Ísafold - 16.03.1889, Page 2

Ísafold - 16.03.1889, Page 2
86 að vita það, að maður á að lifa í persón- unni, sem maður leikur. En það var auð- sjeð á öllu, að sú sem Ijek aðal-kvennper- sónurnar, hafði hraparlega litla hugmynd um slíkt; það eina, sem breytti henni, var bún- ingurinn; málrómurinn var sá sami, tilbreyt- ngalaus, og allir viðburðir þeir sömu, hvað sem hiin sagði og hverjar sem geðshræring- arnar áttu að vera. það er vonandi, að þegar næst verður leik- ið, verði leikirnir efnismeiri og lærdómsríkari, og um fram allt, að einhver kvennmaður fá- ist þá til að leika aðal-kvennpersónu—því án aðal-kvennpersónu getur ekkert verulegt leikritverið—,sem geri það vel eða að minnst kosti þolanlega. En hvenær sem hjer verð- ur leikið næst og hverjir sem gangast fyrir því, þá má það ekki gleymast, að til þess að leika aðal kvennpersónu verður að velja kvenn- mann, sem hefir einhverja dálitla hugmynd um leikmennt og svolitla almenna menntun. Takist ekki að fá slíkan kvennmann, þá er betra að sleppa leikjunum alveg. 1889. Gestue Pálsson. Sjómennska við Faxaflóa. það getur enginn neitað þvi, að hvergi kring um Island er jafnmikill sjávarútvegur á opnum skipum eins og hjer við Eaxaflóa, og jafnframt er að tiltölu hvergi eins langt sótt út á sjóinn til fiskjar. það ber ósjaldan við, að svo hundruðum skipa skiptir er vestur í Bennum, 5—6 mílur undan landí. Hugsum okkur nú, að tíundi hver maður af formönnum á þessum skipum væri hjer um bil viss að lenda í öllum veiðistöðum, jeg tek til frá Akranesskagatá að Garðskagatá, þá mundu hinir geta haft gagn af að elta þá, eins og hingaðtil hefir átt sjer stað, þegar svo hefir borið undir, að menn hafa ekki getað lent í sömu vörinni, sem þeir fóru úr um morguninn. En það er langt frá því, að svo sje, heldur er það hjer um bil víst, að engínn af öllum þessum grúa þorir að lenda nema á vissum stöðum, sem svo auðveldlega getur viljað til að sje ómögulegt að ná. Verður þá náttúr- lega eina úrræðið, að elta þann, sem á undan fer, án þess þó að hafa minnstu hugmynd um, hvort hann veit heldur hvaða leið sje hættu- laust að fara. Getur þá einn, sem er nógu fífldjarfur, ef til vill leitt fleiri tugi skipa í freistni. En hvaða ráðum á að beita til þess, að forða ef til vill fleiri tugum manna við hinu voðalega tjóni, sem getur leitt af því, að þekkja ekki hinar hreinustu og algengustu leiðir að hverri veiðistöðu? Til þess hefi jeg hugsað, að helzta og ein- faldasta ráðið væri, að sett yrði þriggja manna nefnd í hverri veiðistöðu, sem væri skipuð greindum og kunnugum mönnum. þeir ættu að gefa skýrslur um allar helztu lendingar og sem nákvæmastar lýsingar á miðum, bhnd- skerjum og útgrynningum ; þar næst ætti að auglýsa þær í einhverju blaði, svo þær yrðu lesnar og jafnframt gæfist kostur á að finna að þeim, ef þeim væri ábótavant. Síðan ætti að safna öllum þessum skýrslum saman í eina bók, þegar vissa væri fengin fyrir, að þær væru rjettar, og ætti það að vera fyrsta og helzta skilyrði, að enginn mætti vera formaður nema hann gætí gjört fulla grein fyrir, öllu sem hon- um riði á að vita um mið á leiðum og lend- ingum, eptii' því