Ísafold - 27.03.1889, Side 2

Ísafold - 27.03.1889, Side 2
98 biskupi var Dr. Guðbrandur Vigfússon og kominn í níunda lið, og bar hans nafn, því að það hafði haldizt við í ættinni. Móðir Dr. Guðbrands var Halldóra Gísladóttir, prests á Breiðabólstað á Skógarströnd, Ólafs- sonar biskups í Skálholti (d. 1753), og er það ætt Gísla Sveinssonar sýslumanns á Miðfelli (1564 — hjer um bil 1593). |>au hjón Vig- fús og Halldóra voru sæmilega efnuð, en í æsku Dr. Guðbrands tók afasystir hans, Kat-. rín Vigfúsdóttir, hann að sjer, af r'ækt við nafnið, því að hann hjet eptir bróður hennar Guðbrandi apótekara í Nesi (d. 1822); kom hún honum að Kleifum í Gilsfirði og þar ólst hann upp. Hinn fyrsta skólalærdóm nam hann að sjera Halldóri Jónssyni í Trölla- tungu (d. 1888), en tvo vetur var hann í kennslu hjá sjera þorkatli Eyjólfssyni, presti á Staðastað, frænda sínum; þeir voru syst- kina synir; var sjera þorkell þá stúdent og kennari hjá Jóni landlækni þorsteinssyni. 1844 fór hann í Bessastaðaskóla og útskrif- aðist vir Beykjavíkurskóla 1849 með bezta vitnisburði. Fór hann samsumars til Kaup- mannahafnarháskóla og tók þar tvö hin fyrstu lærdómspróf, bæði með bezta vitnisburði, en embættispróf tók hann ekki, heldur tók hann með miklu kappi að leggja stund á fornar ís- lenzkar bókmenntfr og sögu, og varð hann brátt stipendiarius við safn Arna Magnússon- ar, og var það þangað til 1864; gjörðist hann á þeim tíma svo kunnur íslenzkum handrit- um og handritasöfnum, að fáir munu hafa það verið jafnvel. Hvað gagnkunnur hann var orðinn sögunum þá þegar, sjest bezt af hans ágætu ritgjörð Um tímatal i Islendinga- sögum, sem prentuð er í Safni til sögu Is- lands; ritaði hann hana árið eptir að hann flutti út af Garði (Begens), eða veturinn 1854 —55, og hafði til þess þrjá mánuði. Hann starfaði mikið um þessar mundir, ritaði margt í Ný Fjelagsrit, og var með í ritnefnd þeirra 1858—1864, gaf út hjer um bil allt fyrsta bindið af Biskupasögunum og fyrsta heptið af öðru bindinu, skrifaði Skírni 1861 og 1862, og það svo vel, að víst hefir aldrei verið bet- ur gert, gaf út 1860 í Leipzig með Möbíusi prófessor í Kiel íslenzkar fornsögur og 1864 Eyrbyggju. Fyrir Fornritafjelag Norðurlanda gaf hann úr Báröarsögu m. m. 1860, og yfir- skoðaði og leiðrjetti með rektor Jóni þorkels- syni handrit Sveinbjarnar Egilssonar af skálda- málsorðabók hans fyrir Fornfræðafjelag Norð- urlanda; um þetta leyti annaðist hann og um útgáfuna af N. M. Petersens norrænu bók- mentasögu. 1854 ferðaðist hann í Noregi og ritaði um ferð sína ágæta grein í Ný Fje- lagsrit. A Islandi var hann 1858 og safnaði þá íslenzkum handritum fyrir hið íslenzka bókmenntafjelag. þ>á kyntist hann Jóni al- þingismanni Guðmundssyni og voru þeir vin- ir æ síðan. Hann skrifaði útlendar frjettir í |>jóðólf 1862—1872. Uin haustið 1858 dvaldi hann nokkra hríð í Beykjavík og beið eptir póstskipi. Sagði hann mjer, að þá hefði hann opt komið í hús Bjarna konferenzráðs þ>or- steinssonar, og minntist hann þess opt, og þóttu honum orðræður Bjarna að öllu merki- legastar og einkennilegastar þeirra manna, er hann mundi. |>á kynntist hann Páli stúdent Pálssyni. Heyrði eg hann optast minnast á þessa menn af Islendingum, og svo föður minn og Jón Arnason og sjera Halldór í Tröllatungu og