Ísafold - 05.01.1889, Side 3
7
handgripum« (fyrir handtokum), »katólskur í
húð og hár«, »sjerskilinn«, »hjálparmeðal við
kennsluna«, »innleidd fríkennla«, »frípláss«,
»var hægt að sjá, hvernig ein námsmey
eptir aðra kom til hennar«, »tileinkað sjer
þetta holla starfslíf«, »að stoppa í föt«,
xkonstruktionsteikning, sem, þegar fram líða
stundir, mun taka upp (!) sæti fríhendis-teikn-
ingarinnar«, »börnin, sem þær á síðan ætla
að vígja(!) lífsstarf sitt og krapta«. Alþýðu-
menntandi rit má ekki vera ómenntandi að
orðfæri, spillandi tungu þjóðarinnar. Enda er
og orðfæri á ninum greinunum í hepti þessu
óaðfinnanlegt.
3?ar næst er stutt en kjarngóð grein
eptir Dr. J. Jónassen, um næringu ung-
harna: ágætar bendingar og viðvaranir um
það efni, er vafalaust mundu draga rnikið úr
barnadauða hjer á landi, ef þeim væri hlýtt.
þá hefir Jóhannes Sigfússon íslenzkað
fyrirlestur eptir sænskan skólastjóra, Eohde,
um »áhrif kennara á uppeldi barna«. Er það
ffiikið góð hugvekja, ekki einungis fyrir
skólakennara, heldur einnig fyrir foreldra og
húsbændur, er eiga að annast uppeldi og
fræðslu barna á heimilum þeirra.
Loks hefir Jón pórarinsson ritað í hepti
þetta yfirlit yfir »löggjöf um barnauppfræðing
á íslandú og »skýrslu um barnaskólal887—88«.
— það er víst, að alþýða getur haft
mikið gagn af riti þessu, og er henni vissu-
lega ekki um megn að eignast það (1 kr.
árgangurinn).
ENSK HLJÓÐFEÆÐI, eptir Geir T.
Zo'éga. Evík 1888. 32 bls. — það eru fram-
burðarreglur í ensku, nákvæmari, skýrari og
glöggvari en áður hafa til verið á íslenzku.
Kverið er jafnframt upphaf kennslubókar í
ensku, sem von er á að sumri, en er látið
koma út á undan sjer í lagi, af því« að fram-
burðurinn í ensku er nemendum erfiðastur
viðfangs og því mest nauðsyn á leiðbeiningu
í því efni».
f>au hljóð 1 ensku, sem til eru í íslenzku
máli, eru sýnd með mikið glöggum dæmum
íslenzkurn, en tekið skýrt fram um hin, að
þau sjeu ekki til í voru máli, og er þá í þess
stað ljrst svo nákvæmlega sem kostur er
á, hvert tungutak þarf til þess, að bera það
hljóð rjett fram. Er það miklu betra held-
ur en að vera að reyna að tákna þau með
«líkum» ísleDzkum hljóðum; því þessi «líku»
hljóð gera ekki nema villa nemandann, — þó
að hann geti auðvitað með hvorugri að-
ferðinni numið framburð þeirra til fullkoin-
innar hlítar án munnlegrar tilsagnar.
Aptan við hljóðfræðina eru nokkur
framburðar-sýnishorn, þ. e. enskir lestrar-
kaflar, prentaðir fyrst með enskri stafsetn-
ingu, en síðan með íslenzkri, eins og á að
bera þá fram eptir íslenzkum hljóðtáknun-
um. það er nýmæli í íslenzkri kennslu-
bók, og hlýtur það að vera til mikils ljettis
og stuðnings fyrir nemendur.
Bæklingur þessi er yfir höfuð svo ljóst og
ljett saminn, að hann mun naumast verða
neinum meðalgreindum byrjanda örðugur við-
fangs.
Landsbókasafnið. A skýrslu þeirri, er
hjer fer á eptir, má sjá afnot landsbókasafns-
ins á umliðnu ári (áður hafa verið birtar
viðlíka ársskýrslur í blaði þessu nokkrum
sinnum) :
1888 Út-lán. Lestrarsalur.
Bindi. Lántak- Bindi Lesend-
endur. notuð. ur.
