Ísafold - 24.10.1888, Blaðsíða 1

Ísafold - 24.10.1888, Blaðsíða 1
Kemur út í miðvikudags- morgna. Verð árgangsins (60 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrirmiðjan júlimán. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útg. fyrir I.okt. Afgreiðslu- stofa i Austurstrœti 8. XV 50. Reykjavik, miðvikudaginn 24. okt. 1888. 197. Innl. frjettir, m. m. Útl. frjettir. 198. Fögur fyrirmynd. Kvennaskólar og barna- skólar. 199. Auglýsingar. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2 Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. I—2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2 útlán md„ mvd. og ld. kl. 2—3 Söfnunarsjóðurinn opinn I. mánud. i hverjum mánuði kl. 4—5 Veðurathuganir i Reykjavik, eptir Dr.J.Jónassen okt. Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt. ánóttu|umhád. fm. | em. fm. em. M.17. + & + 9 29,5 29,5 A h d O d F. 18. + & + » 29,5 29,6 S h b O b F. 19. + 2 + 7 29,8 3°, Sv h dj Sv h d L. 20. + 1 + 6 3<M 30,5 V h b O b S. 21. + 2 + S 3°,5 30,2 A h d A h d M.2 2. + 3 + 9 29,9 29,8 S h d S h d Þ. 23. + 1 + 5 29,7 29,7 Sv h d Sv h d Umliðna vikn hefir veður verið ýmist af suðri eða austri með mikilli úrkomu og stundum miklu brimi til sjávarins, er brugðið hefir fyrir til út- suðurs (Sv.). I dag 23. hægur útsynningur með skúrum og i nótt sem leið haglskúrum, og hefir öll Esjan hvitnað í nótt. Reykjavík 24. okt. 1388. Póstskipið »Laura« fór af stað hjeð- an til Khafnar 22. þ. m. Hafði skotizt upp á Akranes og suður í Hafnarfjörð. Gufuskipið «Penelope» kom hingað 21. þ. m. frá Skotlandi eptir fjárfarmi handa Slimon, 2600 fjár. Ætlaði af stað í morgun, en stórviðri hamlaði útskipun fjárins. Aflabrögð haldast enn mikið góð hjer um slóðir. Austanfjalls sömuleiðis »góður afli, þegar gefur, 10—-60 í hlut, mest ýsa«. Með því að hjer er fiskur á grunnmið- um víðast, sumstaðar nærri því upp í landsteinum, ber mjög sjaldan við að ekki gefi á sjó. 28 kr. fekk einn maður í búð fyrir hlut sinn blautan úr einum róðri hjerna fram á höfnina eigi alls fyrir löngu; hjelt þó • eptir hausum m. m. til soðningar. Góð daglaun þættu það í Ameríku. Sparisjóður er nýstofnaður á Eyrar- bakka. I stjórn hans eru Einar kaupm. Jónsson, Guðm. verzlunarmaður Jónsson og Guðm. bóksali Guðmundsson. Kristján hinn X- tilvonandi, elzti sonur Friðriks konungsefnis í Danmörku, varð myndugur, 18 ára, 26. f. m., og þar með búinn að ná lögaldri til ríkistöku, ef á þyrfti að halda. J>ess er getið í dönskum blöðum, að hann sje hið fyrsta konungsefni danskt, er komizt hafi á fullorðinsaldur án þess að fást neitt við hermennt eða hermennsku. Hitt hefir verið tíðast áður, að konungs- efni hafa fátt numið annað f uppvextinum en hernaðarfræði, og verið stundum gerð- ir að yfirliðum í vöggunni. Kristján prinz hefir þar á móti lagt stund á hin sömu fræði, sem kennd eru í lærðura skólum, og ætlar að sögn að taka stúdentspróf á næsta vori, þar á meðal í íslenzku, en stunda síðan stjórnfræði eða lögfræði við háskólann og leysa af hendi embættispróf í þeim fræðum á sínum tíma. Landvarn- arskyldu verður hann samt að gegna áð- ur, eins og aðrir ungir menn, um tvítugs- aldur.