Ísafold - 06.04.1889, Síða 2

Ísafold - 06.04.1889, Síða 2
110 mikilsverðar eða nýjar breytingar, að láta velta á eins manns atkvæði (bls. 685)». Með orðinu «ætíð» bendir hann til, að hann skoði atkvæðagreiðslu í þessu máli alveg eins og í öðrum málum, að þau ein atkvæði sjeu talin sem greidd eru ; og verður talað um atkvæði þeirra á fundi, sem eru heima á heimilum sínum? Er að hinu leytinu rjettur til að ætla þessum skynsama þingmanni, að hann hafi viljað koma fram þeirri fásinnu, að mál- um þessum yrði ekki ráðið til lykta nema allir hjeraðsnefndarmenn væru á fundi og samþykktu þau með f atkvæða? Fram- sögumaður svarar með þessum orðum: «Breyt- ingartillaga þingmannsins vill tryggja þetta samþykktaratkvæði, en hann verður að gæta þess, að hann þrengir óþarflega mikið og það um of þennan samþykktarrjeit funclannav (bls. 640). Hann segir *fundanna», en ekki hjeraðsnefndannannanna, og sýnir með því ljóslega, að það eru fundirnir, sem útkljá málin með eins atkvæðis mun. Hinn 3. flutn- ingsmaður, Einar Asmundsson, svarar uppá- stungumanni breytingartillögunnar með þess- um orðum: «Jeg verð að álíta, að mál þau, sem rædd eru á hjeraðsfundum, þó kirkjumál sjeu, sjeu eigi mikilsverðari en þau mál, er vjer ræðum hjer á löggjafarþinginu, og þó látum vjer oss nægja einfaldan atkvceðamun». Af þessum orðum flutingsmanns er það ljóst, að flutningsmaðurinn ætlast til, að mál þessi sæti á fundum alveg hinni sömu meðferð og mál á löggjafarþinginu, og eigi að samþykkj- ast með eins atkvæðis mun fundarmanna. En tala þeirra er hvergi ákveðin. Móti þessu mælti enginn þingmaður, og enginn ympraði á, að með þessi mál skyldi fara öðruvísi á fund- um, en mál almennt, eða miða atkvæðatölu við aðra en þá sem væru á fundi, eða við þá, sem ekki væru á fundi. Jeg held það því fullljóst, að það hafi verið vilji löggjafans, að mál þessi fengju úr- slit alveg eptir sömu reglum og önnur laga- ákvæði í lögumvorum. Beri menn nú þetta saman við ákvæði í öðrum lögun vorum, þá verður samanburðurinn á þessa leið. í hinum nýju lögum um kosningu presta, t. d., sem hafa þann tilgang, að söfnuðirnir verði ánægðari með presta sína, af því að hver kjósandi geti sagt við prest sinn: «þ>ú hefir ekki útvalið mig, heldur hefi jeg útval- ið þig», eru ákvæði um lögmæti kjörfundar en niðurstaðan er, að ef t. d. kjósendur eru 100 og 51 mætir á kjörfundi, þá er sá rjett kjörinn, sem fær 26 atkvæði, eða rúman þ allra atkvæða. En á hjeraðsfundi skyldi þurfa meiri hluta, meira en helming allra at- kvæða til að samþykkja það, sem snertir í mesta lagi 2 eða 3 fundarmenn! Vjer höldum í neðri deild fundi vors mest áríðandi fundar, alþingis, þing, ef 21 þing- maður eru í deildinni, auk forseta, og jeg vil segja þótt færri væru. Ef nú § af þessum 21 eru á fundi, teljum vjer þingfært. Ef nú mál, þótt áríðandi sje, er samþykkt af meir en helming þessara 14, eða með 8 at- kvæðum, þá er það löglega samþykkt. En á hjeraðsfundi skyldi þurfa meira en helming «allra» hjeraðsnefndarmanna, til að samþykkja það, sem að eins snertir sárlítinn hluta af hverju hjeraði! Og hvort er rjettara, að skilja ákvæði laga svo, ef það er mögulegt, að í þéim verði vit og samræmi við önnur ákvæði, eða