Ísafold - 25.05.1889, Side 1

Ísafold - 25.05.1889, Side 1
Kemur út á miðvikudögum og laugardögum. Verð árgangsins {104 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.okt. Af- greiðslust. í Austurstrœti 8. XVI 42. Reykjavík, laugardaginn 25. mai. 1889 Útlendar frjettir Khötn, 4. maí 1889. Danmörk. |>ann 5. apríl kom enskt 'skip, Missouri að nafni,. «Thingvalla»-fjelags- skipinu Danmark til liðs og hjálpar, og bjarg- aði af því allri skipshöfninni. Sá eini, sem fórst, var gangvjelarmeistarinn, sem menn ætla lostinn til bana af skrúfunni, en ás hennar brostinn sundur, og það varð dauða- -rnein skipsins. Dáinn er Thesdorpf konferenzráð, einn af stóréignamönnum Dana, nýtasti maður og lengi hinn helzti og atorkusamasti í forstöðu- nefnd «landbúnaðarfjelagsins danska*. Noregur og Svíaríki. Á þingi Norð- manna reru hægrimenn öllum árum að því, að fresta löggilding kviðdómalaganna, en nú skaut Sverdrúp gamli upp merki sínu í hinna liði, vinstrimanna, og vann sigur. Hlaut hann nú lof fyrir þá frammistöðu í blöðum þeirra, og er nú langt síðan hann hefir átt slíku að fagna. — Dáin er Eugenie, systir Svíakonungs (f. 1830). Hún var mesta val- kvendi og gekkst mjög fyrir um fjelög og stofnanir til barnauppeldis og ýmsra líkna við volað fólk. I»ýzkaland. Ekki í júní, en í miðjum júlíinán., sem nú er gert ráð fyrir, verður af ferð keisarans til Englands. Von er á Úmbertó Italíukonungi til Berlínar í síðari hluta þessa mánaðar. Fundurinn byrjaður í Berlín um Samóa- málið, og búast hjer allir við bezta sam- komulagi um heimildir allra hlutaðeiganda. Austurríki. Ofritt í Vín á páskunum Vagnstjórar »omnibus«-fjelagsins gerðu verkfall, er vilnunar var synjað, og ýfði þetta svo Verkalýð borgarinnar, að skjótt sló í riðla- göngur, hávaða og atvígi að höfuðskála fje- lagsins. Er nú upp komið um eggingar af forustumönnum sósíalista, en bæði æsingar og tilgjafir peninga af Júðahatendum (»Antí- semítum»). Sumstaðar stóðu á 8. þúsund manna með grjót og barefli á móti löggæzlu- liðinu. Upp á síðkastið varð herliðið að taka til vopna og ryðja borg og stræti. Tala þeirra, sem meiddust í róstunum, var 200, en af þeim 40 löggæzlumenn og 20 hermanna. Spellin rnetin á nær því miljón gyllina. Frakkland. Hátíðirnar eru nú «harðla nærri», bæði í Versölum og á Marzvelli í París um, en þó margt eða flest sje þegar kunnugt ura það, sem fyrir er hugað og fram á að fara, mun sagnanna bezt að bíða. En þess skal þegar getið, að einveldisdrottnar álfu vorrar hafa boðið erindrekum sínum, að koma hvergi nærri vígslu sýningarinnar. Orsökin er auð- vitað sú, að þeim þykir hjer allt gert í minning byltingarinnar og guðleysistímanna. í>eir um það; en betra væri þó, að eiga t^ygging fyrir, að byltingarnar vitjuðu þeirra ekki sjálfra. Norðmenn hafa hneyxlazt á boði síns konungs, sem von er; því í fjár- lagafrumvarpi þeirra voru útgjöld af ríkisins hálfu til hluttekningar í Parísarsýningunni. í aukasýningu, sem allvel hlýðir þessum minningartímum Frakklands, er haft safn alls konar menjagripa, mynda, vopna, bún- inga o. s. frv., frá byltingunni miklu. A uppdráttum frá hennar dögum eru sýndir merkisviðburðir, og þeir menn, sem hvað- eina mest varðar, hetjur byltingariunar og píslarvottar. Boulanger er nú kominn til Englands (29. apríl). Drjúgmælin þó sízt spöruð í blöðum hans og einveldissinna, einkum keisaraliða. En níð þeirra og heiptaryrði gefa þó grun um, að veilur sje komnar í sigurtraustið. Hins vegar má þó þess geta, að mörg önnur blöð kalla þar högg hærra reitt en skyldi, er öldungadeíldin var gerð að dómara í sökum Boulangers, og efast um að svo stöddu, að landráð verði á hann sönnuð. það menn vita, þykja rannsóknirnar hafa orðið árang- ursminni, en við var búizt. Holland. Konungur er nú svo í aptur- bata, að hann hefir tekið aptur við stjórn, bæði á Hollandi og í Luxemborg. Hefir það engum meir á óvart komið en læknum hans, sem töldu dagana, sem hann mundi eptir eiga. Rúmenía- Hinn 1. þ. m. kom krón- prinzinn — Ferdínand af Hohenzollern — til Búkarest og hjelt þar innreið sína við stór- fögnuð og skrautmikinn viðbúnað af hálfu