Ísafold


Ísafold - 13.03.1889, Qupperneq 2

Ísafold - 13.03.1889, Qupperneq 2
82 mundi verða til þess, að þessir meðbræður vorir sáluðust úr hungri, með því að þeir gætu enga vinnu fengið. En það er alls ekkihætt við því. það yrði sem sje nóga vihnu að fá hjer á landi, ef verkafólk byðist fyrir sann- gjarnlegt kaup. Og þó svo færi, að eitthvað af letingjunum veslaðist út af, þá mundi naumast nokkur hygginn maður kalla sanna velferð landsins dýru verði keypta fyrir það, í stað þess að láta landið stynja undir þeirra yfirdrottnun um aldur og æfi. Frelsið út- heimtir jafnan, að eitthvað dálítið sje lagt í sölurnar fyrir það. Ef vjer afnemum allan þurfamannastyrk, þá mun bráðlega koma fram hæfilegur munur á stöðu manna og lífskjörum. f>á koma upp húsbændur og þjónar, vinnuveitendur og vinnu- þiggjendur. |>á mun framleiðslan aukast stór- kostlega. þá mun plógi beitt um víða völlu og eptir 20 ár verður velmegun orðin svo mikil hjer á landi, að þá má leggja akveg austur yfir Ejall, koma á gufubátsferðum um Faxaflóa, og allt þar fram eptir götunum. Um hrossakjöt til manneldis. Eptir Svein búfræðing Sveinsson. L ísafold 23. jan. þ. á. hefir einhver »Búi» ritað um hrossakjöt, og það tjón, er vér ís- lendingar bíðum af því, að nota það svo lítið til manneldis. — Með því að þetta mál hefir æfinlega verið áhugamál fyrir mig, og jeg hefi spurt mig fyrir um það á ferðalögum mínum, þá hefi eg fengið ýmsar skýringar um það, sem jeghygg að rjett sje að gjöra grein fyrir, úr því menn á annað borð eru farnir að vekja máls á þessu. |>að þarf ekki að orðlengja það, sem al- mennt er kunnugt, að forfeður vorir voru allir saman hrossakjötsætur; og sökum þess að þeir mátu hrossakjöt fram yfir alla aðra fæðu, þá var það einkum haft um hönd, þeg- ar mest var við haft, sem sje í blótveizlurn- ar, sem í heiðni voru álíka hátíðir, eins og jóla- og nýársveizlur eru nú á dögum. Með kristninni skipti í tvö horn í þessu efni; þá máttu menn ekki lengur bragða hrossakjöt. Hrossakjötsátið var svo þýðing- armikill liður í blótveizlunum fornu, að hætt var við, að þær mundu mönnum seint úr minni líða, ef haldið væri áfram að neyta hrossakjöts. Enda blótuðu menn lengi eptir ótæpt á laun, og margir hjetu á J>ór og Óð- inn til stórræða. |>að er nú svo langur tími liðinn síðan þetta var, og vjer erum. svo löngu búnir að gleyma hinni fomu trú, að ekki er hætt við að vjer verðum heiðingjar aptur, þó vjer för- um að neyta aptur hrossakjöts. Sá, er fyrstur fór að mæla fram með hrossakjötsáti aptur opinberlega, mun hafa verið Magnús sýslumaður Ketilsson. Hann gaf út bækling um þetta málefni, prentaðan í Hrappsey 1776. Hann tínir þar til mörg dæmi fyrir því, hversu nytsamlegt sje að hafa hrossakjöt til manneldis , og hversu mik- ið það sje tíðkað hjá öðrum þjóðum, og tel- ur, að það muni ekki vera brot á móti guðs eða manna lögum, þó að fátæklingar í hung- ursneyð leggi það sjer til munns. Samt þorir hann ekki beinlínis að ráða mönnum eða hvetja þá til að taka upp að eta hrossa- kjöt. Óðara en rit þetta var komið út, reis upp hinn mikli merkisprestur, Gunnar prófastur Pálsson í Hjarðarholti, og reit brjef öllum prestum í sínu umdæmi, er