Ísafold - 30.01.1889, Blaðsíða 2

Ísafold - 30.01.1889, Blaðsíða 2
34 reiðir nú til smiðshöggs, er hann býður sig fram til kosninga í París 27. þ. m. Sjálfsagt er talið, að einveldismenn fylgi honum. Sjálf- ur segist hann hafa sigurinn sjer í höndum. Auðvitað er, að sú kosning eykur enn á bráð- læti lýðsins, að sjá átrúnaðargoði sínu lypt á veldisstalla. — Ef rúm væri, mætti af mörgu segja, sem fram fer á þingi og utanþings, en hjer skal við nema að sinni, en herma þá meira, er betur heiðir til. Eins má þó spyrja : Mundi þeim, sem nú steypir þjóðveldinu, ef að því kemur, auðskipaðri stjórn og þing ráð- vöndum mönnum, en Napóleoni þriðja varð, þegar hann brauzt til valda? Panamafjelag Lesseps lenti fyrir skömmu f fjeþrotum, og þingið synjaði, er stjórnin fór fram á liðveizlu af ríkis hálfu. Nú er samt úr bráðasta vanda bætt. Ital'ia. »Hver dregur dám af sínum sessunaut«, og þó fjárhagurinn sje ekki glæsi- legur, þá vilja Italir sízt vera eptirbátar bandamanna sinna, þar sem til framlaganna kemur til herkostnaðarins. þó er sumum far- ið að bregða meir í brún á þinginu en fyr, og nú hafa mótmæli heyrzt móti ýmsum kvöðum, er rætt var um aukaútgjöldin til hers og varna, rúmar 100 miljónir kr. Minnzt hefir verið á sera nýbrigði, að Italir sæktu nú til Vesturheims á hverju ári, þúsund- um saman, af því vesöldin þrengdi svo að þeim heima. Dáinn er Mancini, 72 ára að aldri (26. des.), einn af stjórnskörungum Itala. Hann var fyrir utanríkismálum í ráðaneyti Depre- tis, þegar förin til Bauðahafs var ráðin ; einn- ig fulltrúi Ítalíu á Berlínarfundinum 1878. S e rbía . Til þessa 'hefir Mílan konungi vegnað betur en ætlað var, og kjarkurinn bil- aði ekki er beita skyldi. Hann skipaði þinginu að samþykkja hin nýju ríkislög breytingalaust, og að því var farið. Hitt er þó sjálfsagt tal- ið, að hann hljóti eptirleiðis að leita halds og trausts hjá Bússavinum, en til þeirra má meginþorra fólksins télja.—Natalía drottning komin til vistar á Krim, en við henni tekið með mestu virktum af yfirvöldum Bússa. Norður-Ameríka. Við forsetakosn- inguna hlaut Harrison hershöfðingi 233 at- kvæði, Cleveland að eins 168. Ósigur sjer- veldismanna var ósamþykki þeirra sjálfra að kenna. Sumir mótfallnir tollnýmælum Cleve- lands, en sumum líkaði ekki, að hann leit miður á flokka en dugnað, þar sem embætti skyldi skipa. Hafi, sem sagt er, forsetakosningin kostað 22 miljónir dollara (nær 80 milj. kr.), má sjá, að menn leggja líka í þjóðveldunum mikið við borð, er um völdin skal tefla. Nýlega hefir öldungadeildin í Washington skorað á ríkisforsetann, að láta Evrópuhöfðingja vita, að Bandaríkin mundu virða sjer til meins og miska gert, ef nokkurt Evrópuríkí hlutað- ist til um farsundagerð um Mið-Ameríku (»dariska eiðið«), eða tæki tilsjárrjett um slíkt mannvirki. Menn vita, hver frumrjettindi Bandarikin kallast hjer eiga, en nú mundi svo upp kveðið frönsku bræðrunum tíl áminn- ingar, þegar stjórnin fer fram á hjálpræðið við Lesseps. Fr á Stanley og Eminpasja. Af þeim eru að vísu frjettir bornar, sem margir trúa, þó allir kjósi þær áreiðanlegri og sam- stæðari, en þær virðast að svo stöddu. Póst- arnir