Ísafold - 19.12.1888, Blaðsíða 4

Ísafold - 19.12.1888, Blaðsíða 4
240 fyrir svellbunkum. Fyrir framan ármótin höf- um vjer þar á móti opt heyrt kvartað yfir miklum svellalögum, sem óþægileg væru yfir- ferðar einkum fyrir gangandi fólk, heizt í hlíðinni frá Hlíðarklifi heim að Bólstaðarhlíð. fegar ofan fyrir Æsustaði kemur virðist al- gjörlega kasta tólfunum hjá J. J>., þar hann segir, að á vetrum verði að fara upp í fjalli og dalurinn hafi þar lítið undirlendi o. s. frv. Fyrir neðan Æsustaði myndast einmitt talsvert undirlendi, sem er óslitið þaðan að alla Jleið að Holtastöðum. Undirlendi þetta er nálega allt flæðiengi (uppistaða), er á vetrum er ávallt sem glær is yfir að riða eður sljettar eyrar, enda er ætíð bezta færi alla leið frá Æsustöð- um að HoIta8töðum; okki einu sinni að hinn ómunalegi ruðningur síðastliðinn vetur gjörði nokkurn farartálma á nefndri leið. J>að er og eigi rjett lýst að Blanda sje svo straumhörð undir Æsustaðaskriðu að hún leggi þar eigi nema í aftakahörkum; miklu fremur er Blanda fijótari til að leggja, en margar smærri og 6traumharðari ár, svo sem Svartá, sjer í lagi þegar kemur • ofan fyrir það sem Svartá fellur í Blöndu, sem er eðlileg afleið- ing þess, hversu straumlítil hún er í Langa- dalnum. J>að mun og hrein undantekning i fyrra vetur, að Blanda varð eigi riðin hjer um bil sjónhending frá Ytra-Tungukoti á Mjósund, og það opt ekki miklu seinna en Svínavatn er orðið alfært. Að Blöndudaishólaprestur hafi farið vestur yfir Blöndu og út að vestan sýnir, að presturinn hefir fulltreyst því að komast aptur yfir hana niður í Langadalnum að Holta- stöðum, því þangað var ferðinni heitið, og ætti póstur ekki að þurfa þar frá að hverfa, sem prestur kemst áfram. {>að var alls ekki færðin eptir Langadal sem orsakaði að prestur fór út að vestan, því þar mun sjaldan betri færð; heldur var það Svartá, er opt stendur full af kröpum framan af vetri, enda leggur seint og ófryggt, samt ryður sig opt þó í hörku frosti sje, eins og líka eigi er allsjaldan að Blanda ryðji sig fram i Blöndudal og út fyrir ármót, þó ekki haggi hið minnsta við is niður í Langadal. (Niðurl.). AUGLÝSINGAR i samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning I kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg.útíhönd. Proclama. Eptir lögum 12. apríl 1878 og op. br. 4. jan. 1861 er hjer með skorað á alla þá, sem til skulda telja í dánarbúi Markúsar Sí- mona.rsonar frá Flankastöðum í Miðnes- hreppi, sem andaðist hinn 31. ágúst 1885, að tilkynna og sanna kröfur sínar fyrir undiiskrifuðum skiptaráðanda innan 6 mán- aða frá síðustu birtingu auglýsingar þessarar. Skiptaráðandinn í Kjósar- og Uullbringusýslu, 12. desember 1888. Franz Siemsen. í samþykkt þeirri, er gildir fyrir bruna- fjelög hinna dönsku kaupstaða, 28. gr., er svo fyrirskipað, að pegar eigandaskipti verða á húsum, skuli hinn nýi eigandi áður en hálft ár er liðið frá pví hann hefir eignazt húsið, tilkynna það brunamálastjóra, og sýna honum eignarskjal sitt fyrir húseigninni til þess að hinn nýi eigandi aptur geti fengið nýtt ábyrgðarskjal, er hljóðar upp á hans nafn. Samkvœmt þessari ákvörðun skora jeg á alla þá húseigendur hjer i bcenum, er eignazt hafa vátryggð hús, og ekki þegar eru búnir að fá ný ábyrgðarskjöl upp á sitt nafn, að sýna mjer eignarskjöl sín, til þess að jeg geti látið þá fá ný ábyrgðarskjöl, og