Janúar 348 176 335 99
Febrúar 345 166 345 118
Marz 380 169 606 168
Apríl 388 160 540 153
Maí 213 100 365 118
Júní 183 93 330 85
Júlí 170 72 272 78
Agúst 159 75 263 96
September 223 85 486 88
Október 204 89 241 79
Nóvember 274 117 332 82
Desember 140 66 341 80
3027 1368 4456 1244
Af prentuðum bókum hafa safninu bætzt
897 bindi. þar af hefir geheimeetazráð A. F.
Krieger gefið 257 bindi, landshöfðingi Magnús
Stephensen 9 bindi, Jón Borgfirðingur 27 bindi,
bóksali Sigurður Kristjánsson 10 bindi. Enn
fremur hafa gefið safninu Frk. Lehmann-
Filhés, amtm. E. Th. Jónassen, próf. dr.
K. Maurer, dr. Vetter, dr. Schweitzer, próf.
Fiske, dr. Finnur Jónsson, dr. Jón þorkels-
son yngri, Höst bóksali, E. C. Boer, Pjetur
Eggerz, adj. þorvaldur Thoroddsen o. fl.
Af haudritum hefir verið keypt til safns-
ins um hundrað númer. Amtm. E. Th. Jón-
assen hefir gefið 10; Pjetur Klemenzson 1;
cand. jur. Hannes Hafstein 2; síra þorleifur
Jónsson á Skinnastöðum 1; bóksali Kr. Ó.
þorgrímsson 4; stud. med. & chir. Jón Jóns-
son frá Hjarðarholti 1; sögukennari Páll
Melsteð 3; docent E. Briem 1; rektor, dr.
Jón þorkelsson 1; síra Jón Steingrímsson í
Gaulverjabæ 1; cand. theol. Hannes þor-
steinsson 1; Hallgr. Melsteð 10.
Evík fj- 1888. Hallgb. Melsteð.
Fiskilagabrot. I lanclsyfirrjetti var dæmt
26. nóvbr. f. á. lögreglurjettarmál úr Gull-
bringusýslu út af fiskilagabroti af hendi þeirra
Jóns þóroddssonar á Auðnum og Stefáns
Pálssonar á Stóru-Vatnsleysu. Hafði s5rslu-
maður dæmt þá 30 kr. sekt hvorn og máls-
kostnað fyrir brot gegn 1. gr. fiskisamþykkt-
arinnar frá 11. jan. 1888. Landsyfirrjettur
áleit að vísu sannað, með framburði hins
skipaða urasjónarmanns í Vatnsleysustrandar-
hreppi, er net tók upp fyrir hinum stefndu
31. marz f. á., og háseta hans, að öll neta-
trossa Jóns og að minnsta kosti 3 net af
trossu Stefáns hafi legið fyrir utan línu þá,
sem bannað er að leggja fyrir utan, en sýkn-
aði þá samt, með því að ósannað væri, . að
þeir hefði lagt netin fyrir utan línu þessa;
höfðu þeir fastlega neitað að hafa gert það, og
studdist. neitun þeirra við mörg samhljóða
vottorð.
/ Meiðyrðamál milli Ben. Gröndals og Jóns
Ólafssonar út af vesturfarapjesum þeirra frá
í fyrra var dæmt í bæjarþingsrjetti í fyrra
dag (3. þ. m.), og var Jón Ólafsson sektað-
ur um 400 kr., dæmdur í 30 kr. máls-kostn-
að, og í lOkr. útlát fyrir að hafa eigi mætt við
sáttatilraun í málinu, þótt honurn væri lög-
lega stefnt. Verði sættin eigi greidd í kveð-
inn tíma, er lagt við einfalt fangelsi í 4
mánuði.
Aflabrögð virðast nú vera þrotin að
sinni hjer við Faxaflóa sunnanverðan. Að
minnsta kosti varð ýmist lítið eða þá alls
eigi vart i róðrum þeim, er farnir voru milli
jóla og nýjárs, bæði hjer af Innnesjum og
eins syðra.
BÚNABARFJEIiAG JÖKULSÁRHREPPS.
Eptir skýrslu Jónasar búfræðings Eiríkssonar,
skólastjóra á Eiöum, hefir fjelag þetta, þau 5 ár,
sem liðin voru í fyrra síðan það var stofnað,
lilaðið 646 faðma af túngörðum, 100 faðma flóð-
garða, kringum sáðreiti 88 faðma og fyrir aur-
rennsli á tún 70 faðma Grafið skurði bæði í tún
og útengi 1608 faðma. Sljettað tún 303 ferh.faðma
Hlaðið vegbrýr yfir tún 103 faðma og grafið einn
brunn, sem nam 44 dagsverkum. þessar jarða-
bætur hefir fjelagið unnið á tæpum 6 vikum og
varið til þeirra 593 dagsverkum. Vor hvert hefir
fjelagið haldið að meðaltali 22 verkfæra menn.
