Ísafold - 17.04.1889, Qupperneq 1
ííemur út á miðvikudögum og
laugardögum. Verð árgangsins
(I04arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrir miðjan júlimánuð.
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin vtð
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir I.okt. Af-
greiðslust. i Austurstrœti 8.
XVI 31.
Reykjavík, miðvikudaginn 17. apríl.
1889.
Málið um umsjón og fjárhald dóm-
kirkjunnar í Reykjavík.
Eins og áður hefir getið verið lauslega, hefir
uefnd sú, er ko3Ín var í haust á safnaðar-
fundi hjer í bænum (H. Kr. Friðriksson yfir-
kennari, Hallgrímur Sveinsson dómkirkjuprest-
ur, Helgi Hálfdánarson lector, Sighv.Bjarnason
bankabókari og Stefán Thorarensen emerit-
prestur), til þess að undirbúa svar safnaðarins
upp á áskorun frá landsstjórninni, að undir-
lagi alþingis 1887, um, að Reykjavíkursöfnuð-
ur taki að sjer fjárhald og umsjón dómkirkj-
unnar,— komizt að þeirri niðurstöðu,
ctð ráða Beykjavíkursöfnuði frd að-taka að
sjer fjárhald og umsjóri dómkirkjunnar, að
minnsta kosti að svo vöxnu ináli, nicðan
hann eigi fœr greinilegt og áreiðanlegt yfir-
lit yfir kostnaðinn við nœgilega stækkun
hennar og allar nauðsynlegar umbœtur.
Nefndarálitið er allýtarlegt og rækilegt, og
;ýmislegt fróðlegt í því.
Nefndin er þeirrar skoðunar fyrst og fremst,
að bezt eigi við, að Reykjavíkurkirkja sje
þjóðeign og undir umsjón og ábyrgð lands-
stjórnarinnar, eins og verið hefir. Hún sje
höfnðkirkja landsins, notuð í þarfir þess
alls ; vígslukirkja, kirkja allra hinna mörgu
námsmanna í öllum skólum hjer víðs veg-
ar að úr öllu landinu, kirkja alþingis-
manna um þingtímann, og »óteljandi ann-
ara, bæði innlendra og útlendra, æðri og lægri»;
®en enginn þeirra geldur þó nokkuð sem helzt
til kirkjunnar». Sem landskirkja, höfuðkirkja
alls landsins, þurfi hún að vera ekki einung-
is sómasamlega rtr garði gjörð að upphafi,
heldur þurfi líka að vera full vissa fyrir því,
að henni sje ávallt og í öllum greinum svo
tiið haldið, sem vera ber, svo t,ð hún sje sam-
boðin hinum háleitu verkum, setn þar fara
fram. Hún þnrfi þar að auki að vera tign-
arlegri og fagurlégar útbúin en nokkur önnur
kirkja landsins, með því að hingað sæki fjöldi
útlendra manna, og opt og einatt stórböfð-
ingjar, sem eigi mundi lítast vel á, ef kirkja
þessi væri eigi samboðin tilgangi sínum, og
svo sem höfuðkirkja ætti að vera í öllum
efnum, og þó í nokkra líkingu við heldri
kirkjur í öðrum löndum, og landinu í öllum
greinum til sóma. Ætti því stjórnin að vilja
sjálf sjá um< aQ kirkjan væri ávallt þannig á
sig komin og útbúin, að hún væri landinu
til sóma, en eigi til vanvirðu. En að eiga
slíkt um aldur og sefi undir úrslitum á safn-
aðarfundi, með hinum mjög víðtæku laga-
ákvæðum um atkvæðisrjettinn, það gæti orðið
’nokkuð valt.
En þótt landsstjornin áliti söfnuðinum til
-alls hins bezta treystandi í þessu efni, og þótt
hann (söfnuðurinn) væri allur af vilja gerður,
Iþá væri honum að áliti nefndarinnar langt
um megn að standa straum af kirkjunni.
