Ísafold - 07.11.1888, Blaðsíða 3

Ísafold - 07.11.1888, Blaðsíða 3
207 náttúran bæri sigur úr býtum; sje hitinn í blóðinu svo mikill, að það eitt ætli að ríða honum að fullu, þá er þó hugsan- legt, að fáeinar vænar »kínín«-inntökur gætu dregið svo úr ofhitanum, að lífneist- inn slokknaði ekki af þeirri orsök; sje hjart- slátturinn orðinn svo linur, að eigi dugi til að knýja blóðið gegnum lungun, þá er þó hugsanlegt, að hæfileg inntaka af »di- gitalis«, eða þá blóðtaka, gæti lagað svo blóðrásina, að sjúklingurinn hefði það af, og að lífi hans ýrði þannig bjargað með læknislistinni o. s. frv. J>að er einmitt ábatinn á því að hafa dugandi lækni v;ð sóttarsængina, að sjúkl- ingurinn getur haft von um, að allt það verði gjört, sem hægt er að gjöra yfir höfuð, um fram það sem náttúran megnar sjálf. þ>ótt það sje nú ekki eins mikið og æskilegt væri, þá er það samt altjend nokkuð, og hvort sem það er mikið lið eða lítið, þá geta ekki aðrir veitt það en dugandi og reyndir læknar; smáskammta- iæknar hafa aldrei nokkurn tíma veitt það og munu aldrei veita það neinum sjúklingi. Smáskammtalæknarnir eru opt- ast nær alveg menntunarlausir og skort- ir alla hina margvíslegu þekkingu, sem þarf til þess að geta rannsakað sjúkdóma, þekkt þá og fyigt rás þeirra, og til þess að geta skorið úr, hvenær gagn getur orð- ið að því að gjöra einhverja tilraun,—svo að hjálp frá þeirra hálfu er eigi einu sinni hugsanleg, þó svo væri, að þeir hefðu meðul, sem nokkurt lið væri í, þar sem smá- skammtalæknir nú getur komizt það lengst, að gjöra sjúklinginn ölvaðan af vínanda þeim, er hann kallar meðal sitt. Nú er lungnabólga þar að auki sjúk- dómur, sem endar á jþví sem kallað er »krisis«, þ. e. snögg breyting til batnaðar á ástandi sjúklingsins, sem kemur alveg af sjálfri sjer. Sjúklingurinn er opt þyngst hald- inn á fimmta eða sjötta degi; þá, eða ein- um eða tveim dögum eptir, kemur »krisis«, hafi veikin ekki farið með hann. Sje nú læknir sóttur til sjúklings með lungnabólgu allrafyrstu dagana, þá er vitaskuld, að sóttin elnar, hvað vel og skynsamlega sem læknirinn fer að ráði sinu. þ>á fara þeir, sem að sjúklingnum standa, að verða hræddir. Að fám dögum liðnum senda þeir nú í kyrrþey til siná- skammtalæknis, sem þarf þá optast nær ekki einu sinni að sjá sjúklinginn, heldur er hann náttúrlega undir eins heima í öll- um gangi sjúkdómsins, og selur nokkur glös af einhverju öldungis gagnslausum vökva. Daginn eptir kemur svo ef.til vill hin snögga breyting til batnaðar. J>á fær lækninn óðara sinn dóm, að hann hafi ekkert getað; þar á móti hafi undir eins skipt um, þegar meðulin komu frá »homö- opaþinum«; það getur sjúklingurinn sjálfur borið um og allir á heimilinu; þeir tala svo sem af eigin reynslu !! Auðvitað ber það líka við, að lærður læknir er sóttur skömmu áður en batinn kemur, og þá er það hann, sem verður í það sinn fyrir alveg ástæðulausu lofi al- mennings. Oðru sinni ber svo við, að sjúklingur liggur fyrir dauðanum. Læknirinn hristir höfuðið og telur alla von úti. I síðustu óyndisúrræðum vill fólk hans reyna smá- skammtalækni. Hann gefur sjúklingnum fáeina dropa af kraptaverka-meðali sínu. Sjúklingurinn lifnar við aptur, þ. e. lífið ber hærra hlut, og þá er það þakkað með- alinu, tvímælalaust. |>á getur sjúklingur- inn og fólk hans vottað það af eigin reynslu, að »homöopaþían« getur bjargað lífi manns, þegar öllu von er þrotin um hinna hjálp, þ. e. »allopaþanna« !!. jbannig gengur opt og tíðum; og það er miklu minni furða, þótt smáskarnmta- og skoítulæknar færi sjer það í nyt, en hitt, að almenningur skuli vera svo blindaður, að trúa slíku. J>að er allajafna, þegar svo ber undir, sem nú hefir lýst