Ísafold


Ísafold - 06.02.1889, Qupperneq 3

Ísafold - 06.02.1889, Qupperneq 3
43 færi að byggja. Og enn hefir það eigi spurzt að ábúandinn væri fenginn, enda er þess ekki að vænta, að nokkur einaður maður vilji leggja eigur sínar í að byggja upp þar, sem hann máske yrði að fara frá endurgjaldslaust og fjelaus eptir fá ár. Að hinu leytinu þykjumst vjer Gufudals- sveitungar eiga heimtingu á að fá prest og njóta sömu mannrjettinda sem aðrir söfnuðir njóta, og í von um að það verði viðurkennt, muiium vjer fara þess á flot við hið háttvirta alþingi að sumri, að það bæti upp tekjur Gufudalsprestakalls um 5 til 600 kr. í 4 ár hin næstu, eða veiti áðursagða upphæð til bæjarbyggingar í Gufudal. því vjer þykjumst sannfærðir um, ef byggt yrði sómasamlega upp og bærinn færður þangað sem hann áður stóð og hinu gamla túni þegar reynt að koma til aptur, að vjer þyrftum þá eigi að kvíða til lengdar prestsleysi. í desember 1888. 9. »liíf og lifsvon sjómanna«. þenna fyrirlestur, sem getið er í Isafold 19. des. f. á. hefir síra 0. V. Gíslason síðan flutt í Grinda- vík, Höfnum, Miðnesi, Garði, Keflavík, Njarð- víkum, Vatnsleysuströnd, Hafnarfirði ogBessa- stöðum. Voru góðar undirtektir alstaðar og kosnir æfðari og greindari formenn eða út- vegsmenn í »bjargráða«-nefnd á hverjum stað, sem ætlað er að halda áfram viðleitni síra Odds og fá því framgengt, að allir noti lýsi eða olíu nú þegar, og framvegis, sömuleiðis kjalfestupoka útvegsbónda Jóns Ólafssonar í Eeykjavík, eða »sjóballest« ; og ræði svo hin önnur mál, formennskuna og sundið m. fl. því fylgjandi, sjómennsku til framfara og bóta, sem koma ætti í lag hið fjrsta að unnt væri, en þó með nauðsynlegri aðgæzlu. Kyndilmessukvöld 2. þ. m. kl. 8 hjelt síra O. V. G. þriðja og síðasta fyrirlestur sinn um þetta efni í Goodtemplarahúsinu hjer í bæn- um, og var nú vel sótt, þótt illa stæði á, þannig að margir voru við vinnu og afgreiðslu póstskips. Alls voru nærr 100 áheyrendur, og margir aðkomandi úr öðrum hjeruðum. Meiri partur hinna betri formanna og margir sjó- menn. Síra Oddur minntist fyrst á viðleitni sína síðastliðið ár, og þakkaði Eeykvíkingum og Seltjarnarnesmönnum fyrir fylgi þeirra í byrj- un máls þessa, einkum stuðningsmauni sín- um hjer, herra Jóni útvegsbónda Olafssyni, sem svo drengilega hefði framfylgt málefninu, og hjelt líklegt að sjer mundi miður hafa tekizt, hefði óvilji komíð fram þá. þann ó- vilja, eða afskiptaleysi, sem síðar hafi sýnt sig, kennir síra Oddur eigi sjómönnum, held- ur »hinu gamla«, iirtölum þeirra, sem unna helzt eigin verkum og viti. Hann talaði um formennskuna, og spurði: hver ábyrgð hefði á lífi háseta, þegar það væri álitið nauðsynlegt að unglingurinn væri »formaður« í 4 eða 5 ár, áður en hann þekkti starfa sinn? Hann sagðist álita sundkunnáttuna lífs- nauðsyn og skyldu formannsins. »Iíf for- naaður og skipshöfn kynnu sund og væru þeim skinnfatnaði búnir, sem neyta mætti sunds í«, sagði hann, að ef skipi hvolfdi, sem lýsi eða olía væri með, gæti skipshöfnin snú- ið skipinn á rjettan kjöl, í lygnusvæðinu, lypt skipinu upp úr svo úr rynni og ausa mætti, og þannig frelsað líf sitt. j Hann sýndi kjalfestupoka, bárufleyg, stafn- ýli og borðýli; sömuleiðis bárufleyg herra G. Zoéga, sem hann álítur góðan á þilskip, þar sem þekking og stjórn ræður. — Síðast minnt- ist hann á hið eina óyggjandi bjargráð á sjó og landi, »bænina