Ísafold - 01.05.1889, Síða 3
139
„Skilnaðar“-atkvæðaflanið er líklega
búið að vera. Ekki bólar á, að nokkur einn
málsmetandi maður sje því fylgjandi, annar
en frumkvöðullinn, hr. J. Ó. sjálfur, og hann
vildi jafnvel gjöra sem minnst úr öllu saman
undir eins í ísaf. um daginn, eins og menn
munu hafa tekið eptir. Með svar kemur
hann reyndar í »Fj.kon.» í gær gegn ritstjóra
ísafoldar, en fer þar mest utan við efnið og
bregður fyrir sig talsverðum hártogunum og
miklum kynstrum af— feitu letri, sem stöku
rithöfundar virðast vera trúaðir á að bætt geti
upp magrar ástæður. Magnús heit. Eiríksson
t. a. m. var einn, sem hafði einstaklegar mætur
á feita letrinu, brá því fyrir sig í annari hvorri
setningu opt og tíðum; en lítið munþað hafa hrifið-
Póstskipið Laura (Christiansen) kom
hingað í fyrra kvöld seint. Hafði gengið
ferðin vel, fór frá Khöfn 18. f. m. Með því
komu þau landshöfðingi og frú hans, og rúmir
tuttugu farþegar aðrir, mest kaupmenn og
verzlunarmenn, sumir hingað og sumir áleiðis
til vesturhafnanna með skipinu. Hingað
komu kaupmennirnir Coghill, Eyþór Felixson
(með frú sinni), Helgi Jónsson, Magnús Sig-
fússon Blöndal (frá Hafnarf.), Sturla Jónsson,
Walg. Ó. Breiðfjörð (með frú sinni og upp-
eldisdóttur), og þorl. O. Johnson. Enn frem-
ur fröken Anna Jörgensen, þórarinn f>or-
láksson bókbindari, Andersen skraddari, Wm.
Paterson, og A. C. Lambertsen, verzlunar-
maður frá Færeyjum. Til vestfjarða eru með
skipinu þessir kaupmenn : Björn Sigurðsson
frá Flatéy, Markús Snæbjarnarson frá Vatn-
eyri, Pjetur J. Thorsteinson frá Bíldudal,
N. Chr. Gram frá þingcyri, Magnús
Jochumsson og Sigfús Bjarnarson frá Isafirði.
Póstskipið leggur af stað til vesturhafnanna
í kvöld, en hjeðan til Khafnar 14. þ. m.
Um 120 smálestir af vörum hingað skildi
nú póstskipið eptir í Skotlandi vegna rúm-
leysis, þótt pantað hefði verið löngu áður
rúm fyrir mikið af því. Er það stór-bagalegt
lnörgum, og lítt unandi við slíka meðferð.
Biskup yfir Islandi er skipaður af kon-
ungi 16. f, m. dómkirkjuprestur síra Hallgrímur
Sveinssoniv&%5. maí þ. á. (ekki 2ð.apríl), í stað
biskups dr. P. Pjeturssonar, er var veitt
lausn s. d. eptir beiðni hans og með eptir-
launum.
Síra Hallgrímur fer utan með þessari
Póstskipsferð til biskupsvígslu, og á hún fram
að fara 30. þ. m.
Háyfirdómari Í landsyfirrjettinum er
^kipaður af konungi 16. f. mán. yfirdómari
Löius E. Sveinhjömsson, fráþví í dag, í stað
Jóns Pjeturssonar, er lausn var veitt s. d.
með óskertum launum í eptirlaun. í yfir-
dómara-embætti Lárusar (1. meðdómanda)
var s. d. skipaður af konungi yfirdómari
Kristján Jonsson, en í hans fyrverandi em-
bætti (2. meðdómanda) settur í gær af lands-
höfðingja til bráðabirgða landritari Jón Jens-
son, báðir frá því í dag að telja.
Heiðursmerki. Biskup Dr. P. Pjeturs-
son er af konungi sæmdur 16. f. rn. stórkrossi
dannebrogsorðunnar, og háyfirdómari Jon
Pjetursson s. d. heiðursmerki dannebrogs-
Manna.
Sýslunefndarfundur. Sýslunefnd Ár-
nesinga hjelt fund með sjer hjer dagana 23.
