Ísafold - 18.10.1888, Blaðsíða 3

Ísafold - 18.10.1888, Blaðsíða 3
195 laga- eða varaliðinu. Til landstjórnar þar efra hafði hann komið stórauðugum höfð- ingja af Arabakyni, Tippó Tipp að nafni, þó hann hefði auðsins aflað með þræla- sölu. Hann vissi að sá maður kunni bet- ur en aðrir tök á mannskepnunum í þeim pörtum Afríku, og skyldi hann útvega menn til fylgdar og farangursdráttar. B. fór ekki að lítast á, þegar ekki spurðist til ferða Stanleys, og eptir langa reki- stefnu við Tippó Tipp um útvegun fylgdar- manna, hjelt hann snemma sumars með nokkur hundruð manna—allt svertingjar frá Manyemalandi, en tveir af Evrópu- kyni—austur eptir Stanley. I þessurn mánuði sú harmafregn af Barttelot spurð, að fylgdarmenn hans hafi myrt hann, en tvístrazt síðan. Sem nærri má geta hefir þessi atburður vakið ófagnaðargrun um ferðir Stanleys, hverra tíðinda sem af henni enn er að bíða. Nú eru jpjóðverjar að gera út stórsveit til ferða og liðs við landa sinn Emín pasja (Schnitzer doktor), og mun til hans haldið að austan frá Zanzibar, þar sem þeir þegar eiga miklar landeignir, en munu ætla að auka þær drjúgum við þetta tækifæri. ( iðurl.). Hin þriðja heimvísunarástæða fyrir lands- höfðingja gat hafa verið sú, að málið var ekki löglega meðhöndlað á hjeraðsfundinum 10. sept. 1884, sem prófastur vitnar í. Hann sóttu að vísu 10 manns, eins og prófastur segir — í greininni í Isafold XV. 46 var ekkert talað um tölu fundarmanna á peim fundi—, en ekki nema 1 (presturinn) af 3 hjeraðsfundarmönnum, þeim er hlut áttu að máli. En nú segir í niðurlagi 12. grein- ar safnaðarstjórnarlaganna (~y- 80): »Enga breytingu má gjöra á takmörkum sókna eða prestakalla, og eigi leggja niður kirkju eða færa úr stað, nema meiri hluti hjeraðsnefndarmanna þeirra er hlut eiga að máli, samþykki breytinguna á hjeraðs- fundi«. Til þess að málið gæti orðið löglega upp borið og meðhöndlað á hjeraðsfundi, þurftu því að mæta þar að minnsta kosti 2 af 3, sem þar áttu hlut að máli, en það voru prest- urinn og sinn fulltrúinn úr hvorri sókninni, Mosfells og Gufuness, og svo þurftu þessir 2 báðir að samþykkja breytinguna. En þar mœtti í þess stað alls ekki nema 1 þeirra ! Hjer er því um bersýnilega lögleysu að tefla, sem hlaut að ónýta undirbúning málsins. það eitt var því, ef sjezt hefir á skjölum málsins, ærin ástæða til að vísa málinu heim til nýrrar og löglegri með- ferðar, og því að eins, að þá tækist betur, gat málið fengið lögleg úrslit. En nú er að vita, hvernig úr því rættist. Prófastur heldur hinn fyrirskipaða fund að Korpúlfsstöðum, 28. ágúst 1886, til þess, eptir því sem f fundarboðinu mun hafa staðið, að fá endileg úrslit á þessu máli, og með þeim skýlausum fyrirvara, að «at- kvæði þeirra, sem ekki sæktu fundinn, yrðu tekin í tölu þeirra, sem fleiri yrðu», (ekki að þeir «mættu búast við» að svo yrði gjört). Á fundinum fór atkvæðagreiðslan svo, sem áður er frá skýrt, og báðum málspörtum kemur saman um. þetta ráð, sem prófastur segir síðan hafa verið upp tekið: að leita atkvæða þeirra, sem heima sátu, gat naumast löglegt talizt, eptir tilgangi fundarins og undirbúningi, þó að það hefði verið samþykkt af fundinum í heild sinni. f>ó að sumir fullyrði nú, að það hafi ekki verið gjört fyr en búið var að segja fundi slitið, og þá af fáeinum hinum áköfustu fylgismönnum málsins, án vilja og vitundar nokkurs manns af meiri hlutanum (20), þá skulum við nú ekki hirða um að byggja á því. En hitt segir sig sjálft, að þessir sömu 20, sem málið felldu, gátu ekki í sömu andránni hafa samþykkt, að skjóta skyldi þannig útkljáðu máli undir þá, sem heima sátu! f>eir hljóta því að segja það satt, að þeir (þ.e. meiri hlutinn) hafi verið gengnir af fundi, þegar «þjóðráðið» var upp