Ísafold - 18.05.1889, Side 4

Ísafold - 18.05.1889, Side 4
180 málum, sem eru á fyrsta ári sjálfsmennsku sinn- ar, og því ekkert farnir að gjalda presti Hje kirkju? Sv.: Jú, ef þeir hafa þær ástæður, að lögð mundi verða á þá gjöld til prests og kirkju. 165. Er það ekki meiningin, að hvert skip, sem róið er til fiskjar, nefnisteptir því, hve margar ár- ar þurfa til að róa því, svo sem áttróið skip átt- æringur o. s. frv.? Sv.: Jú. 166. Er ekki rjett, að hlutur ,af opnum róðrar- skipum, sem höfð eru til fiskiveiða, sje tekinn eptir hlutfalii því, sem skipin eru lögð í tíund, svo sem af 1 áttæring eða stærra skipi (1 '/2 hundrað) l’/j hiutur, af sexæring eða feræring (1 hundrað) 1 hlutur, af 1 tveggjamannafari ('/j hundrað) '/2 hlutur? Sv.: Ekki er iagaheimild fyrir því og venjan víst ekki heldur, en ekkert á móti að koma þeirri reglu á með samtökum. AUGLÝSINGAR ísamfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; með öðru ietri eða setning I kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg. út í hönd. J>essa leiðrjetting og vottorð hefir Ejallk. neitað að taka: XjEIÐRJETTING. í 2. blaði Fjallkonunnar dags. 18. jan. þ. á. stendur grein með yfirskript : „(tóö kaup“, undirskrifuð af Jóni Arnasyni í Olafs- "vík, og þar eð jeg álít innihald hennar meiðandi fyrir mannorð mitt, ef það hefði verið satt, skal jeg hjer með biðja yður, herra ritstjóri, að ljá eptirfylgjandi línum og hjálögðu vottorði rúm í blaði yðar, svo að almenningur geti fengið sann- leikann að iesa. J>ess skal þá getið, að nefndur Jón sendi mann til Búða að taka út og flytja saltið, og gerði sá maður engar útásetningar eða mótmælti á nokkurn hátt, að saltið væri gott; og það var fyrst, þegar jeg kom til Olafsvíkur, nokkru seinna, að Jón sagði mjer frá að saltið væri „úrsalt“; þetta vildi jeg ekki kannast við, um leið og jeg þó játaði, að vel væri mögulegt, að eitthvað lítið af „úrsalti" og kannske nokkrar „Gillur“ gætu hafa komið saman við það, því að saltið, er jeg hefði haft, væri flutt til Búða frá ísafirði, með skipi er hafði stundað fiskiveiðar að sumrinu, en hafði ekki verið hreinsað áður en saltið var látið i það. En hvað sem þessu líður, þá bauð jeg honum samt að leiðrjetta kaupið á þann hátt, sem hjálagt vottorð sýnir, og verð því þess vegna að álíta, að hann, þar sem hann í nefndri grein tekur svo til orða : „og var ekki við það komandi síðar, að jeg fengi minnsta afslátt eða leiðrjettingu á þessu“, hafi sýnt sig sem opinberan lygara. Ólafsvík þann 15. apríl 1888. Með virðinga H. Thejll. Vottor ð Yið undirskrifaðir vottum hjer með, að herra H. Thejll í febrúar 1888 kvaddi okkur til að vera heyrnarvottar að samtali lians við herra Jón Árnason í Ólafsvík um salt, er nefndur Jón hafði um sama leyti keypt á Búðum og flutt hingað. J>essa beiðni H. Thejlls uppfylltum við og heyrðum þá, að Jón fór fram á við hann, að láta sig hafa einhvern afslátt, eða leiðrjettingu á salt- kaupunum, af því hann þóttist vera, viss um, að það hefði verið úrsalt, en H. Thejll vildi ekki kannast við það, en til þess að gjöra Jón ánægðan bauðst hann til að kaupa strax af honum saltið, fyrir borgun út í hönd, og með sama verðlagi og Jón hafði keypt það á Búðum, en