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.