verið, nátt- úran sjálf, sem ber hærra hlut, lífið, sem sigur ber af dauðanum, hvort svo sem smáskammtalæknisins er vitjað eða ekki, og hvort sem hann brúkar það eða það af meðulum sínum, eða alls eigi neitt. Sönnun fyrir því, að þetta er rjett og satt, getur hver greindur maður útvegað sjer, sem með alúð, þolinmæði og gaumgæfni reynir til að fá skynbragð á lækningum. |>að er auðvitað ekki við því að búast, að almenningur yfir höfuð geti aflað sjer nægilegrar þekkingar til þess að dæma um smáskammtalækninga-tálið; en ekki ætti það að vera ofætlun neinum þeim, sem telur sig með menntuðum mönnum, að vera ekki svo fljótur á sjer að þakka það og það hinum og þessum meðulum, og vera ekki að leita alls konar fáfræðinga í veikindum sínum eða annara, heldur reglu- legra lækna, eins og maður pantar sjer j optast nær frakka hjá skraddara en ekki skóara. Dm læknislyf »homöopaþanna« skal jeg bæta því enn við, að til eru að sögn svo búhyggnir menn hjer á landi, er hafa sjeð, hvernig hjegóma þessum er háttað, að þeir panta sjer heilar tunnur af lyfj- um þessum til heimilisþarfa o. fl., í stað- inn fyrir spíritus, með því að eigi þarf að gjalda toll af þeim, enda er það af tvennu til miklu snjallara ráð, að staupa sig áþeim, heldur en að taka þau inn í veikindum. „ísland að blása upp“. Eptir porvald Thoroddsen. II. (Niðurlag). það ber opt við, að menn kvarta und- an því, að vetrarkuldinn sje svo mikill á Islandi, að hjer sje óverandi þess vegna. En það sjest fljótt, að þessi viðbára er eintómur hjegómi. ísland er þvert á móti miklu heitara land en við mætti bú- ast eptir legu þess á hnettinum, og vetr- arkuldinn er margfalt meiri í löndum, sem liggja miklu sunnar. Meðalhiti ársins er í Eeykjavík 3^,° C, á Berufirði og Stykk- ishólmi 2t%°, í Grímsey 1^°, en í Winni- peg O^j0 eða nærri 3 stigum (á Celsius) minni en í Reykjavík og nærri heilu stigi minni en í Grímsey; meðalhitinn í janú- armánuði er í Grímsey ■— 3°, í Kristjaníu -r- 5°, í Pjetursborg h- 9^, í Winnipeg -f- 195-%°, í Quebeck -=- llfV, í Montreal -f- 8X%°; þó liggur Montreal meira en 21 breiddarstigi sunnar en Grímsey. Vjer Islendingar þurfum því ekki að kvarta undan vetrarkuldanum; ’nann er meiri í suðlægari löndum. Hitt er satt að sumarmánuðirnir eru fremur hitalitlir, en þó hitameiri en mað- ur gæti búizt við eptir legu landsins. Með- alhitinn í júlímánuði er í Reykjavík -(- 12^°, en í Winnipeg + 19°. Aptur eru vor- og haustmánuðirnir heitari í Reykja- vík. Meðalhiti í apríl er í Reykjavík + 1^°, í Winnipeg + 0T9Ö°, í Norway House við norðurendann á Winnipegvatninu 2t%°. Meðalhitinn í októbermánuði er í Reykjavík + 7°, í Winnipeg + 3X%°, í Norway House -f- O^*. Sumarhitinn á Islandi er ekki nógu mikill til þess að akuryrkja geti borgað sig, en þó hafa tilraunir Schierbecks land- læknis sýnt, að mikil garðyrkja gæti þrifizt. |>ó Islendingar væru að reyna kornyrkju til forna, þá var hún, eins og kunnugt er, aldrei að neinu liði; kornið þroskaðist víð- asthvar ekki nema stöku sinnum; og þótt talað sje um sífrjóa akra á einstöku stöð- um, þar sem jarðhiti var mikill, þá hefir þó akuryrkjan ekki heldur verið þar að neinum mun. A Reykhólum var nýtt mjöl haft til »beinabótar ok ágætis* í veizlunni, sem þar var haldin á Olafs- messu hvert sumar. f>essi orð sýna, að mjölið var haft að eins til sælgætis, af því það var svo fágætt. í norðurhluta Noregs borgar akuryrkjan heldur engan- veginn fyrirhöfnina, þó menn fáist við *) þessar tölur allar eru teknar úr Julius Hann: Handbuch der Klimatologie. Stuttgart 1883, og er það eflaust ein hin bezta og ná- kvæmasta bók í þeirri grein, sem nú er til.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.