—Hann er hár maður vexti, jafnvel höfði hærri en aðrir menn nú orðinn, ekki eldri en þetta, eins og móðurfrændur hans Svíakonungar; móðir hans, Lóvísa drottn- ingarefni, er, eins og kunnugt er, dóttir Carls XV. og bróðurdóttir Oscars II. Vilhjálmur Finsen landi vor, dr. juris og hæstarjettardómari, hefir fengið lausn frá embætti, með óskertum launum (8000 kr.),—hann hefir sex um sextugt—, líklega meðfram til þess að geta gefið sig eingöngu við vísindalegum ritstörfum. Frá Islendingum í Ameriku. Nú kastar tólfunum með vesturfara-œsingarnar þar. í «Lögbergi» 12. þ. m. er sagt frá fundi í «íslendingafjelagi» svonefndu í Winnipeg deginum áður, þar sem samþykkt var meðal annars að rita yfirstjórn Can- adaveldis bænarskrá um að kosta tvo menn til Norðurálfunnar og íslands, til þess að reyna fyrir sjer á Englandi og öðrum löndum Norðurálfunnar og koma þar á fjelögum, til að hjálpa bágstöddu fólki á Islandi til að komast burt þaðan og til Vesturheims, með því að nú sje «útlit fyrir mikið hungur og jafnvel mann- felli» (1) á norðurlandi. — Ef yfirstjórn Canadaveldis daufheyrist, á að reyna til við stjórn Manitoba. Ekki er talað um hvað gjöri skuli, ef hún bregzt líka, sem hugsazt getur þó; því að kvartað er um það í fundarályktuninni, að «árangurslaust hafi orðið hingað til að reyna að vekja áhuga manna í Ameríku fyrir þessu hall- ærismáli og fá þá til að safna fje í því skyni að hjálpa mönnum á íslandi*. — Ameríkumenn hafa ekki reynzt eins auð- trúa og «smalarnir» höfðu gjört sjer vonir um. Ménnina til fararinnar á «íslendingafje- lag» að útvega, éins og gefur að skilja; gamli «útsendarinn» Canadastjórnar, hr. B. L. Baldvinsson, er nú nefnilega «laus á torginu», með þvi að Canadastjórn hefir minnkað svo styrkinn til innflutninganna eða hætt við hann að mestu leyti. Miklar ráðagerðir og áskoranir eru í Lögbergi um að sæma Jón Ólafsson heið- urslaunum fyrir skammirnar um Gröndal. þar sem nefnd voru í auglýsing í ísafold í vor lauslega einstöku atriði af innihaldi hins síðara vesturfarapjesa Gröndals, þá kallar ritstjórn Lögbergs það »lygar ísa- foldar« og semur um það heilmikla grein! íslenzkur bóndi í Argyle-nýlendu, Jakob Helgason, hvarf frá heimili sínu snemma í f. m. og fannst eptir nokkra leit örend- ur: skorinn á háls og stunginn í hjarta stað — ekki langt frá bænum. Utlendar frjettir. Með »Peneolope« komu blöð fram í miðj- an þ. m. Vilhjálmur keisan var þá á leið til ítal- íu. í Vín hafði hann fengið hinar mestu fagnaðarviðtökur, eigi síður af lýðnum en keisara og hans fólki. Dr. Geffcken, þýzkur háskólakennari í lögum, allfrægur, var höndum tekinn í Hamborg og dreginn fyrir dóm í Berlín fyrir að hafa látið prenta ágripið af minn- isblöðum Friðriks keisara. Lögsóknin haf- in að boði keisara eptir áskorun Bismarcks, er hefir borið margt aptur af því sem í ágripinu stendur. Tvö morð höfðu verið framin enn á ný í Lundúnum, um síðustu mánaðamót (sunnudagsmorgun), á kvennmönnum, með hinum sama hryllilega hætti og áður. Ekkert uppvíst um morðingjann eða morð- ingjana.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.