Ísafold - 16.03.1889, Síða 3

Ísafold - 16.03.1889, Síða 3
87 sem við liggur, nema umboðsmaðurinn á- byrgist, að það sje borgað. Tveir sannorðir menn hafa nýlega sagt mjér, að þeir hafi orðið fyrir þessu.— í Flatey er nú orðið vörulaust, nema kol, steinolía og vínföng fást þar enn. Er sagt, að vínföng sjeu engu mið- ur notuð þar en annarsstaðar.—Fiskiafli mik- ið farinn að lifna aptur undir Jökli, og þykir nú horfast heldur vænlega á með vetrarver- tíðina, ef gæftir yrðu góðar.—Veðrátta hefir verið hjer góð síðan þíðunni lauk (23. f. m.), sífelld hægviðri og frostvægt.— A Sandi undir Jökli er nú barnaskóli, vel sóttur, eptir því, sem vænta má af mönnum þar. En að öllu leyti má þakka það Lárusi Skúlasyni, sýslu- nefndarmanni Neshr. utan Ennis, að skóli þessi komst á fót«. Babðasteandaesýslu (sunnanverðri) 2. marz: »Næstliðinn mánuð hefir veðurátt verið mjög umhleypingasöm, optast útsynningur með hörðum norðanköstum og áhlaupum, með 12 til 14 st. frosti; harðasta áhlaupið var hinn 7., er Isafjarðarpóstur lá úti á þorska- fjarðarheiði. En þessi uppþot hafa ekki staðið lengi, opt ekki nema sólarhring; stund- um hafa komið blotar, sem sumstaðar hafa grynnt á gaddi, og komið upp jarðsnöp fyrir skepnur. Nú með marz hefir brugðið til stillu og blíðviðurs. — Til hafíss hefir nýlega frjetzt fyrir utan ísafjarðardjúp, og inn á Súgandafjörð hafði hann rekið. — Enginn kvartur er enn kominn hjer um heyskort, og er haldið að flestir bændur hjer um pláss muni geta gefið, þó hart verði, fram á éin- mánuð og enda til sumarmála; hafa þó ver- ið innistöður hjer fyrir allar skepnur frá því með jólaföstu«. Steandasýslu (Steingrlmsfirði) 21. febrúar: »Sumstaðar hjer við Steingrímsfjörð er nú komin 14 vikna innistaða fyrir allar skepnur. Óvíða er samt heyskortur farinn að gjöra vart við sig.—Hafís hefir sjezt við Strandir norð- austanvert og úti fyrir Djúpi, af Stigahlíð, og hroði við Austur-Strandirnar norðarlega, en ekki hefir hann gjört vart við sig hjer á innflóanum enn; þó þyki veðuráttin benda til þess, að hann sje á hrakningi hjer nærri og þá væntanlegur«. Stbandasýslu (Hrútaf.,) 9. marz: »Hag- leysur haldast hjer enn. þá komu hjer dálitlar snapir upp um 22. f. m., því þá var góð hláka í 2 daga. En það tók þegar fyrir þessar snapir aptur 23. s. m. því þá gjörði bleytu-kafald á þíða jörð. Síðan með góu- komu hafa verið stillur og bezta tíð.—Elestir munu hafa nægileg hey enn sem komið er, en haldist þessar hagleysur fram á sumar- mál eða lengur, er ekki ólíklegt, að enn einu sinni verði skepnufellir af fóðurskorti.—Borð- eyrarkaupmenn hafa sett alla matvöru upp (um 1 kr. hver 100 pd.). Kaffi kostar þar nú 1 kr. pundið#. Húnavatnssýslu (Miðfirði) 8. marz: »1 hinni ágætu hláku 21.