Ísafold - 10.04.1889, Blaðsíða 2
114
við Eyjafjörð — heldur út þilskipi sínu í há-
karl á vetrum ; fór hann í legu fyrir skömmu
og kom aptur með 42 tunnur lifrar. Nú er
hann nýfarinn í aðra legu».
Norður-þingeyjarsýslu 9. marz : #Níu hnis-
ur rak fyrir skemmstu að Skinnalóni á Mel-
rakkasljettu, og skjöldung einn í Leirhöfn».
Norður-Núlasýslu 26. febr. : »Dæmafátt
aflaleysi á öllum Austfjörðum síðan í haust ;
síld hvergi nema á Seyðisfirðí frá því í miðj-
um janúar tíl viku af febrúar ; var fremur
strjál, og erfitt að stunda veiðina í lagnet,
sökum hinna sífelldu storma, enda í engu
verði; kaupmenn gáfu mest 4 kr. fyrir mál-
tunnu af henni nýrri, sem er 1 eyrir fyrir
hverja hafsíld. En bændur gefa ekki um að
kaupa síld til heimilanna, að örfáum undan-
teknum. Islendiugar þyrftu að fara að brúka
meiri síld í landinu en þeir hafa gert til
þessa».
Hjer um pláss, við Faxaflóa m. m., er lítið
sem ekkert um afla enn á inn-miðunum —
Innnesjum og Akranesi — en syðra nú farið
vel að lifna, einnig í net.
Skrifað er 4. þ. m. úr Garði:
»Hjer hefir aflazt dável þessa viku, og
vænni fiskur en áður, og eru nú komnir tölu-
verðir vertíðarhlutir hjá ýmsum ; en misjafn
er aflinn —• frá um 200 til 450 — mestallt
þorskur. því nær allur aflinn er fenginn á
lóðir, beittar gotu ásamt nokkru af maðki.
Að eins einn formaður, ágæt skytta, hefir
aflað dável á færi á fuglakjöt. Almennt- á-
litið hjer, að sárlítill afli mundi hjer á land
kominn, ef lóðir hefðu eigi verið notaðar, af
því að færabeitu hefir til þessa vantað, þar
eð hrognkelsanet hafa eigi orðið notuð sakir
brims. Nú leggja menu almennt hrognkelsa-
net úr þessu, ef, spekir sjó, og verður þá
tekið til færanna eptir því sem beita hrekk-
ur til.
Aflabrögð á Miðnesi voru, þá er jeg síðast
frjetti, mjög rýr».
í gær fiskaðist mikið vel á Bollaslóð, Alpt-
nesingamiði. Hjeðan er einnig sóttur góður
afli suður í Garðsjó á degi hverjum.
Verzlun og siglingar- Til Stykk-
ishólms kom vöruskíp 25. fyrra mánaðar,
»Peter», frá Esbjærg á Jótlandi, rneð lið-
ugar 100 tunnur af matvöru, og nokkuð af
kaffi og sykri, til Grams verzlurtar. Eúgur,
sem með því korn, seldur á 14 kr. tunnan,
bankabygg 24 kr., kaífi 1 kr. 10 a. (eu áður
85 a.), og kandissykur 36 a. Skipið á að
verða á fiskiveiðum hjer við land í sumar.
Engin sigling komin til annara hafna, svo
frjetzt hafi, nema hingað til Bvíkur.
í morgun kom hingað með vörur Margrethe,
hið nýja fiskiskip kaupmanns G. Zoega, skip-
stjóri Guðm. Kristjánsson, eptir 14 daga ferð
frá Helsingjaeyri, hafði verið dregið út eptir
þangað af gufuskipi tveim dögum áður frá
Khöfn ; hefir þá fyrst verið að koma los á
ísinn. Mörg skip nokkuð önnur hingað til
lands komust út um sama leyti.
Enn fremur komu hingað í morgun 2 hval-
veiðagufuskip ný frá Norvegi (þrándheimí),
Nora, er hingað kom í haust, að stærð 28
smálestir, og Othar, 33 smálestir. Fyrir þeim
ræður H. Ellefsen frá Túnsbergi, og er hann
útgerðarmaður beggja. Skipin fart, bæði á-
leiðis í kvöld til ísafjarðar.
