Ísafold - 27.02.1889, Side 2

Ísafold - 27.02.1889, Side 2
lýsingu urn það, hvort skipurn þeirra muni framvegis nokkur hindrun verða gjörð af hendi herra Lefolii frá því að nota hafnar- festar hans fyrir sanngjarna leigu, þegar hann þarf ekki að nota þær sjálfur; að öðrum kosti muni þeir sjálfir leggja niður hafnarfestar fyrir framan þvergrynningar þær á Eyrar- bakkahöfn, er skip þeirra geti eigi komizt inn fyrir nema þegar sjerstaklega stendur á. Samdægurs svaraði áfrýjandinn hinum stefndu á þá leið, að hann bannaði þeim að leggja út hafnarfestar á lóð Lefolii kaupmanns, og ljet hann notarius publicus birta þetta bann fyrir hinum stefndu daginn eptir. þrátt fyr- ir þetta bann fóru hinir stefndu að gjöra undirbúning til þess að leggja út hafnarfestar á Eyrarbakkahöfn, fengu menn nefnda fyrir rjetti til þess að skoða, hvar tiltækilegast væri að leggja festarnar, og er skýrsla hinna útnefndu manna um skoðun þessa gefin 20. sept. 1887. Síðan ljetu þeir byrja á sjálfu verkinu, að búa um festarendana, hinn 31. janúarmán. f. á., en eptir kröfu áfrýjanda var af hlutaðeiganda fógeta hinn 7. febrúar næst á eptir hinum stefndu auglýst og til- kynnt bann rjettarins gegn því, að gjöra nokkurt rask á lóð þeirra jarða, sem tilheyra stórkaupmanni -T. R. B. Lefolii, eða festa þar nokkurn stólpa, akkeri eða annað þvílíkt, er til landfestu skal nota; sjerstaklega var bann lagt gegn því, að hinir stefndu fram hjeldu vinnu þeirri á skerjum tilheyrandi lóð jarð- arinnar Einarshafnar, er þeir byrjuðu á hinn 31. janúar f. á. Til staðfestingar á forboðs- gjörð þessari höfðaði áfrýjandinn síðan mál gegn hinum stefndu og var það dæmt í auka- rjetti Arnessýslu hinn 8. ágústmán. f. á. á þá leið, að tjeð fógetaforboð var fellt úr gildi og málskostnaður látinn falla niður. þessum dómi hefir verzlunarstjóri P. Nielsen fyrir hönd J. R. B. Lefolii áfrýjað til yfirdómsins með stefnu útgefinni 27. ágústmán. f. á., og gjörir þær rjettarkröfur, að fógetabannið frá 7. febrúar f. á. verði staðfest sem lögmætt, að hinir stefndu verði dæmdir til að viðlögð- um hæfilegum sektum að flytja burt af lóð jarðarinnar Einarshafnar ekkeri þau, er þeir hafa flutt þangað, að þeir verði dæmdir til að greiða forboðs- og gjörðarkostnaðinn 141 kr. 6 a., allan kostnað málsins fyrir undir- rjetti eptir reikningum og allan áfrýjunar- kostnað málsins, að minnsta kosti 200 kr. — Á binn bóginn hafa hinir stefndu, kaupmenn- irnir Einar Jónsson og Guðmundur Isleifsson, krafizt þess, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og áfrýjandi dæmdur til að greiða málskostnað fyrir yfirdómi með 200 kr. eða einhverju nægilegu. Jafnframt hafa hinir stefndu í varnarskjölum sínum fyrir rjettin- um krafizt þess, að vfirdómari L. E. Svein- björnsson víki úr dómarasæti í máli þessu, með því að hann sje svilí P. Nielsens og tengdasonur aðalverzlunarstjórans við verzlun Lefolii á Eyrarbakka, G. Thorgrímsens, en þessi krafa verður ekki tekin til greina, því að yfirdómari Sveinbjörnsson er hvorki í frændsemi nje í mágsemd við P. Nielsen og tengdafaðir hans er hvorki eigandi að neinum hluta verzlunar Lefolii á Eyrarbakka nje einu sinni forstöðumaður nefndrar verzlun- ar. Eyrarbakkahöfn er lón eitt, er liggur frá vestri til austurs fyrir landi jarðanna Ein- arshafnar, Skúmstaða