í>að væri lítill vegur, ef kirkjan væri í góðu
standi og hæfilega 3tór, eins og stendur. En
það er ekki því að heilsa hvorugu. Kirkjan
sjalf þarf nokkurrar viðgerðar; hana vantar og
allmikið af skrúða ; líkhús kirkjunnar er orðið
•mjög Ijelegt og lítt stæðilegt. þó er hitt
stórum meira um vert, að hún er mikils til
of litil fyrir söfnuðinn, eins og hann er nú,
hvað þá heldur þegar hann stækkar enn meira.
Hún tekur ekki nema í hæsta lagi 1000
manns, en þyrfti að taka 3000, ef duga skyldi
handa söfnuðinum nú sem stendur. því nú
er söfnuðurinn orðinn nokkuð á 5. þúsund
(var 1887 4033), en það þykir hæfileg kirkju-
stærð, að hún taki f safnaðarins, og það tók
líka dómkirkjan, þegar hún var endurbyggð,
1847, með því að þá var fólkstala sóknarinn-
ar alls 1497 manns. Að, eins á 9 árunum síð-
ustu hefir tala sóknarmanna aukizt um 1300
manns, eða meira en kirkjan frekast getur
rúmað.
það er með öðrum orðum, að þótt ekkert sje
ætlað fyrir stækkun safnaðarins eptirleiðis, þá
þyrfti dómkirkjan að vera eins stór og 3
kirkjur aðrar eins og hún er nú.
Hvort sern nú kirkjan væri stækkuð sem
því svarar •—- en áþví er ýms óhægð, — eða
þá smíðuð ný kirkja, þágizkar nefndin á, að
það mundi kosta 100,000kr. En þó að kirkjan
legði upp 1000 kr. á ári, samkvæmt því sem
gera rná ráð fyrir eptir tókjum hennar nú,
og þó að hún fengi 20,000 kr. ofanálag úr
landssjóði, og helmingur þess væri settur á
vöxtu (en hinum helmingnum varið til bráð-
nauðsynlegustu umbóta), þá þyrfti þó meira.
en 20 ár til þess að safna að eins helming
þess fjár, eða 50 þús. kr., en á 20 árum get-
ur söfnuðurinn ef til vill tvöfaldazt, svo að
þörf væri á nýrri og rúmgóðri kirkju auk
liinnar eldri, og þá hrykki sjóðurinn skammt.
Að vísu mætti bæta það nokkuð upp, hvað
kirkjan er lítil, með því því að hafa fastan
aðstoðarprest, svo að fiytja mætti 2 messur i
kirkjunni á flestum helgum dögum, en til
sómasamlegs uppeldis tveimur prestum mundu
tekjurnar af sókninni ekki hrökkva, og þá
bæri aptur að sama brunni, að landssjóður
þyrfti að hlaupa undir bagga til að launa
aðstoðarpresti, altjend að nokkru leyti.
Til glöggvunar á fjárhagsástandi dómkirkj-
unnar hefir nefndin samið yfirlit yfir tekjur
og gjöld heunar á síðasta 5 ára tímabili
(1883—1887), og verður meðaltal af tekjun-
um ................................ kr. 2209,40
gjöldunum ........................... — 1916,76
Afgangur — 292,64
á ári. En stærsti liðurinn í útgjöldum kirkj-
unnar er afborgun og vextir af landssjóðsláni
því til viðgerðar henni, 16,000 kr., er á henni
hvílir síðan 1879, og sje gjört ráð fyrir, að
sú skuld yrði látin niður falla, ef söfnuður-
inn tæki kirkjuna að sjer, þá hefði hún ná-
lægt 1000 kr. afgangs tekjum á ári, eins og
áður er á vikið.
