Ísafold


Ísafold - 27.03.1889, Qupperneq 3

Ísafold - 27.03.1889, Qupperneq 3
99 sleppa 2-unni, er jafnvel búinn að taka upp þann rithátt sjálfur; en y og ý er honum sárara um. Lítið tóku aðrir þátt 1 umræðu um þetta efni. A fundinum voru 17 manns. Doktors-dispiitazía. Landi vor Valtýr Guðmundsson er orðinn doktor í heimspeki við Khafnarháskóla fyrir rit um húsagjörð á íslandi í fornöld (Privatboligen paa Island i Sagatiden samt delvis i det övrige Norden), er hann varði 9. f. m. Andmælendur voru úr flokki háskólakennaranna dr. Johannes Steenstrup og dr. L. Wimmer, en af áheyr- endum Mejborg, dr. Kr. Kaalund, dr. Finnur Jónsson og stud. mag. Jón Stefánsson. Embættispróf við háskólann í stjórn- fræði tók Sigurður Briem í jan. með II. einkunn. Póstsskipið Laura fór af stað hjeðan 25. þ. m. kl. 4 e. m., áleiðis til Khafnar. Með því sigldi landshöfðinginn með frú sinni -—þau eru væntanleg aptur með sömu ferð—, og margir kaupmenn: þorl. O. Johnson, Helgi Jónsson, Sturla Jónsson, Thordal, Magnús Blöndal frá Hafnarf., Sigfús Bjarn- arson frá Isaf., Gísli Stefánsson frá Yest- mannaeyjum, C. Knudsen frá Newcastle; ennfremur Oddur Bjarnarson prentari; dóttir síra 0. V. Gíslasonar; dóttir síra Ben. pró- fasts á Grenjaðarstað. Aflabrögð. Hinn 23. kom «Geir», skip- stjóri Sigurður Símonarson, með 49 tunnur af hákarlalifur. Sama dag komu þorskveiða- skipin inn undan útsynningi og höfðu mjög lítið aflað til þess að gjöra, að eins nokkur hundruð, enda verið skamma stund úti sum þeirra. Síðustu frjettir að sunnan segja fremur lít- ilfjörlegan og mjög misjafnan afla þar; að eins mjög lítið í net, almenningur ekki nema fáeina fiska í trossu, og mjög svipaður afli á færi, en á lóðirnar betra miklu, og þó harla misjafnt; sumir fá eins mikið og þeir geta á móti tekið, en aðrir fá ekki nema nokkra fiska á skip, þótt sömu beitu hafi og leggi á sama svæði. Hjeðan úr Reykjavík reru nokkrir í gær (26.); fengu sumir 5—6 fiska á skip, en aðrir sáu eigi fisk. I GrÍDdavík fengust 30—50 í hlut á djúpi 20. þ. m.; 21. hæst 12 í hlut (var alda og fall mikið). Reytingur á hrauni, á færi, 2—5 í hlut. Austanfjalls, í veiðistöðunum í Árnessýslu^ var ágætisafli í vikunni sem leið, um 200 í hlut á 2 dögum á Stokkseyri t. a. m., þaraf § þorskur. Póstar fóru í gær norður og vestur. Austanpóstur kom í gær. Fjárhald dómkirkjunnar. Nefnd, sem skipuð var á safnaðarfundi hjer í vetur til að að íhuga og kveða upp skoðun sína um upp- ástungu frá stjórninni, um að Reykjavíkur- söfnuður taki að sjer umsjón og fjárhald kirkjunnar, hefir nú látið upp ýtarlegt álit sitt (prentað, fæst hjá fjárhaldsmanni dóm- kirkjunnar, emerít-presti St. Thorarensen) og komizt að þeirri niðurstöðu, að söfnuður- inn skuli ekki að svo vöxnu máli taka kirkj- una að sjer. P^á Akranesi, 24. marz; «Arið sem leið var eitthvert hið bezta ár, góður afli, verzlun í betra lagi (saltfiskur nr. 1 á 42 kr. hjá öllum kaupmönnum hjer), hagnýting hin bezta um allan Borgarfjörð, en sumstaðar grasbrestur; heilsufar gott bæði á mönnum og skepnum. Með nýja árinu byrjaði vetrarfar: snjó- þyngsli og hagleysur, og