Ísafold


Ísafold - 08.05.1889, Qupperneq 3

Ísafold - 08.05.1889, Qupperneq 3
147 Uppbótin er annaðhvort greidd af stofn- uninni sjálfri í Kaupmannahöfn eða af um- hoðsmanni hennar eptir skipun stofnunarinnar. Lífsvottorð hlutaðeiganda er vanalega heimtað Sem skilyrði fyrir uppbótargreiðslunni. Upp- bótina skal hefja áður en ár sje liðið frá því að lögin öðluðust gildi, eða í síðasta lagi 23. marz 1890. Verzlunarfrjettir frá, Khöín, eptir miðlaraskýrslu þaðan 17. apríl. Um ull er of snemmt að segja neitt með sanni enn, en vjer ætlum að verðið muni verða hjer um bil eins eins og í fyrra. Fyrir haustull hafa síðast verið gefnir 60 aurar. Saltfiskur. Afli mikið rýr við Lófót hingað til, á að gizka 12 miljónum minni en í fyrra, og hefir því verð hækkað þar um 25°/>. I Pinnmörk hefir vertíðin (vorvertíð) byrjað vel- Á Englandi er verðið nú 18—17 pd. sterl. fyrir smálestina af stórum fiski og smáum. I Genúa (Italíu) dauft með fiskisölu; þar liggja enn talsverðar birgðir af íslenzkum fiski, sem hefir gengið mikið úr sjer og eigendur munu því skaðast töluvert á. það er því ekki búizt við mikilli eptirsókn þaðan þetta ár. Spánverjar ráðgjöra að kaupa eptirleiðis mestmegnis fiskinn á skipsfjöl við Islands vegna hinna miklu óhappa, er seglskipin hafa orðið fyrir, og líklega verður sent gufuskip nú í sumar til Islands til að sækja fisk. Ekki er búizt við að lagðar verði þaðan (frá Spáni) fölur á snemmbúna farma (í júní — júlí), með því að góður afli hefir verið við Aálesund og Christianssund, og það er ekk1 nema þegar þar bregzt afli, að Spánverjar vilja fá fisk frá Islandi snemma sumars. Eiskur sá, sem nú kom með »Laura» (til Khafnar) seldist þannig: Eæreyskur saltfiskur stór á 60 kr. skpd. íslenzkur saltfiskur nr. 1 á 56 — 52£ kr. skippundið. lslenzkur saltfiskur nr. 2 á 41 kr. skip.pd. Meðalfiskur og smáfiskur 45 kr. skpd. Lýsi hefir selzt betur síðan vjer rituðum skýrslu síðast, og hefir jafnvel verið gefin 37þ kr. fyrir tunnu af fallegu þorskalýsi tæru, en annars getur ekki verðið sagzt hærra en 35 kr. fyrir tært lýsi grómlauat. Hákarlalýsi, tært og grómlaust, er í 38 kr. tunnan. Dökkt 5 kr. minna hjer um bil. Harður íiskur í 60 kr. skpd. Sundmagar hafa síðast selzt á 55 a. pundið Æðardúnn 14—15 kr. pundið. Kjöt haft á boðstólum fyrir 52^ kr. tunnan (lá lpd). Frá Norðurlandi von á talsverðum aðflutnjugþ um 800 tunnur, og má því bú- ast við lægra verði. Sauðarycerur má selja fyrir 4—4þ kr. vönd- ulinn (2 gærur). Lulg vantar. Verðið er hjer um bil 30 a. pundir. Bugur 465—480 a. 100 pd. Biigmjöl 515 a. Bankabygg bezta 790—800 a., í meðal- lagi 740 760, lakara 700—715. Hrísgrjón 8—9| kr. 100 pd. Kaffi gott 78—80 a., í meðallagi 74—76 a., hvítasykur 20—21 a., kandís 21—22 a., púðursykur (Farin) 15—17 a., — allt þetta heldur að hækka í verði. Prestsvígsla. Sunnudaginn 5. þ. m. vígði biskup dr. theol. P- Pjetursson, stór- kr°ss af dbr. m. m., prestaskólacand. ólaf Petersen prest að Svalbarði í þistilsfirði. Verði þetta hin síðasta prestsvígsla herra Pjeturs biskups, er ekki ófróðlegt að geta þess, hann hefir vígt alls 142 