Ísafold - 10.04.1889, Blaðsíða 3

Ísafold - 10.04.1889, Blaðsíða 3
115 ur áhugi komið upp í sókninni á því, að sýna kirkjunni sóma, og tilfinning er að glæðast fyrir því þar, að hið rjetta sje, að vernda hana sem bezt ásamt öllu, sem er i henni, eins og forngrip, sem verður æ merkari eptir því sem tímar liða fram. Síra Benidikt sál. Vigfússon hefir haft tilfinning fyrir þessu; það er hægt að sjá þetta af umhirðingu hans á kirkjunni í hans tíð, og hinni umhyggju- samlegu kirkjureikningafærslu hans, sem curators hennar. En jafn-augljóst er einnig hitt, að í tíð Jóns sonar hans hefir kirkjan og það, sem að henni laut, verið trassað. A þeim árum tapaði hún yfir 20 ára vöxtum og vaxtavöxtum af 1200 kr., fyrir vangá að hefja þá í svo langan tíma. Nú er í áformi, að halda «lotterí» á kom- andi sumri, samkvæmt leyfi landshöfðingjans frá 30. nóv. f. á., og á að verja öllum ágóð- anum af því til orgels í Hólakirkju, er sam- svari stærð kirkjunnar. Með þessu er bæði kirkjunni sýndur sómi og skipulegur og fagur kirkjusöngur efldur. I «lotteríinu» eiga að vera 4 vinningar: 1. reiðhestur á 100 kr.; 2. loptþyngdarmælir á 25—30 kr.; 3. kíkir 40— 4:5 kr.; og 4. 6 silfurteskeiðar. Seðlarnir skulu vera 2000, og kosta að eins 50 a. hver, og fást þeir nú þegar til kaups í Reykjavík hjá Sig. bóksala Kristjánssyni og Sig. skóla- pilti Jónssyni, á Eyrarbakka hjá bóksala Guðmundi Guðmundssyni, í Ólafsdal hjá Torfa skólastjóra, á Borðeyri hjá Jóni Ja- sonsyni, á Seyðisfirði hjá Lárusi barnakeun- ara Tómassyni, á Akureyri og Sauðárkrók og víðar. Sjerhver góður íslenzkur drengur, sem ekki vill láta «feðranna frægð falla í gleymsku og •tán, vonum vjer að styrki fyrirtæki þetta og kaupi sjer miða og reyni einnig gæfuna, og einnig allir þeir, sem unna fögrum söng og hljóðfæraslætti. það er mikil unun í fögr- um söng, en hvergi er hann eins tilhlýðileg- ur eins og í guðshúsi. það er hörmulegt, hve söng í kirkjum er ábótavant hjer á landi; það er hörmulegt, að söngur 1 guðshúsi skuli opt vekja hneixli og hlátur, í stað þess að vekja fagrar, blíðar og háleitar tilfinningar. Auk þess kenist opt ekki messa á sökum söng- leysis. Opt er enginn kraptur til að stýra söngnum, og svo sem 2—3 syngja af 50—100 í kirkjunni. Enginn hinna heldur á bók, og veit ekki heldur hvað sungið er, þegar hann kann ekki sálminn, sem menn kunna eigi nú, er sungið er á hina nýju bók. Vita menn þá ekki, að kirkjusöngurinn er mikilsverður part- Ur guðsþjónustunnar í kirkjunni? En hvílík uPPgerðar guðsþjónusta er hann, eins og nú kagar til víðast á landinu! Söngur í kirkj- urn landsins þarf bráðra umbóta við, og þær umbætur komast fljótast á á þann hátt, að kiikjur eignist harmonium eða orgel, og viss- an forsöngvara með árlegri þókun, sem stýri söngnum við hverja messugjörð með orgel- slætti. þetta er svo á einstöku stað, á einum stað t. d. hjer 1 prófastsdæminu. Sjerhver, sem styrkir það mál, gjörir vel. Viövík, 18. niarz 1889. Z. Halldórsson. Sjómannasjóður Arnessýslu. E'ns og flestum sjómönnum í veiðistöðun - um í Arnessýlu mun vera kunnugt, var stofn- aður hjer sjómannasjóður fyrir sýsluna, 1. marz 1888, með 260 kr. 90 aur., er safnazt hafði af innlögum sjómanna í fiski árið 1887. þetta ár hefir sjóðurinn aukizt af fyrra árs vöxtum, gjöfum og innlögum um 51 kr. 87 aur., svo að hann á nú á vöxtum 312 kr. 77 aura. Sjerhver, sem leggur