Ísafold - 16.03.1889, Qupperneq 1
fíeraur út á miðvikudögum og
laugardögum. Verð árgangsins
(I04arka) 4 kr.; erlendis S kr.
Borgist fyrir miðjan júlímánuð.
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir I.okt. Af-
greiðslust. í Austurstrœti 8.
XVI 22.
Reykjavik, laugardaginn 16. marz.
1889.
Framkvæmd fiskisamþykktar-
laganna.
í «f>jóðólfi» 8. þ. m. hefir herra X ritað
grein, með yfirskriptinni «Neta upptaka», gegn
grein minni í ísafold 6. þ. m. Herra X virð-
ist undarlegt, að jeg skyldi ekki nefna, að
dómurinn var einnig um sýknan Stefáns Páls-
sonar; en þetta er ekkert undarlegt, því að
brot þau, er þeir voru kærðir fyrir hvor fyrir
sig, voru óháð hvort öðru. Einnig var langt
frá því, að jeg skrifaði áminnzta grein af því,
■að þeir Jón og Stefán ættu hlut að máli; það
var málefnisins, en ekki persónanna vegna,
sem jeg skrifaði; enda vissi jeg, að grein mín
ekkert gat skaðað þá, því mál þeirra var út-
kljáð fyrir löngu, þegar jeg skrifaði greinina.
þó má geta þess, að sýknan Stefáns fyrir
sekt er engu síður undarleg en sýknan Jóns,
því að það er staðfest fyrir rjettinum með
eiði tilsjónarmannsins og allra háseta hans,
að 3 af netum Stefáns voru tekin upp fyrir
utan línuna, og engar líkur framkomnar frá
Stefáns hálfu fyrir því, að netin hafi borizt
þangað af náttúrunnar völdum.
Herra X segir, að jeg hafi skýrt rangt frá,
*er jeg sagði, að Jón þóroddsson hafi varið
sig aðeins með því að þræta, þar sem hann
■einnig hefði stutt framburð sinn með vottorð-
um margra manna, sem gefin voru undireiðs-
tilboð, og minnist herra X sjerstaklega á Sæ-
mund bónda Jónsson á Yatnsleysu. það er
hverju orði sannara, að mjer dettur ekki í
hug, að hann eða hinir aðrir, er hin skriflegu
vottorð gáfu, hafi viljað votta annað en það,
sem þeir vissu 3att vera; en vottorð þessi
virðast nokkuð óljós. þau hljóðuðu á þáleið,
að þéir hafi sjeð netatrossu, er Jón þórodds-
son (og Stefán Pálsson) lagði ásamt hásetum
sínum hinn 31. marz síðastl., og að hún hafi
verið lögð eigi utar eða dýpra en svo, að
varðan á suðurenda Langholts bar um Stór-
hólmsbæ í Leiru. þetta tjáðu þeir sig reiðu-
búna til að staðfesta með eiði, ef krafizt
yrði.
Jeg verð nú að álíta þetta sem enga vörn
fyrir Jón þóroddsson gagnvart eiðfestum
framburði tilsjónarmannsins og allra háseta
hans. Vottorðin bera ekki með sjer, hvenœr
vottorðagefendurnir sáu trossu þá, er Jón
lagði 31. marz, og ekki heldur hvenær hún
hafi verið «lögð eigi utar eða dýpra,» — o. s.
frv. En hafi þessir vottar sjeð netatrossu,
tilheyrandi Jóni þóroddssyni, liggja innan
línunnar þann 31. marz f. á., þá hefir það
án efa verið önnur netatrossa en sú, sem til-
sjónarmaðurinn sama dag tók upp fyrir hon-
um fyrir utan línuna; því þann dag var það
óhugsandi, að net gætu rekið úr stað, sízt á
svo stuttum tíma, sem hjer var um að ræða;
enda hefir ekkert það framkomið í málinu,
sem geti sannað eða fært líkur að því, að
trossan hafi rekið eða getað rekið úr þeim
stað, er hún var lögð á.
