Ísafold - 19.12.1888, Blaðsíða 2

Ísafold - 19.12.1888, Blaðsíða 2
238 hafa. jpegar svo á stendur, er engin hætta á því, að menn panti sjer frakka hjá skó- aranum. En, eins og landlæknirinn játar sjálfur, eru til fjölda margir sj'úkdómar, er menn geta lítið við ráðið, hvort sem þeir eru lærðir eða ólærðir; en mikið virðist það líklegra, að sá maður, sem vel hefir lært að þekkja alla byggingu mannlegs líkama, alla hina margvíslegu starfsemi líffæranna og þau margvíslegu efnaskipti og efna- breytingar, sem líffærastarfsemin hefir í för með sjer, muni þó heldur renna grun í og stundum vita með nokkurn veginn vissu, hvaða meðöl sjeu líklegust til að lina eða lækna ýmsa vandþekkta sjúkdóma, heldur en þeir, sem ekkert eða lítið vita í þessum forspjallsvísindum læknisfræðinnar. feir, sem hafa hin ágætustu verkfæri til þess að rannsaka með ýmsa þá innvortis Btaði, sem sjón og heyrn verður ekki að komið verkfæralaust, svo sem ýmsa sjón- arspegla og ýmislega lagaðar sjónarpípur ; eða þeir, sem hafa hin beztu áhöld til að rannsaka efnafræðislega blóð, þvag, saur- indi, munnvatn, hráka, uppgang og svita- útgufun sjúklinganna, mundu þeir ekki vera líklegri til að vita hinar næstu or- sakir ýmsra hinna vandþekktu sjúkdóma, • heldur en þeir, sem ekki geta rannsakað neitt þvilíkt? En aðalmeinið hjá oss Islendingum er það, sem landlæknirinn virðist og kannast við, að vor íslenzku læknaefni fá allt of Iítið tækifæri til að æfa sig í slíkum rann- sóknum, enda hafa þeir lítil áhöld til slíkra rannsókna, þegar þeir fara að »prak- tísera» í embættinu. það má nærri geta, að fátæk læknaefni hafi fullt í fangi með að útvega sjer hin einföldustu óg allra- nauðsynlegustu áhöld til handlækninga, og því síður að þeir geti fengið sjer talsvert af áhöldum þeim, sem nauðsynleg eru til hinna margvíslegu sjúkdóms-rannsókna, sem öll til samtals mundu kosta svo þús- undum króna skiptir, ef þau ættu að vera í beztalagi. Jeg get nújekki dæmt um, hvað vorir íslenzku læknar eru færir um að nota öll slík áhöld; en hitt veit jeg með vissu, að fæstir þeirra hafa efni til að geta eignast þau af sjálfs sín rammleik; og þó einhver ætti þau, þá mundu menn geta sagt með sennilegum ástæðum, að optlega mundi óhentugt tækifæri til að við hafa ýmsar af slíkum rannsóknum upp til sveita, þar sem sjúklingum verður ekki komið á spítala; en þó mundi sumum af slíkum rannsóknum verða við komið til mikils gagns, ef áhöld og kunnáttu ekki vantaði, einkum ef vissir menn, sem vel væru æfðir í þeirri list og h'tið hefðu annað að stunda, væru útgefnir til að ferðast um sveitir til að rannsaka sjúkdóma, og mundi það verða að talsverðu liði, einkum í langvarandi sjúkdómum, og stundum líka í hinum bráð- ari sjúkdómstilfellum, þegar svo hittist á; líka mundu slíkir menn geta orðið alþýðu manna til mikillar leiðbeiningar í því, að við halda heilsunni og koma í veg fyrir ýmsa sjúkdóma; því þeirra lifandi orð og áminningar mundu hafa mikið meiri áhrif heldur en prentaðar ritgjörðir, þótt góðar sjeu, sem fáir kaupa og því færri lesa sjer til gagns ; og þá ætti kappsamlega að reyna að útbreiða slíkar ritgjörðir meðal almenn- ings, og jafnvel gjöra unglingum að skyldu að læra aðalinntak sumra þeirra jafnframt kristindóminum. Oflítil verkleg æfing og áhaldaleysi til sjúkdóms-rannsókna hygg jeg að sje það mein, sem allt of opt í framkvæmdinni setur suma af hinum lærðu læknum vor- um á bekk með hinum ólærðu skottulækn- um, þegar kemur til að fást við ýmsa hinna vandþekktu og illkynjuðu sjúkdóma. Landlæknirinn ætti að gera sitt hið ýtr- asta til að úr þessu meini verði bætt sem fyrst og sem bezt, en lofa þeim af hinum ólærðu læknum, sem ekki gera beinlínis skaða, að praktísera óátalið, og alþýðu manna að leita þeirra, þegar annaðbvort ekki næst