og Stóru-Háeyrar, en sjávarmegin er skerjaklasi, sem liggur strand- lengis fyrir utan lónið; er innsiglingin á höfn- ina að vestanverðu fyrir landi Einarshafnar; fyrir landi Skúmstaða liggur skergarður nær því þvert yfir lónið, og verður eigi komið kaupskipum austur fyrir þetta hapt, nema gott sje veður og stórstraumsflóð. Fyrir Stóru-Háeyrar landi lokast lónið eða höfnin að austanverðu. Fyrir utan skergarðinn, er þannig myndar höfnina, er ekkert afdrep, og verður skipum því ekki lagt þar nema í hæg- viðri og sjólausu. Hafnarbotninn er svo lag- aður, að akkeri festir ekki í honum; eru því botnfestar (hafnarfestar) lagðar úr útskerjun- um upp í fjöruklappirnar, og grípa akkerin festar þessar. Að undanförnu hafa slíkar hotnfestar verið fernar á höfninni: 2 fyrir landi Stóru-Háeyrar fyrir austan hafnarmjódd- ina, og eru þær eign hinna stefndu; hinar 2 festarnar hafa legið á vesturhöfninni fyrir landi Einarshafnar og Skúmstaða, og eru þær eign kaupmanns Lefoiii. Eptir skýrslu hinna stefndu, sem eigi hefir verið mótmælt að því leyti, hefir áfrýjandi nú nýlega tekið það fyrir, að neita að lána þeim þessar botn- festar. Með því að skip geta eigi lagzt fyr- ir utan höfnina nema því að eins, að ekkert sje að veðri, nje heldur að áliti hinna stefndu á sjálfri höfninni, svo framarlega sem þau ekki eru fest með landfestum, og með því að þau eigi geta komizt inn á aust'urhöfnina, þar sem festar hinna stefndu eru, nema með stórstraumsflóði og í góðviðri, þá þótti þeirn sjer vera sá einn kostur nauðugur, að leggja út botnfestar á vesturhöfninni fyrir vestan festar áfrýjanda, og byrjuðu þeir á því verki eins og áður segir hinn 31. janúar f. ár með því að klappa holu í eitt af landskerjunum (klöppunum) á lóð jarðarinnar Einarshafnar, til þess að setja þar niður stólpa, flytja þang- að eitt akkeri, enn fremur flytja akkeri út í eitt af útskerjunum, Einarshafnarsker, og »klappa þar merki«. jpetta starf þeirra komst þó eigi lengra á veg þá, því að áfrýjandinn ljet fógeta banna það, eins og áður er um getið. Aðalástæða, áfrýjanda til rjettlætingar fó- getabanninu dr, að aðfarir hinna stefndu komi í bága við eignar- og umráðarjett hans yfir jörðinni Einarshöfn og skerjunum, er liggja undan landi tjeðrar jarðar, en það er in confesso, að hann er eigandi jarðar þessar- ar og þar með einnig skerjanna, eða sjerstak- lega Einarshafnarskers, sbr. Jónsb. Rekab. kap. 2 in fine. |>að verður þó eigi álitið, að þessi eignar- rjettur heimili honum einum afnota- eða um- ráðarjétt yfir Eyrarbakkahöfn, sem hefir ver- ið verzlunarhöfn síðan snemma á öldum. Hinir stefndu reka löglega verzlunaratvinnu á Eyrarbakka, og hafa rjett til að nota höfn- ina við rekstur þessarar atvinnu sinnar, sbr. kgsbr. 23. apríl 1788. Eptir hinu framantalda og samkvæmt skýrslum málsins geta þeir eigi notað höfnina örugglega, nema því að eins, að þeir megi leggja út hafnfestar fyrir vestan grynningarnar og þrengslin fram undan 8kúm- staðalandi, eða að öðrurn kosti fái að nota botnfestar áfrýjanda þar, eins og fyrir er mælt í nýnefndu konungsbrjefi og tilsk. 