lesa skyldi upp við hverja kirkju. Hann fer þar hörðum orð- um um rit Magnúsar, og kallar það »Hrapps- eyjarblaðgrey». Kallar hann Magnús »ný- ungameistara», er telji menn á syndsamlega athöfn, og ber fyrir sig guðs orð og postul- anna o. s. frv. Við þennan hirðispistil prófasts gugnaði Magnús eiginlega alveg, og færir sjer allt til afsökunar, og þar með leggst þetta mál apt- ur í þagnarþey um langan tíma. Nú á tímum mun þó varla nokkur maður kalla hrossakjötsátið syndsamlegt. Eiginlega hafa víst allt af stöku menn neytt hrossakjöts hjer á landi, og í sumum hjeruð- um hefir það verið almenn verja í langan aldur og þykir þar ekkert tiltökumál. þ>ar sem það er sjaldgæft, þykir almenn- ingi minnkun að því, það er að segja á yfir- borðinu, en ekki undir niðri. Flestir, sem jeg hefi talað við (prestar líka), hafa viðurkennt, að það væri rjett, að eta hrossakjötið, og að það væri hvorki synd nje skömm ; en sjálfir hafa þeir kynokað sjer við að ríða á vaðið; og er það ekki undarlegt, þó að svo rótgróinn vani hafi djúpar rætur; en einhvern tíma verða menn þó að uppræta hann. þegar það ekki stríðir móti guðs eða manna lögum, þá eiga menn ekki að láta stóreflisfje og bjargræði ónýtast og fara að forgörðum. Almennast mun hrossakjötsát vera í Eyja- fjarðarsýslu norðanlands og syðra í Arnes- sýslu; enda eru þessar báðar sýslur á undan öðrum sýslum landsins í ýmsum framförum, og gæti eg tilgreint dæmi fyrir því; en það á ekki við þetta málefni. Herra »Búa» skjátlar stórum, erhannverð- leggur ekki hestinn til frálags nema á 30 kr., enda verðleggur hann hross miklu lægra en tíðkanlegt er að selja hross nokkursstaðar hjer á landi. Hinn rjetti reikningur er sá, að meta hross- að eptir þeim notum, sem maður getur haft af því til slátrunar. Góður gamall búmaðnr í Arnessýslu, sem hefir haft hrossakjöt til manneldis í mörg ár, sagði mjer, að fullorð- inn hestur gæfi af sjer að haustinu 400 pd. af kjöti og 60—70 pd. af mör. Húðin af hrossinu væri 10—12 kr. virði. Innan úr, svið o. fl. 6 kr. virði. Sje nú þetta lagt sam- in og pundið af kjötinu sett á 20 aura, sem er þó raunar of lítið, og mörpundið á 16 a., þá verður reikningnrinn þannig : 400 pd. af kjöti (20 a. pd.) . . . kr. 80,00 60--mör (16 a. pd.) ... — 9,60 Húðin............................— 10,00 Innan úr m. m...................— 6,00 Samtals —105,60 Eptir þessu fást upp úr hrossinu, ef það er haft til matar, fullar 100 kr., og líklega mundi margt hross hjer leggja sig á 120 kr., ef það væri venja að nota þau þannig, og ef maður reiknaði allt eptir fullu verði. Sumir búmenn telja svo til, að folalds- verðið og uppeldið á hrossinu, þangað til það er orðið 4 vetra gamalt, sje 50 kr. virði. — Hvernig lýst mönnum nú á hagnaðinn, þegar þessi reikningur er borinn saman við verð það, er hrossakaupmenn hafa jafnast hjerna á sumrin, nefnil. 35—40 kr.? þ>að mun láta nærri, að hjer á landi sje fargað með ýmsu móti um 3000 hrossum ár- lega. Hvert hross hefir kostað upp komið um 50 kr.....................kr. 150,000 Hrossakaupmaðurinn fær hvert á 40 kr........................