hjer upp á svaraði Jón nei! hann vildi ekki flytja salt fyrir Ólafsvíkurverzlun fyrir ekki neitt, og var þar með úti samtalið. Til frekari sönnunar, að þetta sje sannleikanum samkvæmt, lýsum við hjer með yfir, að við erum reiðnbúnir að staðfesta framburð okkar, hjer um, með eiði, ef þess verður krafizt af yfir- völdum. Ólafsvík þ. 21. febrúar 1889. Jóhann Dagsson. Egill Jónasson. Vottar af undirskript: Bjarni J>orkelsson. Jóh. St. Stefánsson. |>ar sem mjer, er með byggingarbrjefi frá I. apríl 1884, gjört að skyldu og skilyrði fyr- ír varanlegri ábúð m. fl., að rækta kostgæfi- lega engjaberjur og ljá ekki torfskurð, þá fyrirbýð jeg hjer með öllum að rista torf í Brúsastaðamýri, í jpingvallakirkjulandi, því mýri þessi er sá eini engjablettur, sem ábúð- arjörðu minni er útlagður til slægna, og hvergi annarsstaðar í landi jarðarinnar getur verið um torfskurð að ræða. Skógarkoti 8. maí 1889. Hannes Guðmundsson. í dag fannst þorskanetatrossa, 6 net—komu upp á skötulóð—á línunni Súla um Klapparnef. Annað duflið var skorið af, en hitt brotið, merkt; G. G. S. Eigandinn vitji til undirskrif'aðs, og borgi jafn- framt hirðingu og auglýsingu. Narfakoti 15. maí, 1889. Arni Pdlsson. VERÐLAUNAGLÍMtm í Good-Templara- húsinu, laugardaginn 18. maí kl. 8. e. m. — Að- göngumiðar á 20 a. fást hjá þorl. Ó. Johnson og við innganginn, að svo miklu leyti sem rúm leyfir. PENINGABUDDA, vönduð, fundin i gær á götu í bænum, með nokkrum aurum í. Eæst gegn auglýsingargjaldi hjá Sig. Guðbrandssyni. KLYPSÖDLAR nýir og vandaðir með öllu tilheyrandi fást keyptir hjá undirskrifuðum mjög ódýrt, og margt fleira er þjenar til ferðalaga. Mjóstræti 8, Rvík 18. maí 1689. port. J. Jónsson. Litunarefni vor, sem alstaðar eru viður- kennd ágæt að vera og sæmd voru verðlaunum á sýningunni í Khöfn 1888, en'da eru hin einu litunarefni í verzlunum, er samsett eru af æfðum og dugandi efnafræð- ing,—hin einu litunarefni, er hver húsmóðir getur litað með fljótt og auðveldlega eins fallega og beztu litarar, fást hjá herra P. Thorsteinsson, Bíldudal. Buch’s Farvefabrik. Studiestræde 32. Kjöbenhavn K. DÁUn (kaffiblendingur), sem má brúka Wf *■ eingöngu i staðinn fyrir kaffi- baunir, fæst eins og vant ei við verzlun H. Th. A. Thomsens í Reykjavík, á 56 aura pundið. Forngripasafnið opið hvern mvd. og Id. kl. 1—2 Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. I—2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2 útlán md„ mvd. og ld. kl. 2—3 Söfnunarsjóðurinn opinn I. mánud. í hverjum mánuði kl. 4—5 Veðuratiiuganir i Reykjavik, eptir Dr. J. Jónassen. Maf | Hiti (á Celsius) Loptþyngdar- 1 mælir(millimet.)l Veðurátt. ánóttu|um hád. fm. | em. | ím em. Mvd. 15. + 3 +12 769.6 764.5 O b O b Fd. 16. + 4 +12 762.0 759+ O b O d Fsd. 17. + 5 + 12 759-5 759-5 Sa h b Sa h b Ld. 18. + 7 759-5 Na h b Sama einmuna sumarblíðan sem að undanförnu. í fyrra var 3 stiga frost í nótt sem leið og hjer hvasst norðanveðr. í hitt eó fyrra blindbylur í allan morgun (17.) og norðan-stórviðri; 1886 norð- anbylur og frost; 1885 gott veður á landssunnan; 1884 noröanbál meö gaddi; 1883 útsynningsgarri kaldur; 1882 var jeg ekki heima. 