Ísafold - 09.01.1889, Page 1
tCemur út á miðvikudögum og
laugardögum. Verð árgangsins
(I04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrir miðjan júlimán.
ÍSAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir I.okt. Af-
greiðslust. í Austurstræti 8.
XVI 3.
Reykjavík, miðvikudaginn 9. jan.
1889.
ísafold kostar, aðv einsT33 aiu'a
um manuoinn. Kemur ut,
í pessari stærð, 8—9 sinnum á hverjum
mánuði, með eins miklu máli og á 10
arka bók i meðalbroti.
Umbót á kosningarlögum til
alþingis.
ar; með honum shulu vera í kjörstjórninni 2
menn, annar sá, er hreppsnefndin kveður til
pess úr sínum flokki, og hinn kjósi hreppsbú-
ar, sem atkvœði hafa í sveitarmálum, á hreppa-
skilum til 6 ára. í Eeykjavík, á Akureyri og
á Isafirði skal oddviti bæjarstjórnarinnar vera
oddviti kjörstjórnar; með honum skulu vera
í henni 2 menn, annar sá, er bæjarstjórnin
kveður til þess ur sínum flokki, og hinn
kjósi bæjarbúar, sem atkvæði hafa í bæjar-
málum til 6 ára.
Meðal ýmissa galla á kosningarlögum vor-
Um til alþingis, er komið hefir til máls á þingi
að ráða bót á, er sá eigi hvað minnstur, að
kjósendur eiga mjög víða svo langt að sækja
kjörfund, að það má heita nærri frágangs-
sök. |>að gætu eigi ýkjur heitið, þó að sagt
Væri, að öllum þriðjungi kjósenda hjer á land1
sje í raun og veru hjer um bil fyrirmunað
að neita kosningarrjettar síns með kosning-
arfyrirkomulaginu eins og það er nú. I öðr-
um löndum, þar sem margfalt hægra er þó að
ferðast heldur en hjer, er sumstaðar svo vel
í garðinn búið fyrir kjósendur í þessu efni,
að bannað er beinlínis í lögum að hafa nokk-
urt kjördæmi stærra en svo, að kjósend-
ur eigi ekki nema svo og svo skammt á kjör-
fund, t. d. 1 mílu vegar eða svo. Hjer
skiptir kjörfundaleiðin víða mörgum þing-
mannaleiðum.
Frumvarp það til breytingar á kosningar-
lögum vorum, er hjer fer á eptir, miðar sjer-
staklega að því, að laga áminnztan galla, og
er í ráði að það verði borið upp á þingi í
sumar, af einum þingmanni. Er það einn
hinn fyrsti vísir til þess, sem ætti að vera
alsiða af þingmönnum,—og stjórninni líka—,
að birta í blöðunum löngu fyrir þing frum-
Vörp þau, er upp skulu borin, til íhugunar
almenningi, þingmönnum jafnt sem öðrum.
Eru allar líkur til, að með því móti yrði
minna flaustursverk á lagasiníði þingsins en
stundum vill við brenna.
það yrði óefað mikil bót að breyting þeirri,
sem farið er fram á í frumvarpi þessu, og
auðkennd er þar með skáletri. jþað ynnist
meira með henni en það eitt, að kjósendur
ættu hægra með að neyta kosningarrjettar
síns. það mundi varla geta hjá því farið,
að þingmannaefni mættu til að kynna sjer
betur kjósendur en þeir gjöra nú víðast;
þeir mættu til að halda fundi í flestum hrepp-
um. Fengi þeir þá tækifæri til að fræða
kjósendur sína í mörgum áríðandi málum,
og þess þurfa þeir sannarlega. Áhugi kjós-
enda á kosningum hlyti og að vakna við það,
er þeir sæju sjer fært að taka þátt í þeim.
Andmælum mun breyting þessi sæta ein-
hverjum sjálfsagt. Sjeu á því veruleg smíða-
lýtb getur það sparað mikinn dýrmætan og
kostnaðarsaman alþingistíma, ef þau finnast
áður og höf. gjörir við þau.
Frumvarp
til laga iim breytinga á Iðgum um kosningar til alpinjis U. sept. 1877.
1. gr. — í hverjum hreppi skal setja kjör-
■stjórn. Hreppstjórinn skal vera oddviti henn-
2. gr. — Oddviti kjörstjórnarinnar stendur
fyrir öllum undirbúningi undir sjálfa kosning-
una, og sjer um, að kjörskráin sje við á kjör-
þinginu.
3. gr.—Ivjörstjórnin heldur kjörbók, þar sem
bókað skal, að kjörskráin hafi verið fram lögð.
og þau brjef, sem til hennar eru komin. í
kjörbókina skal rita það helzta, sem framfer
á kjörþinginu, en þar með skal þó eigi télja
ræður þær, sem haldnar verða. Kjörstjórnin
skal rita nöfn sín undir kjörbókina og at-
kvæðaskrárnar, og skal í Eeykjavík bæjar
stjórnin geyma hana, en annarstaðar hrepp-
stjórarnir.
Deginum eptir kosninguna skal oddviti kjör
stjórnarinnar senda oddvita yfirkjörstjómarinn-
ar stafest eptirrit af pví, sem ritað er í kjör-
bókina um kosningu pá, sem fram hefir farið,
ásamt kjörskránum, og sé hvorttveggja inn-
siglað.