—26. f. m. Helztú mál, sem nefndin hafði
til meðferðar, voru: að gjöra ráðstöfun til að
hlaðinn verði flóðgarður fyrir Hvítá (hjá
Brúnastöðum), þar sem hún flæddi upp í
vetur sem leið. Vill sýslunefndin veita til
þess 310 krónur af fje því, er sýslunni er
úthlutað til eflingar búnaði, en láta Flóa-
hreppana 5 vinna auk þess eptir niðurjöfnun
564 dagsverk, eptir tölu verkfærra manna í
hverjum hrepp.
Til pdstvegarins milli þjórsár og Olfusár
virtist nefndinni þurfa um 4000 krónur, og
var auk þess í vanda stödd, hvernig ætti að
ráða bót á sýsluvegunum svo þeir værinokk-
urn veginn færir, því landslag í sýslunni er
ýmist svo mýrlent eða grýtt víðast, að kostn-
aðurinn við viðhald veganna er miklu meiri,
en sýsluvegasjóðurinn geti greitt. Nefnd-
inni mun hafa dottið 1 hug, að afnema hinn
núverandi póstveg, en láta hann í þess stað
liggja eptir sýsluveginum frá Olfusá við Kot-
ferju eða Selfoss niður á Eyrarbakka, og að
þar yrði sett aðalpóststöðin, og að póstvegur-
inn liggi svo austur með sjó á þjóðveginum
og yfir þjórsá, þar sem heppilegast þætti; en
nefndin mun hafa verið hrædd um, að hún
spillti með því fyrir brúnni á þjórsá, ef póst-
vegurinn lægi ekki þráðbeinn milli ánna. —
Samt er líklegt, að reynslan mundi sýna, að
þetta væri happaráð, ljetti talsverðum kostn-
aði á landssjóði við póstveginn og gjörði sýsl-
unni mögulegt að hafa aðra vegi í bærilegu
standi.
Nefndin mælti enn fremur með stofnun
aukalœknisembcettis á Eyrarbakka.
Leiðarvísir ísafoldar.
125. Eru kaupmenn eða verzlunarfulltrúar ekki
sjálfsagðir að skila aptur rjettum eiga.nda fjárupp-
hæð þeirri, er þeir borga út úr reikningi verzlunar-
viðskiptamanna sinna, ef þeir geta ekki sýnt, að
þeir sjálfir skriflega sjeu beðnir um fjárupphæð-
ina?
Sv.: Jú, geti þeir ekki sannað heimild sína,
hvort sem hún er skrifleg eða munnleg — það
stendur á sama um það.
126. Ef verzlunarfulltrúi borgar út úr verzlun-
arviðskiptareikningi Jóni, en á eptir framlögðu
„bevísi“ að borga út Jónasi, varðar það ekki á-
byrgð?
Sv.: Jú, verzlunarfulltrúinn verður að standa
aptur skil á því, sem hann hefir borgað óheimilum
manni.
127. Hafa ekki þeir menn, er tekið hafa próf
við Möðruvallaskólann, leyfi til aö vera lausa-
menn?
Sv.: Nei, ekki fyrir þaö eitt.
128. Hafa kennarar við barnaskólana á íslandi
ekki kosningarrjett til alþingis?
Sv.: Nei, ekki nema þeir sjeu jafnframt bænd-
ur, kaupstaðarborgarar eða þurrabúðarmenn, eða
þá hafi tekið embættispróf eða eitthvert háskóla-
próf, æðra en stúdentspróf,—• allt með þeim nánari
skilyrðum, sem til eru tekin í kosningarlögum 14.
sept. 1877.
129. Eiga ekki daglaunamenn heimtingu á, að
þeim sje greitt kaup sitt í peningum, ef ekki er
samið um annaö en krónutal?
Sv.: Jú, nema svo sje, að þeitn hafi kunnugt
verið áður en þeir rjeðust í vinnuna, að ekki væri
tíðkanlegt þar eða hjá þeim húsbónda að borga
hána öðru vísi en t d. í vörum, og hafi þeir samt
ekki áskilið peninga.
130. Er kaupmönnum leyfilegt að selja salt á
helgum dögum?
Sv.: Nei.
131. Hvað mega sjómenn (fiskimenn) vera lengi
á sjó á aðfangadögum helgidaga, til þess að vera
lausir við að gjalda fátækrahlut?
Sv.: Allan daginn sjálfsagt; nema þá (stórhá-
tíða-)aðfangadaga, sem heilagt er frá miðaptni,
þá ekki lengur en til þess tíma að nauÖ8ynja-
lausu.
132. Má maður eklci fara með æðarfugl, sem
drepur sig í hrognkelsanetum eins og frjálsan
feng?