eru flestir Arabakyns, hvort sem það eru ferðamenn, eða þeir kalla sig boðberend- ur. Emín og Scanley eiga að hafa fundizt í fyrra í Vadelai, 20. janúar. Stanley vildi hafa hinn á burt með sjer, en það þekktist Emín ekki. Meðan Stanley dvaldi hjá honum, komu boð frá falsspámanninum, sem hótaði hörðu, ef löndin gengju ekki sjer á vald. þeim var enginn gaumur gefinn. I apríl vendir Stanley aptur vestur á bóginn, og átti að vera kominn þar að Aruvímifljótinu (við Jambuga) í miðjum ágúst, sem hann tók sig upp í hitt eð fyrra. f>ví er bætt við, að hann vildi sækja sjer meiri föng og mannafla, en snúa síðan aptur til Emíns pasja. Sein- asta fleygifregnin ber, að Belgíukonungur eígi von innan skamms á brjefi frá Stanley, sem komið hafi til Zanzibars. Annan fróðleik hefir falsspámaðurinn látið flytja frá Khartum. Hann segist hafa þá báða í varðhaldi hjá sjer, Emín og Stanley, en því til sönnunar ljet hann Osman Digma afhenda Grefell hershöfðingja (við Suakim) eptirrit af því brjefi, serii Stanley fjekk í Kairo frá Egiptajarli, þegar hann var á ferð- inni til Zanzibars. — það er satt, að fals- spámaðurinn hefði átt að eiga kost á betri jarteinum; en þó verður hjer margt að liggja fyrst um sinn milli hluta. Hollands k o nun g ur lengi þungt haldinn. Seinustu frjettir telja hann af. Póstskipið Laura, skipstjóri Christian- sen, kom hjer í fyrra morgun (28.). Hafði farið frá Khöfn 15., eins og til stóð, og geng- ið ferðin allvel. Lá samt við voðalegu slysi á leiðinni milli Skotlands og Pæreyja : hafði kviknað í olíufatnaði niðri í kössum í lestinni, af sjálfu sjer, og vissu menn eigi fyr til en káetur fylltust af reyk. Lestin var opnuð, og lagði þar upp úr kafþykka svælu. Var tekið að ryðja upp varningnum, og fannst þá eldurinn brátt og varð slökktur. En nærri honum var fullt af steinolíutunnum ogeinnig eldspýtnakassar, og því mjórra muna vant, að ekki yrði úr óslökkvanda bál og líf allra í veði, sem innanborðs voru. þetta var um hánótt, og voru farþegar vaktir upp, er voðans varð vart. Með skipinu komu ýmsir kaupmenn og verzlunarmenn : Bartels frá Keflavík, Guðm. Isleifsson frá Eyrarbakka, Jón Gunnarsson frá Keflavík, J. O. V. Jónsson frá Bvík, Snæ- björn þorvaldsson af Akranesi, Símon S. Al- exíusson frá Isafirði. Enn fremur J. E. Jensen bakari, er hjer var áður, og kona hans, Jón Sveinsson snikkari, Bjarni Jóhannesson frá Stykkishólmi. Brauð veitt. Kirkjubær í Hróarstungu veittur af landshöfðingja 24. þ. m. síra Ein- ari Jónssyni i Miklabæ. Auk hans sóttu og voru í kjöri Halldór Bjarnarson, aðstoðar- prestur á Sauðanesi, og Eggert Pálsson presta- skólakandídat. Síra Ilalldór Bjarnarson bafði að vísu fengið flest atkvæði, enda kom um- sókn síra Einars, sem er upp runninn í því byggðarlagi, ekki fyr en fylgismenn hinna voru búnir að undirbúa kosninguna. En nokkur atkvæði síra Halldórs reynd ust ógild, og var kosningin fyrir það metin ónýt. Prófastur settur af biskupi 29. þ. m. í Suður-þingeyjarprófastsdæmi síra Arni Jóns- son á Skútustöðum, í stað síra Ben. Kristj- ánssonar í Múla, er sagt hefir af sjer. Dannebrogsmenn hafa þessir verið gerðir af konungi 