presta, alveg jafn marga og prestaköllin voru á landinu eptir síðast brauðamati. þar af vígði hann 12 í tíð Helga biskups. Síðustu 2 árin 1886—88 hafa vígzt 32. Af þjónandi prestum landsins er ekki nema tæpur fimmti hluti vígður af formönnum hans, eða 23(?) alls. Finnur biskup Jónsson mun vera sá ís- lenzkur biskup tvær hinar síðustu aldir, er flesta presta hefir vígt annar en Pjetur biskup, og þó ekki nema 121. Ölfusárbrúin. Með póstskipinu frjettist frá Khöfn, að langt hefði verið komið samningum við þýzkt stórsmíðafjelag og hr. Tryggva Gunnarsson í sameiningu um brúar- gjörð á Olfusá, og von á staðfesting laganna um brúna frá síðasta þingi að þeim samn- ingum fullgjörðum. Jónsbók. Styrk til að gefa út Jónsbók (lagabókina) hafa þeir fengið úr ríkissjóði cand. juris og assistent í ísl. stjórnarráðinu Ólafur Halldórsson og dr. phil. Jón þorkels- son í Khöfn, 2000 kr. á ári í 4 ár, eða 8000 kr. alls. Hæstirjettur hafði hreyft málinu fyrst, í fyrra sumar, við íslenzka stjórnarráð- ið, og kirkju- og kennslumálaráðherrann síðan tekið það að sjer til flutnings við ríkisþingið, og fjekk það meðmæli þar hjá fjárlaganefnd- inni í fólksþinginu. Um 1100 kr. hefir alþingismaður Jón Ólafsson fengið með þessari ferð frá íslend- ingum í Ameríku, til að standast kostnað í málum hans út af vesturfara-pjesa hans í fyrra m. m. Samsöngur sá, er haldinn var hjer í bænum laugardag 4. þ. m. (í G.-T.-húsinu), til ágóða fyrir kirkjubyggingu á Eyrarbakka, var allvel sóttur, um 150 manns, auk söng- mannanna (60—70), þótt inngangur væri hafður í dýrara lagi, eptir því sem hjer gerist (1 kr.), enn þótt afar-ódýr við það sem ann- arsstaðar tíðkast fyrir jafn-mikikilsverðar skemmtanir og vandasamar; en enginn maður mun iðrazt hafa þeirra kaupa, — svo tilkomu- mikill var söngurinn og vel af hendi leystur i alla staði, bæði samsöngurinn sjálfur, undir forustu kaupmanns Stgr. Johnsens, og eins solosöngur hr. Nickolins. Samsöngurinn verður ítrekaður bráðlega aptur, eptir áskorun margra áheyrendanna, með hinum sama lofsverða tilgangi. Er vonandi, að menn láti ekki brydda neitt á þeim dreng- skaparbrest, að vilja síður sækja skemmtun þessa fyrir það, að ágóðinn er ætlaður til að styðja utanbæjarfyrirtæki. Almenningi er einkar-hollt að venja sig af ofmikilli nærsýni eða vanhugsaðri sjerplægni í slíkum efnum ; það mun verða fullt eins affarasælt til fram- búðar. Prestaköll. Reykjavíkurbrauð, auglýst laust 4. maí, metið á 3759 kr. Vestmannaeyjabrauð, auglýst laust 24. apríl, metið 1407 kr. Húsbruni. í Nesi í Höfðahverfi, hjá Einari umboðsmanni Ásmundsyni, brann stórt íbúðarbús af timbri, nýtt og vandað, til kaldra kola mánudag 15. f. mán., með nærri öllu, sem í því var. Niðursetningsbarn, 6 vetra gamalt, hafði fundið eldspýtur og kerti í lopti, þar sem að eins vinnufólkið á bæn- um hafði dót sitt og umgöngu, — hafði kveikt á kertinu, misst það í hefilspæni, sem þar voru, og ekki haft vit á að segja frá þessu. Fáir voru heima við, og enginn varð var við fyrri en eldurinn var orðinn magnað- ur í lopti þessu; en veður var þjettings-hvasst, og húsið, sem