borið, og að þeir hafi ekki vitað af því fyr en eptir á. f>annig til orðið «fundar»-samþykki er að minnsta kosti ekki mikils virði; vægari orðum er ekki hægt um það að fara. Að aflokinni atkvæða-smöluninni um sveitina eptir fundinn er svo málið lagt fyrir hjeraðsfund af nýju, 10. sept. 1886. Á þeim fundi mættu 6 menu alls, auk pró- fasts, eða 7 með honum, og þar var mál- ið samþykkt með öllum atkvæðum. Kær- endurnir segja: »með meiri hluta 5—6 manna«; það mun nú vera hjer um bil hin eina missögn í skýrslu þeirra, þegar öllu er á botninn hvolft, og er hún vissulega smávægileg, og ríður alls engan baggamun í málinu. En nú hafa náttúrlega 2 af þessum 7 að minnsta kosti verið »þeir sem hlut áttu að máli«, þ. e. úr sóknunum, sem sam- eina átti. • Onei-nei; á fundinum mætti að eins safnaðarfulltrúinn úr Gufunesssókn, en hvorki presturinn, nje fulltrúinn úr Mos- fellssveit (fekk ekki fundarboðið fyr en um seinan, að hann segir). f>að er með öðrum orðum : sama lög- leysan upp aptur á þessum hjeraðsfundi, 1886, eins og á hinum, tveimur árum áð- ur (1884)! — Nú var tími til fyrir mótstöðumenn sameiningarinnar, að grípa fram í, og skýra biskupi og landshöfðingja frá þessum mis- fellum á meðferð málsins. f>að mundi vafalaust hafa haft tilætluð áhrif. Fyrir það, að þeir vanræktu það, er nú komið sem komið er. Vissulega hefir þeirra hlutur verið fyrir borð borinn, þar sem málið hefir fengið þau úrslit, sem það hefir fengið, fyrir ó- Iöglegan undirbúning. En nú verður það ekki aptur tekið; þeir hafa þagað of lengi til þess. Og úr því þeir hafa ekki talað í tíma, þá ættu þeir nú að hætta að tala í ótíma. f>að mun ekki mælast vel fyrir því ráði, sem þeir hafa nú með höndum: að leys- ast úr sóknarbandi við Lágafellsprestinn og taka sjer kjörprest, enda hæpið, hversu affarasælt það yrði til frambúðar. f>að mundi ala sundurlyndi og flokkadrátt í söfnuðinum, koma óþægilega niður á pre3t- inum, sem nú er að Lágafelli, sem er ann- ars mikið vel þokkaður af sóknarbörnum sínum, og baka hlutaðeigendum sjálfum gagnslausan kostnaðarauka; því »gjalda skal (sóknar)-leysingi til sóknarkirkjunn- ar öll lögboðin gjöld og sóknarpresti allar fastar tekjur« (lög 12. maí 1882). f>eir ættu líka að sjá það, að sigur þeirra á Korpúlfsstaðafundinum virðist raunar ekki hafa verið öðru en tilviljun að þakka, eða rjettara sagt tómlæti hinna, sem heima sátu, og þá mundi hafa að því rekið fyr eða síðar, að þeir (þ. e. meðmælendur sameiningarinnar) hefðu hafb fram sitt mál löglega, — ef til vill þegar á næsta ári, hefði málið verið látið niður falla í það sinn eptir úrslitin á Korpúlfs- staðafundinum, sem hefði verið hið eina rjetta og löglega. f>ví verður og eigi neitað, að sóknarmönnum sjálfum er kirkjuflutn- ingurinn að Lágafelli að öllu samanlögðu fremur hagfelldur en hitt, og væri því kynlegt, ef þeir færu að erfa þetta mál til lengdar við þá, sem því hafa ráðið, þar á meðal prófast sinn, sem, eins og hann segir, hefir þá fyrst orðið það kapps- mál, er «búið var að ginna Gufunessókn- armenn til að láta af hendi sína kirkju», í von um að fá kirkju í staðinn að Lága- felli, og þeir því hefðu verið illa leiknir, ef það hefði brugðizt. Hin ólöglega með- ferð málsins á hjeraðsfundunum er og við Iíka mikið að kenna hinum hjeraðsfundar- mönnunum, eins og honum, og er auðvitað hvorki fyrir honum nje þeim sprottin af öðru en því, að reglan í 12. gr. safnaðarstjórn- arlaganna hefir ekki verið vakandi fyrir þeim í því sambandi, en þess konar er jafnan hættast við fyrst framan af, er beita skal nýjum lögum. Hins vegar ætti sameiningarmönnunum.er fengið hafa sínum vilja framgengt, að vera Misklíð út af kirkjuflutnmgi.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.