Ísafold - 21.11.1888, Page 3
223
kvotlist upp í ýmsan hjegóma, sem ekki
verður að neinu liði til frambúðar.
En þó er það þessa lakast og ef til vill
skaðlegast fyrir framtíð landsins, að þá
sjaldan að auður safnast, þá stendur hann
sjaldan við nema eina kynslóð; í næsta
lið er hann horfinn eins og mjöll fyrir
sólbráð. Trygging fyrir varðveizlu fjár-
muna í marga liði eða um aldur og æfi,
er ekkert hugsað um, og dánargjafir með
slíkum tilgangi mjög svo fátíður.
IJm hitt, að spara, er að vísu það að
segja, að það gjörir margur maður hjer á
landi; en — sjaldnar af dyggð heldur en
neyð. f>að er neyðin, sem kennir mönn-
um þá list, én opt og tíðum ekki rækileg-
ar en svo, að hún týnist aptur, undir eins
og neyðinni Ijettir af.
En þá fyrst er þjóðinni þrifa von, er
sparnaður er stundaður almennt eins og
hver önnur dyggð, jafnt og stöðugt, hvort
sem nauðsyn krefur eða eigi, hvort sem
vel lætur eða ekki. þær þjóðir eru auð-
þekktar úr, er þá dyggð hafa lært og temja
sjer hana.
Margir rugla saman sparnaði og svíð-
ingshátt, og kalla allt óþarfa, eyðslu eða
óhóf, sem auðið er án að vera til fram-
dráttar lífsins. En hóflegar, saklausar
skemmtanir t. d. eru alls enginn óþarfi;
8á sem neitar sjer um þær óneyddur, er
eigi sparnaðarmaður, heldur svíðingur, en
svíðingurinn er opt og tíðum hinn mesti
sóunarseggur ; hann glatar margopt fjár-
munum sínum af tómri nfzku, auk þess
sem hann eyðir því sem hann á ef tilvill
dýrmætast í eigu sinni: lífsfjöri sínu eða
jafnvel heilsu.
Nokkuð er það farið að komast inn í
meðvitund almennings hjer nú á síðustu
árum, hversu mikilsvert það er og nauð-
synlegt, að reyna að safna og spara.
f>að sýna þó sparisjóðirnir meðal annars,
er risið hafa upp allir á síðustu 20 árum.
þar á móti er Söfnunarsjóðurinn ekki
sprottinn af slíkri almennri meðvitund,
heldur er hann tilbúningur einstakra
manna. En eigi að síður er hann einhver
hin nytsamasta stofnun, sem hjer hefir
nokkurn tíma verið sett á laggir. það er
stofnun, sem almenningur ætti að gefa
miklu meiri gaum en verið hefir til þessa.
f>að er ótrólegt annað en að þar verði
breyting á heldur íyr en síðar. þar kem-
ur fyr eða síðar, að frumkvöðull þessarar
stofnunar og aðalforstöðumaður hingað til,
Eiríkur Briem, verður talinn einhver
landsins þarfasti maður.
Söfnunarsjóðurinn er landsins öruggasta
peningastofnun. Hann er nú orðið, sam-
kvæmt hinum nýju lögumtfrá*10.febr. þ.á.,
undir ábyrgð landssjóðs. f>ó ekki sjeu nema
fasteignir landssjóðs, þá eru þær sæmileg
trygging fyrir æðimiklum sjóði. En það
er allt sem landssjóður á, allar tekjur
hans o.s.frv. í veði fyrir Söfnunarsjóðnum.
Löggjafarvaldinu hefir þótt svo mikilsvert
um stofnun þessa, að það hefir viljað veita
henni þá tryggingu, sem mest má verða.
Að Söfnunarsjóðurinn ávaxtar fje fyrir
menn þeim að fyrirhafnarlausu og gegn
góðum vöxtum (4"/»), svo og, að eigandi
fjárins fær vexti af vöxtunum jafnóðum
og þeir tilfalla — það eru kostir, sem aðr-
ar góðar peningastofnanir veita líka. f>ó
geldur hvorki landsbanki nje sparisjóðir
svo háa rentu.
En aðalkostur Söfnunarsjóðsins er, auk
hinnar óyggjandi tryggingar, að ekki er
hægt að grípa til og eyða smátt og smátt
aptur því, sem í hann er lagt;—fyrir eyðslu-
fjé eru sparisjóðirnir bezt kjörinn geymslu-
staður. f>essi sjóður er sa/w-sjóður, en
ekki sparisjóður. Hann er ágætur geymslu-
staður fyrir allt það fje, »sem annaðhvort
á að eins að eyða vöxtunum af, eða sem
á að ávaxtast og safnast um nokkuð lang-
an tíma, áður en það verður útborgað*.
f>að ætti sem allramest af hinum föstu
smásjóðum landsins, til ýmsra nytsamra
fyrirtækja, að vera komið í Söfnunarsjóðinn.