1881 norðan, hvass með gaddi; 1880 landsynningur og gott veð- ur; 1879 landsunnan, gott veður; 1878 norðanbál og blindbylur; 1877 bezta veður; 1876 bezta veð- ur; 1875 fagurt veður, nokkuð kaldur; 1874 bezta veður. Ritstjón Björn Jónsson, cand. phn. Prentsmiðja ísafoldar. sjeð kvennmanninn standa upp við og vera að grafa i jörðu, fundust skjölin fólgin, er lýst hafði fyrir mjer. Jeg afsalaði mjer und- ir eins eigninni; en þá risu upp aðrir, sem bjuggust við arfi eptir mig, og hófa þras við mig út af því, og leituðu jafnvel dóms og laga. þannig varð málið heyrum kunnugt og þótti allmiklum tíðindum sæta um hríó. Margt var það samt, er styrkti minn mál- stað: ætterni Maríu sannaðist og arfleiðsla Lúkasar riddara, sömuleiðis, að það var hönd gömlu frú Thunder á pappírsblöðunum, sem jeg hafði haft méð mjer úr líkklefanum hennar; ennfremur varð ýmislegt fleira, sem fannst þar þegar leitað var, til að sanna sögu mína. Jeg vann málið, og nú fer jeg utan og skil þau Frank og Maríu hans eptir í bezta gengi, þar sem þau sitja að eignum þeim, er hefðu ekki orðið nema byrðarauki fyrir mig». — |>annig endar handritið. — g Thunder yfirliði fjell í orustu fám árum síðar. Barnabörn Frank Ó Brien’s minnast hans með þakklæti og lotningu. Hreiðurborg var yfirgefin fyrir löngu og látin leggjast í eyði. Hans skraddari gjörist her- maður. Eptir Eristofer Janson. (Fyrst segir frá því, hvernig það atvikað- ist, að norrænir sjálfsboðaliðar gengu í sveit saman í borginni Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum í Ameríku haustið 1861 og buðust að veita Norðurríkjunum í þrælastríð- inu, er þá var nýlega byrjað. Var þar mis- jafn sauður í mörgu fje, sem hjer mun verða frá sagt). «f>eir, sem kunnugir voru í Madison, gátu ekki varizt hlátri, er þeir gátu að líta mann einn meðal dátanna rauðnefjaðan í meira lagi, en talsvert sperrtan og grimmilegan og þó stúr- inn á svip. «Og er ekki hann Hans skraddari með líka! |>á eru nú flestir sótraptar á«sjó dregnir». |>essum orðum vörpuðu áhorfend- urnir hver á annan og hlógu dátt. |>ví svo stóð á, að Hans var alkunnur í öllum ölkrám í Madison. Hann var mesti letingi og iðju- leysingi, gerði aldrei handarvik, en Ijet kon- una sína vinna fyrir sjer og átta börnum þeirra; en hún var mesti dugnaðarforkur. Meinleysingi var hann, þegar hann var algáð- ur, skrafaði mikið um landsins gagn og nauð- synjar, og var jafnan mikill á lopti og mikill í munni, þegar stóðu til kosningar í em- bætti eða þess háttar. Hans þessi hafði ver- ið svo óheppinn, að vera heyrnarvottur að um- ræðum á fundi þeim, þar sem afráðið var að setjaástofn norræna hersveit. Hann hafði sem útvalinn og alræmdur kjaptaskúmur bæjarins læðzt bak við fundarsalinn og lagt eyrað við rifu. Síðan hafði hann flýtt sjer burt til þess að verða fyrstur manna til að bera sög- una af því, sem gerðist á fundinum, um all- ar veitingakrær borgarinnar, hafði haldið há- fleygar föðurlandsástarræður og þegið vfða góðgjörðir — hann var yfir höfuð meira gef- inn fyrir að þiggja góðgjörðir en veita —, og hafði loks dregizt seint um kvöldið með talsvert í kollinum heiin til kerlu sinnar; hún var þá löngu búin að ganga frá kvöld- matnum og koma krökkunum í bólið, öllum

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.