Þingmálafundi liafði þingmaður Norður-
þ>ingeyinga, Jón bóndi Jónsson á Stóru-Eeykj-
um, haldið í sínu kjördæmi dagana 27. febr.
til 8. marz, sinn í hverjum hreppi, nema 2
í Presthólahreppi. »Alstaðar voru menn á
því, að halda áfram glímunni við Dana-
stjórno.
Þingmannaefni er ekki enn getið um
önnur til kosninga í Norður-Múlasýslu í vor
en síra Pál Pálsson á þingmúla og Jón Jóns-
son bónda á Sleðbrjót.
Bindindismálefni- Af Seyðisfirði skrif-
að 26. febr.: »6ðum fjölgar í Good-Templ-
ara-Stúkunni á Seyðisfirði, sem var næstum
frá í haust sökum burtflutnings margra með-
limanna og úrgöngu annara. Er sem nýtt
líf hafi í hana færzt nú um áramótin. Bind-
indisfjelagið (hitt) mun og heldur stækka. —
Er svo að sjá, sem vinum Bakkusar fækki
stöðugt, og má víst telja, að almenningur
hjer geri góðan róm að uppástungu Stór-
Stúkunnar um, að alþingi banni með lögum
innflutning áfengra drykkja og tilbúning þeirra
í landinu».
Snæfellsnesi 31. marz : »Fjórir menn hjer
í sýslu hafa leitazt við, að safna undirskript-
um undir bænarskrá Stór-Stúkunnar til al-
þingis, um að nema úr lögum heimild til þess
að flytja hingað til lands áfengisdrykki. Hafa
þeir fengið mjög daufar undirtektir ; enda má
svo að orði kveða, að fjöldi manna hjer sjeu
drykkjumenn, ef á það er litið frá bindindis-
legu sjónarmiði».
Isafirði 22. marz : »Bindindisfjelagið í kaup-
staðnum er liðið undír lok».
Barnasliólar í Isafjarðarsýslu : »1 barna-
skóla kaupstaðarins, kennari kand. Grímur
Jónsson, ganga í vetur 20 börn ; hjá Ara
Jochnmssyni hjer í bænum eru í kennslu 9
börn ; í Hnífsdalsskólanum, kennari Eggert
Jochnmsson, eru 13 börn ; í skólanum 1 Bol-
ungarvík, kennari J. Gr. Kjærnestæd, eru 19
börn, og í skólanum í Haukadal í Dýrafirði
er sagt að sjeu í vetur að eins 2 börn».
Afmæli konungs, 71 árs, var hátíðlegt
haldið í fyrra dag hjer í bænum með sam-
kvæmi rúmra 20 embættismanna o. fl. á
hótel «Alexandra» og dansveizlu í latínuskól-
anum og hjá Good-Templurum.
Mannalát og slysfarir- Frú Sigríður
Einarsdóttir, ekkja prófast síra Björns Hall-
dórssonar í Laufási, andaðist 19. f. m. í
Kaupangi í Eyjafirði, nær sjötug (f. 25. júlí
1819). f>au hjón voru um 30 ár saman f
hjónabandi. Syríir þeirra eru Vilhjálmur
bóndi í Kaupangi og þórhallur prestaskóla-
kennari. Tvær dætur áttu þau og, er önnur
náði fullorðins aldri, Laufey, dáin ógipt fyrir
nokkrum árum.
Hinn 17. f. m. andaðist merkisbóndinn
Olafnr Gislason á Kolbeinsá í Strandasýslu,
kominn á níræðisaldur, mesti röskleikamaður
fram á elliár, bezti sjómaður, mjög lengi
hafnsögumaður á Hrritafirði.
Hinn 28. f. m. drukknuðu 2 menn í Hauka-
dalsvatni í Dölum, «Jón bóndi Benidiktsson
frá Vörðufelli á Skógarströnd (albróðir Egils
heitins, sem úti varð frá Köldukinn í Hauka-
dal) og Jónas bóndi frá' Ketilsstöðum 1
Hörðudal, nýgiptur systur Jóns þessa Beni-
diktssonar. f>eir höfðu átt að vera líkmenn
að ömmu Jóns sál., riðu vatnið, en í það
hvað renna kaldavermslisgil, sem aldrei er
traustur ís fram undan, og þar lentu þeir,
þvl báðir voru þessu ókunnir».
