Ísafold - 10.04.1889, Blaðsíða 4
ara eða organleikara, þá verður það að gjörast
með frjálsum samskotum eða því um líku; það er
að svo stöddu enginn vegur til að ná kostnaðin-
um öðruvísi, — engin lög til að taka hann af
presti, sóknarnefnd eða söfnuði. — þaö er ómiss-
andi aö fá lög um þetta ejni.
96. Er kvikfjenaður tíundbær á hærra aldri en
til er nefndur í verðlagsskránni ?
Sv. ■ Jú, hvað gamall sem hann er. Bn til að
bæta upp vanmet fyrir aldurs sakir o. fl. skal fella
úr tíund sjöunda hluta fjenaðarins.
97. Hvernig á að leggja eldri kvikfjenað í tíund
ef tíundbær er?
Sv.: Bins og þann sem yngri er, nema ef annað
er beinlínis tekið fram í tíundarlögunum (12. júlí
1878), svo sern að gerður er munur á tvrevetrum
sauðum (12 = 1 hndr.) og þrjevetrum og þaðan
af eldri (10 ~ 1 hndr).
98. Eru einstakir menn, er ekki hafa eldstó
út af fyrir sig sem húsfólk, ekki skyldir að kaupa
lausamennskuleyfisbrjef, þótt þeir hafi ómaga fram
að færa ?
Sv.: Jú.
99. Ef vinnumaður úr sveit, sem hefur hálfan
hlutinn sinn í kaup um vetrarvertíöina, vinnur
sjer eitthvað inn í landlegum, hvort á húsbóndinn
það kaup eða vinnumaðurinn?
Sv.: Vinnumaðurinn, hafi ekki verið öðruvísi
um samið milli hans og húsbóndans.
100. Hafa svaramenn og presturinn nokkra
heimild til að skrifa í kirkjubókina á giptingar-
degi brúðhjónanna, að með þeim sje helminga-
fjárlag, ef brúðguminn eða þau hvorugt eru að-
spurð, og þau vita ekkert, hvaö gert er í því efni,
heldur að svaramenn og presturinn hafa tekið
sjer það leyfi sjálfir ?
Sv.: |>að er þarflaust og gagnslaust, að þeir gjöri
það, með þvi lög og landsvenja gjöra helminga-
fjárlag með hjónum orðalaust, og þarf sjerstakan
samning (kaupmálabrjef), ef út af skal brugðið.
101. Hvernig fer með eigurnar, ef hjónin skilja
barniaus eptir fá ár, hefur ekki hvort það, er það
kom með ?
Sv : Nei; helmingaskipti, ef ekki er kaupmála
til að dreifa.
102. þegar svo er ástatt, að einn hreppsnefndar-
maður flytur burt úr hreppnum áður en nýjar kosn-
ingar eiga fram að fara, má þá hreppsnefudin vera
skipuð 4 mönnum, í stað 5, þangað til almennar
kosningar fara fram í næsta sinn, þótt það sje eitt
eða fleiri ár?
Sv.: Já, ef þessir 4 „koma sjer í einu hljóði sam-
an um það“ (9. gr. sveitarstjórnarl).
103. Ber ekki hreppstjóra næst sýslumanni að
gæta að því, að lögunum sje hlýtt í sýslu hans ?
Sv.: Jú.
104. Verða þeir menn, sem úttekið hafa hegn-
ingu upp á vatn og brauð, heyrðir jafnt eptir sem
áður eða notaðir sem vitni?
Sv.: J>að er undir því komið, fyrir hvaða glæp
þeir hafa verið dæmdir í þá hegningu. Sje það
t. d. þjófnaður, svík, meinsæri eða eitthvert annað
ódæði, þá eru þeir ekki vitnisfærir, en góðir og
gildir sem vitni þótt þeir hafi verið dæmdir i
vatns- og brauðs-hegningu t. d. fyrir líkamlegt
ofbeldi, lögreglubrot og því um líkt.
105. Er það nokkur afsökun fyrir mann, sem
hefur framið lagabrot, að hann þekki ekki lögin?
Sv. : „Eigi leysir það mann undan hegningu,
þótt hann þekki ekki hegningarlögin“, stendur í
43. gr. hegningarlaganna (26/6 1869).
106. Hefur hreppsnefnd nokkkra lagalega
heimild til að leggja sjerstakt útsvar á börn í
föðurgarði, sem ekki taka kaup, þótt þau eigi
skepnur nokkrar í samtíund við foreldra sína ?
