Ísafold - 19.12.1888, Blaðsíða 3

Ísafold - 19.12.1888, Blaðsíða 3
239 mig við lækningum, með því trausti og þeirri alúð, sem vera þurfti, og því stuðl- aði jeg til þess, sem bezt jeg gat, að hins lærða læknis væri vitjað sem optast, þegar því varð með nokkru móti við komið. Landlæknirinn segir, eins og satt er, að læknisfræðin sje reynslu-vísindagrein, en ekki bundin við neina opinberaða kenn- ingu; en þar af dregur hann þá ályktun, sem hvorki er heppileg nje rjett. Hann segir : »En með því hún (læknisfræðin) er eindregin reynslu-vísindagrein, þá hlýtur hún að vísa á bug hinum »homöopathiska» hjegóma, svo sem sjer óviðkomandi táli». þessi ályktun er allsendis ekki rjett, einmitt af því, að samveikis-lækningafræð- in er eindregnari reynslu-vísindagrein held- ur en læknisfræðin hafði nokkru sinni verið fyrir daga Hahnemanns ; allar þær álykt- anir og niðurstaða, sem Hahnemann komst að um brúkun og verkanir meðalanna, var byggð á áþreifanlegri reynslu. Líka stefnu og Hahnemann hafði samtíðismaður hans Eademacker í því að blanda ekki saman meðulum og byggja á reynslunni, þó hann væri stórskammtalæknir. Fyrir þeirra daga voru flestir hinir lærðu læknar, að frá teknum Paracelsus, mjög hneigðir til að byggja á þeim hugmyndasmíðum , sem Galenus, líflæknir Commodusar keisara, hafði upp funaið, gagnstætt þeirri stefnu, sem læknafaðirinn Hyppokrates hafði þó fylgt 400 árum á undan Galenusi; því Hippokrates byggði á reynslunni, eins og allar alþýðlegar og eðlilegar lækningar gjöra. Síðan á Hahnemanns dögum hafa hinir lærðu læknar verið að gjöra læknisfræðina meir og meir að reynsluvísindum, eptirþví sem náttúrufræðinni hefir farið fram, þótt sumir þeirra hafi ekki viljað kannast við, að Hahnemann hafi verið þeirra fyrirmynd í þessu ; lærðir læknar eru allt af meir og meir að komast til þeirrar niðurstöðu, að brúka sem minnst og sem einföldust með- ul, en að eins hvetja og styrkja lífsaflið til að yfirbuga sjúkdómana Og við halda heilsu og lífi; og þetta er nú aðaleinkenni þeirrar samveikis- og smáskammtafræði, sem landlæknir vor segist verða að vísa á bug, svo sem sjer reynsluvísindunum ó- viðkomandi táli. Landlæknirinn ber alþýðu manna á brýn, að þeir segi, að læknarnir viti vel hvað homöopathían sje ágæt, en þeir vilji ekki við hana kannast, af því hún komi í bága við þeirra kenningar, og þar af dregur hann þá ályktun, að hver maður með heil- brigðri skynsemi verði að sjá, að þá hlytu læknar að vera eintómir bófar og illmenni, ef þeir af fyrirtekt fyrirmunuðu mönnum betri lækningaraðferð en þeir hafa sjálfir. Ef fyrirsetningin væri hjer sönn, þá væri líka ályktunin rjett. En jeg hefi aldrei heyrt menn ætla eða segja, að læknar móti betri þekkingu af illvilja og fyrirtekt vildu fyrirmuna mönnum smáskammta- lækningar ; en það er ætlun mín og margra fleiri, að læknar þeir, sem ofsækja smá- skamtntalækningarnar, hafi aldrei til nokk- urrar hlítar reynt meðöl í reglulegum smá- skömmtum, og viti því ekkert af eigin reynslu um verkanir þeirra, heldur að þeir að eins »theoritiskt» einblíni á smærð hinna smáu skammta í samanburði við sína stór- skammta, og geti þess vegna ekki fengið sig til að trúa því, að svo lítið geti haft nokkra verkun ; en skyldi þeir þá, án allr- ar reynslu, geta sýnt mönnum og sannað, hvernig sum þeirra stórskammtameðul fara að verka ? Jeg veit landlæknirinn segir nei, fyrst hann játar, að læknisfræðin sje reynsluvísindi. Setjum nú svo, að flestir eða allir, sem á Islandi fást við smáskammtalækningar, sjeu menntunarlitlir menn, svo fyrir þeim megi biðja með þessari bæn : Schierbeck I fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gjöra. En ef að margir af þeim læknum sem meðal hinna menntuðu þjóða stunda smáskammtalækningar, eru í öllu læknis- legu tilliti eins vel menntaðir og landlækn- irinn sjálfur, hljóta þeir þá ekki að vita eins vel