Ísafold - 09.01.1889, Síða 4

Ísafold - 09.01.1889, Síða 4
12 Hið voðalega járnbrautarslys, er Kússa- keisara hreppti í haust og sagt hefir verið frá áð- ur f útlendum frjettum, kenndi hann sjálfum sjer að því leyti, að hann hafði skipað að fara miklu harðara en yfirumsjónarmenn járnbrautarinnar höfðu sag/.t treysta henni til að þola. Drottning hans og börn voru með honum í ferðinni, og komst hann svo við, er hann sá þau öll og drottn- inguna úr helju heimt og heil á hófi eptir áfallið, sem banaði meira en 20 manna, að hann fjekk eigi tára bundizt. Keisarafólkið sat að morgunverði, i matsal vagnalestarinnar, er áfallið bar að. Fundu þeir, sem i vagninum sátu, allt í einu 3 voðalega kippi, með ákaflegum skruðningi, og í sama vetfangi var vagninn mulinn í sundur, en hvelfing varyfirhon- um, og það hlífði þeim sem inni voru flestum ; þó biðu nokkrir skutilsveinar keisara, er þjónuðu fyrir borðum, bráðan bana. Yfirumsjónarmaður járnbrautarinnar, er setið hafði að borðum með keisarahjónunum, Stjernwall barún, skaðmeiddist á höfði. Hann húkti á þúfu utan við veginn eptir slysið, hálfmeðvitundarlau8, og lagaði blóðið úr höfði hans. Drottning sjer það og bregður við, tekur dúkinn af höfði sjer og bindur um sárið, til að stöðva blóðrásina. Mesta mildi var það, að börn keisarans sak- aði ekkert. J>au voru sjer í vagni, næst á eptir foreldrum sínum. Hann hafði snúizt þvers um á brautargarðinum og stóð út af beggjamegin, og þurfti ekkert við að koma til þess hann hryndi niður, margar mannhæðir. Ein af dætrunum, er Olga heitir, 6 vetra gömul, hrópaði í sífellu : „Ekki drepá mig ! Ekki drepa mig /“ Vesalings barnið hjelt fortakslaust., að þetta væri af manna- völdum og auðvitað banatilræði við föður sinn, enda mun og mörgum hinna fullorðnu hafa flogið það fyrst í hug. Eoks áttaði húti sig, og kallar þá til föður síns, að hann skuli vera óhræddur; hún kenni hvergi til. „En ekki fer jeg eitt fet Iengra á járnbraut“, bætti hún við, og sat föst við sinn keip. ____________________ AUGLÝSINGAR í samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning I kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg. út í hönd. Uppboðsaugiýsing. Eptir krnfu landsbankans að undangengnu fjárnámi h. 17. f. m. verður f eða 5 hndr. 42 áln. úr jörðinni Bjarnastöðum i Grimsneshreppi i Árnessgslu með öllu tilheyrandi sekl sam- kvœmt lög. 16. des. 1885 með hliðsjón af opnu brjefi 22. apríl 1817 við 3 opinber uppboð, sem haldin verða 2 hin fyrstu á skrifstofu Arnes- sýslu laugardagana 19. janúar og 2. febr. nœst- kom., og hið þriðja á sjálfri jörðinni laugardag- inn 16. s. m., til lúkningar veðskuld til lands- bankans, að upphœð 375 kr. auk vaxta og alts kostnaðar. Uppboðin byrja kl. 12. á hádegi ofannefnda daga ; söluskilmálar verða til sýnis á skrifstofri sýslunnar degi fyrir uppboðið og fyrirfram birtir á uppboðsstaðnum. Skrifstofu Arnessýslu, 1. des. 1888. St. Bjarnarson. Proclama. Samkvæmt opnu brjefi 4. jan. 1861 og lögum 12. apríl 1878 er hjer með skorað á þá, sem telja til sk ulda í búi 1. Halldórs Hatldórs- sonar frá pórðarkoti í Selvogshreypi ; 2. Páls Stefánssonar frá Syðri-Gegnishólum í Gaul- verjabœjarhreppi ; 3. Eyjólfs Eyjólfssonar frá Beykjavöllum í Hraungerðishreppi, og 4. Lopts Hannessonar frá Moshól í Hraungerðishreppi, sem samkvœmt kröfum skuldheimtumanna eru tekin til meðferðar sem þrotabú, að tilkynna og sanna kröfur sinar fyrir skiptaráðanda Ár- nessýslu á 6 mánaða fresti frá siðustu (3.) birt- ingu þessarar auglýsingar. Skrifstofu Árnessýslu, 1. des. 1888. St. Bjarnarson. Með því að jeg hef afhent herra Herman Blaauw í Bergen allar útistandandi skuldír mínar hjer á landi, samkvœmt verzlunarbók- unum, þá verða þeir, sem skulda mjer, hvort sem það er frá þeim tíma, er jeg sjálfur hef rekið verzlun, eðafráþví að »hið norska sam- lagt rak verzlun í Hafnarfirði og Reykjavík, að borga umboðsmanni nefnds herra Hermans Blaauw tjeðar skuldir eða að semja um borgun á þeim við hann, með því að þœr nú eru mjer með öllu óviðkomandi. Reykjavík, 1. nóv. 1888. M. Johannessen. Samkvæmt ofanskrifaðri auglýsingu hef jeg undirskrifaður falið lxerra kaupmanni Helga Jónssyni í Reykjavík á liendur að innkalla of- angreindar skuldir og hvitta fyrir þær. Fyrir hönd