í Jesú nafni«, og talaði um hinn fagra sið sjómanna að »lesa«, og hvatti þá til að halda þeirri reglu sem lengst, las svo í heyranda hljóði stutta sjómannabæn, sem þegar hefir útbreiðzt í öll fiskiver, þar sem »bjargráða-nefndir« eru. Loks skoraði síra Oddur á þá formenn, útvegsmenn og sjómenn, sem viðstaddir voru, að kjósa nefnd máliuu til framkvæmdar. Herra Jón Olafsson studdi það, og var kosin 9 manna nefnd. — Eundurinn stóð yfir 1 2 tíma. Kaupmaður Helgi Jónsson í Beykjavík hefir fengið öll áhöld, sem síra Oddur hefir sýnt, og sendi þau nú með »Lauru« til Vest- mannaeyja. Verzlunarmaður hr. Jóh. St. Stefánsson í Ólafsvík fær nú með pósti áhöld og upplýs- ingar. Verður þannig lýsi og olía brúkuð þegar og innan skamms á öllum útsuður- fjórðung landsins. Hr. faktor P. Nielsen og hr. kaupmaður Guðm. Isleifsson á Eyrarbakká eiga mikinn heiður fyrir þann áhuga og góða vilja, sem þeir hafa sýnt og sýna í því, að gjöra allt sem þeim er unnt til eflingar og framfara sjómennskunni, auk annars fleira. þessir voru kosnir í bjargráða-nefnd fyrir Eeykjavík á Kyndilmessufundinum : Jón O- lafsson (útvegsbóndi í Hlíðarhúsum), þórður Pjetursson í Oddgeirsbæ, Eunólfur Eunólfs- son í Steinbæ, Guðm. Asmundsson í Hábæ, þórður Guðmundsson á Hól, Ólafur Björns- son á Bakka, Steingr. Jónsson á Bakka, Ari Einarsson á Tóptum og Guðm. Kristinn Ó- lafsson á Litla-Seli. Hlaup í Ölfusá. Af Eyrarbakka skrifað 3. þ. m.; «Ólfusá (Hvítá) hefði spýtt svo mikið upp undan ísnum og spýtir enn hjá Bninastöðum í Hraungerðishrepp, að mestur hluti af öllum Vestur-Elóanum liggur undirvatni, nfl. Sand- víkur, Stokkseyrar og Hraungerðishreppar, og vesturhluti Gaulverjabæjarhrepps, að hætta er húin mönnum, og þó einkanlega skepnum. Hefur fjenaði vlða, að sagt er, verið bjargað heim á tún, þar sem þau eru þá nokkuð hærri. í hlákunni flóði vatnið inn f einn bæ, er lægst lá hjer á Eyrarbakka, og annar í Stokkseyrarhverfinu, svo að flýja varð úr þeim. Hættast er talinn bærinn Litlu-Eeykir í Hraungerðishrepp; er vatnið sagt að flói þarupp í húsvegginm. Bókmenntafjelagsfundur var haldinn hjer í Beykjavíkurdeildinni á Kyndilmessu (2. þ. m.), eins og til stóð. f>ar voru samþykkt- ir í einu hljóði samkomulagsskilmálar þeir milli deildanna, er getið var um í síðasta blaði, og sömuleiðis lagabreytingartillögur þær, er við þarf til þess, að útgáfa Skírnis og Skýrslna og reikninga geti færzt hingað. Nefnd var sett til þess að yfir fara og segja álit sitt um Bragfræði eptir síra Helga heit- inn Sigurðsson frá Melum, er fjelaginu hafði boðizt til prentunar: Dr. Björn M. Olsen, Steingr. Thorsteinsson og Pálmi Pálsson. Póstskipið Laura fór 3. þ. m. af stað til Khafnar, eins og til stóð, og með henni ýmsir farþegjar: fröken Chr. Thomsen (til Engl.), verzlunarstjórarnir Thor Jensen frá Borgarnesi og C. A. Daníelsen frá Eyrar- bakka, þórarinn' þorláksson bókbindari, Sig- urður Eiríksson beykir. Brauð veitt. Svalbarð í þistilfirði 1. þ. mán. prestaskólakand. Ólafi Petersen, sam- kvæmt yfirlýsingu safnaðarins; aðrir sóttu eigi. Isafirði, 6. janúar 1889. Árið nýliðna mátti kalla bezta ár fyrir ísafjarðarsýslu, heilsufar gott, gras- vöxtur í betra lagi, nýting ágæt, fiskiafli við Djúp nærri óminnilega góður, og í betra lagi á þilskip- um, og ems hákarlsafli ; slysfarir engar. Ástand almennings, sem var orðið mjög bágt víða hvar eptir undanfarandi 3 Ara