Ísafold - 19.01.1889, Síða 4
24
fórnfæringanna til Jehóva í gamla testamentinu,
sem var í hinni fyrstu kristni snúið upp í kær-
leiksgjafir safnaðanna handa þurfamönnum og
svo kennimönnum (sbr. kærleiksmáltíðir). Loks
var búin til út úr þessu lögboðin tekjugrein handa,
prestum, er nefndist offur, hjer á landi samt ekki
beinlínis fyr en á 18. öld ofanverðri.
31. Hvers vegna er það skylduskattur allra
ríkisbænda, að offra presti sínum ? — Sv.: Sjálfsagt
til þess að jafna það upp, er ýms önnur 'gjöld til
prests og kirkju (t. d. dagsverk, ljóstollur, lambs-
fóður) eru eigi meiri á þeim en á fátæklingum.
Annars hvílir offurskyldan eigi einungis á ríkis-
bændum, heldur á „hverjum þeim, er á með sig
sjálfur“ —þótt ekkert bú hafi— „og á 20 hndr.
annaðhvort í fasteign eður í lausafje eður í föstu
og lausu saman“ (sjá tilsk. 27. jan. 1847.).
32. Hvort teljast „útgerðarmenn“ (menn sem
ráða sig upp á kost og kaup um ýmsar vertíðir)
með vermönnum eða vinnumönnum ?
Sv.: Með vermönnum.
33. Hvort ber þeim, ef þeir rjúfa ráðninguna,
að borga sektir sem þeir er svíkja skiprúm, eða
sem þeir er ganga úr vist án löglegra orsaka ?
Sv.: Fyrir að hafa svikið skiprúm.
33. Hvernig á að krefja þá um sektir á suður-
landi, ef þeir eiga varnarþing í norðurlandi ?
Sv.: fráð má til að lögsækja þá á varnarþingi
þeirra nyrðra.
35. Er jeg, sem hefi sjálfur byggt bæ minn á
óræktaðri og óskiptri lóð utangarðs, skyldur að
róa á vegum fremur eins en annars af sameignar-
mönnum jarðarinnar, þótt ekkert hafi verið um
það áskilið, er jeg byggði bæinn, eða má jeg róa
hvar helzt jeg fæ bezt skiprúm?
Sv.: Frjálst að róa hvar helzt bezt fæst skip-
rúm.
LEIÐKJ ETTING. í greinina „1388—1888“ í
ísafold XV. 53. (215. bls„ 1. d. 31.1. að ofan) vant-
ar atriðisorðin: „en um daga Olafs konungs var
þó stjórn íslands (ekki í Danmörku, heldur) i
Xorvegi11 (því að o. s. frv.);
og í 34. 1. er misprentað 1487 fyrir 1387.
AUGLÝSINGAR
i samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.)
hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning
I kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg. út í hönd.
Með því viðskiptabók fyrir sparisjóðsinnlagi
nr. 709 höfuðbólc A. bls. 380. hefir glatazt,
stefnist hjermeð samkvœmt 10. gr. laga um
stofnun landshanká' i8. sept. 1885 handhafa
tjeðrar viðskiptabókar með 6 mánaða fyrirvara
til þess að segja til sín.
- í Landsbankanum, Reykjavík 16. jan. 1889
L. E. Sveinbjörnsson.
Flippa og mansjettur,
— bæði uppstandandi og niðurbrotna flippa—,
kraga- og annað hálslín hef jeg til sölu.
Sömuleiðis ýmis konar slaufur og húmbúg,
kraga-og mansjettuhnappa, og ýmsar tegundir
af hönzkum (svörtum, hvítum, mislitum,
þvottaskinns-hönzkum), — allt ódýrt eptir
gæðum.
Reykjavík i janúar 1889.
H. Andersen.
Með því að jeg undirskrifaður sigli
nú með póstskipinu 3. febrúar, þá vil jeg
vekja athygli hinna heiðruðu Reykvíkinga á
því, að hver sem langar til að fá sjer pantað
afbragðs-gott efni í fatnað, yfirfrakka 0. fl.
þess háttar, er beðinn að koma heim til mín
einhvern tíma frá því nú og þangað til 2
dögum áður en skipið fer, til þess að velja
sjer efni eptir því sem honum líkar bezt,
því nóg er úr að velja, eptir ágætum sýnis-
hornum, er mjer hafa verið send frá stórum
klæðasala í Kaupmannahöfn, og getur hver
og einn fengið keypt í svo smáum kaupum,
sem hann vill. Jeg skal þá með ánægju
taka að mjer að annast kaupin.
Reykjavík 19. janúar 1889.
Virðingarfyllst
er þvi að eins
ekta,
að hver pakki sje útbúinu með eptirfylgjandi ein-
kenni:
HAtiUPACrURED EXPRESSLY
by
J^LICHTiNCER
Copenhagen.
Með því að jeg hef afhent herra Herman
Blaauw í Bergen allar útistandandi skuldír
mínar hjer á landi, samkvcemt verzlunarhók-
unum, þá verða þeir, sem skulda mjer, hvort
sem þáð er frá þeim tíma, er jeg sjálfur hef
rekið verzlun, eða frá þvi að »hið norska sam-
lag» rak verzlun í Hafnarfirði og Beykjavík,
að borga umboðsmanni nefnds herra Hermans
Blaauw tjeðar skuldir eða að semja um borgun
á þeim við hann, með því að þcer nú eru mjer
með öllu óviðkumandi.
Reykjavík, 1. nóv. 1888.
M. Johannessen.
* *
*
Samkvœmt ofanskrifaðri auglýsingu hef jeg
undirskrifaður falið herra kaupmanni Helga
Jónssyni í Beykjavík áhendur að innkalla of-
greindar skuldir og kvitta fyrir þœr.