Mjer virðist sem herra X væni Eyjólf
Jónsson um, að hann hafi unnið eið að því,
sem hann hafi verið of fjærstaddur til að
,geta vitað með vissu. það mun nú ekki vera
vert fyrir herra X. nje neinn annan að væna
Eyjólf um slíkt; hann er kunnur að gætni og
ráðvendni engu síður en hinir, sem vottorðin
gáfu Jón þóroddssyni. Að minnast á, að
maður nokkur hafi gengið burt frá rjettinum,
þegar Eyjólfur átti að fara að sverja, sannar
sára lítið. Jeg veit vel hver maðurinn var;
jeg var staddur suður á Strönd þennan dag,
þegar rjettarhaldið var, og var samferða spöl-
korn rnanni þessum, þegar hann var á heim-
leið frá rjettarhaldinu. Jeg get fullvissað
herra X. um, að burtför hans þaðan gjörði
málinu hvorki frá nje til. Hafi menn verið
komnir á fremsta hlunn með að kæra Eyjólf
fyrir sýslumanni fyrir framburð hans í máli
þessu, eins og herra X. segir, þá sýnir herra
X. með þessuin orðum ekki annað en það,
að hlutaðeigendur hafi ætlað að hlaupa á sig,
en gætt sín í tíma.
Gagnvart síðari hluta greinarinnar í «|>jóð-
ólfi» skal jeg leyfa mjer að taka fram; til-
gangur samþykktarlaganna er meðal annars
sá, að koma í veg fyrir þorskanetalagnir fyr-
ir utan hina tilteknu línu; með öðrum orð-
um: í veg fyrir, að þorskanet liggi þar eða
sjeu látin liggja þar. Til þess að sjá um, að
ekki liggi net á svæði því, sem þannig er
friðað fyrir netum, eru settir tilsjónarmenn.
Til þess að rækja þetta ætlunarverk sitt er
það brf/n skylda þeirra, að taka upp, hafa í
land með sjer og afhenda hreppstjóra eða
lögreglustjóra öll þau net, sem þeir finna
liggjandi fyrir utan línuna. það er ekki
peirra að dæma um, hvort netin hafa verið
lögð þar, eða þau hafi borizt þangað af nátt-
úrunnar völdum; það er sýslumannsins að
rannsaka það, og eptir þeirri rannsókn fer
það, hvort eigandi netanna verður fyrir sekt
eða ekki, en upptaka neta hans er sjálfsugð,
finnist þau fyrir utan línuna. Einungis verða
tilsjónarmenn, að búa svo um, að þeir geti
sannað með vottorði háseta sinna, eður ann-
ara, að net þau, er þeir taka upp, hafi legið
fyrir utan línuna, er upptaka þeirra fór fram.
Hið annað, sem herra X. segir um ábyrgð
þeirra, o: það, að það sje á ábyrgð tilsjónar-
manna, ef þeir taka upp önnur net en þau,
sem hafa verið lögð fyrir utan línuna, er
beinlísis rangt. Herra X. segir, að þeir eigi
að kæra menn til sekta, og þá sjálfsagt láta
netin liggja kyr; en ef herra X. vissi, að það
er ekki tilsjónarmannanna, heldur yfirvalds-
ins, að rannsaka, hver slík net á, þá mundi
hann kannast við, að hann fer viltur vegar í
þessu atriði.
Herra X. segir, að Jón þóroddsson og
Stefán Pálsson eigi ljett með að sanna, að
þeir hafi ekkí lagt fyrir utan línuna þennan
umrædda dag; það kann nú svo að vera, að
þeir eigi ljett með það; en á meðan sú sönn-
un er ekki framkomin, fannst mjer og fleir-
um undarlegt, að þeir skyldu vera sýknaðir
fyrir sekt í yfirdómi.