Tekjur kirkjunnar eru þessar, eptir 5 ára
meðaltali:
ljóstollar.................kr. 888,62
tínnd .......................— 156,96
legkaup .....................— 224,76
jarðarafgjald................— 157,15
húsatíund ...................— 781,91
En gjöldin, eptir meðaltali fyrir sama
tímabil:
umsjón og reikningsfærsla kr. 214,00
eldiviður og ræsting......— 395,33
viðhald á kirkju og líkhúsi —• 224,17
til skrúða og áhalda .....— 71,32
afborgun og vextir .......— 724,56
önnur útgjöld ............— 287,38
Af því að kirkjunni voru gefnir eptir vextir
af skuld hennar 2—3 ár á tímabilinu 1883
til 1887, er það sem gengið hefir til afborg-
unar og vaxta á þeim tíma nokkuð minna
en annars gerist, sem sje um 720 kr. á ári að
meðaltali, í stað 960 kr.
Mál þetta verðfir, áður langt um líður, lagt
til urnræðu og úrslita á safnaðarfundi hjer 1
bænum, og þurfa menn þá að vera búnir að
ráða huga sinn um, hvað þeir vilja við það
gjöra.
Allar líkur eru til þess, að flestir muni
verða nefndinni samdóma, og drepa hendi við
þeim veg og vanda, að taka kirkjuna að sjer.
það eru hlunnindi fyrir söfnuðinn, sem er
síður en eigi hafnandi, að geta látið landið
eða landssjóð sjá sjer fyrir kirkju um aldur
og æfi, og það svo og svo veglegri og stórri
kirkju. Landssjóður getur ekki fremur kom-
izt hjá að sjá þessum söfnuði fyrir guðshúsi
en öðrum söfnuðum landsins, þar sem eins
stendur á, sem sje að kirkjan er beinlínis
landssjóðseign, og hann getur ekki komizt
hjá þeirri skyldu, að hafa hana viðlíka rúm-
góða, að tiltölu við tölu sóknarmanna, eins
og aðrar kirkjur, og þó öllu rúmbetri, vegna
utansóknarmanna,sem hjer dvelja að staðaldri
fremur eða fleiri en annarstaðar. Meðan söfn-
uðurinn vill ekki ljetta þessari byrði af lands-
sjóði, á meðan verður liann að gera svo vel
að sitja uppi með hana.
þannig horfir málið við fyrir þeirra sjón-
um, sem líta eingöngu eða mest á lagarjett-
inn fyrir Reykjavíkur hönd, og það virðist
nefndin hafa gert. Hún telur fram, hvers
við þurfi til þess að höfuðstaðnum geti heitið
borgið hvað guðshús snertir og guðsþjónustu,
og sýnir fram á, að til þess útheimtist stór-
fje, og telur sig ekki geta á þáð vísað annars-
staðar en úr landssjóði. .Jafnvel þótt söfn-
uðurinn vildi svo vel gera að taka kirkjuna
að sjer, þá yrði það að vera með stórfje í
ofanálag, auk uppgjafar á eptirstöðvum skuld-
ar þeirrar, er landssjóður reiknar kirkjunni
(síðan 1879).
En forsjálla er án efa fyrir söfnuðinn sjálf-
an, þótt hann sýnist standa svona vel að
vígi gagnvart landsstjórninni, að líta einnig
á málið frá hennar sjónarmiði og setja sig
í spor landssjóðsins eða ráðsmanna hans.
Landssjóður liefir í æði-mörg horn að líta
og af litlu að miðla, eða, rjettara sagt,
af engu að miðla til nýrra fyrirtækja öðru-
vísi en með nýjum álögum á almenning. En
þá er þjóðinni ekki láandi, þótt hún ætlist
til, að hinum nýju álögum sje öðru fremur
varið til þess konar fyrirtækja, sem almenn-
ingi horfa til verulegra hagsbóta, en heldur
hlífzt við að leggja mikið fje í annað, allt
hvað komast má nokkurn veginn af án þess,
allra helzt ef það kemur nánast við að eins
einni sveit eða einum bæ.