Ísafold - 04.05.1889, Qupperneq 2
142
nálægt 150,000 manna bindindisheit. A fám
árum urðu fjelagarnir í bindindisfjelaginu á
írlandi 1,800,000. jpótt níi að vísu margir
dytti úr sögunni, þegar fyrsti hitinn var rok-
inn af, þá varð nú afleiðingin af þessu samt
sem áður sú, að af brennivíni var 1841 ekki
drukkið á Irlandi nema um 130 miljónir
potta, en 1838, þrem árum áður, 270 miljónir;
1837 voru framdir 12,096 stórglæpir á ír-
landi, en 1841 ekki nema 773.
Frá írlandi hjelt hann svo yfir til Eng-
lands, og á þeim 6 vikum, <sem hann dvaldi
í Lundúnum, fekk hann 70,000 manna á sitt
mál; svo ferðaðist hann um aðrar helztu
borgir þar í landi og gengu þar 180,000
manna í bindindi.
Á tveim árum fór hann svo um 25 af
Bandaríkjunum í Yesturheimi, og sneri í
þeirri ferð 600,000 manna til bindindis.
þegar leíð fram um miðja þessa öld, var
hann þrotinn orðinn að heilsu og fjöri.
Viktoría drottning veitti honum þá 500 pund
sterling að eptirlaunum, og 1856 andaðist
hann. I Cork, New-York og víðar eru llkn-
eski reist af þessum mikla siðbótarhöfundi.
Annar mestur forvígismaður bindindismáls-
ins var John B. Gough (göfí). Hann var
fæddur í Ameríku og dó fyrir fáum árum.
Hann hafði haldið nál. 8000 bindindisfundi
um æfina, og snúið svo mörgum til bindindis,
að miljónum skipti.
Mestur ræðuskörungur rneðal bindindis-
manna þeirra, er nú eru uppi, er William
Noble, er stofnað hefir hinn enska «blue
ribbon army» («bláa bandið»). Jeg hef opt
hlýtt á ræður hans og átt tal við hann
sjálfan. I ræðustólnum er hann svo frísk-
legur og fjörlegur, að hin mesta skemmtun
er að; hann heldur áheyrendunum vakandi
með hnittinyrðum, kýmisögum, o. fl., en svo
koma allt í einu upp úr kátínunni þessar
voða-þrumur móti «the drink» (áfengisdrykkj-
unum), eins og kúlur springi, svo allir verðá
sem höggdofa.
það er alkunnugt, að ekki einungis meiri
hluti klerkalýðsins á Englandi, með hinum
æðstu kennimannahöfðingjum í broddi fylk-
ingar, eru albindindismenn, heldur eru einnig
margir hinir helztu yfirmenn í herliðinu al-
bindindismenn. Jeg skal segja stuttlega
söguna af því, hvernig gekk með sjóliðið
enska.
Eyrir nálægt 20 árum var uppi á Englandi
ung, auðug og fríð hefðarmær, sem hjet
Agnes Weston. Hefði hún átt hjer heima (í
Danmörku), þá hefði htin sjálfsagt setið inni
við ísauma og prjónles þangað til hún var
orðin fimmtug, og svo þar á eptir notað tóm-
stundir sínar til að bakbíta «veröldina» og
kjassa köttinn sinn. Til allrar hamingju átti
hún heima á Englandi, þar sem auðugar
ungar stúlkur lauga sig á morgnana, halda
ekki kyrru fyrir meira en góðu hófi gegnir
og vilja hafa hönd í bagga með um öll al-
menn mikilsvarðandi mál, og hressa sig svo
upp þess á milli með því að ferðast um-
hverfis alla jörðina eða klifra upp á hæstu
fjallatinda í heimi. Henni hafði fundizt mik-
ið til um eymd þá og óblessun, er brennivín-
ið leiddi af sjer meðal sjóliðsins; einn góðan
veðurdag fer hún til Portsmouth; þar lá þá
stór herskipafloti á höfninni, Spithead; hún
fjekk sjer bát, ljet róa sig út að skipi aðmiráls-
ins, gekk upp á þiljur og gjörði boð fyrir hann.