ATHXJGASEMD. Maðurinn, sem sagt var frá
\ frjettum af Eyjafirði að skemmzt hefði á hölði
við brennu á gamlárskvöld af tjörukjagga, sem
datt ofan á hann, svo mikið, að óv-st væri að
hann fengi vitið aptur, hefir að vitni hjeraðslæknis
orðið brátt alveg jafngóður ; „það sprakk að eins
fyrir á höfði hans, án þess að höfuðbeinin skemmd-
ust að nokkru“.
Hólakirkja og orgel í hana-
Nýlega kom grein í ísafold um kirkjur á
íslandi, er var fróðleg og skemmtileg.
Eptir því sem þar stóð, eru guðshús á ís-
landi að taka miklum umbótum og framför- *
um, og er það gleðilegt. Einungis er hætt
við, að fleiri kirkjur sjeu sagðar þar í góðu
standi, en í raun og veru á sjer stað.
f>ar stóð, að Hólakirkja væri einhver elzta
kirkjan, og vil eg lítið eitt minnast á hana,.
og vekja athygli á henni.
Hólalrirkja var í smíðurn árin 1757-1763, í
6 ár. Hún er byggð úr íslenzku grjóti úr
Hólabyrðu. Hún er 40 ál. á lengd með for-
kirkjunni, breidiin er samsvarandi, hæðin
undir loptið er 7 ál. Hún er gerð alhvít inn-
an með hvítu kalki; kórinn er upphækkaður.
Að utan var hún einnig hvít, en 1886, er
sjóði hennar var öllurn varið henni til að-
gerðar, var hún sementeruð utan; hún er
því grá nú á að sjá, og eigi jafn tilkomu-
mikil til að sjá álengdar sem fyr, vegna lit-
arins. En í námunda er hún tignarleg á að
sjá og í að koma. Hún er vafalaust með
merkustu kirkjum hjer á landi. Hún er liið
eina, sem eptir stendur á Hólum af hefðar-
byggingunum fornu, þegar þar var biskups-
setur, skóli og prentsmiðja; en hú.n er líka
veglegt minnismark hinnar fornu frægðar
staðarins, og minnir augljóslega á hana. I
henni éru enn margir merkir hlutir og leg-
steinar, svo sem hin mjög merkilega altaris-
tafla, er hvergi á laudinu er önnur eins, að
minni ætlan, og er fnælt að páfinn hafi sent
Jóni biskupi Arasyni hana að gjöf, í virðing-
arskyni fyrir hina óbifanlegu staðfestu hans
við sína trú; ennfremur skírnarfontur snild-
arlega höggvinn úr íslenzku grjóti 1674, af
íslenzkum snilling á sinni tíð, Guðmundi
snikkara Guðmundssyni, er bjó í Bjarnastaða-
hlíð í Goðdalasókn; ennfremur stórt líkneski
af Kristi á krossinum, með blóðlækjum úr
höndum og fótum, til vinstri handar, er inn
er gengið; fagurlega gjörður prjedikunarstóll
með himni yfir o. fl.
Kirkjau ætti ávallt að viðhaldast í því
formi, er nú er á henni, setn mjög merkur
forngripur, ásamt því sem í henni er. f>að
er landinu til sóma, og prýði staðarins og
landsins; hún tninnir stöðugt á forna frægð
liðinna tíma.
Með enga kirkju hjer á landi hefir verið
farið jafn-illa sem Hólakirkju; því að allar
hennar miklu eignir hafa venð teknar af
henni og seldar snemma á þessari öld, án
þess að skilja henni nokkuð eptir, henni til
viðhalds. Fjeð fyrir eignirnar rann ínn í
ríkisjóðinn. Nú verður að álíta, að landssjóð-
urinn njóti mikils góðs af þessari seldu eign,
og að kirkjan því hafi sanngirniskröfu til hans,
að styrkja sig, að því leyti sem hinar litlu
árlegu tekjur hrökkva ekki henni til viðhalds
í þessu formi, sem hún er nú í. En árlegar
tekjur hennar af 24 bæjurn eru svo litlar, að
með þeim verður henni eigi sýndur sómi.
Sem stendur hefir hún þó fengið töluverða
viðgerð, en enn þá hefir eigi verið gert álit á,
hversu hún er af hendi leyst.
Nú upp á síðkastið hefir þjóðlegur og rjett-