— 120,000 Skaði krT 30,000 Væru þessi hross notuð til manneldis, og sje hvert hross metið 100 kr. til frálags, verð- ur reikningurinn þannig lagaður : Frálagsarður 3000 x 100 kr. = kr. 300,000 Kostnaður á hrossum upp komn- um 3000 x 40 kr. . . . = — 120,000 Ábati (kr. 180,000 Og þetta er ársgróði, árlegur ábati. Til þess að forðast óþægilega lykt af hrossa- kjöti, sem margir kvarta um og láta illa yfir, er allur galdurinn sá, að salta það undir eins meðan það er volgt af blóðvellinum; þá finnst alls engin lykt af því fremur en öðru kjöti. Enda eru nógar sögur til um það, að menn hafa verið látnir borða hrossakjöt óafvitandi, ímyndandi sjer, að það væri nautakjöt, þótt þeir hinir sömu hafi sagt bæði á undan og eptir, og lagt sárt við, að hrossakjöt mundu þeir aldrei leggja sjer til munns.— þeir hafa líka verið ósviknir á því í raun og veru ; eptir rannsóknum hins nafnfræga líffræðings, pró- fessors P. L. Panum í Khöfn, er hjer um bil fimmta parti meira holdgjafaefni, þ. e. næringarefni, í hrossakjöti en sauðakjöti, og meira að segja nokkuð meira heldur en í nautakjöti. Ef kjöt af gömlum brúkunarhestum á að verða gott, er alveg nauðsynlegt að láta hross- ið ganga brúkunarlaust síðasta sumarið. Notuðu menn hrossakjötið almennara til matar, þá mætti láta þeim mun fleira af sauð- fjenaði út úr búinu fyrir peninga, og fá þannig hrossverðið óbeinlínis í peningum, og það miklu betur úti látnum. Úr því aðrarþjóðir neyta svo mikið hrossa- kjöts, eins og þær gjöra, hvers vegna skyld- um vjer þá ekki gera það líka ? Hrossakjöt er þó langtum betra en t. a. m. hrár hákarl morkinn, eða gamalt þvesti af hvöium, eða kjöt af gömlum selum, sem er þurrt eins og mold, eða bráðapestarkjöt, eða — gjafakorn! þetta alltsaman leggja menn sjer þó til munns hjer á landi og fleira þess háttar. það er ekki hægt að afla nokkurs kjöt- metis hjer á landi með jafnlitlum kostnaði, eins og hrossakjöts, og ekki líkt því'; því hrossin ganga svo mikið úti á vetrum nálega um allt land, og komast af með svo ljelegt fóður, eins og kunnugt er. Að endingu ætla jeg að leyfa mjer, að segja hjer frá litlu dæmi því til skýringar, hve skynsamleg rök þessi hleypidómur hefir við að styðjast hjá almenningi, og hins vegar, hvað andlegrar stjettar menn nú á tímum álíta það ósaknæmt að eta hrossakjöt. Jeg hefi þekkt ungan prest á suðurlandi, bæði merkan og mikið gáfaðan mann og vel að sjer. Hann var vanur við hrossakjötsát úr sinni sveit. Eitt haust ljet hann slá af gaml- an reiðhest, sem hann átti í góðum holdum. Svo sagði hann við vinnufólk sitt, að nú skyldi það fá að smakka hrossakjöt í vetur. Vinnufólkið var óvant við þann mat, og tók dræmt undir, og kvaðst ekki myndi láta bjóða sjer það. »þ>á skal jeg eta hann Grána minn sjálfur», svaraði préstur. Urn sömu mundir var þar svo slátrað nauti, og var saltaður sinn í hvora tunnu, Gráni og boli. Um veturinn tók prestur til sjálfur kjötið og borðaði hrossa- kjötið sjálfur, en vinnufólkið nautakjöt, og voru báðir partar ánægðir. Eitt kvöld, þegar komið var fram á útmánuði, var prestur sem optar frammi í baðstofunni hjá fólkinu og ræddi við það; barst þá í tal um nautakjöt- ið, sem fólkið hafði borðað um veturinn, og

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.