Ísafold - 25.05.1889, Síða 3
167
að hætta að svara ; má því Dærri geta, að eg
mundi ekki kæra mig um að vekja slíkt upp
aptur. En nú hef eg skrifað bók og um
hana hefur nú dælan gengið og um skoðanir,
er eg hafi látið uppi, og þykir mér því rétt-
ast hér, úr því að þetta mál á annað borð
nú hefur um stund verið háð á íslenzku varn-
arþingi, að skýra það nokkuð betur.
|>að er einkum jþjóðólfur, er eg hér þarf að
snúa máli mínu að, þ. e. blaðinu frá 22. febr.
1889, af því að sú grein leitast þó að minnsta
kosti við að reyna að láta það líta svo út,
að hún hafi við eitthvað að styðjast. Dr.
Finnur Jónsson hefur og í Fj.kon. nr. 3—4
i beinu tilefni af minni bók ritað grein nokkra
um rímur, og get jeg ekki annað sagt en að
mér er ánægja að þeirri grein; og ber tvennt
til þess. Hið fyrra er, að jeg sje þar, að sú
ósk mín og von, sem eg kvaddi Dr. Finn með
þegar eg átti orðastað við hann síðast á prenti
í Fróða 1886, að hann vendi sig á að rita
dálítið kurteisar en hann þá gerði, hefur að
nokkru leyti rætst. En hitt er, að hann í
þessari rímnagrein fer í ýmsu miklu nær hinu
rétta en vinur hans Páll Briem í þjóðólfi,
eins og líklegt er, því að hann ætti að vera
efninu nokkuð kunnugri. En að hann þó
vantar hina nákvæmari þekkingu í þessu at-
riði, mætti ráða af því, að hann getur feing-
ið tækifæri til þess í þessari stuttu grein að
koma að meinlegn villu, sem leiðir af sér
ranga ályktun, og er það í þvi eina atriði,
sem Dr. Finnur ekki heldur sér við almenn
orðatiltæki og hugleiðingar. Hann heldur, að
Sigurður Breiðfjörð hafi gert Númarímur, sem
eru ortar á Grænlandi 1831—1834, jafnvel og
raun er á orðin, af þvi að Jónas Hallgríms-
son vandar um við Sigurð fyrir Tristransrím-
ur tveimur áruvi eptir að Númarímur eru
prentaðar (Fjölnir 1887 bls. 18—29). þeir
sem nokkuð þekkja til vita líka, að umvand-
anir Jónasar höfðu alls eingin betrandi áhrif á
Sigurð; bæði orti hann í þá átt og til er auk
þess brjef frá honum til síra Olafs Indriða-
sonar, sem lýsir eingu síður en því, að hann
léti Jónas knósetja sig. Svo mikla virðing
sem eg ber fyrir smekkvísi Jónasar, þá verð
eg hér að ítreka það, sem eg hef sagt í bók
minni (bls. 131), að umvandanir hans gátu
hvergi komið jafnhraparlega ranglátt niður
sem á Sigurði Breiðfjörð; því að enginn mað-
ur, sem nokkurt vit hefur á eða nokkra þekk-
ing í þeim sökum, mun þora að neita því,
að Sigurður sé eitt hið allra bezta rímna-
skáld, sem nokkurn tíma hefur á Islandi ver-
ið. Hann var sá rímnabætir, sem vel hefði
átt skilið að við hefði verið kannazt, og það
gerði líka að nokkru leyti hinn alkunni merk-
ismaður Arni biskup Helgason í «Sunnan-
pÓ8ti». Að Sigurði hafi orðið smekkleysur á,
dettur engum lifandi manni í hug að neita;
auk þess vantaði hann næga menntun, og lífs-
kjör hans voru þau, að hann varð að kveða
fyrir munn og maga :
Kvæöin mín ai' sulti eg syng,
svo eg fái staup og bita.