Arna Thorlaeíus í Stykkis- hólmi. Sjaldan ininntist hann á Jón Sigurðs- son að fyrra bragði, en þann mann hygg jeg að hann hafi virt mest allra. Skömmu eptir lát hans skrifaði hann vini sínum Sigurði L. Jónassyni: «Ekki skil eg í því, hvernig Is- lendingar fara að því að lifa í Kaupmannahöfn síðan Jón Sigurðsson dó». Arið 1859 ferðaðist hann á jpýzkalandi, og var með Maurer í að sjá um útgáfu þjóðsagn- anna og ritaði þar hinn merkilega formála fyrir þeim. 1864 var hann beðinn um af Dasent að ljúka við hina íslenzku orðabók, er Bichard Cleasby hafði byrjað á og margir Is- lendingar höfðu áður að unnið. Fór hann þá til London um haustið og var þar í tvö ár, en síðan fiutti hann til Oxford; leysti hann það verk svo skjótt og skörulega af hendi, sem alkunnugt er. Var því lokið 1873. Tók hann þá til að búa undir prent útgáfu af Sturlungu, og kom hún út 1878 með merki- legum og lærðum formála. Næsta ár útgaf hann með vin sínum F. York Powell islenzka lestrarbók og 1883 Safn af fornkvœðum ís- lenzkum (Gorpus poeticum boreale), mikið og merkilegt vérk. 1886 gaf hann út með Po- well rit í minning um hundraðára afmœli Jak- obs og Vilhjálms Grimms, og 1887 Icelandic Sagas, sem snerta Orkneyjar, en þegar hann dó var hann í sameiningu með Powell að vinna að útgáfu af öllum tslendingasögum í einu safni, og mun það safn nú að nokkru prentað. Dr. Guðbrandur var tæpra 62, ára þegar hann ljezt, og er engin furða þó hann entist ekki betur, því hann var sístarfandi alla daga. þ>ó var ekki hægt að sjá á honum, að hann væri lúinn, því hann var fjörlegur og Ijettur sem unglingur. Hann var maður bú- inn einhverju hinu ágætasta andlega atgjörvi; hann hafði fádæma góða sjón, var flugnæm- ur og stálminnugur, og hafði ljósara og fijót- ara skilning en flestir menn aðrir; enda var hann svo fróður í bókmenntum og sögu Is- lands, að þar þorum vjer engum nú lifandi manni til að jafna; það var naumast hægt að koma svo að honum í íslenzkum ættar- tölum, að hann kannaðist ekki við hvern lið. Hann var málfræðingur góður, en sögumaður var hann þó meiri. Islenzkt mál skrifaði hann.svo ljett og lipurt, að fáir munu eptir leika. I fráfalli hans er horfinn einhver hinn afkastamesti og helzti maður, sem stundað hefir forna norræna og íslenzka fræði á síð- asta mannsaldi, og það eru víst engarýkjur, að nafn hans hefir verið kunnara um hinn menntaða heim, en nokkurs annars samtíða Islendings; að því hefir það og stutt, að hann á síðari árum ritaði á jafn útbreiddu tungu- máli og ensku. J>ó hann dveldi lengstum í fjarska við lsland, unni hann þó ættjörð sinni af alhuga; en hann var ærukær og stoltur fyrir Islendinga og vildi að þeir bæru sig karlmannlega, og þaðan stafa afskipti hans af hallærismálinu 1882. Ensk blöð og tímarit (The Athenæum, ept- ir Edm. Gosse) hafa minnzt á lát hans með hinni mestu virðingu, og Ulustrirte Zeitung hefir getið láts hans; í Danmörk hafa meðal annars Berl. Tid., Morgunblaðið og Ulustr. Tid., sem óðara tók upp mynd af honum, minnzt hans rækilega. í «Times» ritaði vinur hans Powell um hann, og í Oxford Magazine 6. Febr. stendur mjög fögur grein um hann eptir einn af vinum hans Chr. Plummer. þar stendur meðal annars: «Nóttina 31. janú- ar leið rólega burt frá oss einn hinn merki- legasti maður, sem Oxford