—23. f. m. kom mjög víða upp góð jörð; þó er enn alveg hjargar- bann víða fyrir vestan Hrútafjörð, en um Miðfjörð er vfðast næg jörð fyrir hross, um Vatnsnes fyrir allar skepnur, sömuleiðis um Víðidal utanverðan og þing. Að ekki urðu meiri not að hlákunni stafar mikið af því, að í enda hennar (aðfaranótt sunnudags 24. febr.) dreif niður lognsnjó mikinn og varð fyrir það víða óhreint á og svellalög jukust mjög, því fjarska-vatnselgur var undir. Síðan hafa haldizt stillur og bezta veður, og hafa færðir verið svo góðar síðan sem beztar mega verða að vetrardegi; það þarf um endilanga sýsl- una aldrei að láta stíga af svelli nema faðm og faðm í senn«. Skagafieði (miðjum) 25. febr. »Veðrátla hefir verið fremur óstöðug; optast útsynn- ingur, og vanalegast 3—6° B. frost. Hæst var frost 9.—10. þ. m. 17°. Stundum hefir þiðnað (4., 12., 17.—18., 21,—23. þ. m.), en opt orðið til að auka áfreða að eins, nema liin síðasta hláka var mikil og leysti svell og snjó algjört, en endaði með nokkurri snjó- komu 24. þ. m. (í gær). þó mun verða næg jörð, er frystir. Áður var jarðskarpt einkurn vestan Vatna, við vesturfjöllin. Umheyskort eigi talað. — Siglingar eru hjer engar. Af »Lady Bertha* hefi eg frjett þetta : Hún var alveg óbrotin. O. Wathne hafði hana fyrst aptan í, en er kom hjá þórðarhöfða, fór skrúf- an að ganga, og hún að ganga með sínum eigin krapti. þannig komu skipin á Siglufjörð. Meðan þau voru þar, kom suð-vestan hvess- ingur, og rak þá L. Bertha þar upp, og: missti akkerið, er eigi fannst aptur, en Wathne lagði til hennar annað akkeri af Vaagen, og náði henni út aptur. Litlu seinna lét O. Wathne bróður sinn fara með L. Bertha, og skyldi hann fara með hana beint austur á Seyðisfjörð, en sjálfur sigldi hann á Vaagen til Eyjafjarðar. Fóru skipin jafnt af Siglu- firði og skildu fyrir Eyjafirðinum; hélt þá Lady Bertha beina leið austur, en Vaagen inn á Eyjafjörð; veður var allhvasst norðan og mikill sjór. Lagðist Vaagen við Hjalteyri um kvöldið; en daginn eptir kom Lady Bertha á hliðinni inn Eyjafjörð, komst inn að Akur- eyri og lagðist þar ; hafði hvin komizt austur að Sléttu; þar hafði komið mikill ósjór á hlið henni, og kastað öllu, sem lauslegt var í henni, í aðra hliðina, og lagt hana þar með á hliðina, og gat hún eigi rjett sig aptur við, en var nær farin ; sneri hún þá undan til Eyjafjarðar, og með því vindstaðan og bylgju- gangurinn var þá fremur á eptir. Afsagði skipstjóri þá að fara aptur, nema Vaagen væri samferða. Heyrt hefi jeg, að bæði skip- in hafi síðan lagt út af Eyjafirði 16. þ. m.— Skemmtanir, sjónleikir, voru haldnar á Sauð- árkrók í húsum kaupm. Popps í næstl. viku, 19.—23. þ. m., og var vel sótt, þrátt fyrir þau óþægindi, sem á því eru fyrir gesti að vera á Sauðárkrók, í svo litlum bæ, margir saman með hesta um hávetur. Sjónleikirnir voru: »Skuggasveinn», leikinn 2 kvöld, og »Læknir gegn vilja sínum», hið þriðja, og Store Bededagsaften, leikið á dönsku(!) í 3 kvöld. Furðu-góð voru tjöldin, máluð víst flest af Árna lækni Jóussyni, og furðu vei var leikið af sumum, t. d. Sigvalda Blöndal (Skuggasveinn), Jónasi Jónssyni (Galdra-Hjeð- inn), Finni gullsmið Jónssyni (Grasa-Gudda) o. fl. Skemmtunin þótti mjög góð. Ágóðinn á að ganga til kirkjubyqgingar