herra H. Blaauw í Bergen Guðbr. Finnbogason. * * ' * 1 sambandi við liið ofangreinda skora jeg hjer með á alla þá, sem ofangreindar skuldir eiga að greiða, að þeir sem fyrst snúi sjer til mín með borgun eða semji um borgun, þar eð lögsókn að öðrum kosti verður beitt. Helgi Jónsson. Ií o k k u ð n ý 11 fjrir nærsveitamenn Og Reykjavíkurbúa. Með Lauru seinast fékk eg nýjar og ágætar vörur frá einu verzlunarhúsi á Englandi sem ekki hafa enn verið á boðstólum. jpær verða seldar við opinbert uppboð í GOOD-TEMPLARA-HÚSINU föstudag og laugardag 18. og 19. jan. og eru ný ágæt Sirz (um 30 munstur), ný ágæt Fóðurtau ný ágæt Svuntutau ný ágæt Millumskirtutau ný ágæt ljerept o.fl. Reykjavík 9. jan. 1889. pozl. ö. cJofmoon. Hjá undirrituðum fæst eptirfylgjandi: Estrafin Vanille Chocolade, fineste Cacao 1,50 Vanille Chocolade Nr. 1 . . , . , 1,40 2 1,30 3 1,20 Krydderi . . . 1,10 French Capers j Glas . 0,40 —- . 0,20 Hindbærsaft 1 Fl. 1,75 i — . 0,90 Kirsebærsaft — 1,40 i - . 0,75 Soye i F1 . . . 0,60 0,90 Mixed Pickles j Glas . 1,10 Olives a Glas .... 0,80 Sardiner . . . 1,00 0,50 Hummer J 0,95 Colmans Mustard dósin 0,50 Corn flour, pakkinn . . 0,10 Bitteröl, 10 hálfflöskur . 1,50 Klofnar baunir pd. á 0,10 og ýmsar aðrar vörur Rvík s. 89. Helgi Jónsson- MANUPACTURED EXPRESSLY by J. LICHTIMCER Copenhagen. JS ALEAOÐUE HESTUE, glóiextur, 10 vetra, hefur tapazt úr heimahögum frá Fitjakoti rjett fyrir jólin; mark: stýft hægra biti fr. og tvistýft aptan vinstra. Sá sem hitta kynni hest þennan er vinsamlega beðiun að gjöra mjer aðvart eða koma með hann til mín undirskrifaðs ínót sanngjarnri borguu. Rvík 8. jan. 1889. M. Johannessen. TÝNZT hefir sunnudaginn milli jóla og nýjárs vönduð gullnál, annaðhvort í Kirkjustræti eða Thorvaldsensstræti. Skila má á skrifst. ísaf. gegn góðurn fundarlaunum. i M u ii i ð c p t i r! fyrirlestri hr. Gests Pálssonar um skáld vor og skáldskap, er auglýstur var 1 Isafold 27. f. m. Hann verður haldinn í Good-Templarahúsinu laugardaginn 12. janúar kl. 8 e. m. Bílæti fást allan firnmtudag, föstudag og laugardag í búð undirskrifaðs og kl. 71 við innganginn, og kosta : almenn sæti 50 aura nokkur sjerstök sæti 75 aura. Reykjavík 9. jan. 1889. 'pozt. ö. afoímoon. Almanak Þjóðvinafjelagsins 1889 er til sölu á afgreiðslustofu Isafoldar. Ný skósmíðaverkstofa í nr. 2 í Kirkjugarðsstræti (gamla sjúkrahúsinu) uppi á loptinu, selur nýja skó, gerir við gamlan skófatnað fljótt og vel, borgun er tekin í peningum og innskript. Árni Helgason. FUNDIZT hefir í gær fyrir neðan Skólavörðuna í Reykjavík gull-kapsel með kvennmauns-mynd í. Eigandinn getur vitjað þess gegn hæfiiegri borgun hjer á skrifstofunni. Skrifst. Kjósar- og Gullbringus. 31. des. 1888. Franz Siemsen. Forngripasafnið optð hvern mvd. og Id. kl. I—2 Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. I—2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2 útlán md„ mvd. og ld. kl. 2—3 Söfnunarsjóðutinn opinn I. mánud. i hverjum mánuði kl. 4—5 Veðurathuganirí Keykjavik, epur JJr. J. Jónassen jan. Hiti (Cels.) Lþmælir (milimetr.) Veðurátt. ánóttu umhád. fm. em. | fm. em. M. 2. - 6 -j- 5 1749.3 749-3 O b A hv d F- 3- “ 5 -p 4 751-8 754-4 Sv hv d Sv hv d F. 4. - 4 + * 741.7 749-3 A h d N h b L- 5- -10 A- 3 1746.8 744.2 A h b A h d S. 6. - 4 -P 3 744.1 749-3 O d A h d M. 7. - 9 -í- 9 749.3 744-2 O b N hv d Þ. 8. -11 H- 8 I736.6 734.1 O b A h b Mvd.9. - 8 Í746.8 N hv b Síðari part dags h. 2. var hjer austanbylur og aðfaranótt h. 3. kyngdi hjer niður miklum snjó af útsuðri (Sv) og allan þann dag var útsynningsbylur við og við með talsverðu brimi, gekk svo t.il aust- urs með hægð og ýrði regn úr lopti um stund; hljóp svo um hádegi (4.) allt í einu í vestur- útnorður með blindbyl, en gekk fljótt til norðurs og varð hægur siðari part dagsins og heiðsldr; daginn eptir var hjer bjart austanveður með hægð; 6. var hjer logn að morgni, en allt í einu rjett fyrir hádegi gekk hann til útnorðurs með byl stutta stund. Síðan hægur austankaldi og bjart veður með talsverðum kulda. Snjór hjer um slóðir óvenjulega mikill. í dag 9. hvass á norðan til djúpa, lygn hjer að morgni og bjartur. Ritstjóri Björn Jónason, cand. phil. Prentsmiðja ísafoldar.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.