fiskileysi og harðæri, hefir stórum batnað, þó verzlunarskuld- irnar sjeu enn fjarskalegar. Verzlunin mátti og heita hagstæð, þar sem 2—3 tunnur af matvöru fengust fyrir skippund af salt- fiski. Af hinum nýjustu framfarafyrirtækjum sýslunnar er það að segja, að „Spunavjelarfjelagið á Langa- dalsströnd“, sem byrjaði með nál. 14,000 kr., varð eptir eins árs tilveru að hætta og selja allar eigur sínar fyrir það, að kaupandinn tæki að sjer allar skuldir fjelagsins. „Prentfjelag ísfirðinga11 var stofnað 1886 með nál. 1500 kr. í hlutabrjefum, og það er við líði enn þá ; en hvorki eru lög þess prentuð nje reikningar auglýstir, og fundur hefir enginn verið haldinn í því siðan sumarið 1887, og er því eptir lögum fje- lagsins stjórnendalaust. Verzlunarfjelagið, sem stofnað var síðasta vetur, hefir verzlað með nál. 750 skpd. af saltfiski. Stjórnendur fjelagsins eru þeir sýslumaður og al- þingismenn ísfirðinga, en umboðsmaður þess í út- löndum Zöllner & Co. í Newcastle. Pjelagið seldi fiskinn með töluverðum hag, og telja menn sig hafa haft nál. */e meiri liagnað af skiptum við fje- lagið en skiptum við kaupmenn á ísafirði. En þessi hagnaður getur aðeins hlotnazt hinu mefnaðri, og hvorki fjelagið nje þeir 2 lausakaupmenn, er verzluðu á ísafirði í sumar, bættu að neinu gagni hið almenna verðlag þar. „Pólitík“ heyrist hjer varla nefnd [á það að vera dyggó ?], nema í „þjóðviljanum11, sem nú beitir ólmleik sínum mest gagnvart innlendu stjórninni, sjerstaklega landshöiðingja, og nú síðast hefir gert Skúla sýslumann Thoroddsen að pólitiskum pislar- votti, þar sem landshöfðingi hafi sektað hann um 50 kr. fyrir að hafa í óleyfi yfirgefið embætti sitt (til þingvallafundarfarar í sumar). „þjóðviljanum“ Þj'kir sektin of há; hún er líka ‘/s Því sem þeim 2 þingvallafundarmönnunum var heitið til farar- innar og safnað hefir verið saman í haust um sýsluna ! Að öllum líkindum er sagan um sektina sönn og dómurinn um hana samþykktur af sýslu- manni sjálfum, þar sem hann hefir ekki enn borið hana aptur, nje heldur borið hönd fyrir höfuð hús- bónda síns, landshöfðingjans, í því máli. En mis- jafnar eru skoðanir manna hjer um þessa grein i „þjóðvíljanum11, og þykir mörgum hann þar kenna skaðlegan lærdóm, með því að dæma vítaverðar á- minningar fyrir óhlýðni, skoða þær sem pólitiska ofsókn, og kenna, að allt sem yfirvöld gjöra, sje gjört af hlutdrægni eða ýmist pólitisku hatri eða pólitiskri velvild við undirmenn sína. Nú ætlar nýtt norskt hvalveiðafjelag að setjast hjer að f sýslu í vor. Gremst mörgum, að eigi skuli útlendir menn þurfa annað en stinga hjer við stafni og segja: nú vil jeg vera íslendingur, til þess að mega nota einhver beztu hlunnindi lands- ins, sjer einum í hag, án nokkurs hagnaðar fyrir landsmenn eða landssjóð, en til óbætanlegs tjóns fyrir hvalaveiðar íslendinga sjálfra. [Eeka þeir miklar hvalveiðar?]. Vonandi er, að alþingi næst takmarki veiðar slíkra fjelaga með lögum um að t. a. m. meira en helmingur blutabrjefanna sje eign innfæddra búsettra íslendinga. AUGLÝSINGAR í samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.). hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning I kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg. út f hönd. SVAE gegn auglýsingu Lárusar G. Lúðvíksson- ar kemur í næsta blaði „Fjallk.“—Rafn Sigurðsson-

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.