Sv.: Jú, ef hún álítur þau hafa efni og ástæð-
ur til.
107. Að hverjum á organisti að ganga eptir
kaupi, sem honum er lofað á sóknarfundi af
EÓknarmönnum?
Sv.: Að þeim einum, sem loforðið hafa gefið.
108. Geta æðarvarpseigendur fyrirboðið að
skjóta fugla (ekki æðarfugla) á sínu landi að
sumrinu ?
Sv.: Já, sjá tilskip. 20. júní 1849.
109. Mega ekki bændur hjálpa án borgarabrjefs
sveitungum sínum, þegar þá vanhagar um mat-
björg, kaffi og sykur o. s. frv., og meta það til
peninga móti fje eða hverju öðru gjaldgengu?
Sv.: Jú, svona í viðlögum, ef þeir gjöra sjer
ekki slíka „hjálp“ að atvinnu, þ. e. afla sjer varn-
ingsins í því skyni að selja hann aptur fram-
íærðan.
110. Eru ekki allir hreppsmenn skyldir til aö
gjalda til hrepps þess, Jsem þeir eru heimilisfastir
í, eptir efnum og ástæðum, í hvaða stöðu sem
þeir eru ?
Sv.: Jú.
111. Er prestum og öðrum embættismönnum
heimilt að telja reíðhest sinn frá öðrum tíund-
bærum pening, þegar þeir telja fram til tíundar?
Sv.: ííei, alls ekki.
AUGLYSINGAR
í samfeldu máli með srnáletri kosta 2 a. (þnkkaráv. 3 a.)
hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning
1 kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg. út í bönd.
Uppboðsauglýsing.
Samkvœmt ráðstöfun skiptarjettarins í dán-
arbúi Ölafar Bjarnadóttur frá Yztahóli, er
andaðist 6. oktbrm. f. á., verður
1, jörðin Glcesibær í Fellshreppi, 7 hndr að
nf/ju mati.
2, § htutar Málmeyjar í Hofshreppi, scm öll
er að n. m. 18.5 hndr.
seld við 3 opinber uppboð, ásamt húsum þeim,
sem fylgja.
Tvö fyrstu uppboðsþingin verða haldin á
skrifstofu sýslunnar að Gili Laugardagana 18.
maí og 1. júní, en hin þriðju og síðustu á
jarðeignunum sjálfum laugardaginn 15. jiiní-
mán. þ. á.
Uppboðin byrja kl. 12 á hádegi nefnda daga
og verða söluskilmálar til' sýnis hjer á skrif-
stofunni 2 dögum fyrir hin fyrstu uppboð og
síðan upplesnir a uppboðsstöðunum fyrir hin
síðustu uppboð.
Skrifstofu Skagafjarðarsýslu 23. marz 1889.
Jóliaimes Ólaf'sson.
vík næstkomandi skólaár, frá 1. október 1889
til 31. maí 1890, er beðinn að sækja um það
til undirskrifaðrar skólanefndar innan útgöngu
næstkomandi júlímánaðar.
Launin verða að minnsta kosti 30 kr. um
mánuðinn og ókeypis húsnæði.
Ólafsvík 29. marz i88g.
Barnaskólanefndin i Olafsvík.
SELDAK ÓSKILAKINDUR í Hraunhreppi
1888: Hvlt ær veturg : sneitt fr. h., tvíbitað fr. v.
Svartur lambhrútur: hamrað h , hálftaf apt., bíti frv.
Verð kinda þessara, að frádregnum kostnaði, geta
rjettir eigendur fengið til I. október næstkom. hjá
undirskiifuðum. Ökrum 26. marz 1889.
Sigurður Benidiktsson.
ÓSKILAKINDUIl seldar í Fellsstrandarhreppi
haustið 188^. 1. Hvitur sauður með marki hálftaf
apt. h.. sýlt v., biti a. 2. Hvíthyrndur sauður með
marki: tvístýft fr. stig a. h, hamrað v. Bitar aptan
á báðum hornum. Andvirðis ofanskrifaði a kinda geta
rjettir eigendur vitjað til undirskrifaðs, innan næstu
Mikaelsmessn, að frádiegnnm kostnaði að meðtaldri
auglýsingu þessari. Staðarfelli 16. marz 1889.
H. Jónsson, hreppstjóri.
A næstliðnu hausti var mjer undirskrifuðum dregið
hvítt geldingslamb, með mínu klára marki, sem er
geirstýft h., sneitt biti Ir. v. Bið eg því hyern, sem
brúkar mark þetta, að gefa sig fram og semja við
naig. Jaðarkoti 27. marz 1889.