svo, að þau verði ástæðúlaus og ósamkvæm öllum öðrum lögum? Sje litið til hinna miklu funda, þinganna, í öðrum löndum, þá er t. d. ríkisþingið f Dan- mörku lögmætt, ef meira en helmingur þing- manna er á fundi. Ef nú þessi rúmi helm- ingur samþykkir eitthvert mál með meiri hluta atkvæða, eða rúmum \ «allra» atkvæða, þá er það samþykkt. En á hjeraðsfundi skyldi þurfa meira en helming «allra» at- kvæða! Ef litið er til þess lands, sem allar þjóðir Norðurálfunnar og Vesturheimsmenn með líta til, þegar um lagasetning og stjórn er að ræða, þá má líta stórkostlegt dæmi í þessu efni. jpingmenn Eglendinga sitja kauplaust á sínu mikla þingi, eins og við á hjeraðs- fundunum okkar. |>að eru heldur engin laga- ákvæði um það, hversu margir skuli sitja á þessu þingi, sem er elzt og merkilegast allra þinga í heimi, til þess að þingið sje lögmætt. í efri deild eða málstofu hins enska þings eiga sæti 507 þingmenn, og það er orðiu föst venja, að ef 3 þeirra mæta á löglegum tíma, þá geta þeir gjört lögmæta ákvörðun. I neðri deildinni eiga sæti 658 þingmenn, og það er viðtekið, að 40 geta gjört fullnaðarúrslit á máli! Sllkt er í sannleika frjálslegt og rjett. Jeg hefi gjört þessar athugasemdir eingöngu af umhyggju um hjeraðsfundina, af því að mjer þætti mjög illa fara, ef þeir aflegðust eða yrðu árangurslausir, af því að sá skilning- ur væri lagður í þá málsgrein, sem hjer ræð- ir um, sem jeg álít eigi rjettan og sem er fullkomlega á móti tilætlan þeirra, sem sömdu frumvarpið til hinna umræddu laga. En þetta liggur einmitt við borð. Eins og það getur verið von , um, að hjeraðsfundir hafi meiri áhrif, þegar tímar líða, en þeir nú hafa, ef lögunum er beitt frjálslega og menn með því leiddir til að sækja þá, svo er afleiðingin af því auðsæ, ef menn koma hvað eptir ann- að á hjeraðsfund til að bera upp áhugamál sín, en fá engin úrslit á þeim af því, að sum- um öðrum nefndarmönnum hefir þóknazt að koma ekki á fund. Slíkt er óþolandi, og af- leiðingin verður að óllum líkindum sú, að menn hætta að sækja fundina, þegar þetta er svo i þeim málum, sem þeir vanalega hafa mestan áhuga á. Ef menn að hinu leytinu finna, að þeir með fjarveru hafa sjálfir svipt sig rjetti til að hafa afskipti af máli, sem þeir þó vildu hafa afskipti af, þá er það hin sterkasta hvöt fyrir þá, til að sækja fundina síðar. Að síðustu hika jeg ekki við að lýsa yfir því, að jeg mun hjer eptir eins og hingað til halda hjeraðsfundi í þá stefnu, sem jeg hefi tekið fram, og sem jeg er fullkomlega sannfærður um, að er rjett. Görðum 18. marz 1889. þ>ÓRARINN BÖÐVARSSON. * |>að er óefað gustuk, vegna lesendanna, að ganga í strangt bindindi fyrir allt frekara þrátt um það, hvort Lágafellskirkja sje «í alla staði löglega upp komin» eða ekki. það er og ætíð rjettast, að sakast sem minnst um orðinn hlut. En hitt, hver skilningur er lagður í niður- lag 12. gr. greinar í safnaðarstjórnarlögunum, — það hefir þýðingarmikil áhrif á meðferð allra samkynja mála eptirleiðis, og er því mikilsvert, að það atriði skýrist sem bezt, og allur vafi í því efni eyðist sem skjótast, ef auðið er. En ógjörningur er samt hjer, að rekja þessa löngu ræðu herra prófastsins orð fyrir orð. Skal því að eins vikið á