Ísafold - 02.02.1889, Blaðsíða 1

Ísafold - 02.02.1889, Blaðsíða 1
Kemur út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins (l04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir I.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. XVI 10. Reykjavík, laugardaginn 2. febr. 1889. Alögu-stofnar til landsþarfa. Eptir Jón Ólafsson. II. (Síðari kafli.) |>að ern nu væntanlega allir ásáttir um það, &ð nauðsyti beri til að finna nýjar tekjur handa landssjóði þegar á næsta þingi. Nú tekur jafnvel heybuxablaðið1 í þann streng, •enda þótt því þætti ástæða til að hnífla mig fyrir, að ég benti á þetta á þingvöllum i sumar, er leið. hefi engan, sem nokkuð þekkir til lands-hags vors, heyrt Iáta annað í ljósi. í>að má þvf telja sjálfsagða skyldu stjórnar- innar, að leggja fyrir næsta þing frumvarp til laga til að rétta hag landssjóðs á ein- hvern hátt. En úr því að gera verðr talsverð nýmæli hvort heldr er í álögumálum landsins, þá virðist mér sem nú sé einmitt réttr tími til að kippa éinnig við það tækifæri iir lögum vínfanga-tollinum, sem ég hefi reynt að sanna •að hafi ærið til saka. Menn kunna að segja, að öll foZ(-álaga sé iniðr réttlát í sjálfu sér. þ>að veit ég ef til vill eins vel og þeir, sem í ástundun sinni á þjóðmeganfræðinni eru ekki komnir lengra en að gamla J. B. Say (sem óg annars hefi les- ið og á og met mikils). Ég gæti frætt inn heiðraða vin minn og samverkamann, sem er nú að leita að skoðunum mínum og röksemd- um í ritum Says, um það, að ég skal ávalt geta sannað honum eins skýrt eins og 2 og 2 eru 4, að tekjuskattr, hvort heldr af eign eða atvinnu, er einnig miðr réttlátr í sjálfu sér, og að inn réttlátasti skattr væri eyðslu-skattr, þ- e. skattr, sem lagðr væri á eptir upphæð þeirri, sem hver maðr eyðir eða brúkar af fé. En þegar um álögur er að rœða, verðr á ýleira að líta en það, hvað réttvísast sé (þó það verði að skoða líka); einkum ber á það að líta, hvað hagkvœmast er eða »praktiskast«. Og í landi voru verðr, eins og nú á stendr og standa mun um langan tíma, \;mg-hag- kvæmast að leggja allar eða sem flestar á- lögur á sem tolla. Mínum háttvirta vini, Páli alþingismanni Briem, sem ritar móti mér í »jpjóðólfi«, vil ég benda á það, að hann hrekr ekki ástæður mínar með því að segja að þær séu »gamlar«; það er margt »gamalt og gotU. Ekki er það heldr rétt hjá honum, að samanburðr minn á áfengum drykkjum og öðrum áfengum eitr- tegundum eigi ekki við. Hvers vegna á ekki við að bera saman t. d. alkóhol og ópíum ? Er ekki hvorttveggja eitr ? Er ekki hvorttveggja áfengisefni? Er ekki hvorttveggja skaðlegt heilbrigðum ? Hann segir, að ópíumsverzlun sé ekki bönnuð hér. Hann hlýtr að vita betr, ef hann hugsar sig um. það er ekki leyft öðrum en lyfsölum að selja ópíum, og þeim er ekki leyft það nema eftir læknis 1) Ég meina monsjör „þjóðviljann11, með hey- buxa-ábyrgðinni og heybuxa-ritstjórninni, sem ekki hefir drengskap til að hœtta persónu sinni fyrir mále/ni þau, er blaðið þykist berjast fyrir. fyrirsögn. Frekara banns gegn verzlun með áfenga drykki hefir enginn óskað. Hr. P. Br. hneykslast af orðum mínum, er ég sagði, að það væri mesta vitleysa, að láta sér detta í hug, að hækkun vínfangatollsins mundi hafa þá afleiðing, að draga úr nautn áfengra drykkja. Ég verð að minna hann á, að grein mín ber það sjálf með sér, að ég sagði ekki, að slíkt gæti hvergi átt sér stað. Ég var að tala um Island, og hér getr það ekki átt sér stað. Til þess þyrfti að hækka tollinn margfalt við það, sem nú er (eins og ég sagði þá); lítil hækkun verkar eins vel í gagnstœða átt. það sýnir reynslan — reynsl- an h'ér í landi, og »reynslan er sannleikr« sagði Jón gamli Repp, og ég segi það með og líklega fleiri. — En það er ómögulegt að hækka tollinn hér á landi að stórkostlegum mun, nema með því að setja upp tollembætt- isstétt. því að undir eins og hann verðr hærri en útflutnings-uppbótin í Danmörku, þá fer að borga sig að svíkja tollinn, og þá fara æði margir að svíkja toll — undir eins og það borgar sig. Að koma fram með aðra eins ástæðu móti aðflutningsbanni, eins og þá, að það muni kosta svo mikið eftirlit(J), að sjá um, að því verði framfylgt, það er ekki nema hégómi eða hugsunarleysi. Ef áfengir drykkir eru alstaðar óhelgir, hvar sem finnast, nema læknisforskrift eða önnur slík óræk heimild sanni lögmæti tilveru þeirra, þá verðr það