Ísafold - 12.12.1888, Page 3

Ísafold - 12.12.1888, Page 3
235 orðið nokkurn tíma góð vara : að hann sje skorinn á háls og hleypt úr honum blóðinu undir eins og hann er dreginn, að tekinn sje úr honum blóðdálkurinn, og að hann sje vandlega þveginn áður en hann er lát- inn í saltið. þetta er ótrúlegt, en þó satt. — Hvað margir af kaupmönnum hjer og í hinum kaupstöðunum við Faxaflóa sunnanverðan fara þannig að ráði sínu, vitum vjer ekki að vísu. Getur vel verið, og það færi bet- ur, að þeir sjeu ekki margir; en það er kunnugt um tvo hjer í bænum að minnsta kosti, er báðir taka mikinn blautfisk, ann- ar ákaflega mikinn, en auðvitað ekki nærri allan svona útleikinn. það má ekki eiga sjer stað, að þeir taki neitt af fiski í þessu ástandi til útflutnings; það er nóg til að spilla stórkostlega fyrir fiski hjeðan, og það nú, þegar verst gegnir, er sunn- lenzki fiskurinn er loksins búinn að fá á sig eins gott orð eða betra heldur en hinn vestfirzki. I annan stað hefir dæmi þeirra hin skaðlegustu áhrif á vilja sjómanna og viðleitni á að verka vöruna samvizku- samlega. Minnkunin er auðvitað mikil á sjómanna hlið líka, að láta lítilfjör- legan stundarhag: það að fiskurinn er þyngri í viktina mænuflattur og með blóðdálki og óhreinindum, kæfa hjá sjer alla sóma- tilfinningu í þessu efni; en það er full- komin óhæfa af kaupmönnum, þeim sem það gjöra, að láta slíkt viðgangast, —að koma sjómönnum upp á aunað eins. Einn mikill blautfiskskaupmaður hjer hefir að vfsu bætt það úr skák, að hann hefir látið stöðugt þvo fiskinn vandlega, áður en hann er látinn í salt. það er mikið betra en ekki, en þó hvergi nærri einhlítt, ef hin skilyrðin vantar, annað- hvort eða bæði. —f>ar við bætist svo, að að þegar til þess kemur að þurka fiskinn úr saltinu, þá hafa kaupmenn almennt ekki nærri því eins góð þerrípláss eins og bænd- ur hafa víðast: að eins hin litlu stakk- stæði á kaupstaðarplássinu, undirorpin ryki og sandfoki m. m. það tíðkaðist í fyrri daga, að kaupmenn keyptu fiskinn blautan og verkuðu sjálfir. En sú varð raun á, að verkuninni var mjög svo ábótavant, og sáu kaupmenn þann kost vænstan, að taka hann ekki öðru vísi en verkaðan af bændum; og með því að halda þeim til að vanda verkunina, hefir smátt og smátt tekizt að koma henni þetta áfram, sem hún er nú komin. Væri illa að verið, ef sökkva skyldi niður í sama farið aptur, og hættuleg skammsýni að vinna slíkt fyrir lítilsverðan eða ímynd- aðan stundarhag. Líf og lífsvon sjómanna. Fyrir- lestur með því nafni ætlar síra Oddur V. Gíslason, hinn ötuli og ótrauði formælandi ýmsra framfarafyrirtækja til umbóta sjáv- arútveg vorum, að halda í kvöld hjer í bænum. Efnið verður meðal annars lýs- ing á ýmsum áhöldum, er hann hefir fund- ið upp, til að afstýra lífsháska á sjó eða til bjargar í sjávarháska. Hlýtur það að vera sjómönnum sjálfum hið mesta á- hugamál. j>að hefir að líkindum verið meðfram tilviljun að kenna, ónógri aug- lýsingu eða öðru þ. h., að ekki kom ^5 partur af sjómönnum hjer í bæn- um og nágrenninu til að hlýða á sam- kynja fyrirlestur, sem síra Oddur hjelt í fyrra vetur. Nú er tími til að bæta upp það skaðlega og hneyxlanlega tómlæti; enda hefir síra Oddur gjört ýmsar umbæt- ur á bjargráðum þeim og áhöldum, er hann lýsti þá og sýndi, fundið upp ný í viðbót og aflað sjer frekari, mikilvægs fróðleiks þar að lútandi. 