„Athugum nú“, segir höf., „að þrátt fyrir það,
þótt árferði hafi verið þessi ár (1883—1887) hið
versta, og þótt fjelagið hafi verið mannfátt, þá
hefir það þó komið þessum jarðabótum af á tæp-
um 6 vikum, nefnil. unnið að meðaltali 5 daga
vor hvert, mest 2 daga í einu á þeim bæjum, sem
vinnan hefir fram farið. — Nokkrum jarðabótum
mætti nú koma áleiðis, ef í hverri sveit landsins
væri fjelög, sem ynnu á líkan hátt, og þó þeim
mun meira, er þær eru flestar mannfleiri11.
„Imyndum oss þá dagana, þegar búnaðar eða
vinnufjelög eru komin á stofn í hverjum hrepp
landsins, og þegar æskilegt fyrirkomulag er komið
á búnaöarskóla vora, þegar bændur eru flestir
orðnir búfróðir menn samfara alþy-ðlegri menntun,
og amtsbúfræðingar settir til að halda fyrirlestra,
semja ritgjörðir um búnaðarmál . . ., þá hljóta
verulegar framfarir að verða á búnaði vorum“.
Leiðarvísir ísafoldar.
pessi leiöarvísir á aö .innihalda breöi pess kyns
e/ni, er áöur hcfir veriö látiö hafa fyrirsögnina
„Fyrirspurnir og svör“ og hefir veriö mest lag-
frœöislegs efnis, og enn fremur ýtnis konar ráð og
fáoröar bendingar í öörum efnum, er almenningi
getur oröiö aö liöi, spurt og óspurt.
Fyrirspurnir þurfa aö vera fáoröar og pó skil-
merkilegar, ef þeim á aö veröa svaraö hjer, auk
þess sem sjálfsagt er aö Jyrirspurnaratriöiö varöi
almenning.
1. Getur sá, sem er í hreppsnefnd, sagt sig úr
nefndinni, þegar liann hefir náð sextugasta ald-
ursári, án þess hanu hafi útent þau 6 ár, sem hann
var kosiun fyrir ? — Svar : Nei.
2. Getur hjeraðslæknir embættis síns vegna
verið undanþeginn að vera í hreppsnefnd ?—Svar:
Nei. «
3. Jegar prestur er löglega kosinn í hrepps-
nefnd og hefir verið gjört viðvart um það, enda
hefir látið í ljósi, að hann muni koma á fundi sinn
kjörtíma sem hver annar hreppsnefndarmaður, er
hann þá ekki ákæruverður, ef það sannast, að
hann komi aldrei að þeim málum, sem hreppinn
sneita, og sæki aldrei fundi, hversu óannríkt sem
hann á ? — Svar : Jú.
4. Er hreppsnefnd heimilt, að leggja sveitarút-
svar á þann búanda, sem sjálfur þiggur fátækra-
styrk af öðru sveitarfjelagi ? — Svar : Nei.
5. Er sýslunefnd eigi heimilt, að yfirh'ta reikn-
inga þá, er hreppstjórar gjöra fyrir flutningi á
þurfamönnum, og hafa eptirlit með, að þeir sjeu
eigi of háir ? — Svar : Nei; sýslumaðurinn gjörir
það, sjá lög 17. apríl 1868 (Lagasafn handaalþýðu
II. 144).
6. Ef hreppsnefnd gefur þurfakonu upp sveitar-
styrk, til þess að prestur svo gipti hana manni,
er sveit á í öðrum hreppi, og framfærsla hennar
og ómegöar hennar leggst þannig á framfærslu-
hrepp mannsins, hvort er þá framfærsluhreppi
mannsins auðið með nokkru móti að hrinda þeirri
byrði aptur af sjer á hinn fyrri framfærsluhrepp
konunnar? eða verður hann eingöngu að heyja
það mál við prestinn, sem iramdi hina ólöglegu
giptingu? — Sv.: Skaðabótaskyldan liggur á prest-
inum, en ekki framfærsluhreppi konunnar, sjá
meðal annars dómsm.stj.brjef 28. febr. 1862(Lagas.
II. 107).
7. Er það lögum samkvæmt, að sá prestur eigi