fáein at- riði, sem virðast líka einhlít til að hrinda skoðun hans. 1. það er gild og góð lögskýringar-regla,, að þó að líkur sjeu til, að löggjafinn, hver svo sem hann er, hafi ætlað sjer að hafa einhverja reglu svo eða svo, þá stoðar það eigi hót, ef hann hefir verið svo óheppinn að orða hana þannig, að aðrir, sem skilja mælt mál, hljóta að skilja hana á annan veg. En svona greinileg orð : «nema meiri hluti hjer- aðsnefndarmanna þeirra, er eiga hlut að máli, samþykki breytinguna á hjeraðsfundi», — jafn skýr og greinileg orð hljóta menn að skilja öðruvísi en ef sagt væri að eins: «nema hún sje samþykkt á hjeraðsfundi þeim, er hlut á að máli», alveg eins og menn hljóta að skilja orðin í upphafi laga 12. maí 1882: «|>egar tveir hlutar sóknarmanna í einhverri sókn, sem til kirkju gjalda, óska á almenn- um safnaðarfundi, að söfnuðurinn taki að sjer umsjón og fjárhald kirkjunnar», öðru vísi en ef sagt væri: «f>egar tveir hlutar atkvæða á almennum safnaðarfundi eru með því, að söfnuðurinn taki að sjer umsjón og fjárhald kirkjunnar». |>að sjá allir, að þetta er sitt hvað. Eptir síðara orðalaginu er nóg, að tveir menn af þremur, sem fundinn sækja, sjeu með málinu, þótt gjaldskyldir sóknarmenn sjeu t. d. 60, en eptir því fyrra, sem haft er í lög- unum, duga í þessu dæmi ekki færri atkvæði en 40. |>etta er sannarlega sitt hvað. Og þó stendur þar að eins «tveir hlutar sóknar- manna», en ekki «tveir hlutar allra sóknar- manna». Orðið allra er óþarft, þýðingarlaust. Alveg eins væri það óþarft og þýðingarlaust í hinni umþráttuðu 12. gr. safnaðarstjórnar- laganna. 2. f>ó að það sje almenn regla um þing og fundi, að miða atkvæðafjölda að eins við. tölu þeirra, er fundinn sækja, hvort heldur þeir eru margir eða fáir, þá sýna einmitt nýnefnd lög frá 12. maí 1882, að hins eru dæmi, þess sem sje, að ekki dugar minna en meiri hluti (þar jafnvel -f) allra þeirra, sem hafa að eins rjett til að sækja fundinn og greiða þar atkvæði. |>ar er miðað við tölu þeirra allra, eins þeirra, sem heima sitja. Slíkt get- ur löggjafinn gjört, þegar honum sýnist. Og hvað var meira fyrir hann að gjöra það í lögum frá 27. febr. 1880 heldur en í lögum frá 12. maí 1882? 3. Mál um kirkjuflutning og- niðurlagning eða sóknabreyting og prestakalla kemur að líkindum naumast fyrir optar en á 10. hverjum hjeraðsfundi. f>að er því ekki voða- legt hapt á frelsi hjeraðsfunda, þó að í þau fáu skipti sje ætlast til, að meiri hluti allra hjeraðsnefndarmanna (t. d. H af 20) komi á fund, og ekki mikill áhugi á kirkjuflutnings- máli o. s. frv., ef fylgismenn þess geta eigi unnið svo marga til að sækja fundinn,—unn- ið til þess fáeina af hjeraðsnefndarmönnum, sem annars kynnu að hafa setið heima. Eng- inn hjeraðsfundur þarf að farast fyrir þeirra hluta vegna, því jafnan hefir hann önnur mál til meðferðar, eptir lögunum, sem meðhöndla má og afgreiða þótt ekki sje helmingur hjer- aðsnefndarmanna á fundi. f>að er því síður en svo, að hjeraðsfundum sje fyrirmunað að verða að tilætluðum notum, þótt lögin heimti, að þeir sjeu ekki mjög illa sóttir, þá sjaldan er útkljá skal þá einu tegund mála, sem nefnd er í niðurlagi 12. greinar.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.