auð- veldara að sanna brot móti aðflutningsbanns- lögum, en flestöllum öðrum lögum. það þarf ekki að kosta landssjóð einn eyri til eftirlits. Eitt skal ég taka fram skýrt og skilmerki- lega, og það er: að ég óska ekki að alþingi af nemi vínfangatoll né banni verzlun og að- flutning áfengra drykkja fyrri en það er pjóðarinnar vilji, að svo sé gert. það er skylda hvers þess sem er sannfærðr um, að böl það og tjón, sem af áfengum drykkjum leiðir fyrir þetta land, sé stærra en svo, að vér Islendingar höfum ráð á, að baka oss það — það er skylda hvérs þess manns, að skrifa uudir bænarskrána til alþingis um aðflutn- ingsbannið og afnám tollsins. Hitt þarf ekki fram að taka, að við bú- umst þá fyrst við bænheyrslu, er við erum svo fjölmennir, að þingið hefir ástæðu til að skoða beiðni vora sem vilja meiri hluta þjóð- arinnar. Svo innilega sem ég óska að fá sem allra- fyrst máli þessu framgengt, þá vil ég þó heldr bíða sigrsins í 10 ár, ef vera skal, eða lengr, heldr en að vinna ósannan sigr í dag eða á morgun. En ósannan sigr kalla ég það, ef vér fáum fólk til að skrifa hugsunarlaust eða í blindni undir bænarskrárnar. það komu ein- mitt fram á fundi þeim, þar sem bænarskráin var fullsamin, fáeinar raddir í þá átt, að það væri óhyggilegt, að taka fram sérstaklega afnám tollsins; það mundi spilla fyrir oss með að fá undirskriftir, er fólk ræki augun í toll-af- námið. En ég barðist þar fyrir því #með hnúum og hnjám« (sem menn segja), að vér ættum ekki að draga dulur á, hvað vér vild- um, og að vér ættum einmitt sjálfir ekki að óska að sigra á neinn annan hátt, en með því að vinna meiri hlut’ þjóðarinnar á vort mál. Ég vissi, að tollrinn yrði þrætu-epli undir eins, og pess óskaði ég. Og á þetta féllst öll framkvæmdarnefnd Stór-Stúkunnar gegn einu atkvæði. það er því að gera oss stórlega rangt, að bregða oss um, að vér viljum sigra með nokkrum Jesúíta-brögðum. Yér förum hvergi í launkofa, en leggjum spilin á borðið. Vér þykjumst hafa svo greitt og gott mál að flytja, að oss sé sigrinn vís; það er ekki spurning um annað í vorum aug- um, en hvort það verði fám árum fyrr, eða fáum árum síðar. Eina mótbáru gegu tollálögu-tillögum mín- um ætla ég að koma með sjálfr þegar. Hún er sú, að það muni koma hart niður á kaup- mönnum að verða að svara, tollinum út fyrir fram. Ég svara því, að kaupmannastéttin er in eina stétt hér á landi, sem getr haft nokkra peninga að mun handa milli. Bændr hafa ekki og geta ekki haft neina teljandi peninga til í skattgjöld ; svo er fyrir að þakka skrælingja-verzlun þeirri, sem vöruskipta-að- ferð kaupmanna heldr hér við. Nokkuð bæt- ir það og víða úr skák fyrir kaupmönnum, að margir þeirra munu fá að borga með á- vísunum upp á Kaupmannahöfn, og mun þá einatt talsvert af vörunni selt um þær mund- ir, sem ávísunin kemr til útborgunar. En þegar loks að verzlun vor færist í það horf, að menn fara að kaupa vörur fyrir pen- inga og borga þær því einu, sem þær eru verðar, þá verðr tollrinn þeim léttari. Lands- menn hafa yfir höfuð ekki annan aðgang að því að fá peninga, en með því að fá þá fyr- ir vöru sína—og því hjá kaupmönnum. Er ekki eins beint að láta kaupmennina greiða gjaldið beint í landssjóð ? Peningana verðr landssjóðr að fá, og svo dugar ekki að krauma undan, þótt einhverjir verði að láta þá úti. Hverjum verður auð- veldara um það en kaupmönnum? Hendi næst. Ekki er til þess hugsandi að svo stöddu, að ætla sjer að fara að afnema vínfangatoll- inn. Pyrir því eru óviðráðanlegar tálmanir, og verða lengi enn. J>að er þá fyrst, er all- ur þorri þjóðarinnar, eða að minnsta kosti meiri hluti þeirra, sem hugsa og skynja um landsins gagn og nauðsynjar, er orðinn sömu sannfæringar og frumkvöðlar bænarskrárinnar um aðflutningsbann og afnám vínfangatolls- ins, — það er þá fyrst vegur til að fá slíku framgengt. þetta veit hr. alþingism. Jón Ólafsson líka mikið vel, og hefir jafnvel tekið það sjálfur fram eða farið orðum í þá átt. Greinir hans hjer í blaðinu ber þá að skoða miklu fremur sem apturhvarfsprjedikun frá átrúnaðinum á Bacchus og hlunnindi þau, er hann hafi óbeinlínis í för með sjer, heldur en einráðið áform um að berja fram með odd og egg þegar í stað svofellda umsteypingu á eldri skattkvaðarlöggjöf vorri. Hann þykist eflaust góðu bættur, ef það frækorn, er hann sáir

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.