Ísafold - 30.01.1889, Blaðsíða 3

Ísafold - 30.01.1889, Blaðsíða 3
37 Tliorsteinsen, f. Jkaupmaður og alþingismaður á ísafirði. Tvö skip Fischers-verzlunar, »Waldemar« °g »Arnold«, höfðu laskazt til muna og vör- ur skemmzt, og sömuleiðis Eagnheiður, eign J• 0. Y. Jónssonar kaupmanns. Gufuskip á Sauðárkrók, Skrifað af Blönduós 9. þ. m.: Nú rjett í þessu kemur hingað sú fregn með manni af Sauðárkrók, að Vathne hafi komið þangað á gufuskipi á laugardagskvöldið var, til þess að reyna að ná út gufuskipi því, sein strandaði þar í haust (Lady Bertha); hafði liann haft með sjer »Muddermaskínu« til þess að hjálpa til við það, og 7 pumpur til að halda skipinu á floti með, 'ef það væri bilað. Hann kvað ekki búast við, að ná skipinu út fyrr en í næsta stórstraumsflóði, og ætlar því að liggja á Sauðárkrók þangað til, en nái hann því út hugsar hann sjer að eins að fara með það til Eyjafjarðar og láta það liggja þar til vors. |>að er sagt að hann eigi að fá fyrir þetta £ 1000 (18000 kr.), en það er víst ónákvæmt. A skipið halda menn að sje komið gat, en hvernig sem það nú er, er örðugt að eiga við allt þetta um þenna tíma, nema bæði sje blítt og stillt veður. f Waldemar Fischer. Afeð þossari ferð gufuskipsins frjettist hing- að lát kaupmanns Waldemars Fischers. Hann andaðist f Kaupmannahöfn 22. dag síðast liðins nóvembermánaðar, og hafði lengi áður þjáðzt af nýrnaveiki. Hann var danskur maður að ætt og uppruna, og fluttist hingað hl lands 14 ára gamall; kom hann fyrst til Keflavíkur syðra, og var þar til þess árið 1851. Hann var þá með öllu fjelaus ung- lingur, en var við hina svonefndu Flensborg- ara verzlun. Arið 1851 tók Knudtzon hann fyrir verzl- unarstjóra við verzlun sína hjer í Beykjavík, og þá sýsluhafði hann, unz hann 1859 keypti hús þau hjer í Reykjavík, sem Sveinbjörn kaupmaður Jakobsen hafði áður átt, en varð há að hverfa, og stofnaði sjálfur verzlun upp á eigin býti, og þannig rak hann verzlun hjer á landi fyrir eiginn reikning í því nær 30 ár. 16. dag júnímánaðar árið 1855 gekk hann að eiga yngismey Arndísi, dóttur Teits dýralækn- is Finnbogasonar og konu hans Guðrúnar Guðbrandsdóttur. Hann fluttist til Kaup- mannahafnar árið 1859 ásamt konu sinni og var þar búsettur stöðugt eptir það, en kom þó hingað til landsins á sumri hverju, til að líta eptir verzlun sinni. Með konu sinni oignaðist hann 3 börn, sem öll lifa, einn son, Friðrik, sem nú mun taka við stjórn verzl- unal'innar eptir föður sinn látinn, og 2 dætur, Guðrúnu og Elísabet, báðar giptar í Danmörku. það má með öllum rjetti segja, að Fischer heitinn var í mörgu merkur maður, framúr- skarandi dugnaðarmaður og hagsýnn, og má það sjá á því, að þótt hann byrjaði verzlun sína svo að segja fjelaus, var haun orðinn stórríkur, er hann dó, fyrir sinn eiginn dugnað og atorku. Hann var maður hæg- látur og stilltur vel, en honum vannst þó allt það, sem hann vildi frammi hafa, enda var hann stakur reglumaður í öllu, hverju nafni sem nefnt verður. Yjer ætlum og að fáir kaupmenn hafi verið vinsælli hjer á landi