Ísafold - 18.10.1888, Blaðsíða 2
194
»f>að er auðvitað«, segja blöðin, »að þessi
ferð tryggir þjóðafriðinn«. Sama erindi átti
Kalnoky við Bismarck hinn 18. þ. m. í
Friederichsruh, þar sem þeir töluðu í þrjá
daga um heimsins »gagn og nauðsynjar«.
Bússar, Frakkar — já, allir segjast vilja
friðinn, trúa á friðinn, en enginn vill vopn-
in af sjer leggja, enginn hleypa niður kostn-
aðinum þungbæra til herbúnaðar á sjó og
landi—nei, auka heldur allt saman. f>að
er þétta, sem vekur ugg margra um, að
i\r skauti aldarinnar komi þó annað upp
en hlutkesti friðarins.
í mánaðarritið nDeutsche Bundschau«
kom fyrir skömmu ágrip af minnisblöðum
Friðriks keisara III. frá 1870—71. Hann
var þá fyrir þriðja höfuðher þjóðverja og
hafði sigur í orustunum við Wörth, Sedan
og viðar. Af ágripinu má sjá, að krón-
prinzinn hefir verið þess helzti frumkvöð-
ull og fylgt því fastlega fram, að keisara-
dæmið þýzka yrði endurreist, þar sem
sumir — jafnvel faðir hans — hikuðu við
þetta mikilræði, og Bismarck sjálfur vildi
fara sem varlegast í allar sakir, að sam-
heldi þjóðverja skyldi ekki rofna. Hjer
bermælislega orðum farið um suma skör-
ungana, og því taka blöð Bismarcks hart
á birtingu ágripsins, en kalla margt af-
bakað og rangfært, og því er nú talað um
rannsóknir um, hver í þessari dirfsku og
ósóma hafi gerzt sekur. En með því að
frjálslyndi prinzinn skín út úr mörgum
ummælum hans, þá þykja böndin berast
að írelsisvinum, en sumir þeirra snemma
hjá honum í miklum metum. f>að íka
sagt, að 12 vina hans hafi fengið hjá hon-
um eptirmótan (hektographi) minnisblað-
anna.—þess er nú annars ekki sjaldan til
getið, að keisarinn ungi muni gera að dæmi
föður síns, þegar fram líður, og snúa sjer
heldur að frjálsræðisvinum en hinum. þess
vottur það talinn, að hann hefir gert Ben-
nigsen greifa, einn forustumann »hinna
þjóðlegu frelsisvina«, að landsstjóra eða
landshöfðingja í Hannover.
Nú í blöðum birt, að Constantín, krón-
prins Grikkja, hafi fastnað sjer aðra yngstu
systur keisarans, Sofíu að nafni. Hún er
18 ára, en hann tvítugur.
Fbakkland. Hvernig Floquet og ráða-
neyti hans reiðir af, er ekki hægt að vita,
fyr en þingið hefir tekið til starfa sinna
og fjallað um fjárreiðulögin. því stundum
fleygt, að Carnot forseti hafi ekki meir en
meðaltraust á ráðherrum sfnum, þó hitt
sje óvíst, að betri takist að fá, þegar þeim
Floquet er steypt af stóli. Á Frakklandi
kemur enn svo mart upp úr kafinu, sem
fæsta hefir grunað. Áfergjan í endurskoðun
ríkisdaganna er það, sem brjálar mest
ráðdeild flokkanna og kemur þéim í bendu
og rifrildi, en hver þeirra vill hafa sitt upp
úr krapsinu. «Opportúnistum» — Gam-
bettuvinum — er við hana verst. For-
ustumaður þeirra er Jules Ferry, en hann
kvaddi nýlega kjósendur sína til málstefnu,
þar sem hann líkti þjóðveldinu við hús
með flögusteinsþaki, sem hefði reynzt
traust í mörgum byljum, þó því væri bóta
vant, en þeim sem lögunum vilja breyta
við þá, sem kynnu að ráða til að rjúfa
af allt þakið rjett í því er stórhríð vill á
sk^la.
Allt um þetta lætur Carnot ekki á öðru
bera, en að hann sje beztu vonar, að úr
öllu mun vel rætast.
Hann hefir nýlega ferðazt um Norður-
Frakkland, og í öllum ræðum sínum bað
hann menn vera örugga um forlög þjóð-
veldisins. Meðal annars ljet hann menn
vita, að á Marzvellinum (í Paris) yrði í
vor allt fullbúið undir heimssýninguna
miklu, og sagði að Frakkland ætti sjer af
henni mestan sóma vísan. Hann fullyrti
það sama um friðarhug manna á Frakk-
landi, sem hver annara höfðingja segir
fyrir sitt leyti og fyrir sitt land.