og hann, að smáskammtalækning- arnar sjeu eintómt tál? En ef svo er, eru þeir þá ekki eintómir bófar og illmenni ? Mundi ekki landlæknirinn vilja, sjer til á- gætis, koma þessari ályktun, sem sínu eigin áliti, inn í einhver nafnkennd lækninga- tíðindi á Jýzkalandi ? Sje það satt, sem landlæknirinn segir, að smáskammtalæknir komist það lengst, að gjöra sjúklinginn ölvaðan af vínanda þeim, sem hann kallar meðal sitt, þá lítur út fyrir, að annaðhvort þurfi lítið til að gjöra suma menn ölvaða, eða að það sje meirikraptur í smáskammtameðölum held- ur en landlæknirinn virðist álíta; því eng- inn mundi verða ölvaður af 5 dropa inn- töku máske tvisvar eða þrisvar á dag, og þó optar væri, af óblönduðum vínanda ; | og þar sem hann að lokunum segir, að; til sjeu á Islandi svo búhyggnir menn, að| þeir panti sjer heilar tunnur af Iyfjum þessum, þá þykist jeg fullviss um, að hver Islendingur sje svo búhygginn, að hann mundi heldur kaupa eina eða fleiri tunnur af kartöflubrennivíni hjá landlækn- inum, sjálfsagt með góðu verði, því það mundi heima fengið, en ekki flutt með toll- álögum yfir hafið, heldur en að kaupa þó ekki væri nema ein tunna af smáskammta- meðölum fyrir meir en 10,000 kr. Jeg get fullvissað landlæknirinn um, að jeg virði hann mikils, og álít að land vort hafi aldrei fengið jafnduglegan og æfðan handlækni sem hann, og að hann sje mað- ur mikið vel að sjer yfir höfuð í læknis- fræði; mjer er því óskiljanlegt, hvernig hann hefir komizt að þessari niðurstöðu með smáskammtalækningarnar, nema ef hann hefir að eins tekið þetta eptir öðr- um í blindni, en aldrei lesið sjálfur neina vísindalega »homöopathiska» bók, og því síður sjálfur reynt að við hafa meðöl í smáskömmtum. Mjer kemur því til hugar, að í þessu tilliti rætist máske á honum þetta fornk\eðna: Ars non habet osorem nisi ignorantem (enginn lastar listina nema alls ófróður sje). Sauðafelli, 20. nóv. 1888. Jakob Guðmundsson. Aðalpóstleið í Húnavatnssýslu. í 37. og 41, tbl. „J>jóðólfs“ J>. á. stendur grein með fyrirsögn „Vegamálið“ eptir einhvern J. þ. og er aðalefni hennar lýsing á kafla af aðalpóstleiðinni í Húnavatnssýslu frá Reykjum á Reykjabraut að Bólstaðarhlíð. Grein þessi hefir |>ví miður helzt til lengi legið í þagnargildi, því öllum sem nokkuð þekkja leið þessa mun finnast lýsing J. þ, á henni ekki sem nákvæmust. Sjerstaklega virð- ist J. þ. gjöra allt of mikið úr ófærum á aðal- póstleiðinni í Langadal sem kunnugir þekkja ekki neitt til, en að hinu leyti sýnist hann draga fjöður yfir þá stór-annmarka, sem hlytu að verða á póstleið, ef hún ætti að liggja fram Svínavatnshrepp. Sú regla, að „vel skal vanda það sem lengi á að standa“, vakti fyllilega fyrir sýsluncfndinni, er hún gerði tillögu sína um aðalpóstleiðina á þessu svæði, sem annarstaðar í sýslunni. Henni virtÍBt bezt eiga við, að aðalpóstleiðin lægi sem næst miðbiki sýslunnar, svo sýBlubúar ættu sem hægast með að ná til póstsins, í sambandi við hvar vegagjörðin yrði ódýrust og varau- legust, samt að sem fæstir farartálmar væru á veginum að vatnsföllum til, en eptir því eiga að vorri hyggju sýslunefndir yfir höfuð að fara í tillögum sínum um aðalpóstleiðir, en að álit vegfróðs manns komi þá fyrst til, þegar aðal- póstleiðin er fast ákveðin af öllum hlutaðeig- andi stjórnarvöldum, um það hvar vegurinn á að leggjast að verkinu til. Að vegir sjeu haganlega lagðir, er afarmikilsvert bæði fyrir hygging og viðhald þeirra, og er varla til þess trúandi nema vegfróðum mönnum. J. þ. segir: „þessir umtöluðu vegir skiptast“ o. s. frv. það er að vísu rjett að fyrir neðan ármótin Svartár og Blöndu er vegurinn eptir fjallshlíð þegar ofan Langadal er farið, en hún engu brattari 'en hlíðin fyrir framan ármótin, eins og vjer höfum ekki heyrt þess getið að sú leið væri nokkum tíma að vetrinum illfær

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.