Ísafold - 02.02.1889, Blaðsíða 4

Ísafold - 02.02.1889, Blaðsíða 4
40 Til Ameríku flyt je| vesturfara í ír með tveimur ptóipafjelíp: Anchor-Línunni og Dominion Línunni. 8kip Anchor-Líminnar lenda í New York, enn skip Dominion-Línunnar í Quebec á sumrin, og í Halifax og Portland á vetrum. Prá New York og Quebec flytja línur þessar fólk til allra staða í Ameríku, þeirra er járnbrautir liggja að. — Fargjaldið er nú til New York og Quebec 105 kr. fyrir mann yfir 12 ára, og til Winnipeg 150 kr. J>eir, sem eru 5—12 ára, greiði J/2 fargjald, en 1—5 ára 52 kr. 50 aura til allra staða í Norður-Ameríku. Jeg þarf að fá að vita sem fyrst, hve rnargir vilja fara, svo að jeg geti útvegað þeim nægilegt pláss i gufuskipunum til Skotlands. J>að er auðvitað, að jeg eða agentar minir geta eigi tekið að sjer að vista fólk vostra, og eigi skipta línurnar sjer neitt af fólkinu, eptir að þær hafa flutt það til þess staðar í Ameríku, sem tiltekinn er á farbrjefinu, en á leiöinni er fólkinu leiðbeint, og aðbúnað hel'ur það góðan; sjálfir verða menn að líta eptir farangri sinum, og vel skulu menn merkja farangur sinn. Hin stórkostlegu póstgufuskip þessara fjelaga (4000—8000 tons) eru heims-kunn fyrir ágætan út- búnað, sterkleika og ltraða (allt að 5 danskar mílur á klukkutíma). Agentar út um landið eru nú sem stendur: hr. Sv. Brynjólfsson á Vopnafirði, hr. Jakob Gísla- son á Akureyrí, hr. P. Bjarnason á Sauðárkróki, hr. S. Thorsteinsen á ísafirði, hr. I. Loptsson á Klausturhólum, hr. Sigurður Sveinsson á Vestm.eyjum. — Pleiri agentsr verða settir síðar. Reykjavík, 80. janúar 1889. Fjárkaup C. Knudsens. Úr Skaga- firði er skrifað 2. jan. um útreið C. Knud- sen kaupmanns með fjeð, sem hann keypti þar nyrðra í haast, en gat aldrei fengið flutn- ing fyrir : «Stór uppboð fóru fram á fjenaði þeim^ er Knudsen átti hjer víða í geymslu, er stóðu yfir í 5 daga, 17.—21. f. m.: Hestar voru seldir alls 183 fyrir kr. 4168,00 Sauðkindu — 680 — — 6372,60 er gjörir alls —10540,60 Fjeð, en einkum hrossin, var orðið mjög hrakað eptir hina löngu »gæzlu», enda sagði Knudsen, er sjálfur var á uppboðunum, tryppa- uppboðinu heppilega : »gæzlureikningarnir eru feitir, en tryppin mögur». Tryppin höfðu verið vöktuð mörg saman og lengi í stað, síðan snemma í ágúst, en fjeð síðan seint í septbr., og margt saman. I fjenu var nokkuð af ám og veturgömlu. Sauðkind hefir farið til jafn- aðar c. 9.37 a., en tryppi tæpar 23 kr. Hæst fór eitt nr. af sauðunum, 2 saman, á 36—37 kr. þannig hefir fjenaðurinn selzt minna en hann var keyptur, almennast 14 kr. kindin, og Knudsen auk þess orðið að borga pössun- arkostnaðinn. Oss þykir illa farið, að hann befir orðið fyrir þessari ógæfu. Hún snertir oss einnig. Hann hefir komið fram sem skil- vís og ráðvandur maður. Hinar miklu mat- vörubirgðir á Sauðárkrók í vetur var og í vor áttum vjer honum að þakka«. Dáinn er síra Finnur þorsteinsson á Klyppsstað. Enn fremur frú Sigríður Oddný Björnsdóttir (Blöndals sýslumanns), ekkja síra Sigfúsar Jónssonar á Undirfelli. LEIÐRJETTING. í