inn í sjóðinn, er skrifaður fyrir tillagi sínu út af fyrir sig, með nafni, stöðu, heimili og ástæðum, eins ogþað er þegar hann byrjar að leggja í sjóðinn. þegnr sá, er lagt hefir í sjóðinn, ferst í sjó, við íi-kiveiða-atvinnu sína, fær fjölskylda hans eður erfingjar útborgað úr sjóðnum fimmfalt það, er hann hefir lagt í hant}, og er ekki tekið tillit til, hvar hlutaðeigandi hefir átt heimili eða í hvaða veiðistöðu hann hefir drukknað. Einnig fá þeir, er deyja á sóttar- sængt og hafa langt 15 kr. eða meira í sjóð- inn, útborgað úr honum eptir sinn dag, eptir sömu reglum, ef mikil örbyrgð er. það mun enginn neita því, að stofnun þessi er mjög fagurt ög nytsamt fyrirtæki, og ætti enginn sjómaður að láta eptirliggja að styrkja sjóðinn eptir megni. það má sjá á Isafold að samskonar mál hefir fengið mjög góðar und- irtektir kriugum Faxaflóa. Eg skal því leyfa mjer að skora alvarlega á alla sjómenn í veiðistöðunum í Arnessýslu, að styrkja þetta fagra og nytsama fyrirtæki, með því að leggja í sjómannasjóðinn hjer; því að það er heið- arlegt, að reyna eptir megni að sjá fjölskyldu sinni borgið, eptir sinn dag, að svo miklu leyti sem unnt er. Eg skal ennfremur leyfa mjer að beiðast þess, að bændur, sem senda vinnumenn sína til sjávar, gefi þeim leyfi til að leggja í sjóðinn þó eigi væri nema 3—4 fiska af hlut sínum; það yrði eigi tilfinnanleg útlát fyrir hvern einstakan, en getur þó orð- ið mikið fje. það er eigi ólíklegt, að með tímanum yrði færri sveitarómagar en nú ger- ist, og færri þiggendnr af sveit, en nú á sjer stað, þegar skiptapar koma fyrir, ef almennt væri lagt fje í sjómannasjóðina. þess skal getið, að sjóðurinn hjer í Arnes- sýslu borgar út tillagið fimmfalt, þegar inn- leggjandi ferst í sjó, hvort sem hann hefir verið ríkur eða fátækur, en einungis fátækum, sem á landi deyja. Stóru-Háeyri í marz 1889. Guðm. Isleifsson. KIRKJUPLUTJSriNGUE. Á AKRANESI. Ht af fiví sem stóö í frjettapistli af Akranesi í Isaf. ti7. i. m. viðvíkjandi ráðgerðum kirkjuflutn- ingi þar, vilja nokkrir málsmetandi Innlireppingar fá að gjöra litla athugasemd. „það mun satt vera“ segja fieir, „að þetta Æfinga- fjelag, er sig kallar því nafni, á Skaganum, hefir árlega haft á dagskrá. að fá Garðakirltju flutta á Skagann; það málefni mun vora jafngamalt fje- laginu, eða hjer um bil 6 ára, og mun fiað vera hinn fyrsti pottur, er það hóf til hlóða, euda var farið að sjóða svo geist í honum, að sumarið 1888 hafði það ekki rúm; og fóru þá þrír hinir betri menn Skagans uin alla sóknina, til að safna at- kvæðum ; en hvort sem þeir fiskuðu mörg eða fá atkvæði með málinu, þá áleit hjeraðsfundur þetta óheppilega aðferð, og visaði málinu heim aptur. það eru ekki allar ferðir til fjár, Höfundurinn segir, að þaö virðist, sem Skaga- menn hafi hjer mikið til síns máls, og sem ástæðu fyrir þvi færir hann það: „að kirkjan sje nú S0 ára gömul, og taki að eins 200 til sætis, en í sókninni sjeu 1050 manns". Hjer liggur beint við að spyrja: hvaða torfærur sjer höfundur i kringum Garðakirkju, að ekki megi færa grunn hennar svo mikið út, að á honum megi byggja nógu stórt sauðahús fyrir alla hjöröina? Hvað viðvíkur vegalengd til kirkjunnar, þá eru það einmitt Skagamenn, sem eiga stytztan og beztan veg, og það svo, að eflaust er tífalt lengra úr innsta parti sóknarinnar, eða með öðrum orð- um: Skagamenn vilja taka af sjer ’/4 kl.tíma gang, en bæta því við hina, sem eiga lengstu leiðina. Á almennum safnaðarfundi, sem haldinn var að Görðum 5. marz síðastliðinn, sannaðist það við atkvæðagreiðslu þá er fram fór viðvíkjandi kirkju- flutningsmálinu, að altir bæði úr Skilmannahrepp og Innri-Akraneshrepp voru með því að kirkjan sje endurreist í Görðum, að 3 mönnum undan- teknum. það er því einungis ósk þessara sóknar- búa, að kirkjan sje byggð upp aptur á sama stað„ með sameinuðum kröptum, á þeim tíma sem fjárhagur hennar er orðinn svo, að það sje form- andi. En að Skagamenn byggi kirkju upp á sínar eigin spýtur, hefir aldrei verið ósk iunri-sóknar- manna, en þeir gætu þó vist ekki bantiað það. Af þessu má nú sjá, að höf. frjettapistilsins hefir hallað nokkuð sögu sjer í vil eða sínum málsstað11. Útlendar frjettir. ísalög voru mikil í Eyrarsundi fram yfir 20. f. m., enda 10—12° frost um miðjan mán- uðinn. Fjárlagafrumvarpið komst yfir í landsþing- ið frá fólksþinginu 18. f. m., tæpum hálfum mánuði fyrir lok fjárlagaársins. Stjórnin sagði það óhafandi. Má þá sjálfsagt búast við bráðabirgðarfjárlögum, eins og vant er. Stúdent einn á Garði f Khöfn rjeð sjer bana með skoti af marghleypu í f. mán. Samsæri hafði uppgötvazt í París til að koma Boulanger að völdum með ofbeldi; við það riðnir nokkrir þingmenn ; lögsókn hafin gegn þeim. Stjórnin hafði veitt hertoganum af Aumale landsvist aptur. Yar honum vel fagnað í París. Hann er andvígur Boulanger. Gladstones-sinnar á Englandi höfðu unnið góðan sigur við aukakosningar til parlament- isins á þremur stöðum, þar á meðal í einu miklu kjördæmi í Lnndúnum. þaö eru eptir- köst ófaranna í Parnellsmálinu, sem stjórnin hlýtur skcll af. Gengi Parnells nú meira en nokkru sinni áður. Konungaskipti í Serbíu. Mílan I., er þar hefir ráðið ríkjum síðan 1868, konungur síð- an 6. marz 1882, sagði af sjer 6. f. m., en konungstign tók sonur hans Alexander I., á 13. ári. Stjórnarráð hefir á hendi ríkisstjórn fyrir hann. Dáinn er John Erickson, hinn nafntogaði hugvitsvjelameistari f Bandaríkjum, sænskur að uppruna, rúmlega hálfníræður. Leiðarvisir ísafoldar, 95. Páist enginn í einhverjum söfnuði til arV standa fyrir og halda uppi söng í kirkjunni nema fyrir þókun, hver á þá að borga hana: presturinn, sóknarnefndin eða söfnuðurinn? Svar: það er hvergi ráö fyrir því gjört í lögum, að greiða þurfi þóknun fyrir að halda uppi söng í kirkjum (nema í fjárlögunum fyrir organslátt í dómkirkjunni). Eptir stöðu prestsins sem stjórn- anda og aöalframkvæmanda guðþjónustunnar er það annars hans skylda, að halda sjálfur uppi eptir megni eða sjá um að aðrir haldi uppi, söng í kirkjunni (sjá hið stutta svar við 11. fyrir- spurn í Isaf. 5. jan. þ. á.), og á hann heimtingu á aðstoð sóknarnefndarmannanna til þess sem lög- skipaðra meðhjálpara sinna við guðsþjónustugjörð- ina. Með góðu fylgi þeirra mun jafnan mega tak- ast að halda uppi kostnaðarlaust nokkurn veginn söng í kirkju með einhverju lagi sem við á, gömlu eða nýju, enda er engin lagaheimild til að teygia áminnzta skyldu þeirra (prests og sóknarnefndar) lengra en það, — lengra en meðan þeir þurfa engu til að kosta. En vilji rnenn hafa vandaöri söng í kirkjunni en þann veg er fáanlegur, hvort heldur er með hljóðfæri eða án þess, og þess sje ekki kostur öðruvísi en fyrir þóknun til forsöngv-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.