borgarmanna, konungs og hirðarinnar. Ameríka. Hinn 29. apríl fyrir 100 árum kom Washington forseti til New-York, og hafði þar þá þær viðtökur, sem annari eins sigurhetju sæmdu. Eptir þessu var nú til minningar breytt, og gisti Harrison, forsetinn nýi, þann dag borgina, siglandi þangað upp við fylgd 300 skipa, en miljón manna á ferli til að fagna komu hans. Hátíðin stóð í þrjá daga, með öllum þeim stórkostleik skrauts, viðhafnar og tilbrigða, sem samboðið var kynja-auði borgarmarma, yfirburðum og snilli Norður-Ameríkumanna, og mikilfengi hins volduga þjóðveldis. Annan í páskum var fólki hleypt til ból- festu inn í hjerað vestra, sem Oklahoma heitir, en hefir hiugað til verið byggð Indía- manna. f>eir urðu hjer hlutskarpastir, sem fyrst komust að landnáminu, en tilsóknin mikil (100 þús.) og þröng hin ógurlegasta. Sagt af ómildum viðskiptum og bana margra manna. «Bæjum skýtur hjer upp eins og sveppum í veysu», segir einn frjettaritari, og þann þriðja í páskum var bær reistur þegar, Guthrie að nafni, með bæjarstjóra, blaði og banka. Ný halastjarna fundin frá stjörnuturninum mikla í Kaliforníu. Á henni eru nú og sjón- ir festar á sumum stöðum í vorri álfu. Strandferðaskipið Thyrakom hingað í fyrra dag um miðjan dag, eptir ágæta ferð alla leið, og hafði nú komizt á allar hafnir, sem til stóð, eptir áætluninni, enda sást hvergi til íss. Frá Khöfn kom hingað með skipinu cand. theol. Hafsteinn Pjetursson, frá Englandi. Jón kaupmaður Vídalín, frá Akureyri Friðbjörn Steinsson bóksali, og frá Stykkishólmi P. Fr. Eggerz úr Akureyjum, auk fjölda annara farþega. Fiskverð erlendis. Fremur dauft út- lit með fiskverð á Spáni. Sömuleiðis dauft eptir múkinn í Genúa, hið mikla verð á smá- fiski þar í fyrra; hafa kaupendur skaðazt stórum á þeim kaupum, og það því fretnur, sem fiskurinn gat ekki haldið sjer óskemdur til lengdar. Nokkuð af hinum íslenzka fiski hefir jafnvel verið sent frá Genúa til Liver- pool og seldur þar með miklum afiöllum. I Khöfn hafði selzt talsvert af leifunum frá f. á. seinni partinn í vetur, vegna sam- gönguleysis ; en þegar farið var síðan að halda honum í hærra verði, minnkaði salan mikið. Frá Leith hafði komið til Khafnar nokkuð af fallegum, nýjum saltfiski frá Hjaltlandi, og nokkuð selzt af honum á 60 kr. skippund- ið, en nokkuð óútgengið fyrir það verð. Vest- firzkur Spánarfiskur stór í Liverpool á boð- stólum til Khafnar á 20 pd. sterl. smálestin. Ný lög. Lögin um brúargjörð d Úlvesá frá síðasta alþingi hafa nú loks hlotið stað- festing konungs 3. þ. m. Aðalefni laga þessara er það, aðverjamegi allt að 40,000 kr. úr landssjóði til brúargjörð- ar á Olvesá, með því skilyrði, að sýslufjelög Árnes- og Kangárvallasýslu og jafnaðarsjóður Suðuramtsins leggi til fyrirtækisins allt að 20,000 kr. eða sem svari helmingnum af því, sem landssjóður leggur til. þessar 20,000 kr. fá tjeð sýslufjelög og jafnaðarsjóður að láni úr landssjóði, gegn ávöxtun og endurborgun á 45 árum með 965.25 kr. á ári að helmingi úr jafnaðarsjóði, en hinum helmingnum frá tjeðum sýslafjelögum eptir hlutfalli milli sam- anlagðrar tölu lausafjárhundraða og jarðar- hundraða í þeim ár hvert. Um kostnað brúnni til viðhalds skal síðar ákveða með lögum. — Svo er ráð fyrir gjört, að brúarefnið komi til landsins fyrir haustið, og verði svo notað sleðafæri í vetur til að koma því upp að brúarstæðinu, við Selfoss, en brúin lögð á að sumri. Stjórnarfrumvörp. Af frumvörpum þeim, er stjórnin ætlar að leggja fyrir al- þingi í sumar, eru þessi nú hingað komin prentuð, líklega til útbýtingar meðal alþing- manna nú þegar: 1. Vm aðflutningsgjald á kaffi og sykri. það eiga að vera 5 a. á pundi af kaffi og kaffibæti, og 2 a. af sykri og sírópi. 2. Um breyting á lögum 11. febr. 1876 um aðfliotningsgjald á tóhaki. Tollurinn hækkað- ur upp í 20 a. á pundi af neftóbaki, munn- tóbaki eða reyktóbaki, og 50 a. af hverjum 100 vindlum. 3. XJm stofnun sjómannaskóla á istandí (í Keykjavík). 4. Um dagbókahald á tslenzkum skipum. 5. Um varúðarreglur til að forðast ásigl- ingar. 6. Um að fá útmœldar lóðir á löggiltum

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.