Sv.: Jú.
133. Hvernig á maður að fara að, þegar æðar-
fugl skemmir og eyðileggur beitu manns, úr þvi
ekki má drepa hann, eins og annan ránfugl?
S.: Bera það með þolinmæði, eins og annaú
mótlæti.
134. Nú sýnir ábúandi jarðar nágranna sínum,
þeim er land á til móts við hann, merkjaskrájarð-
ar sinnar, og óskar að granninn riti á samþykki
sitt, en sá neitar, og telur til landauka við þaun,
sem skrána framlagði, sinni ábúðarjörð til handa,
hvorum þessara tveggja máfsaðila ber skylda til að
hefja málssóknina, þeim, sem fram hflöur sína skrá
til áritunar landaukakröfu-laust, eða hinum, er
landauka vill fá?
Sv.: Hvorugum. Eptir 7. gr. landamerkjalag-
anna er mönnum í sjálfs vald sett, hvort þeirvilji
Ijúka þrætu um landamerki með málsókn eða eigi,.
sjá landshöfðingjaúrsk. 15. júní 1886 (Stj.tíð.)
135. Nú liggja afrjettarlönd jarða saman á
sýshí-takmörkum, og ábúendur jarðanna, beggja
vegna við sýslutakmörkin, greinir svo á um landa-
merkin, að áreið þurfi að fram fara, hvaðan skulu
þá tilkvaddir menn í merkjadóminn? Skulu þeir
kallaðir jafnmargir að tölu úr hvorri sýslunni fyrir
sig eða allir úr þeirri sýslunni, sem varnarþing
liins stefnda liggur í, ef honum hefir verið stefnt
til að undirrita framlagða merkjaskrá?
Sv.: Allir úr sýslu varnaraðila.
136. f>egar svo stendur á, að heima-og afrjett-
arland kirkjujaröar — ekki hjáleigu — liggur að
afrjettarlandi beneficiums sjálýs, er þá fullnægjandi,
að prestur — pastor loci — sjálfur og einsamall
semji landamerkjaskrá kirkjunnar, riti undir hana
einn og leggi hana að því búnu fram á mann-
talsþingi til þinglesturs?
Sv.: Nei. J>að mál skal borið áðurundir stiptsyfir-
völdin.
137. Getur þannig tilorðin landamerkjaskrá, sem
getið er um í 136. spurningu, haft fullt gildi, enda
þótt hún næði að vera þinglesin þrátt fyrir munn-
leg (á þinginu fram borin) mðtmœli landseta?
Sv.: Nei. Landseti getur kært fyrir prófasti og
stiptsyfirvöldum, og ónýta þau aðgjörðir prests og
þar með landamerkjaskrána, ef þeim þykir ástæða
til.
138. Er hásetum ekki leyfilegt, að hafa olíu
meðsjerásjó, þegar formenn, og það þótt bjargráða-
nefndarmenn sjeu, hafa ekki framkvæmd í sjer til
þess? (Háseti í Bessastaðahrepp).
Sv.: í forboði formanns mega þeir það líklega
ekki, því þeir eiga að hlýða honum. En jafugott
er, þótt þoir gjöri honum kinnroða með því, að fara
fram á það.
139. Eru búlausir menu, sem fje eiga, skyldir
að greiða helmingi hærri t ýratoll en búendur?
Sv.: Nei, ekki nema þeir eigi helmingi fleira
fjeð að minnsta kosti. í alþingisdómi 1. júli 1680
er raunar dýratollur fast ákveðinn, 3 álnir af
hverjum búanda eða búlausum manni, sem á sex
sauði 1 sinni ábyrgð; en hitt hefir að vitni lögfræð-
inga (t. d. Bjarna amtmanns Thorsteinssonar í „Ofi-
entl. Afgifter,,, bls. 126) orðið að fastrilögvenju,að
miða upphæð tollsins við fjárfjöldann.
140. Er það lögum samkvæmt, að jafna dýra-
tolli niður á þá, sem enga skepnu eiga?
Sv.: Nei, það er lögleysa. Hitt er annað málr
að sje dýratolli alls eigi jafnað niður sjerstaklega,
heldur kostnaðurinn við eyðingu refa tekinn blátt
áfram úr sveitarsjóði, t. d. eptir heimild í stað-
festri reglugjörð um fjallskil, eyðing refa o. fl., þá
má segja að hann lendi í raun rjettri einnig á
þeim, sem enga skepnu eiga.