til hiuna lærðu lækna eða þegar tilraunir þeirra reynast árangurslausar; þetta held jeg væri hyggilegast bæði fyrir hann og aðra lækna, þangað til praktisk íþrótt hinna lærðu lækna verður þess megnug að uppræta alla skottara af sjálfs- dáðum. það var nú óþarfi fyrir Iandlæknirinn að fara að sanna mönnum, að það væri lík- legt, að lærður læknir gjörði meira gagn með sömu meðölum, ef hann þekkir sjúkdóminn, heldur en ólærður skottu- læknir; því um það eru allir skynsamir menn sannfærðir. En þetta er nú heldur ekki aðalatriðið, sem hann ætlar sjer að telja mönnum trú um með ritgjörð sinni, heldur hitt, að smáskamtameðöl hafi aldrei læknað og muni aldrei lækna nokkurn sjúk- dóm, og hann vill láta menn trúa sjer til þessa í blindni, þó hann færi engin rök fyrir því; sú eina sönnunartilraun, sem hann kemur með, er sú : að smáskammta- meðölin sjeu ekki viðhöfð í hinum vand- þekktu og hættulegu sjúkdómum, fyr en komið sje að #krisis» sjúkdómanna, eða að því takmarki, sem lífsaflið vinnur sigur á sjúkdómsaflinu eða fær útrýmt sjúkdóms- eitrinu, og þess vegna þakki menn meðal- inu ranglega batann ; en þetta segir hann að eigi sjer stað bæði með smáskamta- og stórskamtameðöl. þótt því sje svo varið með suma sjúk- dóma, að þeir hafi með sjer reglubundinn tíma, til þess að ná einhverju vissu stigi, sem þeim er eðlilegt að ná, ef engin með- ul eru brúkuð, heldur náttúran látin ráða og að eins borin umhyggja fyrir því með hagkvæmum aðbúnaði og hentugu mata- ræði, að ekki sje spillt fyrir læknandi starf- semi lífsaflsins,—þá á jeg bágt með að trúa því, gagnstætt því er jeg sjálfur þykist hafa reynt, að engin þau meðul sjeu til, sem geti linað eða nokkuð dregið úrþeirri þjáandi og eyðileggjandi baráttu, sem lífs- aflið kemst í við sjúkdómseitrið, sje við- eigandi meðal reynt í byrjun sjúkdómsins; en verði sjúkdómseitrið linað þegar í byrj- uninni, og lífsaflið vakið og styrkt til bar- áttunnar, þá hlýtur stríðið að verða væg- ara og jafnvel styttra, þangað til »krisis» kemur, eða komið er að því takmarki, að lífsaflið fer að vinna verulegan sigur á sjúk- dóminum. Bezt væri sjálfsagt að komast úpp á að herða svo líkamann, að hann yrði sem ómóttækilegastur fyrir utan að komandi sjúkdómseitur, og að styrkja svo vel hið starfandi lífsafl, að það yrði sem færast um að spyrna á móti aðkomandi eitri og útrýma því sjúkdómseitri, sem myndast getur innan vébanda líffæranna sjálfra; og að því takmarki ætti læknis- listin að keppa ; en meðan það ekki tekst, verða menn að trúa því, sem líka er marg- faldlega sannáð af reynslunni, að bezt sje og ekki ómögulegt að ráða aokkra bót á flestum sjúkdómum, sje það reynt sem fyrst, eða að minnsta kosti áður en þeir ná sínu hæsta stigi; og jafnvel þó þeir hljóti að lokunum að verða mönnum að bana, þá er ekki ólíklegt, að optast mundi kleyft, sje það reynt í tíma, að draga úr flestum þeirra, svo þeir yrðu kvalaminni, meðan þeir eru að eyðileggja lífsaflið ; og þessa trú ætti landlæknirinn að styrkja en ekki veikja, bæði hjá læknum, lærðum og ó- lærðum, og hjá alþýðu manna. þegar landlæknirinn segir, að bver skottu- læknirinn þykist hafa næga þekkingu til þess að kunna greinarmun hinna ýmsu sjúkdóma og til að geta tekið að sjer með- ferð þeirra, þá eru það helber ósannindi, að segja þetta um alla ólærða lækna án undantekningar; því jeg þekki nokkra þeirra, sem hafa ljósa hugmynd um, að þeir viti allt of lítið í læknisfræði, og sem hafa því áhuga á að leita sjer þeirrar þekkingar, sem þeim er ýtrast auðið. Um sjálfan mig get jeg fullyrt það, að þó jeg hefði fengið fullt lækningaleyfi, þá dró það opt úr lækningatilraunum mínum, að jeg kannaðist við, að jeg hefði hvorki næga þekkingu nje nægan tíma til að gefa

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.