er jafnvel hart um haga enn í surnum sveitum í Borgarfirði; aldrei hefur tekið fyrir hrossabeit hjer á nesinu; það gerði fjaran. — I slíku góðæri væri eðlilegt, að eitthvert fjör færðist í þjóð- ina bæði í orði og verki; en af því er ekki mikið hjeðan að segja; þó skal geta þess, sem fyrir hjeraðið sjálft er frásagnarvert og fyrir hin fjarlægari má vera eitthvað eptir- tektavert; svo er með alla brjefkafla, er ísa- fold færir. Nokkru eptir nýárið hjelt einn leikmaður fyrirlestur hjer f barnaskólahúsinu og nefndi hann nLifið í Skaganumn. Fyrirlestrarmaður stælti sem bezt hann gat fyrirlestur Gests Pálssonar «Lífið í Reykjavík», og tókst það furðu vel. Sumum þótti heldur nærri sjer gengið í kenningunni; en svo ber opt við, þegar því er ljóslega lýst, sem ljótt er eða miður fer. Annars eru þess konar fyrirlestrar nauðsynlegir, og hafa jafnvel eins mikil áhrif á siðferði manna og sumar stólsræður presta. Litlu síðar sagði annar leikmaður sögu á sama stað, sem hann kallaði «Lífið í Skaganum um s'iðastliðin 100 án. Sögutnaðurinn sagði, meðal annars, að árið 1789 hefði verið í Skaganum 15 heimili með 67 manns, og allir búendur leiguliðar Olafs stiptamtsmanns ; en nú væri þar 105 heimilisfeður með 584 manns í 16 bæjum, 36 timbur- og múrhúsum og 34 tómthúsbúðum; Skaginn allur og flestöll hiisin væri nú eign íbúanna sjálfra. Jafnvel þó hann með þessu sem mörgu öðru sýndi hina stórkostlegu framför á Skaganum, þótti honum enn þá mjög ábótavant í iðni og menntun, og hvatti mjög til að taka sjer fram um hvorutveggja.—Saga þessi var allvel þegin, en bezt fyrir það, að hún ávann barnaskólanum 30 kr. í inngöngueyri. Hjer hefur verið og er enn dálítið fjelag, sem kallar sig «Æfingafjelag)>. þar koma nokkrir menn saman á sunnudagskvölduin á veturna, til að skrafa saman til gagns og gamans, og semja sig mjög að þingroglum. þetta fjelag ræðir ekki síður til undirbúnings áríðandi stjórnarmál en hvert annað hjeraðs- mál. Nú í vetur hefur því orðið að áhuga- máli, að þingmaður Borgfirðinga sje algerður stjórnbreytinga-maður á næsta alþingi, og í því skyni hefir það ritað honum ávarp og æskt þess, að hann ætti fund með Borgfirð- inguíri um sumarmál. Nokkrum kjósendum þingmannsins, sem gjarna vilja annað stjórn- arfyrirkomulag, þykir hann nauðsynlegur á þingi, jafnvel þótt hann fylgi ekki ætíð meira hlutanum; því, með því að nokkrir sjeu til að gjöra athugasemdir og fylli ekki ætíð hinn stærri flokk, komi fram fleiri og betri sannanir, að málin sjeu vandlega undirbúin. þetta fjelag hefir líka haft árlega á dag- skrá að fá flutta Garðakirkju i Skagann, og virðast Skagamenn hafa þar mikið til síns máls: kirkjan, sem nú er 30 ára gömul, tekur að eins rúm 200 til sætis, en í sókn- inni er 1050 manns; eins og áður er sagt, er nær 600 manna í Skaganum (sem er um 200 dagsláttur að stærð); fyrir 200 manns, sem býr utan Skagans, lengist kirkjuleiðin ekki neitt, þó hún væn flutt, en fyrir rúm 200 lengist hún um svo sem eina bæjarleið, eða annan eins veg og allir Skagamenn verða nú að ganga til Garðakirkju; en þessi síðast taldi flokkur vill ekki með neinu