skal þess getið, að ef út af þessu er brugð- ið, varðar pað sektum frá 2—10 kr. Reykjavík, 14. dea. 1888. O. Finsen, p. t. brunamálastjóri. Andleg hressing fyrir Jólin. A laugardaginn kemur 22. þ. mán. kl. 84 verður haldinn í Good-Templarahúsinu Stór Concert af söngfjelaginu „SVAVAil, f>ó þetta söngfjelag sje lítið þekkt með- al almennings, þá eru í því ágætir söng- menn, með æskunnar fjörugu og mann- dómsins kröptugu tónum. þessi Concert er undir forustu vors á- gæta, ötula og óþreytandi söngkennara herra organista Jónasar Helgasonar. Til þess að krydda þennan samsöng syngur hinn ágæti söngmeistari herra tannlæknir Nickolin nokkra SOLOS0>(iVA og hefir herra kaupm. Steingr. Johnsen söngkennari hins lærða skóla lofað að aecompagnera á Fortepiano. Bílæti fást allan laugardaginn í búð undirskrifaðs og við inngangin kl. 8 og kosta sjerstök sæti 7ð aur. almenn 50 — Reykjavík 19. des. 1888. Ipozt. ö. cJofmoovt. SfC Concertinn byrjar presfs 8’/2. í Good-Templarhúsinu fimmtud., föstud. og laugard. á milli Jóla og Nýárs verða margbreyttar Skemmtanir fyrir fólkið, sem seinna verða nákvæmar auglýstar. J»orl. Ó. Johnson. Viðbætir þann, við hina fjórrödduðu Kirkjusöngsbók mína, af fjórrödduðum lög- um við sálma þá og vers hinnar nýju sálmabókar frá 1886, sem auglýstur var í 11. tölubl. Isafoldar 1887, og litlu síðar í pjóðólfi og Fjallkonunni, er nú verið að prenta. Vona jeg að prentuninni verði lokið í næstkomandi apríl eða maímánuði. Verð og tilhögun hið sama og í nefndum auglýsingum er tekið fram, o: 2 kr. eintak- ið af viðbætinum sjerstökum. En þeir sem kaupa Kirkjusöngsbókina, eptir að viðbætirinn er kominn út, fá hvorttveggja fyrir 5 kr. Reykjavik 18. desember 1888 Jónas Helgason. Fornleifafjelagið. Aðalfundur fje- lagsins verður haldinn laugardaginn hinn 22. des. 1888 kl. 5 e. m. í leikfimishúsi barnaskólans. Sigurður Vigfússon talar um nokkra kafla úrferð sinni á Vestfjörð- um í sumar. Lagður fram reikningur, og kosinn skrifari og 2 fulltrúar. er því að eins e k t a, að hver pakki sje útbúinn með eptirfylgjandi einkenni: MANUPACTURED EXPRESSLY by J. LICHTINGER Copenhagen. RJ (þAKKARÁV.). Hjer með vil jeg þakka herra skipstjóra Hendrik Hanssen í Hafnarfirði fyrir bjálp hans þann 12. nóv. á mjer og há- seta mínum, með að bjarga okkur, sem af völd- um stórfisks vórum í hættu staddir. J>ví næst vil jeg þakka hinum heiðruðu Hafnfirðingum hjálp þá, er þeir með fjegjöfum hafa mjer auð- sýnt til aðgjörðar á bát mínum, sem um leið til muna skemmdist. Skuld við Hafnarfjörð, 15. des. 1888 Jens. N. Egilsson. 2 lömb hafa dregizt í næstliðnum rjettum, með marki Egils Símonarsonar á Skuld, sýlt hægra og gat, er hann ekki á; rjettur eigandi má vitja andvirðis tjeðra lamba að frádregnum kostnaði til mín og semja um markið. Skuld við Hafnarfjörð, ltí. des. 1888. Jens N. Egilsson. ÓSKILAKINDUR seldar i Skorradalshreppi haustið 1888.—Hvítt hrútlamb: hamrað hægra. Hvítt gimbrarlamb: gagnbitað hægra, sýlt og gat vinstra (þetta mark á maður hjer innan sýslu, en á ekki lambið). Grund 10. des. 1888. Pjetur porsteinsson. T 'í* X i Reykjavik, fyrirlestur eptir Gest Páls- AJiU.\Ison, eru allir ólmir i að lesa. Bækl- ingur þessi fæst á afgreiðslustofu Isafoldar, fyrir 35 aura. Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil. Prentsmiðja ísafoldar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.