sem skýrslurnar bæru með sjer. Enn fremur ætti hver skipseigandi að vera skyldur að láta kompás fylgja hverju skipi, sem hann gerði út, og mætti engiun vera for- ruaður nema hann kynni að nota hann sjer til leiðbeiningar í þoku og myrkri. Loks ætti hver formaður að þekkja hinar einföldustu siglingareglur, sem opt getur verið mjög áríðandi, þegar mörg skip eru saman á siglingu. það er eitt með öðru ófyrirgefanlegt, að allir formenn skuli ekki þekkja þá reglu, að þegar skip mætast á siglingu, þá er sá skyldur að slá undan í tæka tíð, sem hefir bakborðsvind. Eins þyrftu formenn að kunna betur að haga seglum eptir vindi, og æfa há- seta sína í að vera fljótir að gegna, og gjöra fljótt og vel verk þau, sem þeim eru fyrir sett. Seglin ættu að vera sem flest og bezt rifuð, og þarf að gjöra það í tíma, og brúka þau í þríhyrning í ofviðri. Háseti. Fróðlegur samanburður. Herra ritstjóri ! Mjer datt í hug, þegar jeg las um daginn í blöðunum hlökkunarklausu alþingismanns Jóns Ólafssonar út af því, að sannazt hafði í máli hans við Gröndal, út af vesturfarapjesunum, að hann (Gr.) hefði orðið að fara frá embætti vegna drykkjuskaparó- reglu, — mjer datt í hug að spyrja sem svo : »Hvers vegna á Ben. Gröndal að vera fórnar- lamb fyrir alla þá ísl. embættismenn, er fyr og síðar hafa unnið til afsetningar fyrir drykkju- skaparóreglu, ef rjettlæti hefði verið við þá beitt og ekki tómri miskunn ?» |>að væri fróðlegt að vita það. En sleppum nú því. það hneyxlar mig minna heldur en hitt, að lesa óhróður J. Ó. um Gröndal í vesturfarapjesa hans, og bera hann saman við eptirfarandi ræðustúf í al- þingistíðindum 1885 B. 1057, út af því, að fjáriaganefndin hafði viljað færa niður vís- indastyrkinn til Gröndals í fjárlögunum : nGrundal er einn af okkar fáu afbragðs- mönnum, og vel aðgætandi að þegar hann var í blóma lífsins, þá var þingið ekki fjár síns ráðandi, og því varð lífið honum harðdrægt á beztu árum hans; en því fremur sem landið gat ekki þá sýnt honum skyldugan sóma, því fremur álít jeg pjóðskömm að vera að nartaaf' pessum styrk nú, þegar hann á við bágan hag að búa í elli sinni». Hvaða alþingismaður á þennan ræðustúf? Hann hjet og heitir — Jón Ólafsson! Z. Tíðarfar- Með norðanpósti, sem kom í fyrra dag, frjettist gæðatíð úr flestum sveit- um norðanlands síðan í þorralok. Hjer var ágætis-hláka í gær og í fyrradag, enda var mikill snjór fyrir. Aflabrögð. í Garðsjó og Leiru hafa margir aflað vel þessa viku á lóðir, 30—40 í hlut í róðri, af þorski og stútungi, nýgengn- um, en mögrum. En 1 Höfnum mikið tregt um fisk. Á Bollaslóð urðu Álptnesingar vel varir í miðri vikunni, og Akurnesingar aðeins varir vestur í Kambsfor. Eyrarbakka 12. marz : »Bóið í dag hjer og á Stokkseyri; 8—10 í hlut almennt í kast- inu, mest ýsa. Nú eru menn úti í 3. sinn. Á Öskudaginn var einnig róið hjer, og fisk- uðust þá 8—40 í hlut». Mannalát og slysfarir. Snemma í f. m. andaðist í Svefneyjum á Breiðafirði ekkjan Sigríður Ölafsdóttir, á 90. aldursári, móðir yfir- kennara H. Kr. Friðrikssonar og Ólínu, konu Hafliða dbrmanns Eyjólfssonar í Svefneyjum, »almennt viðurkennd merkiskona». 