Slegið að sinni í logn með Frökkum og
Itölum, en vart eru þeir meir en «sáttir
að kalla». þess má þó geta, að Umbertó
konungur mælti vingjarnlega og þakklát-
lega til Frakklands við franska gesti í
Túrín, sem voru þar fyrir skömmu í brúð-
kaupi Amadeós bróður hans. Hertoginn
giptist systurdóttur sinni — eða dóttur
þeirra Jerome Napóleons og Klóthildar.
Viktor prins, bróðir brúðarinnar, kom þar
ekki, því hann vill ekki sjá föður sinn,
en kallar hann hafa brugðizt keisaradæm-
inu og rjetti þess á Frakklandi.
«Hvar er Boulanger?» spyrja blöð Frakka
í hrífu, en hjer rekur hver hviksagan aðra.
Seinast sagði eitt blaðið hann kominn til
Afríku. «Hann ber í leitirnar þegar á ríður*
segja þeir, sem á þetta goð trúa.
Látinn er Bazaine hershöfðingi. Hann
stýrði her Napólens í Mexíkó, en kom
þaðan við erindisleysu. Ófarirnar þó meiri
við Metz 1870, er hann gaf upp kastalann
með 170 þús. manna.
Austukkíki. Hjeðan eins viðburðar að
geta. Keisarinn vitjaði fyrir nokkru her-
sýninga í Króatzíu, og í bæ er Bellóvar
heitir, tók hann á móti stórmenni, sem
víðar, á undan veizluhaldinu. Til þess
meðal annara boðið Strazzmayer biskupi
frá Djakóvar, en honum hafði það á orðið
áður, sem keisarinn veitti honum harðar
átölur fyrir. það var svo vaxið: 27. júlí stóð
hátíð í Kieff á Kússlandi í 900 ára minn-
ingu kristninnar þar í landi. þar var
Ignatieff, höfuðforusta fyrir forvígismönn-
um sambandsríkis allra slafneskra þjóða.
Honum hafði biskupinn sent hraðfrjettar-
kveðju þann dag með heitum fyrirbænum
fyrir giptu Bússlands og stórframa, að því
mætti takast að leysa öll þau «afreksverk
fyrir heiminn» af höndum, sem guð hefði
þvi ætlað. Meðal annara orða á keisarinn
að hafa sagt: «þjer hafið hjer, herra biskup
syndgazt á móti kaþólskri kirkju, páfanum
og ríkinu». Biskupinn kom ekki í sam-
sætið, en hjelt heim til sín um kvöldið.
Sagt að hann muni kvaddur til Bóms til
að rjettlæta sig eða þola ný víti. Orð
keisarans mæltust hið bezta fyrir á Ung-
verjalandi, en þar þola fæstir neinum
vinamök við Bússa.
Sekbía. Bágt enn að fara nærri um,
hver málalok verða með þeim konungi og
drottningu. Að svo stöddu líklegt talið,
að málið geti orðið konungi til ógæfu, en
allir vita að Nathalía drottning er miklu
vinsælli en hann. Blöðin hafa hermt, að
Bistic—Bússavinur og fyrrum stjórnarfor-
seti optar en einu sinni—geri sjer mesta
far um að sætta þau, hverju sem það svo
mundi gegna, ef tækist.
Frá Ameríku. Stjórnin í Washington
gerði samning við sendiherra ;Sínlendinga,
sem reisti rammar skorður við aðsókn
þeirra og bólfestu í Bandaríkjunum. Samn-
ingnum hefir stjórnin í Peking vísað af
hendi.—Seinustu frjettir segja, að »pestin
gula« geysi í sumum suðurríkjanna, mest
þar sem lönd liggja að Mississipi.
4. sept. sá óðastormur á Ciiba, sem rauf
og bramlaði ótal húsa (100 í höfuðborg-
inni), sleit skip frá akkerum í höfnum og
olli svo miklu manntjóni.
2. sept. mikill voði og tjón af eldi í
Baltimore (í Kanada). þar ljetu 7 menn
líf sitt af slökkviliðinu. Skaðinn metinn
til 1£ mill. dollara.
Frá Afríku. það hafa verið flugufregn-
ir einar sem hafa borizt af ferð Stanleys
um Afríku og austur til Emíns pasja (í
Vadelai fyrirjaustan Nílvötnin) síðan hann
lagði af stað í fyrra í lok júnímán. frá
Jambúgafossum í Kongó. Hann ljet þar
eptir ungan enskan foringja, Barttelot að
nafni, og fjekk honum forustu fyrir við-