Hefði ekki verið nær, að Jónas hefði tekið í
lurginn á öðrum eins sérgæðingi og sérvitr-
ingi og Níels skálda, sem þá var að fylla
landið þeim leirburði, sem enginn nú hefir
þolinmæði til að lesa? Eg hef hvergi sagt,
að Jónas hafi gert rangt í að finna áð óvönd-
uðum rímnakveðskap, svo allar dylgjur um
það eru heimildarlausar. En eg hef sagt það,
að aðfinningar hans hefðu ef til vill haft ein-
livern snefil af áhrifum, og að þeir einir sem
hálflítið vit hafa á, fordæmi rímur í blindni,
sem og er að vonum. því þeir sem nokkra
þekking hafa í því efni fara eptir eigin skoð-
un, en ekki eptir því sem aðrir segja. En
rímnakveðskapurinn var ekki það eina, sem
Jónas hefði haft ástæðu til að finna að; það
mátti víta margt í hverri grein íslenzks skáld-
skapar um það leyti, eins og mætti ef til vill
enn ; varla hefði sálmahókin þá fengið betri
útreið hefði Jónas farið að lireifa við henni,
þar sem «eitt rak sig á annars horn». En
hefði það þá verið sanngjarnt, að taka ein-
ungis beztu sálmaskáldin fyrir t. a. m. Jón
f>orláksson eða þorvald Böðvarsson, og út-
húða þeim niður fyrir allar hellur, en hreifa
ekki við hinum lakari? Hóf er bezt í hverj-
um leik.
I sambandi við «|>jóðólf» 22. febr. verð eg
að minnast dálítið á Boga Melsteð og hans
ritdóm, af því að málaflutningsmaður Páll
Briem virðist byggja nokkuð á honum eða
að minnsta kosti vera honum samþykkur.
En grein sú, sem stendur í «þ>jóðólfi» lö. febr.,
er svo löguð, að eg held næstum, að höfund-
ur hennar, sem tnér er sagt sé Klemens
Jónsson, hefði líklega verið fullsæmdur af að
láta óritaða, og er hún langt undir því að
nokkur geti verið svo lítillátur að svara henni
orði til orðs. En þetta skal eg leiðrétta, af
því það er hið eina sem hægt er að henda
reiður á1.
1) Hvað einhver prófessor í sögu hafi sagt bók
minni eitthvað til ámælís, er mér ókki hægt að
vita; en hitt veit eg, að háskólaráðið veitti mér
styrk til þess að gefá bókina út, og sitja í því
tveir söguprófessorar háskólans. Og haft hefir
það verið eptir söguprófessor, að seint gengi með
sögupróf hjá sumum.
AUGLÝSINGAR
í samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.)
hvert orð 15 stafa frekast; með öðru letri eða setning
1 kr. fyrir þuml. dálks-lengdar. Borg. út í hönd.
Aðalnæturvörður
í Beykjavík er af bcejarstjórninni skipaður
frá 1. jímí ncestkom. Sveinn Sveinsson tómt-
húsmaður á Efri-Hhð hjer í bcenum.
petta auglýsist hjer með öltum hlutaðeig-
endum.
Bæjarfógetinn í Reykjavík 22. mai 1889.
Halldór Daníelsson.
Fundnir munir.
3 innholt, 3 rár, poki með salti, poki með
brauði, trefli o. fl. klútur, silfurbrjóstnál o. fl.
hefir fundízt á ýmsum stöðum hjer í bcenum,
og verður pað selt við opinbert uppboð sern
óskilafje, ef eigendur eigi vitja munanna hmg-
að, og borga áfallinn kostnað.
Bæjarfógetinn í Reykjavík, 24. mai 1889.
Halldór Daníelsson.
Miðvikudaginn 12. júní mun jeg að öllu
forfallalausu halda fund með kjósendum
mínum, að Grund í Skorradal.
Bessastöðum, 20. mai 188q.
Grímur Thomsen.
þingrnenn Kjósar- og Gullbringusýslu
halda pingmálafund 22. júuí n. k. kl. 11 f. h.
í þinghúsi Garðahrepps í Hafnarfirði.
Görðum og Flensborg, 21. maí 1889.
í>ór. Böðvarsson. Jón í>órarinsson.
Iians skraddari gjörist hermaður.