Ennfremur segir herra X., að þeir Jón og
Stefán eigi aðgang að tilsjónarmanninum fyr-
ir netaupptökuna; og telur skylt að virða
friðsemi þeirra og sáttgirni. Jeg veit ekki
betur, en að tilsjónarmanninum væri stefnt
til sáttanefndar fyrir netaupptökuna, svo að
friðsemin fór að verða á förum, og sáttgirnin
líka, því þeir sættust ekki fyrir sáttanefnd-
inni; hversvegna málinu ekki hafi verið hald-
ið áfram til dómstólanna, mega þeir bezt
vita sjálfir; að líkindum hefir ekki verið bú-
izt við sigri þaðan.
Herra X. talar um «að blása að kolunum».
Hann blæs að þeim kolum, að hræða tilsjón-
armenn frá að gæta skyldu sinnar, sem þá
um. leið nálgast það, að gefa öðrum undir
fótinn, að ekki muni það, eptirlitsins vegna,
vera hættulegt að brjóta samþykktarlögin.
það er óvíst, að þeir, sem brjóta gegn sam-
þykktarlögunum eptirleiðis — ef nokkrir
verða — kunni herra X. þakkir fyrir slíka
ráðleggingu; jeg er viss um, að tilsjónar-
mennirnir sjá, að herra X. segir þeim ekki
satt um ábyrgð þeirra, og að þeir muni í
engu láta grein hanS hafa áhrif á fram-
kvæmdir sínar; og eins viss er jeg um, að
sýslumaður vor muni beita lögunum í fyllsta
mæli gegn þeim, sem brjóta; og er þvl ekki
vert, hvorki beinlínis nje óbeinlínis, að hvetja
menn til lagabrotanna.
Hafnarfirði \2- 89.
þ. Egilsson.
Leikirnir.
Leikirnir stóðu alls 11 kvöld, og enduðu
13. þ. m. Leikritin voru fjögur: »Box og
Kox», »Sambýlisfólkið», »|>á er eg næstur», og
»Sá er ekki feiminn», öll snúin úr ensku, nema
»Sambýlisfólkið» úr dönsku. Allir eru leikir
þessir gáskaleikir (Fareer), og þar af leiðir,
að efnið í þeim er hvorki mikið nje marg-
brotið. I slíkum leikjum er allt undir því
komið, að hendingarnar og atvikin sjeu hlægi-
leg og samræðurnar fyndnar, en fyrst og
fremst ríður eðlilega á því, að vel sje leikið.
Flestum þeim, er vit höfðu á og sáu leiki
þeirra, mun hafa þótt efnið f þeim nokkuð
lítilfjörlegt og fremur lítið íslenzkubragð að
fyndninni, enda var þýðingin mjög lítt vönd-
uð, einkum á »Sá er ekki feiminn». En mik-
ið var samt hlegið þessi hvöld, sem leikið var,
einkum af börnum og unglingum, og má af
því marka, að þeir hafi þó skemmt sjer.
En auðugri að lærdómum eða lífsþekkingu
hefir enginn farið heim frá leikjum þessum,
sem heldur er ekki við að búast um þess kyns
leiki.
það vildi líka svo óheppilega til, að sama
konan ljek aðal-kvennpersónurnar í þremur
helztu leikjunum (öllum nema Box og Kox)
af svo lítilli list, að leikirnir biðu þess ekki
bætur, þótt sumt annað væri vel leikið.
Sá, sem Ijek meðal annars lyfsalann (í »þ>á
er eg næstur»), Ijek að vanda vel, og sömu-
leiðis sá, sem ljek þann ófeimna (í »Sá er
ekki feiminm) ; hafði hann þann mikla leikara-
kost, að geta verið eins og heima á sjer á
leiksviðinu. þeir, sem meðal annars ljek
ráðskonu lyfsalans, tókst einnig dável. þjónn
lyfsalans var líka allvel leikinn.
Fyrsta skilyrðið fyrir því, að geta leikið, er