4. gr.—Fyrir hvert kjördœmi, nema Reykja-
vík, skal setja yfirkjörstjórn. Skal sýslumað-
ur vera oddviti yfirkjörstjórnarinnar, og eru i
henni að auki 1 af sýslunefndarmönnum og 1
af kjósendum, sem sýslunefndin kýs.
Yfirkjörstjórnin heldur bók, par sem bókað
skal pað, sem gjörist á fundum hennar.
Eigi síðar en 10 dögum eptir kosninguna
skal oddviti yfirkjörstjórnarinnar senda lands-
höfðingja staðfest eptirrit af fundarbók kjör-
stjórnarinnar, ásamt með atkvœðaskránum og
afskriftum af kjörfundarbókum hreppanna.
Oddviti bæjarstjórnarinnar í Eeykjavík skal
senda landshöfðingja í síðasta lagi 10 dögum
eptir kosninguna eptirrit af þvi, sem ritað
hefir verið í kjörbókina um kosningu þá, sem
fram hefir farið, ásamt atkvæðaskránum.
Landshöfðingi fær síðan alþingi eptirrit
þessi ásámt þeim skýrslum, er honum hefir
þótt ástæða til að útvega.
Þingmannaefni.
5. gr. — Enginn gctur orðið fyrir kosningu,
pegar kjósa á alpingismenn, nema hann hafi
skriflega boðið sig fram til kosningar, og hafi
auk pess fengið skrifleg 'ineðmœli áð minnsta
kosti tveggja kjósenda nr meiri hluta hreppa
peirra og bæjarfélaga, sem í kjórdœminu eru.
Framboðið og meðmœlingarnar skal hann senda
til oddvita yfirkjörstjórnarinnar 3 vikum áður
en kosning á fram að fara. þessu framboði
skal og fylgja yfirlýsing þess, að hann hafi
eigi boðið sig fram til kosninga í nokkru kjör-
dæmi, sem eigi hafi þá þegar hafnað fram-
boði hans. Framboðið, yfirlýsingin og með-
mœlin skulu vera i eins mörgu lagi og hreppar
og bœjarfjelög eru í kjördceminu.
6. gr. — það er eigi nauðsynlegt, að kjör-
gengi þingmannaefna sé sönnuð fyrir kjör-
stjórninni. Komi fram við kosninguna mót-
mæli gegn kjörgengi þeirra, má kjörstjórnin
eigi banna umræður um það, nje heldur fyr-
ir þá sök skorazt undan að taka á móti at-
kvæðum til kosningar þeirra. Alþingi fellir
úrskurð um kjörgengi þeirra, sem kosnir eru.
7. gr. — Verði það uppvíst, að eitthvert
þingmannsefni hafi gefið kost á sjer í fleiru
en einu kjördæmi, er sú kosning eða þær
kosningar ógildar, sem hann kann að verða
fyrir, nema því að eins, að skilyrði því, sem
sett er í 6. gr., sje fullnægt. Ogild er og
kosningin, ef pað sannast, að pingmannsefnið
sjálft, eða aðrir fyrir hans hönd, hafi heitið ein-
hverjum kjósanda fje eða nokkru pví, er til
fjár getur metizt, til pess að fá atkvceði, eða
hafi peir beitt nokkurs konar hótunum í pvi
skyni, sömuleiðis liafi peir veitt kjósendum mat
eða drykk kosningardaginn. Með ólögmcetum
loforðum eru eigi talin loforð um að bera bœn-
arskrár manna fram á alpingi.
Ivosningar.
8. gr. — Hinar almennu kosningar á þjóð-
kjörnum alþingismönnum eiga vanalega fram
að fara 6. hvert ár.
þegar slíkar kosningar eiga fram að fara,
annaðhvort fyrir þá sök, að kjörtíminn er á
enda, eða vegna þess, að alþingi er rofið,
verður gefið út um það opið brjef, þar sem
konungur skipar fyrir, að kosningar skuli
fram fara.
Kosningarnar skulu venjulega haldnar í sept-
embermánuði árið áður en alþingi skal koma
saman.
9. gr. — Kjörtíminn fyrir allar kosningar
skal talinn frá 1. sept., ef ákveðið er sam-
kvæmt greininni á undau, að kosningar skuli
fram fara í þeim mánuði; en ef það kynni
að verða ákveðið, að kosningarnar skuli fram
fara á öðrum tíma árs, skal nákvæmar sagt
fyrir um það í fyrnefndu opnu brjefi, frá
hvaða degi kjörtíminn skal talinn.
10. gr. — Ef kjósa þarf einstakan þjóðkjör-
inn alþingismannn, gildir hin nýja kosning
fyrir svo langan tíma, sem sá átti eptir, er
frá fór. |>egar einstakar kosningar skulu
fram fara, gjörir landshöfðinginn fyrirskipun
um það.
11. gr. — Kosningar fara fram á ping-
stað hvers hrepps eða bœjarfélags í kjördœmi
hverju, og má hver koma par, er vill.
12. gr. — Eigi siðar en 4 vikum áður en
kosning á að fara fram, skal oddviti yfirkjör-
stjórnarinnar senda hverjum kjörstjórnarodd-
vita í kjördœminu tilkynningu um pað, hvern
dag kjörping skuli haldið í hans hreppi. Kjör-
ping skulu haldin sama dag í öllum lireppum
og bcejarfjelögum kjördœmisins, og skulu pau
standa frá hádegi til miðaptans.
Framboð og meðmœlingar pingmannaefna
skal oddviti yfirkjörstjórnarinnar senda hverj-
um kjörstjórnaroddvita í kjördœminu eigi síðar
en viku á undan kjörpingisdeginum.