1 Flatey á Breiðaf. andaðist 22. janúar verzlunarmaður Jónas Bentsson, 26 ára að aldri, sonur Bents kaupmanns Jónssonar í Flatey, er fórst á leið frá Khöfn vorið 1873, og Guðnýjar Jóhannesdóttur, er andaðist í Flatey 10. sept. 1887. «Jónas heitinn var frábær þrekmaður, áður en heilsa hans bilaði, tryggur í lund og drengur hinn bezti*. Hinn 16. f. m. andaðist Jún hreppstjóri Bunólfsson á Skerðingsstöðum í Beykhólasveit, merkisbóndi og atgervismaður, 41 árs. «Hann var maður fjelagslyndur mjög, og hafði fjör- ugan áhuga á almennings málum. Oddviti var hann í hreppnum mörg ár, en nú hrepp- stjóri, og gegndi því starfi sem öðrum með dugnaði, drenglyndi og samvizkusemú, Hinn 29. jan. andaðist Jón hreppst. Jóns- son í Hringveri á Tjörnesi, »merkisbóndi og efnamaður í betra lagi». I janúar varð úti á Fjarðarheiði eystra á heimleið úr kaupstað unglingsmaður, Ólafur frá Beinárgerði á Yöllum, «og er það ekki £ fyrsta sinn, sem menn verða úti í þessum vetarkaupstaðarferðum». Snæfellsnesi 7. marz : »í hlákunni 20. til 23. f. mán. kom upp góð jörð í þeim sveitum, sem eru að norðanverðu við fjall- garðinn, svo sem Skógarstr., Helgafellssv., Eyrarsv. og Neshreppum. En sunnan fjalls (í Staðarsv., Breiðuv. og Miklaholtshr.) urðu alls engin not að henni, því þar var og er enn svo ákaft fannkyngi, að ekki bólar nema á hæstu holt; enda er þar alstaðar innistaða fyrir allar skepnur. Nú eru orðin mjög víða bjargar-\&,n& heimili í Breiðavíkurhreppi; enda er hann hinn lang-verst staddi hreppur f sýslunni í öllu tilliti. þar eru sveitarþyngsli svo áköf, að niðursetur eru jafnmargar þeim, er til sveitar gjalda, og fjöldi heimila, sem þiggja af sveit. Titsvör manna þar, sem eru langt fyrir neðan skiptitíund (tíunda 1—2 hdr.), er frá 30 upp að 60 kr., sjeu það ó- maga menn, en hærra ef ómagalitlir eru. Breiðvíkingum vildi það óhapp til, að fiski- afli brást algjörlega á síðasta vori, en vor- róðrar eru, ásamt hákarlaveiði á vetrum, að- al bjargræðisvegur þeirra, og annað hitt, að hinir 6 bátar, en fuku þar 22. nóv. f. á. (eins og jeg gat um síðast), voru flest bátar, sem brúkaðir voru til hákarlaróðra, svo nú má heita lokum skotið fyrir þann útveg. Sumir hreppa-stjórnvitringar álíta óumflýjandi, að skipta byrði Breiðavíkurhr. upp á sýsluna, en hinir, sem dýpra rista, að skipta henni upp á amtið.—Einkennileg lánsaðferð. í sum- ar er leið, gaf sig upp sem gjaldþrota Guð- mundur nokkur á Munaðarhóli á Hellissandi, er fyrir nokkrum árum var hinn öflugasti bóndi þar um slóðir. Orsökin til þess gjald- þrots telja menn skuld Guðm. við Clausens- verzlun í Ólafsvík, er var eitthvað á 2. þús- und króna. þegar bú Guðm. var selt á upp- boði, kom það brátt í ljós, að það hrökk ekki öllu meir en fyrir skuldum, er hann átti ó- goldnar til umboðsmannsins — Munaðarhóll er þjóðeign — og sem gengur fyrir öðrum skuldum. þess vegna fekk Clausen mjög lít- ið upp í skuld sína. En hvað gjörir Clausen til að hefna sín, ef hefnd skyldi kalla ? Hann lætur það boð út ganga (!), að hann — að minnsta kosti í kring um Jökulinn—láni eng- iim þjóðjarðarlandseta minnstu baun, hvað>

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.