á Sauðárkrók, sem hlutaðeigendur óska að geta fengið sem fyrst fyrir Fagraness- og Sjávarborgarsóknir. Sóknarfólkið í báðum sóknum vill þetta, og hjeraðsfundur samþykkti það að sínu leyti næstl. sumar, en eigandi Sjávarborgar vill að eins sleppa því einu, að kirkja sje á Sjávar- borg, auk ornamenta- og instrumenta kirkj- unnar, en ekki húsinu sjálfu, ekki eign kirkj- unnar o. s. frv. Sauðárkrókur stækkar árlega. Mónakó. keypti sjer dálítinn lóðarblett 300 faðma fyr- ir utan landamæri furstans síns, sem var, kom sjer upp góðum kartöplugarði, og lifði á- nægjusömu lífi. En hann mátti alþrei heyra minnzt á fursta, svo að hann ljeti ekki í ljósi fyrirlitningu sína fyrir þeim. Stjórnin í Mónakó vildi ekki eiga á hættu að verða optar fyrir slíkri skapraun og útlát- um, og gjörði samning við frönsku stjórnina að hirða glæpamenn úr Mónakó fyrir hæfiiega þóknun, og sjá þeim farborða. En í skjalasafni ríkisins i Mónakó ergeymd- ur samningurinn við afbrotamanninn, og ept- irlaunin bregðast honum ekki, meðan hann heldur það sem upp var sett, að halda sig utan endimarka ríkisins. þessi saga um bandingja furstans í Móna- kó er dálítið keimlík gamansögu, er íslenzkur stúdent í Khöfn fyrir 30—40 árum laug í Dani, og margir landar kannast við. Honum þótti þeir, sem hann átti tal við, svo for- kostulega fáfróðir um ísland og alla þess hagi, að hann gat ekki setið á sjer að sneypa þá með því að ljúga þá fulla af eintómri vit- leysu. það barst í tal meðal annars, hvernig far- ið væri hjer á landi með dæmda ólífismenn, þar sem hjer væri ekki til neinn hausastýfir. «þeim er fenginn hæfilegur farareyrir til ann- ara lauda og látnir sigla», segir stúdentinn. — «Hver sjer þá um aftökuna?# — «það gjöra þeir sjálfir. Farareyrinn er hafður svo rífleg- ur, að þeir geta borgað fyrir aftökuna líka.» «Já, en hvaða trygging er þá fyrir því, aðþeir svíkist ekki um að láta taka sig af lífi?* — «þeir eru nú svo vandaðir menn í öllu, ís- lendingar, jafnvel sakamenn, hvað þá heldur aðrir, að þess er ekki nokkurt dæmi, að úr þessu hafi orðið neinir prettir*. Áheyrendum fannst mikið til um slíkaráð- vendni, sem von var. Veturvist i Noregi fyrir 60 árum. það er danskur maður, C. N. Smith pró- fastur, sem segir þannig frá : þegar jeg var drengur, kring um 1830, áð- ur en jeg fór að stunda skólanám, var jeg nokkra vetur lyfsalasveinn í kaupstaðnum Hólmströnd við Víkina. Lyfsalinn rak jafn- framt talsverða verzlun við sveitamenn, eink- um að vetrinum ; áttu sumir viðskiptamenn okkar að sækja 3—4 þingmannaleiðir í kaup- staðinn. Var sú verzlun allfjörug, þegar góð var sleðafærð, og var stundum komið bezta hjarn í októbermánuði. í>á komu sveitamenn með viðarflutning sinn. þeir höfðu opt verið á ferð alla nóttina, í tunglskini og hjarni. þeir höfðu hnýtt löngu reipi aptan í sleðann; það hlykkjaðist og lið- aðist á eptir langa leið í snjónum. Var það gert til að fæla úlfa. Úlfar eru mjög tor-

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.