—«Hvert er erindið»? var hún spurð.— «Aðl
leita leyfis til, að halda bindindisræðu fyrir ■
skipverjum». — Aðmirállinn hopaði tvö skref
aptur á bak, og aðstoðarmaður hans gleypti
í fáti tóbakið, sem hann var að tyggja; svo
bilt var þeim við. — Brezkir sjómenn
brennivínslausir! Slíkt var óhugsandi! En
hún mætti gjarnan reyna — sei, sei.
Hún fór þá niður í skipið, og tók til að
tala um fyrir skipverjum. þeir gláptu hissa
og gjörðu spje að henni. Hún Ijet sem ekk-
ert væri og hjelt áfram þangað til þeir máttu
til að taka eptir. þann dag stofnaði hún hið
fyrsta af bindindisfjelögum þeim, er nefnast
»Blue jackets» (Blátreyjur»). Síðan hefir hún
farið skip af skipi og höfn úr höfn, haldið
ræður, stofnað sjómannastofur, safnað fje o.
s. frv. — Margir aðmírálar, nálægt 300 sjóliðs-
foringjar og $ hluti af öllum óbreyttum liðs-
mönnum á enska herflotanum eru albindind-
ismenn. Agnes Weston er fræg um England
allt og í mesta áliti hjá þjóðinni.
Margar fleiri tiginbornar konur eru eins
starfsamar. Hertogafrúin af ButherlancL t. d.
ér á sífelldu ferðalagi til að útbreiða bindindi,
og ver megninu af tekjum sínum til þess að
styrkja bindindismálið—þetta mál, sem frem-
ur flestum öðrum máluin getur bent á dæmi
mikillar ósjerplægni og þolgæðis hjá forvígis-
mönnum sínum.
Bindindishreyfingin er alþjóðamál, sem hefir
haft stór mikil áhrif á hinar mestu mennta-
þjóðir heimsins. I stórborgunum á Englandi
er hún nú 50 ára gömul. það getur því varla
verið of snemma tekið í mál, að Kaupmanna-
höfn færi ofurlítið að rumska í þá átt.
E. Staal».
Sakamál í yfirdómi. Jón Jóhannes-
son úr Jsafjarðarsýslu dæmdur þar 1. f. m.
í 5x5 daga fangelsi við vatn og brauð og
málskostnað fyrir ítrekaðan þjófnað; hafði
verið dæmdur áður (1883) í hæstarjetti fyrir
þjófnað. Stal nú 2 silfurskeiðum. Hjeraðs-
dómur hljóðaði upp á 8 mánaða betrunar-
húsvinnu.
Einar Jósepsson úr Suður-Múlasýslu dæmdi
yfirrjettur 29. f. m. í 8 mánaða betrunarhús-
vinnu, auk málskostnaðar, fyrir sauðaþjófnað
og sviksamléga töku á annara fjármunum, er
honum hafði verið trúað fyrir: kind, er hann
hafði verið beðinn fyrir í rekstur, en tók heim
til sín og markaði undir sitt mark (255. gr.
hegnl.). I hjeraðsdóminum hafði hvort-
tveggja brotið verið talið þjófnaður. það er
og vítt í yfirrjettardómnum, að hjeraðsdóm-
arinn hafði látið hinn skipaða verjanda hins
ákærða vera þingvott einu sinni, er málið var
fyrir rjetti, og ekki staðfest prófsiitskript þá,
er dómsgjörðunum fylgdi.
Sama dag, 29. f. m., dæmdi yfirrjettur
Guðnýju Gísladóttur úr Arnessýslu í 2x5
daga fangelsi við vatn og brauð, auk máls-
kostnaðar, fyrir þjófnað: hafði stolið 9 kr.
í peningum smátt og smátt úr kofforti í ó-
læstri skemmu. I hjeraði sama hegning á-
kveðin.
oiögleg veiting. Landsyfirrjettur dæmdi
29. f. m. einn veitingamann hjer í Beykjavík,
E. Zoega, í 10 kr. sekt til fátækra og máls-
kostnað, fyrir að hafa haft gesti við drykkju
inni í veitingahúsi eptir miðnætti einu sinni
í vetur, en »með auglýsingum lögreglustjórans
í Beykjavík 11. júní og 5. okt. 1878, sam-
þykktum af hlutaðeigandi amtmanni, er veit-
ingamönnum bæjarins meðal annars bannað
að hafa gesti í veitingastofum sínum kl. 12
—6 á nóttunni«.
Meiðyrðamál fyrir lögreglurjetti.