1 öðrum veiðistöðum hefir hann þegar miklu á orkað síðan í fyrra, með því að ferðast þar um aptur og apt- ur, halda fyrirlestra, tala við helztu út- vegsmenn og fá þá til að bindast nytsam- legum samtökum til eflingar atvinnuvegi sínum. Er öll þessi hans fagra viðleitni mjög svo lofsverð, og munu sjómenn á eptir telja sig hafa þeirri stundu vel varið, er þeir eyða til að hlýða á það, sem síra Oddur fræðir þá um í þessu efni. Kirkja á Eyrarbakka. Reykvík- ingar hafa að öllum jafnaði í mörg horn áð líta í samskotaveginn, bæði fjær og nær. Mætti því í fljótu bragði virðast vonlítið um mikinn árangur af áskoruninni í sið- asta blaði um samskot til kirkjubyggingar á Eyrarbakka. En það eru ýmsar orsakir til þess, að Eyrbekkingum ætti að verða og verður eflaust betur til í slíkum erinda- gjörðum en mörgum öðrum, bæði hjer í höfuðstaðnum og í öllum nærsýslunum. Fjöldamargir Reykvíkingar eiga meðal ann- ars að minnast mikillar gestrisni þar, og aðdáanlegrar einkanlega á einu þjóðkunnu heimili að fornu og nýju ; og í annan stað hlýtur það að hafa vakið ánægjulega eptir- tekt aðkomutnanna , hversu kaupstaður þessi hefir blómgazt nú hin síðustu árin, ekki einungis vegna góðs árferðis til sjáv- arins, heldur jafnframt og ekki síður fyrir hitt, hvernig hin nýja bindindishreyfing hefir gagntekið nær hvern mann þar, æðri sem lægri, betur og almennara en dæmi munu til á nokkrum öðrum stað á landinu; en einlægri og staðfastri bindindisstefnu fylgir vöxtur og viðgangur margvíslegra dyggða annara, er til þjóðþrifa horfa, að ótöldum hinum mikilsverðu áhrifum langt út f frá af alúðarfylgi meiriháttar staða og heimila við gott málefni. Að söfnuðurinn þarfnast hjálpar annar- staðar að til að koma upp kirkju þessari, er einkanlega þess vegna, að hann verður, eptir því sem helzt lítur út fyrir, að halda við eptir sem áður báðum hinum gömlu kirkjum, á Stokkseyri og í Kaldaðarnesi, en sæmilegt þarf hið nýja guðshús að vera, svo að það samsvari vel tilganginum. f Síra Skúli prófastur Gíslason á Breiðabólstað í Fljótshlíð andaðist sunnudag 2. þ. m., varð bráðkvaddur—eins og móð- urfaðir hans Vigfús sýslumaður þórarins- son á Hlíðarenda (f 1819), og móðurbróðir hans Bjarni amtmaður Thorarensen (f 1841) og fleiri þeir frændur. Hann hafði messað þá um daginn á annexfunni Teigi, og var nýkominn heim til sín, og tekinn til að afgreiða póstinn, til Reykjavíkur. Kvart- aði hann þá um að sjer væri ómótt fyrir brjósti, fjekk sjer vatn að drekka og hresst- ist við það, svo hann hjelt áfram verki sínu. En að lítilli stundu liðinni kallaði pósturinn, sem var einn inni hjá honum, fram, að liðið væri yfir prófast. Var hann þá þegar örendur. Skúli prófastur Gíslason var fæddur 14. ágúst 1825, að Vesturhópshólum, sonur síra Gísla Gíslasonar, er þá var þar prest- ur (en síðan að Staðarbakka og Gilsbakka), og Ragnheiðar Vigfúsdóttur Thorarensen, systur Bjarna amtmanns. Annar sonur þeirra hjóna er Árni f. sýslumaður Skapt- fellinga, nú í Krísuvík. Síra Skúli lærði undir skóla hjá fróðleiksmanninum síra Jóni Konráðssyni á Mælifelli, var settur í Bessastaðaskóla 1845, og útskrifaðist úr Reykjavíkurskóla 1849 ; varð kand. f guð- fræði við háskólann með 1. einkunn 1855. Sumarið eptir, 1856, var hann vígður til Stóranúps af Dr. Pjetri lector Pjeturs- syni, í forföllum Helga biskups. þremur árum síðar var honum veittur Breiðaból- staður í Fljótshlíð, og þjónaði hann því brauði til dauðadags, ásamt Teigs- og Ey- vindarmúlasóknum síðanl879, en prófasts- embættinu- í Rangárvallasýslu síðan 1881. í amtsráði suðuramtsins sat hann lengst- an tímann síðau amtsráðin komust á. Hann var kvæntur Guðrúnu þorsteinsdótt- ur prests Helgasonar frá Reykholti, og lifir hún mann sinn. Áttu þau saman 5 börn, sem lifa, 4 sonu og 1 dóttur: Skúla, prest að Odda, þorstein, í Ameríku, Heíga, nú í skóla, Gísla, og Soffu, sem er gipt Gunn- laugi þorsteinssyni sýslumanns á Kiðja- bergi. Síra Skúli prófastur var gáfu- og fjör- maður, fróðleiksmaður mikill, röggsamur, búsýslumaður og fjáður vel.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.