miðdálki ofarlega á fremstu bls. í slðasta bl. stendur „ig vetra“ fyrir „14 vetra“, Og fám orðum sfðar „Kristjaníu" fyrir „Niðarósi" (prándheimi). Enn fremur er í sama blaði síra Hall- dór Bjamarson kallaður aðstoðarprestur á Sauðanesi, en hann er sóknarprestur í Presthólum. AUGLÝSINGAR í samfeldu máli með smáletri kdsta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning I kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg. út í hönd. H e r m e s . Nýkomið með Lauru nýjar birgðir af hin- um ágæta taugastyrkjandi heilsudrykk Zoedonee. Enn fremur Hot Tom Limonade Gingerale Sódavatn. Rvík 2. febr. 1889. þorl. Ó. Johnson. Um leið og jeg hjer með tilkynni skiptavin- um Waldemars Fischers, að hann andaðist 22. dag nóvemberm. f. á., vil jeg einnig tilkynna, að verzlunum hans í Beykjavík og Kefiavík verður haldið áfram eins og að undanförnu undir hans nafni. Guðbr- Finnbogason, Hjer með auglýsist, frá 1. jan. þ. á. að telja að vjer tökum eigi nje útsölumenn vorir bækur af neinum manni til útsölu fyrir minna en 25/°. Bóksalafjelagið í Reykjavík 1. febr. 1889. Sigfús Eymundsson Björn Jónsson. (formaður). Sigurður Kristjánsson. Bókmenntafjelagsfundur í kvöld kl. 5 1 leikfimishúsi barnaskólans. Fullnaðaratkvæði um samkomulagsmálið við Hafnardeildina. Lagabreyting. Búnaðarfjelag Suðuramtsins. Fyrri ársfundur Búnaðarfjelags Suðuramtsins verður haldinn laugardaginn 9. þ. m. kl. 4 e. m. í leikfimishúsi barnaskólans. Verður þar lagð- ur fram reikningur fjelagsins fyrir árið 1888, og rædd önnur málefni fjelagsins. Reykjavík 1. febr. 1889. H. Kr. Friðriksson. íSsP 1 aulýsingu frá Stór-Templ. og Stór- Rit. í »ísl. Good-Templar« 1. jan. þ. á. um samkomudag Stór-Stúkunnar, hefir rnisprent- azt 26. maí fyrir laugardag 25. maí 1889 kl. 12 á hádegi. Rvík 31. jan. 1889. Magnús Zakariasson St.-Iiit Vesturfarir 1889. Með þessum póstum sendi jeg út umboðsskrár (nýjar) til subagenta minna víðsvegar um land. Tekst jeg á hendur sem að undanförnu að annast fólksflutn- inga vestur, og sendi skip eptir fólkinu, ef nógn margir skrifa sig hjá mjer eða agentum mínum svo tfmanlega, að jeg fái vitneskju um með fyrstu ferð „Thyra“ hingað í vor; eptir þann tíma verða engir ínnskrifaðir (en ftutt verður fólk þótt sfðar gefi sig fram, ef rúm og hentugleikar leyfa). Engin fyrirframbo’gun eða innskriptargjöld verða tekin, og mega agentar mínir að eins rita nöfn þeirra, sem fara vilja. Farið verður þetta ár: til Quebeck 105 kr.; til Winnipeg 150 kr. fyrir fullorðna (yfir 12 ára), til- tölulega þar við fyrir yngri. J>eir sem skrifa sig á hjá mjer eða agentum mfnum, geta fengið hjá okkur allar nauðsynlegar upplýsingar viðvíkjandi ferðinni. Burtfaratími verður síðar auglýstur. Sigf- Eymundsson, útflutningastjóri. íslenzk frímerki keypt við hœsta verði. Verðskrá er auglýst í ísa- fold XV. 56 hinn 28. nóvbr. 