Hefði hann verið til áður og væri nú bú-
inn að geyma þá í 40—50 ár, sem svo
eru gamlir, þá mundu þeir bæði æðinum
meiri vexti og líka færri af þeim hafa týnt
beinlínis tölunni. 1000 kr. lagðar í Söfn-
unarsjóð fyrir 50 árum væru nú orðnar
7000 kr. t. a. m.
Margir foreldrar og vandamenn barna í
kaupstöðum einkanlega hafa, síðan spari-
sjóðir komust á, hugsað um að draga
saman handa þeim og leggja í sparisjóð
dálítinn forða til seinni tíma, t. d. til
þess að búa þau að heiman til giptingar
eða koma fótum undir þau við einhverja
atvinnu. En opt ber við, að þeir grípa til
fjár þessa aptur, er þeim liggur á, sem
vonlegt er, og þar með er því fjársafni
lokið. En sje það lagt í bústofnsdeild
Söfnunarsjóðsins, þá er það fast þar, þang-
að til að barnið er tvítugt, og er því
nokkuð hyggilegra að láta hann geyma
það, heldur en sparisjóði. Ellistyrksdeild
hefir Söfnunarsjóðurinn líka, með áþekku
fyrirkomulagi.—Til þess að fá nánari deili
á stofnun þessari þarf ekki annað en lesa
greinina um hann í þ. á. Andvara, eptir
aðalforstöðumanninn, Eirík Briem. það
ætti enginn að telja á sig, sem annt er
um slíka hluti. f>ess geta orðið mikil not.
Aðalstofn undir vaxtasjóðum til nyt-
samlegra fyrirtækja verða eðlilegast dán-
argjafir. Lengur en lífið endist hefir eng-
inn með fjármuni að gera. Fátt sýnir nú
fremur auðfræðislegan bernskuhátt þess-
arar þjóðar en hið algenga, því nær gjör-
samlega hugsunarleysi um að ráðstafa svo
fjármunum sínum eptir sinn dag.að þeir beri
sem beztan ávöxt og verði að sem veru-
legustu liði ókomnum kynslóðum, í stað
þess, eins og nú er tíðast, að láta þá
brytjast sundur svo smátt, að litið sem
ekkert munar um, og það meðal fjar-
skyldra útarfa, er arfleifandi ber als enga
frændrækni til. Hvað mikið gæti ekki
verið hjer til af nytsömum stofnunum,
þrátt fyrir fátækt landsins, ef efnaðir arf-
leifendur hefðu haft almennt slíka ráðdeild
og hugsunarsemi ?
f>ar á móti er ekki að búast við mikils-
verðum sjóðstofnunum af samskotum í lif-
anda lífi. f>ar sem er mikið af stórauð-
ugum mönnum og þeim gjöfulum, þar er
slíkt auðgjört. Hjer er almenningur of
fátækur til þess, að slíkt geti dregið nokk-
uð til muna. Manni dettur í hug sjóð-
stofnun 8Ú, sem minnzt var á í síðasta
blaði. f>ó að hann yrði 1000 kr., þá yrði
ávöxturinn allur sá, í bráðina að minnsta
kosti, að útsvör bæjarmanna hjer, sem eru
nú orðin rúmar 20,000 kr., lækkuðu um
heilar 40 kr.! f>að er að segja : e/ barnið
eða börnin, sem gefa ætti með af vöxtum
»fræðslusjóðsins», gæti þá komizt í barna-
skólann ; annars ekki. Auk þess sem það
er misráðið mjög, eins og bent var á þá,
að fara að pína sig til að safna höfuðstól
til að bera kostnað, er sveitarfjelagið eða
þjóðfjelagið hefir þegar tekið að sjer að
standast með einföldum álögum. f>að má
þakka fyrir, ef almenningur getur fengizt
við að koma á fót sjóðum til þeirrahluta,
sem eigi er eða verður væntanlega alin önn
fyrir á þann hátt, eða eflt slíka sjóði, ef þeir
eru áður til. f>annig má þakka fyrir, ef
almenningur hjer treystir sjer til að efla
með samlögum fiskimannasjóðinn, sem er
bæði mjög nytsöm og nauðsynleg stofnun;
og er það æðimun hyggilegra, að verja
kröptum sínum til þess, heldur en að fara
að brjóta upp á öðru nýju og jafnvel ó-
þörfu.
Hvað snertir bráðabyrgðafjársafn í spari-
sjóði, til styrktar hlutaðeigendum sjálf-
um, ef nokkuð ber út af, þá er hin mesta
nauðsyn að leggja meiri áherzlu á það en
gjört hefir verið hingað til, ekki sízt £
veltiári, eins og nú er hjer um slóðir að