Ísafold - 23.03.1889, Blaðsíða 4

Ísafold - 23.03.1889, Blaðsíða 4
96 bættisgjörð, eða hvað á. kirkjan að leggja til marg- ar sálmabækur, svo nægilegt sje ? áv^ Svo margar, að halda megi uppi söng í kirkjunni. 91. Eiga kirkjurnar að byrja á að kaupa nýju sálmabókina sjö-skálda-nefndarinnar i þeim sókn- um, sem þær eru innleiddar ? Sv.: Já. Sje svo, að þær sjeu skyldar til þess, eru þá ekki sóknarmenn það lika, ef þeir hafa samþykkt að innleiða þær? Sv.: Nei. 99. Eiga ekki sýslunefndarmenn heimtingu á að fá fæðispeninga sína útborgaða i lok hvers fundar, er þeir sitja á, eplir reikningi, sem þeir þá gera og beiðast úrskurðar sýslumanns á? Sv.: Jú, ef nóg er í sýslusjóði til þess, sam- kvæmt áætlun nefndarinnar. 93. Jeg þekki 10 hreppstjóra, og hafa 9afþeim aldrei nema 1 mann með sjer, þegar þeir skrifa upp dánarbú, en hinn 10. æfinlega tvo. Er upp- skriptin ekki lögmæt hjá þessum 9, þótt ekki hafi þeir nema einn mann með sjer ? Sv.: Nei, ekki ef í hart fer, sjá 16. gr. skipta- laga 12. apríl 1878. 94. Jeg átti mann í skiprúmi í haust, sem varð f'yrir því slysi, að endi á „spriti“ datt 1 höfuö hon- um, fyrir áþreifanlegan klaufaskap eða megna ó- aðgæzlu hásetaþeirra, sem áttu að taka ofan seglið. eptir skipun formanns, í bezta veðri skammt frá lendingu, og hefir hann ýmist legið síðan eða verið ófær til vinnu hásetum af heilaveiklun eptir höggið Ber þessum ekki að bæta mjer vinnumissi (afla- missi) mannsins m. m.? Sv.: Jú. í greinarkorni í síðasta (23) tölubl. „ísafoldar11, þar sem skýrt er frá viðureign næturvarðar og prestsefnis hjer í bænum, er sumt eigi allskostar rjett hermt, og verð jeg því að biðja yður, herra ritstjóri, að Ijá þessari leiðrjettingu rúm í blaðí yðar. < Næturvörðurinn hefur eigi kært fyrir mjer, að hann hafi sætt misþyrmingum af prestsefninu við þetta tækifæri, enda mun hann eigi hafa orðið fyrir þeim. Eptir skýrslu hans ætlaði jeg að brot prestsefnisins hefði einkum verið fólgið í háreysti á götunum, og hefur hlutaðeigandi verið kallaður fyrir og sætt áminningu og aðvörun fyrir það. Eigi er það heldur rjett, að næturvörðurinn hafi eigi getað handsamað „guðsmannsefnið11, eins og komizt er að orði, því hann mun hvorki hafa reynt til þess, nje þótt ástæða til þess. Að öðru leyti álít jeg að samanburður við landsyfirrjettardóm þann, er greinin ræðir um. eigi ekki við rök að styðjast, því að hjer er um ólíkar, en ekki samskonar yfirsjónir að ræða. Reykjavík 22. marz 1889. Halldór Daníelsson. * * * Mál þetta skýrist ef til vill betur við væntan- leg rjettarpróf um það út af nýrri skriflegri kæru gegn prestsefninu fyrir brot það, er hjer um ræðir. — Ritstj. AUGLÝSINGAR ísamfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning I kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg. út í hönd. Með því sýslanin sem hringjari við dóm- kirkjuna í Beykjavik nú er laus orðin fyrir dauðsfall þess manns, sem lengi hefir haft starfa þenna á höndum, er hjer með skorað á þá, er framvegis kunna að vilja takast þenn- an starfa á hendur, að gefa sig fram innan mánaðar við amtmanninn í