Hans minn«, tautaði hún við sjálfa sig; »far-
irðu að taka upp á því að berja mig, þá er
jeg búin að fá nóg af því. Nei, þá er betra
að korna honum af sjer undir eins. Hver
veit nema að það kynni að verðÁ*4&ður úr hon-
um, ef hann kæmist í stríðið». Síðan gekk hún
að runnnu enn einu sinni, og gekk úr skugga
um, að hann svæfi nógu fast. það var ekki
um að villast; hroturnar heyrðust langar leið-
ir. Hún gekk hægt um, að kommóðunni,
lauk þar upp skuffu, fjekk sjer þar væna nál
og vel sterkan hörþráðarenda, og fer með
þau tæki í höndum sjer að rúminu aptur, þar
sem Hans svaf. Hun fletti ábreiðunni ofan
af honum með hægð, tók upp jaðrana á rekk-
voðinni sem hann lá á, og lagði þá saman
yfir um hamt; tók síðan til að falda þá sam-
an, og hraðaði sjer að því heldur svona. Hans
hafði í sakleysi sínu lagzt svo kyrfilega í mitt
rúmið, að engu þurfti að hagga; og meðau
hann hefir, ef til vill, verið að dreyma
um altari föðurlandsins, var hann vafinn þarna
lævíslega innan f sjálfs sín sterku striga-
Voðir, eins og barn í reifar. Katrín gat ekki
að sjer gjört að brosa, þegar hún var búin
að þræða saman rekkvoðina vel og vandlega,
en hroturnar í Hans ljetu sein hæst. |>egar
hún var húin að ganga vel frá þessu verki,
brá hún sjer eptir kvarðanum sínum. |>að
var vænn rauðaviðarkvarði, með látúns- nöbb-
um á, fyrir mörkunum; hún hafði átt hann
frá því hún kom heiman að, frá Noregi.
Hún gjörir sjer lítið fyrir, og tekur síðan til
að lumbra á Hans með kvarðanum, þar sem
hann lá þarna saumaður inn í rekkvoðina.
Hans vaknaði við vondan draum, og sjer sína
elskulegu eiginkvinnu standa við rúmstokkinn,
og láta kvarðann ríða á sjer allt hvað af tekur.
»Ertu orðin vitlaus, Katrín?* kallar hann upp,
og tekur til að spyrna með höndum og fótum,
til þess að losna, en hörþráðurinn var sterk-
ur og strigavoðirnar enn þá sterkari. »Æ!
æ! jeg kalla á hjálp!« hljóðaði hann.
»Jeg skal kenna þjer að berja konuna þína
í annað sinn«, svaraði Katrín, og hjelt áfram
sinni iðju hiklaust.
»Vægð! vægð!« öskraði Hans. Síðan tók
hann til að æpa hástöfum: »Hjálp! Morð!«
|>á kom fólk hlaupandi utan af götunni, og
þar á meðal einn lögregluþjónn. f>að glápti
hissa á þessa fásjeðu sýn, og fór að skelli-
hlægja; því það þekkti Hans dável. »Verið
þið bara kyr úti«, segir Katrín við þá sem inn
komu, þar sem hún stóð með bareflið í hönd-
unum. »f>arna kemur hann fullur heim, og
tekur til að lemja mig, sem vinn fyrir matn-
um ofan í hann; er það kennske rjett?« Síð-
an snýr hún sjer að HavÉ og segir, og reiðir
um leið upp vöndinn:» Viltu nú láta skrifa
á hermannaskrána undir eins á morgun?«
»Já, já«, hrópaði Haús; og hafði ekki aug-
un af kvarðanum.
»Og þú lætur mig fara með, til að líta eptir,
að hvergi skeiki?«
»Já,já.« —Hans gekk að öllu, sem uþp var
sett.
»Já, uú höfum við líka votta að því«, segir
Katrín, og snýr sjer að áhorfendahóþnum, er
skemmti sjer furðu vel. Dyrnar stóðu í hálfa
gátt, og allt af var að fjolga.
»En þá losarðu náig líka úr bölvuðum pok-
anum þeim ama?« segir Hans.
»Onei; þú getur legið svona þangað til í
fyrra málið, þangað til þú ett búinn að sofa