en hann, þegar öllu er á botninn hvolft, eða liðlegri í því að hæna að sjer skiptavini, og rak hann því optast meiri verzlun hjer, en nokkur annar kaupmaður í Reykjavík. Hann var drenglyndur og rjettsýnn maður, enda tryggur við skiptavini sína. Dæmi þess má telja það, er hann gaf árið 1881, þá er harð- ast var manna á ineðM 5000 kr. til útbýt- ingar milli bænda í M^iasýslu og Borgar- fjarðarsýslu, einkum þeirr^\r verzlun ættu við hann ; og optar sýndi hami'það, að hann var bæði idnfastur og stórgjöfull. Ekkj vildi hann láta \\rzlunarmenn sína safna skuí^fttp, þegar vel ljefN^ ári, því að hann taldi þat^ eins og er, sannfe»».hag bænda, að vera eigi skuldum, bundinn, en aptur á móti var hann mjög hjálþsamur með lán, þá er^bágt var í ári, og hann sá, að menn höfðu þess þörf og gátu eigi bjargazt á eigin spýtur, og þá gjörði hann það af fúsum vilja og eigin hvöt. Eigi getum vjer að þessu sinni með vissu sagt, hversu gamall maður Fischer var, er hann ljezt, en eptir því sem vjer getum næst komizt, mun hann hafa verið á 67. árinu. Verzluninni, bæði í Reykjavík og Keflavík, verður samkvæmt auglýsingu hlutaðeiganda haldið áfram af ekkjunni í samvinnu við son hennar Friðrik Fischer. W. Leiðarvisir ísafoldar. 43. þegar einhver flytur búferlum úr einnm hrepp i annan, og skilur eptir tíundarbæran fjenað í högum og á heyjum árlangt eða lengur, hvar á fjenaður þessi að teljast fram og hvar á að borga tiund af honum? Sv.: í heimilishreppi eigandans, sjá 4. gr. tí- undarlaga 12. júlí 1878, orðin: „Skyldur er hver búandi maður að mæta á hreppaskilaþingi því, er hann á sókn aó, og telja fram“ o. s. frv. 44. Er hreppstjóri elcki skyldur til að ganga eptir því, að tíundarbær fjenaður, sem er í hreppi hans, sje talinn fram til tíundar ef hann er þar árið yfir? Sv.: Jú, að hann sje talinn fram þar, sem eig- andinn á heima. 45. Er hreppsnefnd heimilt að jafna auka- útsvari til fátækra á þann, sem á tíundbært búfje eptir í hreppnum ár eða lengur, en hann sjálfur er burt fluttur? Sv.: Nei. Hann á að eins að gjalda til sveitar þar, sem hann á lögheimili (sjá lög 9. jan. 1880). 46. Hafa hreppsnefndir heimild til að hækka aukaútsvars-upphæðir hinna einstöku gjaldenda, sem standa á niðurjöfnunarskránni, iyrir það ár, sem hún nær yfir, án leyfis sýslunefndar? Sv.: ííei. Sjá 26. gr. sveitarstjórnarlaganna (4. maí 1872). 47. Siðan hætt var að lesa upp hin nýútkomnu lagaboð á manntalrþingum, hef jeg ekki orðið þess var, að þau hafi verið birt á neinn hátt í mínum hrepp. Er það ekki skylda hreppstjóra, að gjöra þau almenningi kunn ? eða hefur hann enga ábyrgð á að vanrækja það? ^Sr.: það er lagaskylda hreppstjóra að lesa ný Iög og tilskipanir (í A-deild Stjórnartíð.) upp á kirkjufundum eða hreppaskilaþingum (sjá lög 24. ágúst 1877), og mega þeir búast við fá áminningu hjá sýslumanni eða sektir, ef þeir vanrækja það. AUGLÝSINGAR ísamfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri pða setning I kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg. út í hönd. Með brjefi, dags. 