móti fallast á flutning kirkjunnar; hann vill helzt, að gamla kirkjan haldi sjer; en að Skagamenn byggi aðra kirkju upp á sínar spýtur, því hafa þeir ekki á móti. En Skagamenn vilja ekki sundra kröptunum, heldur reisa stórt, vænt og verulegt sauðahús, þar sem hjörðin er flest. Hvernig á nú að koma þessu saman ? Eiga atkvæði safnaðarins að ráða, eða nokkrir sjergæðingar? I einu atriði erum við Akurnesingar oln- bogabörn, móts við önnur fólksfærri byggðar- lög; það er með póstgöngur. Hjer eru 5 ekki svo litlar verzlanir, verstöð mikil, um 300 8jómenn á vertíðum, og heimilisfólk sem áður er sagt. Af þessu leiðir, að Akurnesingar hafa mikil viðskipti við önnur hjeruð. Eigi að síður hefir enn ekki fengizt, að hingað gengi einn aukapóstur, svo sem frá Saurbæ. En hitt vitum vjer, að þar safnast brjef og bögglar, er hingað eiga að fara, sem brjef- hirðingamaðurinn þar bannar ekki að vera, en finnur sig ekki skyldan að senda með eða sitja fyrir hverjum umgöngumanni og biðja hann að taka við brjefi borgunarlaust. T. d. hafa Stjórnartíðindi til hreppstjórans í Ytra- Akraneshreppi ekki komið síðan í fyrra um þetta leyti (!); en frjett hefir hann, að bunki af þeim liggi inn í Saurbæ. I síðastliðinni viku fiskaðist hjer heldur líklega í tvo daga, megrings-fiskur, en þriðja daginn lítið sem ekki neitt. Skip er nýkomið hingað, «Silden)>, frá Liverpool með saltfarm.. Fleira síðar. Suðurmúlasýslu 1. marz: «Síðastliðinn mánuð var hjer fremur harðindatið. Optast nær vestanátt, stundum með ofsastormi, og æðimiklu frosti (4- 11—12° R). Gjörsamlegt jarðbann alstaðar hjer í Fjörðum, þó ekki eins sakir snjóþyngsla, sem af því, að jörð öll er þakm gaddi og klaka. Kvíðvænlegar horfur með heybirgðir manna, ef ekki rætist fram úr vonum bráðar. Vetrarafii hefur enginn verið; þó hefur nokkuð aflazt i Norðfirði bæði af síld og fiski, enda liggur sá fjörður mjög vel við' öllum fiskigöngum. Gufuskipið «Vágeno fór hjeðan til útlanda í fyrra dag. «Lady Bertha» er eptir á Seyð- isfirði, og á að sögn ekki að flytja hana út fyr en með vorinu. Eptir skipverjum á Yágen er haft, að ís- vart hafi orðið nálægt Langanesi, en ísinn lítill, og víndur stóð af landi, svo hann fjarlægðÍ8t óðum. Skaptafellssýslu (miðri) 12. marz: Veðrátta óstöðug, lítil frost, 21.—23. f. m. var stillt og frostlaust, enda góð þíða þar sem vindur náði til, þá komu sumstaðar upp hagar. 10. og 11. marz var hjer mesti kaf- aldsbylur á norðaustan ; dreif þá daga fjarska- mikinn snjó. Flestir hræddir um heyþrot. I Alptafirði eru menn farnir að skera af sjer. Á Mýrum voru margir farnir aá reka á haga austur í Nes; en nú er hætt við að þar hafi tekið fyrir haga. í Skaptártungu eru sögð mestu vandræði vegna heyleysis, og enda í Landbroti. Vertíð byrjar í Skaptafellssýslum með góu. Hvergi hefir verið hægt að róa í austursýsl- unni enn vegna óstillinga. Ekkert rekur nje lifnar við sjó. Á þorraþrælinn hrapaði maður til dauðs frá Hamarsseli í Álptafirði. Hann fór með fje á haga í blíðviðri. Hjelt á byssu, og ætlaði að skjóta rjúpur. þar var nokkuð

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.