Suðuramtinu skriflega. Auk hringinga í dómkirkjunní og líkhúsinu við kirkjulegar athafnir, á hringjarinn annað- hvort sjálfur að troða orgelið i dómkirkjunni eða fá til þess mann á sinn kostnað, svo á hann og að ávisa grafarstœði í kirkjvgarðinum. Föst laun úr sjóði dómkirkjunnar eru 50 krón. árlega. Amtmaðurinn í Suður-amtinu, Reykjavík 19. marz 1889. E. Th. Jónassen. Jeg undskrifaður gjöri almenningi kunnugt, að jeg hefi áformað að taka upp nýbýli í Ós- koti, fornu eyðibýli, liggjandi í Mosfellssveit við Miðdalsland og Reynisvatns sunnan Ulf- ars-ár og Hafravatns, og mun fara þess á leit, að mjer verði úthlutað landi því, er ofannefndu eyðibýli fylgt hefir, á þann hátt og með þeim rjettindum og hlunnindtnn, sem tilskipun 15. apríl 1776 ákveður. Skora jeg því á alla þá, sem kynnu að eiga tilkall til þessa lands, að lýsa tilkalli sínu fyrir amtmanninum yfir suð- ur- og vesturamtinu innan 4 mánaða frá birt- ingu þessarar auglýsingar, sem einnig verður lesin í landsyfirdóminum. Blikastöðum, 21 marz 1889. Guðmundur Kláusson. HEGTÍINGARHÚSIÐ kaupir nú umlOOhesta at góðum mó. Semja má við Sigurt) umsjónar- mann Jónsson. °8 önnur ritföng eru jafnan til 4 A 11 afgreiðslustofu ísafoldar (Austur- stræti 8) með afbragös-veröi. Meðal annars 120 arkir af góöum póstpappír fyrir 30 aura; umslög á ýmsum stærðum 30—60 aura hundrað; skrif- pappír í arkarbroti frá 22—60 aur. bókin (eptir gæðum); stýlabækur og skrifbækur ýmiskonar; höfuðbækur litlar (reikningsbækur), sem hafa má í vasa, með prentuðu registri, á 1 kr. 10 og 1 kr. 20 a. Vasabækur, pennar, blek o. fl. LEIÐAE.VÍSIR TIL LÍESABYRGDAR fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jón- assen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. Almanak í>jóðvinaf]elagsins 1889 er til sölu á afgreiðslustofu ísafoldar. UBF" Nærsveitismenn eru beðnir að vitja „ísafoldar11 á afgreiðsiustofu hennar (i Austurstræti 8). Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. i—2 ’ andsbankinn opinn hvern virkan dag kl. I—2 Landsbókasafnið opið livern rúmhelgan dag kl. 12—2 útlán md., mvd. og Id. kl. 2—3 ööfnunarsjóðurinn opinn I. mánud. i hverjum mánuði kl. 4—5 Veðurathuganir 1 Reykjavik, eptir Dr. J. Jónassen. Marz Hiti (á Celsius) Loptþyngdar- mælir(milliaietd Veðurátt. á nóttu um hád. fm. em. fm | em. Mvcl.20 -1- 8 2 762.0 756 9 O d. Sv h d Fd. n. 0 + 4 75+4 754 4 Sv h b V h d Fsd. 22. + I + 5 739.1 736.6 Sv hd V h d Ld. 23. -r 1 711.5 Svhvd Miðvikudaginn var hjer logn með ofanhrið nokkra stund, svo jörð var alhvit; gekk svo til úrsuðurs hægur með rigningarskúrum, síðan til landsuðurs aðfaranótt h. 22. með mikilli rigningu en hægur ; stytti upp um miðjan dag og gekk til vesturs með hægð en brimi til sjáfarins og snjó- aði lítið eitt seint um kveldið. Aðfaranótt h. 23. genginn til útsuðurs með hryðjum. Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil. Prentsmiðja ísafoldar. Guttormur ljet sjer vel farast við tengda- son sinn tilvonandi. Hann fór að öllu með hann sem son sinn upp frá þessu. Hann ljet hann fara með sjer að finna vini sína og kunningja, og sagði þeim af ráðahagnum. Hann kom líka til okkar ogþeir báðir. það lá prýðilega á þeim, og Guttormur segir : »Nú græðið þið bráðum vel á mjer, þegar jeg fer að kaupa í veizluna hennar Ingiríðar». Hún vildi helzt, að brúðkaupið væri haldið í kyrþey. En það vildi faðir hennar ekki; hann sagði að það mundi verða lagt svo út, að hann gæfi ekki Ólafi dóttur sína með góðu geði, en hann vildi að allir gengju úr skugga um, að honum þætti engin minnkun að Ólafi fyrir tengdason. þess vegna vildi hann líka hafa veizluna á giptingardaginn sinn sjálfs, 1. desember, og hafa jafnmarga borðgesti og verið höfðu í veizlunni hans, en þeir voru 125. þetta fór fram. Guttormur tók vel út i veizluna hjá okkur, eins og hann hafði lof- að. Brúðkaupið skyldi standa í 3 daga, og gestir áttu ekki að verða þurbrjósta, sagði hann. Hann keypti líka ókjörin öll af á- fengum drykkjum, þar á meðal dýrindisvín af ýmsu tagi. Húsbónda mínum var boðið í veizluna og konu hans og börnum. Okkur var líka boðið, apótekssveinunum ; Guttorm- ur bað sjerstaklega um, að mjer væri lofað að fara, enda fjekk jeg það líka, með því að það var á sunnudag, sem gefa átti saman. Jeg hlakkaði mikið til að fara í veizluna, og var það ekki um skör fram, eptir því sem reyndin varð. Veður fagurt á brúðkaupsdag- inn, hreint og heiðríkt og hjarn á jörðu. Við fórum af stað um dagmálaskeið, á mörgum sleðum, og hjeldum sem leið liggur upp að Geirstöðum, og fórum vel greitt. þótti mjer það hin bezta skemmtun. Fram undan bæn- um á Geirstöðum höfðu verið reistar tvær háar stengur, og blöktu fánar á þeim uppi; en við götuna heim að bænum voru 3 steng- ur aðrar, og bundið á þær ofan til kornbind- ini mikil. það var veizlukostur handa fugl- unum ; brúðkaupið átti að standa 3 daga, og því voru stengurnar hafðar 3. Mjer þótti þetta svo fallegur siður, að jeg hefi opt minnzt á það við bændur hjer (í Danmörku), að þeir ættu að taka upp sama sið; þeir eiga þó fullt eins hægt með það. Oss var fagnað með hljóðfæraslætti, er vjer ókum í hlað. Guttormur bóndi stóð í dyrum úti, og kvaddi oss vel og kurteislega. Margt var komið af gestum á undan okkur; sumir áttu langt að, og höfðu farið á stað um miðja nótt; margir voru líka ókomnir, og voru þeir að smátínast fram eptir deginum. En ekki leiddist hinum biðin, því nóg var að hressa sig á og skemmta sjer við : geysistór langborð tvö, alþakin brauði og smjöri og kökum og nógu af brennivíni, konjaki, port- víni og madeiravíni, en mjöður handa kvenn- fólkinu. Gengu gestirnir að vistum þessum og hresstu sig eptir vild, drukku hver öðr- um til. Kvennnfólk ljet sjer duga kaffi vel- flest. Loks voru allir gestirnir komnir, og allir búnir að fá sjer hressingu, en borð þó hvergi nærri hroðin. þá var búizt til ferða til kirkjunnar. Brúðurin hafði þjetta blæju fyrir andliti, og var svo dúðuð í fötum, eins og reifastrangi, að hún var óþekkjanleg. Hún ók í broddi fylkingar; faðir hennar stóð fyrir aptan hana og stýrði hestunum fyrir sleðan- um. þá kom hin mikla gestasveit á eptir.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.