1888 ; fæst líka hjá mjer ókeypis. Olaf Grilstad, Bankfuldmægtig, Throndhjem, Norge. Forn skjöl. í sambandi við áskorun þá frá hinu íslenzka bókmenntafjelagi, er það að beiðni minni hefir prentað á kápu fyrsta heptis af öðru bindi Forn- brjefasafnsins, vil jeg leyfa mjer að mælast til þess við alla þá menn á íslandi, er kynnu að hafa undir höndum eða vita um forn skjöl eða skjala- bækur, hverju nafni sem nefnast, að þeir sýni mjer þá velvild, að skýra mjer að minnsta kosti frá því og greina, hver og hve gömul þau skjöl sje, er þeir kynnu að vita af eða eiga sjálfir. Helzt vildi jeg þó óska, að þeir vildu Ijá slíkt um tíma, og __ Sigm. Guðmundsson. er ábyrgzt að skila því aptur jafngóðu. ellegar þá »ð þeir sendi mjer nákvæmar afskriptir. þó svo stæði á, að menn þyrftu sjálfir á slíkum skjölum að halda, væri alveg óhætt að taka afskript af þeim, eða þá að minnsta kosti að láta mann vita um þau, því að þau eru jafngóð fyrir það. Kaupmannahöfn. 14. janúar 1889. Jdn porkelsson. Lesið! Herra Rafn skósmiður Sigurðsson hefir orðið æði hræddur við augl. mína í 7. tölubl. ísafoldar þ. á. þar sem jeg auglýsi að jeg búi til korksóla- skó-stígvje). 'J>að furðar sig nú víst heldur enginn á því, þar hann hefir áður auglýst bseði í J>jóðólfi og Fj.kon. þ. á. að enginn kunni að búa til kork- sólaskó nema hann á öllu landinu. JSn svo tek- ur hann það óyndisúrræði, að auglýsa í siðasta bl. Fj.k., að jeg muni ætla að fara gera eptirlíkingu af hans korksólaskóm. Ensúhugmynd! Mjer hefir aldrei komið til hugar að gera eptirlíkingu af korksólaskóm eða öðrum skófatuaði herra Rafns, því jeg treysti mjer öllu fremur að kenna herra Rafn að búa þá til, og er jeg fús til hvenær sem vera skal að reyna mig í þessari skógerð við herra skósmiðinn. Og gefst því hinum háttvirtu bæjarbúum til vit- undar og öllum út í frá, að jeg bý til korksóla- skó- og stígvjel engu síður enn herra Rafn Sig- urðsson. Rvík 31. jan. 1889. Lárus G. Lúövígsson. Heiðurshjónum Ásmundi jpórðarsyni og Ólínu Bjarnadóttir á Háteig á Akranesi, vottum við hjer með innlegt þakklæti .okkar fyrir mjólk þá, sem þau hafa gefið okkur síðan i sumar, sem og fyrir öll önnur góðverk okkur auðsýnd. Erlendur Erlendsson. Ólína Th. Guðmundsdóttir. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. 1—2 Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 1—2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 1 z—2 útlán md„ mvd. og Id. kl. 2—3 Söfnunarsjóðurinn opinn I. mánud. I hverjum mánuði kl. 4—5 Veðurathuganir i Reykjavik, eptir Dr. J. Jónassen. Jan. Hiti (á Celsius) Loptþyngdar- mælir(millimet.l Veðurátt. Febr. ánóttu um hád. fm. em. fm. | em. Mvd.30. 4- 6 -r- I 739.1 734.1 Sv hv d A hd Fd. 3L ú- 3 + 1 734.1 734-1 Sv h d Svhvd Fsd. 1. Ld. 2. — 1 -f- 7 O 73L5 736.6 736.6 V hv b Na hv b O b Sami úísynningur sem undanfarna daga; um miðjan dag h. 31. rigndi lftið eitt um tíma, en gekk svo strax aptur i útsuðrið; h. 1. var logn og dimmviðri að morgni, en um kl. 10 fór hann að hvessa á vestan, dimmur (út- synningur undir), en gjörði logn um kveldið með nokk- urri ofanhríð. Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil. Frentsmiðja ísafoldar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.