Fyrir hönd herra H. Blaauw í Bergen.
Guðbr. Finnbogason.
* *
* •*
I sambandi við hið ofangreinda skora jeg
hjer með á alla pá, sem ofangreindar skutdir
eiga að greiða, að þeir sem fyrst snúi sjer til
mín með borgun eða semji um borgun, þar eð
lögsókn að öðrum kosti verður beitt,
Helgi Jónsson.
Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. 1—2
Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 1—2
Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2
útlán md„ mvd. og ld. kl. 2—3
Söfnunarsjóðurinn opinn I. mánud. i
hverjum mánuði kl. 4—5
Veðuratliuganir í Reykjavik, eptir Dr, J. Jónassen.
Jan. Hiti (á Celsius) Loptþyngdar- mælir(millimet.l Veðurátt.
ánóttu um hád. fm. | em. fm em.
Mvd. 16. -1- 3 -P 6 749-3 j 751 8 O b A h d
Fd. 17. -r- 7 + 2 739 1 j 739.1 Na hv d A h d
Fsd. 18. -r- 4 —I 7i9.i j 749.3 Sv h d Sv h d
Ld. 19. -3- 5 7S6.9 I 1 O b
Fimmtudaginn h. 17. var hjer landnyrðingur (Na),
hvass og dimmur að morgni en komið logn kl. 2
e. m.; gjörði þá logndrífu, en um kveldið gekk
hann til útsuðurs (Sv) og kyngdi niður snjó allt
kveldið; hefur síðan verið við þá átt með byljum
við og við, svo lijer er nú snjór með langmesta
móti—í tyrra alauö jörö um þetta leyti og sást rjett
snjdr í Jjöllum hjeðan aö sjá.
Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil.
Prentsmiðja Isafoldar.
lausir einmitt þá, er þeim ríður mest af öllu
á stillilegri íhugun og ráðsnilli.
það var eigi svo að skilja, að hann sækt-
ist eptir að vera dæmdur frá lífi. það var
ekki svo að skilja, að hann langaði til að
deyja. Návist dauðans hefði ef til vill skelk-
að hann. |>að, að hann lýsti sig »ekki sek-
an«, sýndi, að hann ætlaði ekki að ráða sjer
sjálfum bana.
það var ekkert annað en að það stóð ein-
hvern veginn svo á honum þá í svipinn, að
hann hirti eigi hót um forlög sín, og var fús
til að láta kylfu ráða kasti eða eiga líf sitt
undir dómi smá-kviðar, en það er hjer um
bil eitt og hið sama. (Smá-kviður er 12
manna kviður; en í stórkvið dæma tvennar
tylftir.)
»Eigið þjer enga vini ?« spurði jeg.
þ>að var eins og það birti yfir honum í
svip, en svo dró aptur skugga á svip hans,
svo rauna-vonleysislegan, að mjer varð alveg
felmt við.
»Jeg skil eigi hvað það kemur þessu máli
við«, mælti hann.
Jeg stóðst þetta eigi lengur, og meðan dóm-
arinn var að ráðfæra sig snöggvast við með-
dómendur sína, tók jeg bandingjann tali.
»Yiljið þjer leyfa mjer að leiðbeina yður í
málinu?« mælti jeg.
»Mælist þjer til þess sem málfærslumaður ?«
»Sem málfærslumaður eða vinur yðar, hvort
sem þjer kjósið heldur.«
»Jeg hlýt að afþakka þann greiða yðar.«
»Jeg met mikils það sém fyrir yður vakir;
en þjer verðið að fara ofnn af því, eptir því
sem hjer stendur á. Dómurinn skipar ein-
hvern til þess að tala máli yðar. Er ekki
betra að þiggja boð mitt, heldur en náð dóm-
aranna, sem munu þykjast hafa gert skyldu
sína, ef þeir fá yður í hendur einhverjum
ungum viðvaning meðal málfærslumannanna,
sem mun gera yður hlægilegan með flónsku
sinni? Hugsið þjer yður nú fljótt um; annars
verð jeg of seinn. Gjörið þjer nú þetta fyrir
mig; jeg tala nú eins og bróðir við bróður.
|>jer getið ekki synjað mjer. Jeg mun þó að
minnsta kosti forða yður við því hneixli, að
fara að bera við geðveiki yður til málsbóta,
eða öðru hjegómaþvaðri úr strák-kálf.«
Hann hikaði enn við dálítið, en áttaði sig
svo, og þáði alúðlega boð mitt. Jeg skýrði
dómnrunum frá, að jeg tæki að mjer mál
bandingjans, og bað um frest litla stuDd til
að tala við hann.
Jeg fór með hann út úr bandingjastúkunni
og út að glugga, og tók til að spyrja hann.
Jeg varð var við mikla ókyrrð á yfirbragði
hans. Augun voru öll á flótta, og gat jeg
ekki fengið hann til að festa sjónar á mjer,
hvernig sem jeg reyndi. Jeg sannfærðist
brátt um það, að hann væri hvergi nærri með
sjálfum sjer. Jeg gekk aptur inn að dóm-
grindunum og gat þess við dómarann í kyr-
þey, er mjer Ijek grunur á.
Eptir tilmælum hans skoðuðu tveir við-
staddir læknar bandingjann. þeir urðu brátt
eindregið á því, að manninum væri mikið illt
og raunar ekki með fullu ráði; en þeir voru
þeirrar skoðunar, að það væri að eins sóttar-
óráð, sem að honum gengi.
»Maðurinu er veikur, fárveikur. þaö er
eingöngu sóttaræsingin, sem er mjög mégn,
er heldur honum á upprjettum fótum. það
ætti að taka hann til læknismeðferðar þegar
í stað.«