1. f. m. hefur landshöfð- inginn yfir Islandi tilkynnt okkur undirskrif- yillt. um. veyanda. °g urðu lafhræddir,—fóru að hngsa um drauga °g forynjur. Jeg hjelt að þetta hefði verið hans síðasta andartak, — að sál hans hefði með þessu voða-ópi lagt út á hina ókunnu braut, veg allrar veraldar. En það eins og hjaðnaði niður og breyttist í þungar stunur og uml. Loks fóru að heyrast einhver orða- skil. Orðin urðu allt í einu með ánægju- og fagnaðarróm : »Ada ! Ada mín ! Yndið mitt! 0, hvað mjer þykir vænt um þig. Ó, hvað heitt jeg blessa þig, Ada!« Hann umlaði nafuið upp aptur og aptur, og sofnaði síðan hægt og vært. Baráttan var úti. Jeg svaf ejng iellgj 0g hann í hægindastól rjett hjárúminu, og vakn- aði undir eins og hann hreyfði sig. Hann Vaknaði með fullu ráði og spurði hvar hann væn. Fyrst, er hann raknaði við sjer og stadr)tlSt ^eSS’ { hvaða kröggum hann var með'llU"’ dofuaði mÍö8 yfir honum að sjá; og hu b Ví að dómÞiu8ið har honum fyrst fyrir •§S otssjónir, þá spyr hann moð áhyggju- sektir ?° ^ bálf-brosandi: »Sekur eða ekki »Alls ekki dæmdur. Yður varð illt á dóm- þinginu.« »Já, nú man jeg það. þjer eruð sá, sem bauðst til að liðsinna mjer. Jeg man eptir, að jeg var að tala við yður, en ekkert frek- ara.« Læknirinn bannaði frekara viðtal, og jeg yfirgaf hann með beztu vonum vegna bata hans. Jeg kom aptur fám dögurn síðar. Fanga- vörðurinn sagði, að jeg skyldi ganga beint inn til hans. »Hann gefur ekkert um að sjá yð- ur, og bað mig að segja yður það«, mælti hann; »en jeg held nú samt að það sje eins gott að þjer finnið hann.« Hann tók mjer kurteislega, en þó þurt nokkuð. Honum var að batna, en hann var mjög fálátur fyrst í stað, og átti1 jeg næsta örðugt með að fá hann til að tala um hagi sína. það verður flestum, sem dylja vilja skap sitt eða eins og loka huganum fyrir öðrum og fela því lykilinn sem vandlegast, að um- hugsunin um það, hvernig hann sje bezt geymdur, verður einmitt til þess, að vísa mönnum á hann. En það var eigi því að skipta um þennan mann. Jeg var ráðalaus með hann. það var ómögulegt að fá upp úr honum hvað hann lijet, hvar hann átti heima nje neitt um æfi hans áður. Harm var fyrirmannlegur á svip, snjall í máli með köflum, kurteis í lát- bragði og hafði auðsjáanlega átt að venjast samneyti heldra fólks. þetta allt saman gat hann ekki dulið. I sambandi við mál hans gat jeg loks fengið hann til að segja mjer, hvar hann hafði alið manninn nóttina, sem morðið var framið. Hann kvaðst hafa verið á ferð þar um hjeraðið ríðandi, og riðið mikinn, því sjer hefði legið á. Hann hafðiSstaðið við snöggv- ast hjá búgarði Salómons Davíðssonar; hann ætlaði að fá sjer þar vatn að drekka. þetta var snemma morguns; en með því að þar var allt hljótt og kyrt, ímyndaði hann sjer, að þær væri enginn kominn á flakk, og hjelt því áfram leiðar sinnar. Hann var á aptur- leið, og fór annan veg, er hann var tekinn. Hann veitti ósjálfrátt viðnám, er á hann var leitað, og hefði óefað tekizt að forða sjer,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.