Meiðyrðamál eitt í Suður-Múlasýslu, milli
Haralds Briem og Stefáns Guðmundssonar,
hafði veðið rekið og dæmt þar í lögreglurjetti
9. maí 1887, og án þess að sáttaumleitun í
því hefði fram farið fyrir hlutaðeigandi lög-
skipaðri sáttanefnd. Eu með því að «svo
löguð málsmeðferð er ólögmæt, sbr. inngang
tilskipunar 15. ágústmán. 1832», þá dæmdi
landsyfirrjettur 29. f. m. : »Hinn áfrýjaði
dómur og öll meðferð málsins í hjeraði skal
vera ómerkt, og vísast málinu frá lögreglu-
rjettinum».
Fyrning sakar. Maður hafði verið
dæmdur í aukarjetti Suður-Múlasýslu 8. ágúst
f. á. í sekt fyrir ólöglega húsmennsku. Lands-
yfirrjettur dæmdi þann dóm ómerkan 29. f,
m. og alla meðferð málsins í hjeraði, vegna
þess, að hjeraðsdómarinn hafði ekkert skeytt
um það, að málshöfðunarskipun amtmanns.
hafði verið bundin því skilyrði, að ekki væri
liðin 2 ár frá því brotið var framið, sam-
kvæmt «analogíunni» af 67. gr. hegningar-
laganna (um fyrning sakar), en maðurinn
hafði setzt að í Fáskrúðsfjarðarhreppi í ólög-
legri húsmennsku um vinnuhjúaskildaga 1886,
en mál ekki verið höfðað útaf því fyr en 7. júní
1888. — Er eptir því brotið í því fólgið, eptir
skoðun yfirrjettarins, að setjast að í leyfis-
lausri húsmennsku, en ekki í því, að sitja í
leyfislausri húsmennsku. þennan skilning
landsyfirrjettarins þurfa sveitarstjórnir að.
setja á sig, ef hann stendur óhaggaður.
/ Vesturfara-pjesa-meiðyrði. Lands-
yfirrjettur dæmdi 29. f. m. í máli því, er
Sigfús Eymundsson útflutningastjóri hafði
höfðað í fyrra gegn mag. Benidikt Gröndal,
til ómerkingar riti hans «Um Vesturheims-
ferðir», hegningar, og skaðabóta (2000 kr. að
minnsta kosti fyrir «Tort og Creditspilde#),
auk málskostnaðar.
Landsyfirrjettur segir, að áminnztur pjesi
sje augljóslega eigi þannig ritaður, að hann
sje í heild sinni eða allur meiðandi fyrir Sigf.
Eym. sem útflutningastjóra. En af einstök-
um ummælum og aðdróttunum í bæklingnum,
er S. E. taldi meiðandi fyrir sig, sjö atriðum
alls, var landsyfirrjettur honum samdóma um
tvö og dæmdi þau ómerk og B. Gr. í 50 kr.
(til vara 15 daga einfalt fangelsi) og máls-
kostnað, eins og gjört hafði verið í hjeraðs-
dómnum. |>essi tvö atriði voru, að »meðal-
gangararnir og þeirra liðar fái einhverja til
að skrifa brjefin (o: hrósbrjef frá Ameríku),
kannske fyrir þóknun, svo þeir fái sem flest
fólk og 10 til 20 kr. fyrir hvern haus«; og
að vesturferðafólkinu hafi, sjerstaklega þegar
skipið Camoens var afgreitt hjeðan í hitt eð
fyrra —en S. E. annaðist um afgreiðslu þess—•
verið »þjappað saman eins og fje, allt fullt
af ódaun og fýlu, og sú mesta eymd og ó-
þrifnaður, sem hugsazt getur«.
Um skaðabótakröfuna (2000 kr.) segir yfir-
rjettur: »Með því að engin sennileg rök eru
leidd að því, að hinn átaldi ritlingur hafi
bakað gagnáfrýjanda (S. E.) atvinnumissi,
gjaldtrausts-rýrnun eða fjártjón á annan hátt,
þá verður skaðabótakrafa hans ekki tekin til
greina».
— Odæmt er enn í yfirrjetti mál það, er
Gröndal höfðaði gegn Jóni Ólafssyni fyrir
meiðyrði í vesturfarabækling hans (svarinu
gegn Gröndal), og J. O. var dæmdur í 400
kr. sekt fyrir í hjeraði.