í kviknaði, áveðurs. Húsið var 18 álna langt, 12 álna breitt og 12 álna hátt. Hjálp kom svo fljótt sem hægt var úr sveitinn, því þetta var um hádag, en til bæja í grenndinni er J til þ míla. þrjú bæjarhús önnur brunnu, en með liðsafla þeim, sem kom, tókst að verja önnur bæjarhús fyrir eldinum um kvöldið og nóttina, og var það þó ekki auðvelt. Heystakkspartur við 2 sauðahús, sem var 120 faðma á burt, brann líka; því eld- hríðin var mikil og veðrið fór hvessandi; en fjárhúsið þar við tókst að verja og önnur hús, sem þó voru miklu nær og í xneiri hættu. Mestallt, sem var í húsunum, er brunnu, brann líka, því liðlítið var upphaflega. Hús- bóndanum, Einari umboðsmanni, tókst með miklum háska að bjarga helztu bókum og skjölum, sem umboðinu tilheyrðu, en skjöl hans sjálfs og nær allar bækur fóru í eldinn. Hann fjekk brunasár á andlit og aðra hend- jna. — Ekkert var vátryggt af því sem brann, og geta kunnugir nærri, að það muni hafa numið 15—16 þús. kr. virði. þetta er í annað skipti, sem búsbruni verð- ur á þessurn sama bæ, með fárra ára millibili. 1 fyrra skiptið var skaðinn talinn nálægt 10,000 kr. AUGLÝSINGAR i samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning I kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg. út í hönd. Hjermeð er skorað d alla þá, sem telja til skulda í dánarbúi Guðjóns bónda Jónssonar á Arnórstöðum í Barðastrandarhreppi innan Barðastrandarsýslu, er ándaðis 19. júlí síðastl., að koma fram með kröfur sinar og sanna fyr- ir skiptaráðanda hjer í sýslu innan 6 mánaða frá siðustu birtingu pessarar auglýsingar. Skrifstofu tíarðastrandarsýslu 25. marz 1889. A. L. E. Fischer. Uppboðsauglýsing. Eptir kröfu Landsbankans i Beykjavíkog að undangenginni fjárnámsgjörð 9. þ. m. verður J jörðin Hagi í Barðastrandarhreppi innan Barðastrandarsýslu, 20.7 hd. að dýrleika að nýju mati, tilheyrandi herra Jósíasi Bjarna- syni, með öllu sem eign þessari fylgir og fylgja ber, með hliðsjón af fyrirmælum í opnu brjefi 22. apríl 1817 og samkvœmt lögum 16. desem- ber 1885 seld við 3 opinber uppboð, sem haldin verða 2 hin fyrstu á skrifstofu sýslunnar 5. og 25. júní nœstkomandi og hið 3. á eigninni sjálfn 12. juti næst á eptir, til lúkningar veðskuld að upphœð 3500 kr., auk vaxta og kostnaðar. Uppboðin byrja kl. 12 áhádegi nefnda daga, og verða söluskilmálar fyrirfram birtir á upp- boðsstöðunum. Skrifstofu tíarðastrandars., Geirseyri 10. apríl 1889 A. L. E. Fischer. Uppboðsauglýsing. Eptir kröfu landsbankans, og að undangeng- inni fjárnámsgjörð hinn 4. þ. m. verða 16 hndr. 55 ál. úr júrðunni Harastöðum með Harastaðakoti í Vindhælishreppi hjer í sýslu, ásamt tilheyrandi húsum, með hliðsjón af fyr- irmcdum í opnu brjefi 22. apríl 1817 og sam- kvœmt lögum 16. desember 1885, seld við 3 opinber uppboð, sem haldin verða, 2 hin fyrstu á skrifstofu sýslunnar að Kornsá i Vatnsdal laugardagana 22. júni og 6. jiílí nœstkomandi, en liið 3. á jörðunni sjálfri laugardaginn hinn 20. júli þ. 'á., til lúkningar veðskuld, að upp- I liæð 700 kr., auk vaxta og kostnaðar.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.