8. des. f. á. Ólafur Sigurðsson, fyrrum umboðsmaður f Asi, Magnús bóndi Magnússon í Skaptárdal f Skaptafellssýslu, og Magnús hreppstjóri Brynj- ólfsson á Dysjum í Garðahreppi á Alptanesi. ' Lýsi á þilskipum. Eyrir skömmu átti kaupmaður Geir Zoéga hjer í bænum fund með fjórum af skipstjórum sínum og tveimur stýrimönnum ásamt Jóni Jónssyni skipstjóra frá Mýrarhúsum og Jóni Ólafssyni þilskips- eiganda í Yesturgötu hjer í bænum. Til- gangur fundarins var, að ræða og taka á- kvarðanir um notkun lýsis á þilskipum f stormi og stórsjó. Öllum fundarmönnum kom saman um, að það væri mjög æskilegt, að lýsi væri haft á þilskipum til þess að verja þau áföllum, eins og farið er að tíðkast erlendis. A fundinum var sýndur poki til að hafa í lýsi og hafði hann verið tilbúinn að fyrirsögn G. Zoega. Er saumaður á pokann tvöfaldur koparskjöldur með götum til þess að láta lýsið vætla út um. Er ytri piata skjaldarins skrúfuð á hina innri og má láta götin á báð- um standast meira eða minna á, og tempra þannig útrennsli lýsisins eptir vild sinni. Leizt öllum fundarmönnum vel á áhald þetta og hugðu það mundu samsvara betur tilgang- inum og vera í alla staði hentugra en þau ílát, er þeir áður höfðu sjeð eður heyrt getið um til notkunar í sama tilgangi. A fundin- um var þegar ákveðið, að hafa framvegis lýsi á þilskipum þeirra manna, er þar voru við- staddir og not.a samskonar ílát og það er sýnt var; 2—3 ílát voru álitin nægileg á hverju skipi. Síðan þetta gjörðist, hefir þórður bóndi Jónsson í Báðagerði og Bun- ólfur Ólafsson í Mýrarhúsum beðið um áhöld þessi, til notkunar á sínum skipum. Lýsis-ílát þetta, sem einnig má nota á opnum skipum, er til sýnis hjá kaupmanni G. Zoega. ^ Vöruverð í Khöfn, 14. jan. Fyrir haustull gefnir síðast 55—57 aurar. Af salt- fiski hjer um bil 1000 skpd. óseld frá f. á. Eyrir vestfirzkan hnakkakýldan gefnar 45—48 kr. skippundið, fyrir sunnlenzkan hnakka- kýldan 45 kr., og fyrir austfirzkan sömuleiðis 42—43 kr. Smáfisk vantar; seldist síðast á 50 kr. Ysu vantar; seldist síðast á 40 kr. Earmur af vestfirzkum Spánarfiski, sem kom til Englands og beið þar boða, seldist til Spánar á 55 rm. (49J kr.). Fyrir hákarls- lýsi, pottbrætt, var síðast gefið 35 kr., og gufubrætt 36 kr., fyrir tunnuna (210 pd.), grómlaust; fyrir dökkt hákarlslýsi 32 kr., fyr- ir tært þorskalýsi 33 kr., fyrir dökkt þorska- lýsi 28—30 kr. Sundmagar 40 aur. pundið. Æðardúnn 14J kr. Harðfislcur 60 kr. Sauða- kjöt saltað 52—54 kr. tunnan (14 skpd. auk íláts). Sauðskinn 4—4| kr. vöndullinn (2 gærur), 6£ til 7f pd. Lambskinn 45—50 kr. fyrir hundraðið. Bugur, rússneskur, 4 kr. 60 a. 4 kr. 45 a. fyrir 100 pd. eptir gæðum. Búgmjöl kr. 5,20 —5,10, Bankabygg 7|—8£ aur. pundið eptir gæðum. Kaffi 69—70 a. Kandís 21 aur. Hvítasykur 20 aur. Púðursykur 14J aur. Hrísgrjón heil 9 kr. 100 pd., meðallagi 8 kr. Kaupskipum hlekkzt á. Ýmsum kaup- skipum hefir hlekkzt á á útleið í haust. þar á meðal er eitt frá Isafirði, eígn Asgeirs kaup- manns, Johanne, er lagði af stað þaðan 16. nóv., og var hvergi komið fram. Máþví telja það vafalaust frá. Farþegi með því var Th.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.