28. des. 1836, 11. gr. Nú er það ómótmælt, að áfrýjandi hafi bannað hinum stefndu að nota þessar botnfestar; en þá verður hann að þola þá kvöð, að hinir stefndu leggi sjálfir út botnfestar, og festi þær í sker og klappir, er heyra undir eignarjörð hans, sbr. Rkbr. 13. marz 1824. Að vrsu hefir áfrýjandi getið þess, að hann hafi ætlað sjer að leggja út enn einar botnfestar til afnota fyrir verzl- unarskip srn örskammt frá þeim stað, þar er hinir stefndu höfðu í hyggju að leggja sínar festar, en það verði sjer með öllu ómögulegt, svo framarlega sem fyrirtæki þeirra fái fram- gang. En það virðist einnig leiða af megin- reglunum í framanrituðum lagafyrirmælum, að þar sem áfrýjandi hefir 2 botnfestar á öruggasta stað hafnarinnar, þá geti hann eigi meinað hinum stefndu kaupmönnum að leggja út einar festar, er eigi koma í bága við festar þær, sem hann áður hefir haft, þó að hon- um á eptir kunni að verða ómögulegt að fjölga festum sínum. Eptir framanrituðu er það rjett, að auka- rjetturinn hefir dæmt fógetaforboðið frá 7, febrúar f. á. ógilt, og ber því að staðfesta tjeðan dóm, einnig málskostnaðarfyrirmæli hans. Samkvæmt þessum úrslitum málsins verður áfrýjandi að greiða hinum stefndu hæfilegan málskostnað fyrir yfirdómi, er á- kveðst 120 kr. pví dæmist rjett að vera : Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskað- ur. Áfrýjandinn P. Nielsen fyrir hönd J. R. B. Lefolii á að greiða hinum stefndu, Einari Jónssyni og Guðmundi Isleifssyni,. sem málskostnað fyrir yfirdómi 120 kr., er lúkist jnnan 8 vikna frá lögbirtingu dóms. þessa undir aðför að lögum. Kennarafjelag. Um 20 kennarar frá skólunum hjer og í Hafnarfirði hafa nýstofn- að fjelag, er þeir nefna ,,hið íslenzka kennara~ fjelag“. Stofnunarfund hjeldu þeir 16. þ. m., og samþykktu lög handa fjelaginu 23. þ. m., eptir frumvarpi, er 3 manna nefnd, kosin á fyrri fundinum, (dr. B. M. Olsen, Jón þórar- insson og f>órh. Bjarnarson) höfðu samið. Tilgangur fjelagsins er eptir lögum þess sá,. »að efla menntun hinnar íslenzku þjóðar, bæði alþýðumenntunina og hina æðri mennt- un, auka samvinnu og samtök milli íslenzkra kennara og hlynna að hagsmunum kennara- stjettarinnar í öllum greinum, andlegum og líkamlegum«. »Fjelagið gefur út rit um uppeldis- og kennslumál, svo fljótt sem þvr verður við komið, og fá fjelagsmenn það ókeypis. það heldur og málfundi til að ræða um þau mál, er snerta tilgang fjelagsins, svo opt sem hægt er«. »Rjett til inngöngu í fjelagið hefir hver sá maður, karl eða kona, sem hefir stöðuga atvinnu við kennslu#. Um aðra ráða atkvæði á fundi. Árstillag er 2 kr., æfitillag 25 kr. Ársfund heldur fjelagið í Reykjavík á ári hverju nálægt miðju sumri. |>á skal stjórnin sjá um, að umræður verði um eitthvert keunslumál eða uppeldismál. »Embættismenn fjelagsins eru : forséti og 6 fulltrúar, varaforseti og 2 varafulltrúar, og 2 endurskoðunarmenn, og skulu þeir kosnir á aðalfundi« (alþingisárin). »Forsetinn og fulltrúarnir kjósa úr hóp fulltrúa fjehirði og skrifara«. 1 bráðabirgðarstjórn eru, til næsta ársfund- ar, í sumar: Björn Jensson, Bjórn M. Ulsen, Jóhannes Sigfússon, Jón fórarinsson og þór- hallur Bjarnarson. Hólaskóli. í búnaðarskólanum á Hól- um í Hjaltadal eru í vetur 10 lærisveinar. »Alþingismaður Ólafur Bríem er nú formaður skólastjórnarinnar, í stað Erlendar sál. í Tungunesi, og var heppilegt, að formennskan færðist nær Hólum. |>að hefir verið svipað lag á yfirstjórn Hólaskóla að undanförnu,

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.