Sigurður Hafliðason.
Næstl. haust var keypt út í úrtíning fyrir sunnan
(pverárhlíð ?) lamb, markað : hamrað h., sneiðrifað fr.
v. Mark þetta á eg ; var larabinu því komið norður
til annara limba, er eg álti á fóðri fram í sveit. Nú
nýskeð sá eg lambið fyrst, og er það ekki mín eign.
Eigandi þess vitji lambsins eða verðs þess að frádregn-
um öllum kostnaði, og semji við mig um marlcið.
Stöpum á Vatnsnesi 23. marz 188 ).
Arni Jónsso?i.
Tsl sölu
nokkur íbúðarhús hjer í bæn-
um, stór og lítil, tvíloptuð og
einloptuð, og bæir; menn snúí sjer til verzl-
unarstjóra Joh. Hansens í Reykjavík.
BAKNAVAGW óskast til kaups. Ritstj. vísar
á kaupanda.
það er í áformi að stofna hjer í bænura
fjelag, til þess að æfa menn í ýmsum fim-
fei/ca-íþróttum, svo sem ýmiskonar knattleik,
«Cricket», «Lavvn-Tennis», skilmingum, m. fl.
þeir sem gjörast vilja fjelagsmenn, eru beðnir
að skrifa nöfn sín á lista, sem verða lagðir
fram hjá konsul Guðbr. Finnbogason, revisor
Indriða Einarssyni, fimleikakennara Olafi
Rósenkranz (búð G. Zoéga) og hjá yfirrjettar-
málfærsfumanni Guðl. Guðmundssyni.
Fáist nógir áskriféndur, verður kvatt til
fundar til að ákveða um árstillag og hið
nánara fyrirkomulag.
Reykjavík í apríl 1889.
Guðl. Guðmundsson.
A 3 opinberum uppboðum, sem haldm verða
þriðjudagana 30. april og 14. og 28. maí þ.
á., tvö hin fyrstu hjer á skrifstofunni, en hið
þriðja á eigninni, sem selja á, verður jörðin
Rauðsgil i Hálsasveit, 10.8 hndr. að dýrhika,
með 2 kúgildum og 2 vœtta landsskuld, til-
heyrandi dánarbúi Jóns Sigurðssonar, boðin
upp til sölu.
Uppboðin byrja kl. 2 e. h., og verða sölu-
skilmálar til sýnis hjer á skrifstofunni í 4
daga fyrir hið fyrsta uppboð og verða birtir
á uppboðunum.
Skrifstofu Mýra- og Borgarfjarðars. 18. marz 1889.
Sigurður f>órðarson.
Laust kennaraembætti. Sá, sem girn-
ist kennaraembætti við barnaskólann í Olafs-
Laugardaginn 13. þ. m. kl. ö e. m. verður
málfundur í hinu islenzka kennarafjelagi í
bænasal lærðaskólans. Umræðuefni: laga-
setning viðvíkjandi alþýðukennslu.
TENNUR gullbúnar (Gebiss) hafa fundist á
götiim bæjarins. Eigandi vitji á algreiðslustofu
Isafoldar gegn fundarlaunum og auglýsingargjaldi.
Nærsveitismenn eru beðnir að vitja
„ísafoldar“ á afgreiðslustofu hennar (i
Austurstræti 8).
Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I — 2
Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. I—2
Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2
útlán md., mvd. og ld. kl. 2—3
Söfnunarsjóðuiinn opinn 1. mánud. í
hverjum mánuði kl. 4—5
Veðurathuganir i Keykjavik, eptir Dr. J. Jónassen.
Hiti (á Celsius) Loptþyngdar- mælirjmillimet.) Veðurátt.
April ánóttu|um hád. fm. ern. fm em.
Ld. Ö. 0 + 0 759-5 762.0 O h b O b
Sd. 7. -7- 2 + 4 762 0 762.0 A h b A h b
Md. 8. -t 1 + 6 762.0 762.0 A h b A h b
í>d- 9. Mvd.io A 2 -r* 3 +- 4 764.5 767.1 764.5 O b O b O b
Undanfarna daga hefur hjer verið hægur austankaldi
og optast bjart og fagurt sólskin. Síðara hluta dags
h. 9. var hjer blæja logn og bjartasta veður.
Ritatjóri Björn Jónsson, cand. phil.
Prentsmiðja ísafoldar.