hefir litið á þess- ari öld. Fáir, ef nokkrir eru, af þeim mönn- um, er borgin hefir tekið sjer í sona tölu, hafa varpað öðrum eins frægðarljóma yfir Oxford, eins og sá maður, sem hjer er um að ræða. Dauði hans mun hafa komið mörgum á ó- vart. Hann sýndist vera svo fullur af fjöri og þrótt alveg til hins síðasta .... Hann dó alveg þjáningalaust í svefni á fimtudags- kvöldið milli kl. 11 og 12. það var ekkert helstríð, en andardrátturinn varð æ erfiðari og erfiðari, þangað til hann hætti með öllu. Maður, sem þekkti hann vel, ritaði fagurlega og satt um hann: «Hann var alltaf barnsleg- ur og hann sofnaði að síðustu eins og barn». —- I Uppsölum í Svíþjóð hjelt háskólinn á laugardaginn var sína norrænu hátíð, sem ekki hefir verið haldin nú um fimm fyrirfar- andi ár, og var hún óvenjulega fjölsótt. Af nöfnum látinna ágætismanna á minnisstein- um var eitt Guðbrands Yigfússonar. Dr. Guðbrandur var einhver tryggasti vinur vina sinria, og ekki allra vinur, en þeir voru mestir vinir hans, er þekktu hann bezt; hvað lítið sem honum var gjört til þægðar, mundi hann og virti það æ síðan; en ekki var svo auðvelt að ná vináttu hans aptur, ef gjört var á hluta hans að raunalausu; honum var heldur ekki tamt að gerast upp á menn að fyrra bragði. Hann var einkennilegur maður um sumt, og nokkuð fornlyndur, og var trú- maður; hann hafði miklar mætur á Yídalíns- postillu og Passíusálmum sjera Hallgríms, og var honum það meira en uppgerð, því í bana- legu sinni hafði hann sálmana, sem hann kunni utan að, hjá sjer. Hann lifði og dó ógiptnr og barnlaus. 1871 var Dr. Guðbrandur af háskólanum í Oxford kosinn meistari (Master of Arts) í sæmdarskyni; á háskólahátíðinni í Uppsölum 1877 var hann kosinn heiðursdoktor. 1873 var hann kosinn heiðursfjelagi vísindafjelags- ins í Miinchen. 1884 var hann gerður að professor (extraordinarius) við háskólann í Oxford, og 1885 var hann sæmdur riddara- krossi dannebrogsorðunnar. Með Guðbrandi Vigfússyni ljezt einhver hinn agætasti Islendingur á þessari öld, og einhver hinn bezti drengur,. og er það eigi mælt af vináttu, heldur sökum sanninda. En hitt er og satt, að þar dó sá maður, er mjer er einna mestur harmur að, og eg vildi einna helzt iir helju kosið hafa, því að bæði hann og þorkell prestur faðir minu voru aldavinir um langa æfi, og sjálfur hef eg aldrei kynzt raunbetri nje vinfastara manni. Kaupmannahöfn, á fyrsta miövikudag í Gói. JÓN þoEKELSSON. Frá útlöndum. Það frjettist með póst- skipinu frá Englandi, að maður sá, Pigott að nafni, er falsað hafði og selt «Times» brjef þau, er Parnell voru eignuð, hafi fyrirfarið 8jer—skotið sig—suður í Madrid, til þess að> komast ekki undir rnanna hendur. Skaðabótamál haíði Parnell höfðað gegn «Times», á írlandi, og krafizt 100,000 punda sterling (1,800,000 kr.) fyrir skaða þann og skapraun, er blaðið hafi bakað honum með áburði sinum. Kennaraíjelagið. Forseti fjelagsins, dr. Björn M. Ólsen, hjelt fyrirlestur á fundi í því 23. þ. m. um stafsetningu í íslenzku. Hann vill gjöra stafsetninguna einfaldari, færa hana nær framburðarstefnunnij meðal annars sleppa y og ý úr stafrofinu og sömu- leiðis z — rita í þess stað i, í og s alstaðar í íslenzku. Dr. Jón jporkelsson rektor var sáttur með

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.